Tíminn - 05.09.1992, Page 7
Laugardagur 5. september 1992
Tíminn 7
Kewet El-Jet:
Skrítin
bifreið
Nýr akstursmáti
Þaö er sjálfsagt misjafnt hvort fólki þyki Kewet El-Jet vera fallegur. Þó
er ekki sanngjarnt aö segja aö hann sé Ijótur. Þaö er hann alls ekki,
heldur sérstakur, mjög sérstakur.
Rafmælirinn var hins vegar varla far-
inn að mjakast niður fyrir 3/4, sem
maður hefði talið líklegt. Það er því
ljóst að lítið er að marka þennan mæli,
því að nauðsynlegt er að geta séð
nokkuð nákvæmlega hvernig rafbú-
skapurinn er hverju sinni.
Kewet El-Jet er smíðaður úr heitgal-
vaníseraðri grind, en allt ytra byrði
hans er úr trefjaplasti og því harla
ólíklegt að ryð muni granda honum og
því ætti hann að geta enst lengi. Fram-
leiðandi segir að 25-30 ára endingar-
tími sé fyllilega raunhæft hvað varðar
bflinn sjálfan og vélbúnaðinn, sé hon-
um haldið eðlilega við. Þá megi búast
við að geymarnir endist í ca. fimm ár.
Munu rafbflar ná fótfestu á íslandi og
þá í hve miklum mæli? Þessar og fleiri
spurningar hafa leitað á huga margra
síðustu dagana, eftir að rafbflar birtust
á íslenskum bflamarkaði. Það, sem
mælir með rafbflum hérlendis, er að
sjálfsögðu það að hér er gnótt raforku,
sem framleidd er með fallorku vatns
og af framleiðslunni stafar engin loft-
mengun og auðvitað ekki heldur frá
akstri rafbfla. Þá eru þeir mjög hljóð-
látir í akstri.
Spumingin er hins vegar sú hvort
takmarkanir þeirra séu ekki slíkar að
þeir geti aldrei orðið þokkalega nýti-
legir þorra fólks, enda þótt fjöldamarg-
ir séu allir af vilja gerðir um að vemda
umhverfið og vilja í samræmi við það
aka á bflum sem ekki spilla andrúms-
loftinu.
Takmarkanir rafbfla felast einkum í
því að þeir komast ekki sérlega langt á
hverri rafhleðslu og nokkum tíma tek-
ur að endurhlaða þá. Þá em þeir dýrir í
framleiðslu og innkaupi og þungir. Þá
er enn eitt veigamikið atriði, sem tak-
markar harkalega almenna notkun
þeirra og snýr að stjómvöldum —
skattlagning á akstur þeirra: Hérlendis
er það svo að allir bflar, sem ganga fyr-
ir öðmm orkugjafa en bensíni, verða
að greiða þungaskatt eins og af dísil-
bflum.
Af dísilknúnum bfl, sem er milli eitt
og tvö tonn að þyngd, er skatturinn
109.200,- kr. á ári. Sé þungaskattur
greiddur samkv. mæli, er gjaldið kr.
5,85 á kflómetra.
Boltinn er því hjá stjómvöldum, því
að upp á ofannefnd býti hlýtur það að
vera ljóst að varla nokkur maður fær
sér rafbfl. Til að rafbílar verði raun-
vemlegur valkostur, hljóta stjómvöld
að fella þennan geysiháa skatt niður,
telji þau á annað borð það vera ein-
hvers virði að fólk aki á farartæki, sem
ekki mengar loftið og notar innlendan
orkugjafa.
—Stefán Ásgrímsson
Það þarf talsvert ólflft aksturslag við danska Kewet El-Jet rafbílinn en
venjulegan bensínbfl, og maður verður að leitast við að skipuleggja ferðir
sínar á annan hátt en á venjulegum bfl. Þetta er nauðsynlegt vegna takmark-
aðs vinnuradíusar rafbflsins og hleðslutímans, en reikna verður með því að
bfllinn fer ekki mikið yfír 60 km vegalengd á hverrí hleðslu og þá þarf að
hlaða hann í einhveija klukkutíma, gjaman yfir nótt.
