Tíminn - 03.09.1992, Page 9
Ffmmtudagur 3. september 1992
nDAGBÓK
Br. frá gærdeginum
Landsvísitala.................103,46 0
Sjávarútvegur .................89,59 0
Flutningaþjónusta 1............07,93 0
Olíudreifing .................110,42 0
Bankar........................106,89 0
Önnur fjármálaþjónusta.........100,00 0
Hlutaþréfasjóðir.................100,00 0
Iðnaður og verktakar..............94,35 0
Grunnvísitala er 100 m.v. 1. júlí 1992.
Landsvísitalan er reiknuð út af Lands-
bréfum hf. og birt á ábyrgð þeirra.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Opið hús í Risinu milli kl. 13-17 í dag,
fimmtudag.
60 ára afmæli
Sextíu ára er í dag Gísli Einarsson,
bóndi og oddviti Kjamholtum f Biskups-
tungum.
í tilefni af afmaeli Gísla og konu hans
Ingibjargar Jónsdóttur, sem verður sex-
tug 10. desember nk., taka þau hjónin á
móti gestum í félagsheimilinu Aratungu
föstudaginn 4. september kl. 20.
Norræna húsið:
Sýningu á japanskri leirkera-
gerð að Ijúka
Sunnudaginn 6. september lýkur sýn-
ingu á hefðbundinni japanskri leirkera-
gerð, sem staðið hefur yfir í sýningarsöl-
um Norræna hússins frá 22. ágúst.
Sýningin hefur vakið mikla athygli og
hlotið góða aðsókn.
Nú um helgina er síðasta taekifærið til
að skoða þessa einstöku sýningu og
kynnast því, hvemig Japanir styðja við
gamlar hefðir á sjónrænum vettvangi.
Sýningin verður opin kl. 14-19 og lýkur
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNlb ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
á sunnudagskvöld eins og fyrr segir.
Aðgangur er ókeypis.
Sýning á myndum Ludvigs Eikaas
í anddyri Norræna hússins er sýning á
grafíkmyndum eftir norska listamann-
inn Ludvig Eikaas.
Myndefnið er Henrik Ibsen og persónur
hans.
Ludvig Eikaas gerði þessar myndir að
beiðni Den norske Bokklubben og prýða
þær heildarútgáfu á verkum Henriks Ib-
sen, sem kom út í fyrra hjá bókaklúbbn-
um í tilefni af 30 ára starfsemi Den
norske Bokklubben.
Sýningin er opin daglega kl. 9-19, nema
sunnudaga kl. 12-19.
Rabbfundur NVSV:
Myndun og dreifing fræja
og aldina
Á rabbfundi Náttúmvemdarfélags Suð-
vesturlands í kvöld kl. 21 fjallar Eyþór
Einarsson grasafræðingur um myndun
og dreifingu fræja og aldina. Fundurinn
verður í Hafnarhúsinu, fyrstu hæð,
gengið inn að vestanverðu. Eyþór mun
taka þátt í umræðum á eftir um þetta
forvitnilega efni.
Drengjakór Laugarneskirkju
Drengjakór Laugameskirkju er að hefja
sitt 3ja starfsár. Inntökupróf standa nú
yfir. Drengjakórinn sjálfur samanstend-
ur af 11-14 ára drengjum, en í undirbún-
ingsdeild verða 8-10 ára drengir. Allir
drengir í eldri hópnum verða í einka-
kennslu í söng í vetur og er líka boðið
upp á tónfræði og píanókennslu. Kórinn
fór á Alþjóðlegt drengjakóramót í SL
Petersburg, Florida, í mars síðastliðnum
og fékk mjög jákvæða umfjöllun.
Meðal verkefha komandi vetrar eru jóla-
tónleikar 27. og 29. desember ásamt Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur, flutningur á
Messe basse eftir Gabriel Fauré, og Kant-
ata nr. 78 eftir J.S. Bach. Kórinn tekur á
móti tveimur drengjakórum á starfsár-
inu: The Florida Boy choir í mars n.k. og
Det Danske Drengekor í júní.
Fyrirhugað er að taka upp geisladisk á
næsta ári. Stjómandi kórsins er Ronald
Vilhjálmur Tumer, organisti Laugames-
kirkju.
Foreldrafélag Drengjakórsins vill þakka
fjölda einstaklinga og fyrirtækja, ásamt
ríki og borg, fyrir þann stuðning, sem
kórinn hefur fengið.
TÍMANS
'N
Móðir okkar
Aðaibjörg Haraldsdóttir
Laugarnesi, Laugarvatni
verðurjarösungin laugardaginn 5. ágúst kl. 13.30 frá Selfosskirkju.
Jarösett verður á Laugarvatni. ^
Ásrún Magnúsdóttir
Böðvar Magnússon
___________________________________________________________J
Timinn 9
Jakkamir I ár eru aðskornir og
skarta gjarnan skrautlegum
hnöppum.
Þessi sýningarstúlka er í grænum kjól og gylltum jakka, hvoru
tveggja úr satíni.
Meistarinn sjálfur ásamt sýningarstúlkunni sem skartaði brúðarkjólnum blóðrauða.
Yves Saint Laurent kynnir vetrartískuna:
Hvítir brúðarkjólar
komn-
ir úr
tísku
Það vekur jafnan mikla athygli þegar
Yves Saint Laurent tilkynnir fólki
hvemig hann vilji hafa það til fara.
Á síðustu sýningu hans, sem haldin
var á Hótel Intercontinental í París,
kenndi margra grasa. Rifflað flauel,
jakkar með skrautlegum hnöppum,
skærlitar satínblússur, slæður um
hálsinn og stutt pils.
Hann notaði skæra liti með svörtum
og „smókingamir" sem löngum hafa
verið vörumerki hans skörtuðu nú
brjósthaldaratoppum ogg blússum
með flegnu V-hálsmáli.
Að áliti Laurents er nóg fyrir hverja
konu að eiga eitt sítt pils og pilsin á
sýningu hans voru flest rétt fyrir ofan
hné.
Gyllti liturinn var einnig áberandi á
sýningunni. Hann var notaður á
buxnadragtir, útsaumaðar skyrtur og
fleira.
Nú eru hvítir brúðarkjólar síðasta
sort að mati þeirra sem vit þykjast
hafa á, og í samræmi við það var brúð-
arkjóllinn, sem Yves Saint Laurent
sýndi að þessu sinni, alveg eldrauður.
Og þá er bara að draga upp budduna
og komast í takt við tímann