Tíminn - 03.09.1992, Side 12

Tíminn - 03.09.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðuriandsbraut 12 Oftruvisl bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. WND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 Siguröur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Félagsíbúöa iönnema, i einstaklingsherbergi í iðnnemasetrinu að Vesturgötu 17. Félagsíbúðir iðnnema opna iðnnemasetur: Iðnnemar eignast „stúdentagaröa“ ! dag verða fyrstu iðnnemasetrin tekin í notkun, en iðnnemasetur eru einskonar stúdentagarðar sem sérstaklega eru ætlaðir iðnnemum og reknir eru af sérstakri stofnun; Félagsíbúðum iðnnema. þetta er í fyrsta sinn sem öðrum námsmönn- um en háskólastúdentum gefst kostur á sérstöku íbúðarhúsnæði fyrir námsfólk. í þessum fyrstu iðnnemasetrum eru fimm tveggja og þriggja her- bergja íbúðir að Bergþórugötu 23, sex einstaklingsherbergi og eitt par- herbergi ásamt sameiginlegu eld- húsi, setustofu, lesstofu og þvotta- húsi að Vesturgötu 17 og tíu ein- staklingsherbergi að Ránargötu 12 með sambærilegri sameiginlegri að- stöðu. 37 manns munu flytja inn í hina nýju íverustaði iðnnema í dag og næstu daga. Leigugjald verður á bil- inu 12-16 þúsund kr. fyrir herbergi með húsgögnum og er rafmagn og hiti innifalið. Leiga fyrir íbúðir verð- ur á bilinu 22-29 þúsund. Félagsíbúðir iðnnema er sjálfseign- arstofnun í eigu Iðnnemasambands íslands og skólafélags Iðnskólans í Reykjavík. Stofnunin var sett á lagg- irnar fyrir um ári. —sá I HÖGG- DEYFAR Versiið hjá fagmönmun \ GSvarahlutir H. Hamarshöföa 1 - s. 67-6744 J Tíminn FIMMTUDAGUR 3. SEPT. 1992 Borgnesingar setja fram nýstárlega hugmynd sem hefur í för með sér hagræðingu í mjólkuriðnaði og lausn á húsnæðis- vanda Þjóðminjasafnsins: Fer Þjóðminjasafnið í Mjólkursamsöluna og samsalan í Borgarnes? Borgnesingar hafa sett fram þá hugmynd að flytja megnið af starfsemi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík til Borgamess og Selfoss og að Þjóðminjasafn ís- lands flytjist í húsnæði Mjólk- ursamsölunnar á Bitruhálsi. Enn sem komið er hér einungis um hugmynd að ræða, en Borg- nesingar telja eðlilegt að hún fái efnislega umræðu líkt og sú hugmynd að leggja niður Mjólk- ursamlagið f Borgaraesi. Margoft hefur verið bent á að mjólkursamlögin á landinu séu of mörg og of stór miðað við framleiðsluheimildir í mjólk í dag. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða samlag sé réttast að hætti starfsemi. Mjólkursamlag- ið í Borgarnesi er eitt þeirra samlaga sem nefnt hefur verið. Margir telja þó að meinsemdin sé hið stóra húsnæði Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík. Land- búnaðarráðherra benti t.d. á þetta á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda um síðustu helgi. Hann gagnrýndi harðlega þá sem tóku ákvörðun um að byggja húsið. Öll mjólk sem seld er á höfuð- borgarsvæðinu er flutt frá Sel- fossi og Borgarnesi í stórum tankbílum og pakkað í Reykja- vík. Bent hefur verið á að pökk- unin geti vel farið fram á Selfossi og í Borgarnesi. Nægilegt sé að hafa birgða- og sölustöð í Reykjavík. í þessu sambandi má minna á flutning Sláturfélags Suðurlands á kjötvinnslu sinni til Hvolsvallar. Óli Jón Gunnarsson, bæjar- stjóri í Borgarnesi, sagði að menn hefðu velt fyrir sér þessum möguleika að pökkun mjólkur flytjist í Borgarness og ríkið kaupi húsnæði Mjólkursamsöl- unnar undir Þjóðminjasafn eða aðra starfsemi. Hann sagði að það væri mikið áfall fyrir at- vinnulíf í Borgarnesi ef Mjólkur- samlagið hætti starfsemi því velti menn fyrir sér öðrum leið- um. ÓIi Jón benti t.d. á að auð- veldara sé að selja stórt iðnaðar- húsnæði í Reykjavík en í Borgar- nesi. Hann sagði að ef ríkið sýnd þessu máli áhuga og með aðstoð frá hagræðingarsjóði mjólkur- iðnaðarins mætti vel hugsa sér að hugmynd Borgnesinga yrði að veruleika. Þess ber að geta að húsnæðis- mál Þjóðminjasafnsins eru í miklum ólestri. Búið er endan- lega að hafna þeirri hugmynd að safnið fari inn í SS-húsið. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að hann sé að leita eftir húsnæði undir safnið. -EÓ wmmmmmmmammmammmmk Heilbrigðisþjónusta á hverfanda hveli í ljósi þess að nú er rætt um enn frekari niðurskurð í heilbrigðismálum er forvitnilegt að skoða hvað er í deiglunni um þessar mundir.Fæðingarheim- ilið í Reykjavík mun líklega loka endanlega í byrjun október. Öldrunardeild- in í Hafnarhúsi mun loka. Rætt er um að loka fleiri deildum á Landspítala. Kópavogshælið á við rekstrarvanda Þetta er m.a. sú mynd sem við blasir í heilbrigðisþjónustunni og kemur fram í viðtölum við nafngreinda og ónafngreinda heimildarmenn. