Tíminn - 03.09.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 03.09.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 3. september 1992 Indíánar hafa I frammi mótmæli í Toronto vegna slæmra lífskjara. r Agreiningurinn um einingu Kanada hefur bættstöðu biturra Jrumbyggja landsins og indíánamir fá ný réttindi: Frumbyggjar Kanada láta til sín taka við væntan- lega stj ómarskrárbreytingu Ovide Mercredi, höföingi Cree- indíananna og lögmaöur, berst nú haröri baráttu fyrir aö réttindi Indíána veröi staöfest í nýrri stjórnar- skrá. Hjálparvana stóðu tugir þorpsbúa fyrir utan brennandi kofann í litlu Indíánabyggðinni Davis Inlet í La- brador í Kanada. Þeir heyrðu neyðar- óp bamanna sex sem eldtunguraar Iéku um innan dyra, og gátu ekkert aðhafst tíl að afstýra ógæfunnL Lögreglumennimir sem komu til þorpsins eftir naeturlanga sleðaferð um óbyggðir, fundu brunnin lfk bam- anna á öðrum degi. Ekki var hægt að tilkynna foreldrunum hvemig komið var, þeir höfðu lagt upp í drykkjuferð. í sumar, fimm mánuðum eftir áfall- ið, lagði Innu-ættbálkurinn fram 150 síðna skýrslu um baksvið harmleiks- ins. Niðurstaða allra kvörtunarefn- anna var: „Innu- ættbálkurinn hefði glatað allri stjóm á lífi sfnu, fjölskyld- unnar og málefnum þorpsins sfns.“ Ákvörðun fyrir 40 árum um að veiði- mannaþjóð tæki upp fasta búsetu olli upphafi þjáninga frumbyggjanna Eins og f óteljandi öðrum kanadísk- um indfánabyggðum þjást íbúar Da- vis Inlet, 480 að tölu, vegna sfvaxandi drykkjusýki, eiturlyfjafíknar, atvinnu- leysis og fátæktar, sem allt á upphaf sitt fyrir 40 árum þegar kanadfsk yfir- völd létu þessa veiðimannaþjóð taka upp fasta búsetu. Nú gera yfirvöld tilraun til að spoma við hruni fjölskyldunnar og hnignun siðgæðisþreks meðal frumbyggjanna með 4,5 milljarða dollara árlegu framlagi. En peningar einir og sér eru þess ekki megnugir að bæta úr innri og ytri eymd „þriðja heims" Kanada. Nú eru þó umskipti í sjónmáli. í nýj- ustu stjómarskrárdrögunum, sem eiga að leysa úr stöðugum ágreiningi frönskumælandi og enskumælandi Kanadamanna þegar á þessu ári, var líka í fyrsta sinn skráður sjálfsákvörð- unarréttur Indíána. Fram að þessu hefur verið litið á þá sem skjólstæð- inga ríkisins. Árum saman hefur krafa frumbyggj- anna ekki verið um sffellt fleirí doll- ara, heldur að fá meira vald, rétt til að ákveða sjálfir örlög sfn. „Núna látum við af hendi rakna milljónir dollara á milljónir ofan til að halda fólkinu áfram fátæku," segir indfánaleiðtog- inn Ron George. Samtökin hans, Ráð innfæddra í Kanada, tala fyrir munn mörg hundmð þúsunda Indíána sem búsettir em í borgum — u.þ.b. helm- ingur allra fmmbyggjanna—en flest- um þeirra er lffsbaráttan enn harðarí en hjá bræðmm þeirra á vemdar- svæðunum. Þegar f býtið á morgnana slæpast margir afkomendur vísundaveiði- mannanna á sléttum Kanada við ríkis- reknar áfengisverslanir. Fylkisstjóm Alberta ákvað fyrir skemmstu að opna marga sölustaði fyrr — tilgangurinn var að hindra að drykkjusjúkir indfán- ar legðu sér til munns hreinsiefni sem innihalda alkóhól í örvæntingu sinni. George, forystumaður indíánanna, vonar að sjálfstjóm verði fyrsta skrefið til að ná stjóm á eigin lífi aftur. Þrjóskir, menntaðir og herskáir Ind- íánar hafa tekið forystuna í barátt- unni Þeirrar skoðunar er líka Cree-..ind- fáninn Ovide Mercredi, 46 ára lög- maður, sem fyrir ári var valinn yfir- höfðingi þeirra 500.000 indfána sem skráðir em á vegum ríkisins í Kanada. Mercredi er málsvari 620 hópa