Ég tók við bflnum undir kvöld í vik-
unni. Byrjaði á því að aka fáfamar göt-
ur uppi á Hálsum, svona til þess að fá
tilfinningu fyrir tækinu áður en ég
færi út í umferðargauraganginn. f
akstri á vegi er El-Jet ekkert sérstak-
lega frábmgðinn smábflum almennt.
Hann er léttur og góður í stýri, leggur
mjög vel á og er rásfastur og stöðugur
og hemlamir em ágætir. Hins vegar
finnst að hann er talsvert þyngri en
smæstu smábflar, t.d. þegar teknar em
beygjur eða ekið á ósléttum vegi. En
bfllinn er þægilega þýður, þýðari en
smábflar almennt.
El-Jet er tveggja manna bfll með fjög-
urra gíra alsamhæfðum gírkassa og 10
hestafla rafmótor, og er 980 kg að
þyngd, þannig að hann er svo sem ekk-
ert tryllitæki. Ceymarnir eru alls fjórir
og gefa 48 volta spennu á mótorinn og
geyma í sér samtals 192 amperstundir.
Rafkerfi fyrir ljós, miðstöð, þurrkur og
afturrúðuhitara er hins vegar 12 volt,
eins og í venjulegum bflum.
Bfllinn var nokkuð stífur í gírana og á
vafalaust eftir að liðkast, en reynslu-
bflnum hafði aðeins verið ekið rúma
100 km. Það er hálf einkennilegt að
taka af stað fyrst. Jú, maður snýr
kveikjulykli og ekkert heyrist, maður
setur í fyrsta og gefur upp kúplinguna,
en ekkert gerist heldur og maður
hugsar, hvað nú? Það gerist nefnilega
ekkert, vegna þess að mótorinn fer
ekki í gang fyrr en stigið er á „bensín-
ið“, sem ekki er bensín-, heldur raf-
gjöf. Þá er bara að stíga á hana „blíð-
lega en ákveðið", eins og segir í gam-
alli kynfræðslubók. Eftir að vagninn er
kominn af stað, þarf að huga að því að
hann nýtir best rafmagnið þegar mót-
orinn snýst á fúllu. Maður keyrir því
alveg út í hverjum gír áður en skipt er
upp í næsta, sem er eiginlega öfugt við
það sem maður gerir í bensínbíl.
í mælaborðinu er hraðamælir og rof-
ar og aðvörunarljós, eins og í venjuleg-
um bflum. Auk þess er lárétt ljósrönd;
mælir sem sýnir hve mikið rafmagn er
á geymunum. Þegar ljósið er lengst til
hægri eiga þeir að vera fullir, en tómir
þegar það er lengst til vinstri. Mér
fannst þessi „mælir" vera ansi óná-
kvæmur og þegar hann stóð á einum
fjórða var í raun enginn straumur eft-
ir.
El Jet aö innan. Allt sem þarf.
Þegar ég tók við bflnum sýndi þessi
mælir straumstöðu upp á tæplega þrjá
fjórðu, en eftir um 13 km akstur flökti
ljósið milli 1/4 og núllsins og ég rétt
komst síðustu metrana heim. Þar var
honum stungið í samband og um hálf-
tíma síðar sýndi mælirinn aftur 3/4 og
ég skellti mér á rúntinn niður í bæ og
hef sennilega aldrei vakið eins mikla
almenna athygli á ævi minni. Eftir
einn rúnt og smá skrepp út á Sóleyjar-
götu var aftur orðið ansi framorðið á
geymunum og ég rétt komst upp Tún-
götuna inn á Garðastrætið og þaðan á
Vesturgötuna og heim.
Það var greinilega harla lítið að
marka mælinn, svo ég stakk í samband
og 11 tfmum seinna, morguninn eftir,
Tlmamyndir Árni Bjarna
tók ég úr sambandi og lagði enn í
hann. Mælirinn sýndi rúmlega 3/4
hleðslu, en það var greinilega annað
uppi á teningnum og bfllinn var ansi
frískur. Ég byrjaði á að sækja vinnufé-
laga vestur á Fálkagötu og við ókum í
þungri og hraðri morgunumferð 10
km vegalengdina austur Miklubraut
upp á Lyngháls. Bfllinn hélt vel í við
hina bflana og varla að hann fyndi fyr-
irÁrtúnsbrekkunni og rann hljóðlaust
á 70 upp hana eins og ekkert væri.