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Tímans verður Fæðingar- heimili Reykjavíkur að öllum lík- indum lokað í byrjun október. Þar þarf að ná jafnvægi í rekstri um ára- mót en vantar nú fleiri milljónir upp á að það takist. Þess má geta að engar fæðingar fara lengur fram á Ríkisskattstjóri hefur sent skatt- stjórum erindi um að skattaleg meðferð aflaheimilda skuli vera óbreytt, en eins og kunnugt er komst ríkisskattanefnd að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að ekki beri að eignfæra aflaheimildir með þeim hætti sem ríkisskattstjóri hafði ákveðið. Lögfræðingur LÍÚ hefur mótmælt þessari afstöðu og telur að niðurstaða rikisskatta- nefndar eigi að gilda. heimilinu sem er aðeins sængur- legudeild rekin af fæðingardeild Landspítalans. Þá hefur heyrst að Öldrunardeild í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu sé að loka. Heimildir herma að vista eigi sjúklingana á Landakotsspítala. „Hugmyndir eru uppi um fram- Ríkisskattstjóri segir að í svona máli sé venjan að sömu skattalegu aðferð sé beitt meðan málið sé til umfjöllunar hjá dómstólum. Landssamband fslenskra útvegs- manna hefur mótmælt afstöðu ríkisskattstjóra og krafist skýr- inga á afstöðu hans. Lögfræðingur LÍÚ segir að fáist ekki skýringar muni LÍÚ hvetja útvegsmenn til að gera skattskil í samræmi við úrskurð ríkisskatta- lengingu á lokunum deilda því það er alveg ljóst að miðað við það sem gert hefur verið í sumar þá næst ekki sá árangur sem við ætluðum okkur. Hvort fæðingarheimilið er inni í því ætla ég ekki að fullyrða," segir Árni Gunnarsson, formaður stjómar Ríkisspítala. „Það er verið að skoða þetta mál í heild sinni því það er alveg ljóst að ef við eigum að ná flötum niður- skurði þá er greinilega ekki nóg að gert og við náum ekki þeim 320 milljónum sem okkur er uppálagt," segir Árni. Hann bætir við að það vanti ekki mikið upp á en samt nefndar. Garðar Halldórsson rík- isskattstjóri segir venjuna í svona ágreiningsmálum að sama skatta- lega aðferð sé notuð þangað til úr- skurður dómstóla sé fallinn. Ef svo fari að ríkissjóður tapi málinu verði þau mál sem hér um ræðir Ieiðrétt. Búið er að taka ákvörðun um að vísa úrskurði ríkisskattanefndar til dómstóla. - EÓ herslumuninn. Árni vildi ekki gefa upp hvaða deildum yrði hugsanlega lokað en kvað það mál vera í höndum for- stjóra Ríkisspítala. „Þetta er á um- ræðustigi og ég hef ekki séð list- ann,“ segir Árni. Ámi segir að í deiglunni sé að ræða við ljósmæður um að þær taki að sér rekstur Fæðingarheimilisins. Honum finnst þessi kostur vera fysilegur og í framhaldi þessa yrði gerður samningur um ákveðin dag- gjöld sem dygðu fyrir rekstrinum. Um rekstrarvanda Kópavogshælis segir Árni að þar verði um enga aukafjárveitingu að ræða og því sé tilgangslaust að sækja um hana en hælið er komið fram úr fjárveiting- um um 6 milljónir króna. Hann bendir á að inni á hælinu hafi verið allt of mikil átök milli yfirmanna sem verði að linna. Um það hvort rétt væri að Kópa- vogshæli ætti frekar heima undir stjórn félagsmálaráðuneytisins en heilbrigðismálaráðuneytisins segir Árni: „Það leysir ekki fjárhagsvand- ann og ég er viss um að hælið fengi ekki krónu meira." Árni hættir brátt sem formaður stjórnar Ríkisspítala þar sem hann mun taka við stöðu forstjóra Nátt- úrulækningahælisins í Hveragerði. -HÞ Sunntenskir sorphaug- ar. Karl Björnsson, bæjarstjóri Seifossi: Sorphauga- mál senn í höfn „Þetta mál er í fullri vlnnslu,“ sagði Kari Björasson, bæjar- stjóri á Selfossi, aðspurður um þá undirbúningsvinnu sem nú fer fram vegna nýrra sorphauga lyrir Suðurland. „Það er unnið að þessu máli á mörgum vígstöðvum og við höfum verið í samstarfi við umhverflsráðuneytíð og Holl- ustuvemd ríkisins vegna þess. Það þarf líka leyfl frá ótalmörgum aðilum vegna urðunarstaðar, svo sem frá Náttúruvemdarráði, sveitar- stjóraum, landeigendum og mörgum fleirL'1 Að sögn Karis hefur sá möguleiki að allar byggðir á Suðurlandi sameinist um sorphauga verið uppi á borð- inu, en einnig sá að færri byggðariög stæðu að þeim. Hann vildi ekki nefna þá staðí þar sem til greina kemur að sorphaugar yrðu staðsettir. Hann sagði þó að nokkrir staðir kæmu tíl greina og væru tæknifræðingar og jarð- fræðingar að athuga staðhættí þar. „Eg fullyrði aðeins að það fer mjög að styttast í að mál þetta komist í höfn,“ sagði Karl. —SBS Selfossi Skattur á kvóta í dóm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.