og ættbálka, en margir þeirra hafa í for- tíðinni gert samninga við nýlendu- veldið Stóra-Bretland og síðar Kan- ada. Þrjósku þessara menntuðu og her- skáu indfána, sem hefja allar umræð- ur með bænum öldunganna, er að þakka að nú hafa yfirvöld í engilsax- neskum fylkjum tileinkað sér hug- myndina um sjálfstæði. Þar til fyrir skemmstu beittu hvítir valdamiklir stjómmálamenn í Kanada kröftum sfnum fýrst og fremst að því að fást við sjálfforræðisóskir frönsku- mælandi Quebecbúa til að hindra að annað Iandmesta ríki jarðarinnar klofnaði. íbúar Quebec vildu fá sér- stök réttindi til að viðhalda tungu og menningu, ásamt stöðunni „sérstakt þjóðfélag" (distinct society) skráð í stjómarskrána. Þessar kröfur tóku indíánamir sér til fyrirmyndar í þeirri skírskotun sinni, sem ekki liggur lengur f þagnargildi, að þeirra þjóðfé- lag sé a.m.k. ekki síður „sérstakt". Undir stjóm ættbálkahöfðingja frá öllu Kanada stóð einn einasti þing- maður fylkisþings Manitoba af ind- íánaættum f vegi fyrir því að nýja stjómarskráin tæki gildi sumaríð 1990. Einn talsmanna indfánanha f þeirri umræðu var Mercredi. Neitun indfánanna steypti Kanada f ríkiskreppu sem enn hefur ekki tekist að losna úr. Þegar Quebec- búar verða að greiða atkvæði um hvort áframhald verði á sambúð þeirra og enskumæl- andi Kanadamanna f októberlok, reyna nú sambandsstjómin í Ottawa og stjómimar í engilsaxnesku fylkjun- um að milda skilnaðarsinna í Quebec með nýju endurbótadrögunum að stjómarskránni. Sjálfstæðiskrafa Indíána „lágmarics- málamiðlun" Hvemig svo sem endanleg málamiðl- un kemur til með að líta út, án sam- vinnu við frumbyggjana, kemur hún ekki til með að standast. Indíánahöfð- ingjamir Mercredi og George, svo og talsmaður 32.000 innúita (eskimóa) hafa lýst kröfum sfnum um sjálfstæði sem „lágmarksmálamiðlun" sem þeir hviki ekki frá. En frönskumælandi Kanadamenn hafa fengið bakþanka. Forsætisráð- herra Quebec, Robert Bourassa, sem hafði í tvö ár sniðgengið allar stjómar- skrámmræður, sér „ríkisheild" Que- becs hættu búna vegna nýju réttinda indíánanna. Cree-indíánamir við James Bay í Norður-Quebec hafa þegar hótað að segja sig úr lögum við Quebec og taka þar með sér helming þess landsvæðis sem nú tilheyrir því ríki, gefi Quebec út sjálfstæðisyfirlýsingu. Ólíklegt er að frumbyggjamir „eftirlátá nýju ríki land sitt og réttindi án þess að hafast að“ sagði talsmaður Cree-indíánanna, Ted Moses, á fundi vinnuhóps Sam- einuðu þjóðanna um innfæddar þjóð- ir. Lögmenn í Quebec, sem unnu að greinargerð fyrir stjóm Bourassa, vör- uðu við því að sjálfstæðisyfirlýsingar- greinin feli í sér „án alls vafa mestu grundvallarbreytingu á stjómmála- samsetningu Kanada síðan sambands- ríkið var stofnsett 1867.“ Indíánamir, sem þar með fengju réttindi „þriðja stjómvalds" í Kanada, myndu að öll- um lfkindum ekki sætta sig við að fá aðeins í sinn hlut þau landsvæði sem þeir nú byggja. Ovide Mercredi, sem æ oftar skiptir á svörtu lögmannsfötunum sfnum og búningi forfeðra sinna, á a.m.k. áreið- anlega eftir að standa fast á sínum málstað. Ekkert minna en viðurkenn- ing á réttindum innfæddra muni vemda indíána frá að enda líf sitt „í fangelsi, á götunni eða algerri örvænt- ingu,“ sagði hann á mótmælafundi við þinghús sambandsstjómarinnar f Ottawa um miðjan júlí sl. ,NIú þegar er sársaukinn of mikill, þjáningamar of miklar. Við viljum ekki meira af slíku.“ Cree-lndíáni í Quebec undirbýr brúökaupsveislu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.