Næst var bflnum ekið um í Hálsa- og
Árbæjarhverfi og um Vesturlandsveg,
eða alls ríflega 30 km, og aðeins var
farið að draga úr aflinu, en þó ekkert
til vandræða, þegar honum var skilað
til umboðsins, Frjós hf. á Fosshálsi.
Níels Einarsson hjá Nýja dansskólanum:
„Dans er íþrótt sem bygg-
ir upp einstaklinginn"
Þessa dagana stendur yfir innritun hjá dansskólunum. Níels Einarsson hjá
Nýja dansskólanum segir viöbrögðin vera góð og mikil eftirspum sé eftir
danskennslu. Hann segir eina ástæðuna fyrir því að fólk sækist eftir dans-
kennslu vera þá að dansinn sé nú viðurkenndur sem íþrótt og það sækist
fólk mikið eftir.
„Það er svo margt sem fólk er að
sækjast eftir í danskennslunni í dag.
Fullorðið fólk er að sækjast eftir því
að geta verið með á dansleikjum og
skemmt sér, sem og unga fólkið.
Síðan er annar hópur, sem er í þessu
vegna þess að þetta er íþróttin sem
viðkomandi hafa valið sér til að
stunda. Dans er orðinn viðurkennd
íþrótt, sem er fyrir alla, þar sem
stefnt er að byggja upp einstakling-
inn þannig að hann verði sterkari,"
sagði Níels Einarsson hjá Nýja dans-
skólanum í samtali við Tímann.
Einn liðurinn er þátttaka í keppnum
á erlendri grund, en í nóvember fara
tvö pör frá Nýja dansskólanum til
keppni á London Open, auk þess
sem pör frá skólanum fara til Rúss-
lands og fleiri staða í vetur til
keppni.
Níels segir að mikið sé um að börn-
in komi þegar þau eru þriggja til
fjögurra ára, en það segir hann vera
mjög heppilegan aldur. Þá Iæri
börnin að hlusta á tónlist og hreyfa
sig í takt, sem sé mjög góður undir-
búningur fyrir frekara dansnám.
Hins vegar er ekki mikil áhersla
lögð á sjálft dansformið.
Lögð er áhersla á að takmarka
nemendur í hvern tíma. „Við náum
best til allra með því að hafa ekki of
marga nemendur í hverjum tíma,
þannig að það myndist persónulegri
tengsl á milli nemenda og kennara.
Hægt er að hjálpa öllum, í stað þess
að vera með svo marga að það væri
ekki hægt að komast yfir að aðstoða
alla,“ sagði Níels. Alls starfa sex
danskennarar í Nýja dansskólanum
og lagði Níels áherslu á að skólinn
væri frekar lítill, enda væri það
hentugri eining fyrir nemandann.
Nýi dansskólinn kennir á fleiri
stöðum en að Reykjavíkurvegi 72 í
Hafnarfirði, því kennarar skólans
sinna einnig landsbyggðinni. Kennt
er á Suðurnesjum, Vesturlandi og á
Suðurlandi, þar sem hægt er að
koma því við vegna fjarlægðar. Þá
Danspörin Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Siguröardóttir og Bene-
dikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir taka nokkur spor í Nýja dans-
skólanum. Tlmamynd Árni Bjarna
er einnig dálítið um að haldin séu
vikunámskeið lengra úti á landi,
þar sem ekki er hægt að koma við
vikulegum tímum. Níels segir það
þó hafa þann ókost að námið verði
ekki eins gagnlegt.
Innritun í Nýja dansskólann
stendur nú yfir og segir Níels við-
brögð vera góð, en skráning stend-
ur yfir til 12. september næstkom-
andi og standa námskeiðin til ára-
móta.