Tíminn - 05.09.1992, Síða 9

Tíminn - 05.09.1992, Síða 9
Laugardagur 5. september 1992 Tíminn 9 FYRIR Nfu ÁRUM kom lítil og feimin 12 ára gömul kóreönsk telpa til New York. Chee-Yun hét hún og hafði verið málgefin, en varð nú að steinþagna í fyrsta skipti á ævinni. „Allir héldu að ég væri stilltasta barnið í blokkinni og urðu alveg steinhissa þegar ég hafði kom- ist niður í ensku og hætti að þegja," segir hún, þar sem hún situr í glæsiíbúð sinni á Manhattan með útsýni yfir Central Park. Hún er í gallabuxum og T-bol, sem hún ber með meiri yndisþokka en flestar bandarískar jafnöldrur hennar. Nú renna orðin upp úr henni, lýtalaus enska, og hún tekur að segja frá þeim ferli sem breytti henni úr mál- lausum innflytjanda f einn dáðasta unga fiðluleikarann í Bandaríkjun- um. Tónleikar frá Japan til Ítalíu „Það eina, sem ekki hafði breyst þegar ég kom til Bandaríkjanna frá Kóreu, var fiðluleikurinn. Þess vegna æfði ég mig og æfði. Eftir þrjá mánuði fann ég að ég gat loks gert mig vel skiljanlega á ensku og eftir það hef ég ekki þagnað. Ég hef yndi af að vera innan um fólk og fannst það afleitt að vera mállaus." Strangar æfingar skiluðu ríkuleg- um árangri. Chee-Yun leikur nú á fiðlu sína um heim allan, allt frá Japan til Ítalíu, og í september n.k. mun hún halda konserta í Englandi og Skotlandi og leika sónötur eftir Mozart, Karol Szymanowski og Charles Ives ásamt verkum eftir de Falla, Rachmaninov og Wieniawski. Hröð leið á tindinn Síðasta mánuðinn hefur hún verið að undirbúa tónleikaferðalag um Bretland. „Þegar tónleikar eru framundan, læt ég ekkert annað komast að. Það tekur á, en ég nýt þess.“ Það tók Chee-Yun ekki langan tíma að geta sér frægðarorð í Bandaríkj- unum. Árið 1983 vann hún sam- keppni ungra einleikara á vegum New York Fílharmóníunnar og sló hún þá við 300 ungum tónlistar- mönnum hvaðanæva úr heiminum. Ótal verðlaun féllu henni í skaut uns hún vann Alþjóðakeppni ungra einleikara 1989. Árið þar á eftir vann hún svo hin eftirsóttu Avery Fisher-verðlaun. Það varð æ greinilegra að hún átti Ijómandi framtíð fyrir sér og hefur henni nú verið boðið að leika með Atlantic-sinfóníuhljómsveitinni, NKH-hljómsveitinni í Japan og Ju- illiard-hljómsveitinni. Tveir fyrstu stóru, opinberu tónleikar hennar voru með New York Fflharmonfu- hljómsveitinni og New York strengjahl jó msvei ti nni. Lofsamleg gagnrýni Bandarísku blöðin, sem vanalega eru síður en svo rausnarleg á lofið, jusu yfir hana hrósi. New York Tim- es sagði hana hafa „mjúkan og un- aðslega markvissan tón“. Annar bandarískur gagnrýnandi kallaði hana „fágaðan listamann í fremstu röð, sem sé framinn vís á alþjóðleg- um vettvangi í tónlistinni". En Chee-Yun er ekki nein vanaleg tegund af flytjanda sígildrar tónlist- ar. Alveg eins og Nigel Kennedy, listamaður sem hún dáir, eru skýrir óvenjulegir og byltingarkenndir drættir í persónu hennar. Hún er vel kunnug í næturklúbbunum f Greenwich Village, þótt þess á milli sé hún reglulegur gestur í Carnegie Hall. Hún lærir tónverkin, sem hún á að spila, sitjandi klofvega á æf- ingatæki fýrir skíðamenn. „Það er góð aðferð til þess að læra þetta," segir hún. „Ég missi ekki bara hita- einingar, heldur þjálfa ég mig sem tónlistarmaður í leiðinni." ÍSeúl Chee-Yun hóf að læra fiðluleik í Seúl sex ára gömul. Hún segist hafa byrjað á náminu til þess að ná at- hyglinni frá eldri systur sinni, Cheu-Yun, sem var fremsti píanó- leikarinn í allri S-Kóreu. Þetta heppnaðist og átta ára vann hún samkeppni, sem The Korea Times efndi til fyrir yngstu fiðluleikarana. Chee Yun naut þess í ríkum mæli að standa á sviðinu og henni varð ljóst að hún lék betur frammi fyrir áheyr- endum. Á hverju ári til tólf ára ald- urs eftir það vann hún þessi sömu verðlaun, systur sinni til mikils angurs, og hún varð „eftirlætis- bam“ Kóreumanna. „Ég fór aldrei í frí nema hafa fiðl- una með. Þegar ég er að skoða gamlar ljósmyndir, til dæmis frá baðströndum í Kóreu, þá sé ég að ég hef alltaf verið að æfa mig. Eg var alveg sokkin niður í tónlistina á hverjum degi og foreldrar mínir hvöttu mig áfram." Þar sem hún var eins konar stjarna heima í Kóreu, var það henni áfall að koma til Bandaríkjanna og hitta þar fyrir aðra unga tónlistarmenn með jafn mikla hæfileika. „í Banda- ríkjunum fannst mér allir vera svo klárir. Ég fylltist fyrst skelfingu, en fór svo að líta á það sem jákvæða áskorun. Ég var of ung til þess að láta setja mig úr Ieik. í staðinn varð þetta til þess að efla mig.“ Tólf ára vann hún til námsstyrks við Juilliardskólann í New York. Þar nam hún undir handleiðslu Dorothy DeLay, Jyo Kang og Felix Galimir, sem voru þrír fremstu kennararnir í fiðluleik í Bandaríkjunum. Foreldr- ar hennar, en þau voru sæmilega efnað kaupsýslufólk í Kóreu, fluttu einnig til Bandaríkjanna. Þetta var allmikil áhætta í þeirra augum. Þau urðu að byrja lífið að nýju á sinn hátt, þar sem þau töluðu ekki ensku. Faðir hennar opnaði vín- búð niðri á Manhattan og þau leigðu sér íbúð í New Jersey. Þótt foreldr- arnir lékju ekki á hljóðfæri, þá elsk- uðu þau klassíska tónlist og fóru iðu- lega á tónleika með börnunum. Þáttaskil urðu hjá Chee-Yun þegar hún var 18 ára gömul, þá gagntók tónlistin líf hennar. ,Áður fannst mér tónlist bara skemmtileg og það kom fyrir að ég varð þreytt á henni — en nú varð hún mér allt. Um- skiptin áttu sér stað, þegar ég fór á hljómleika hjá Lundúna- symfóníu- hljómsveitinni fyrir tveimur árum. Michael Tilson Thomas var stjórn- andinn og allt í einu stóð ég mig að því að ég var farin að gráta yfir 9. symfóníu Mahlers... Ég gat ekki stoppað. Það var ólýsanleg reynsla. Þá varð mér ljóst hve tónlistin getur verið mikilvæg til þess að öðlast skilning á lífinu." Gæti ekki verið ánægðarí Chee-Yun hefur verið heppin á ferli sínum til þessa. Hún hefur hlotið af- burða umsagnir og verndara á hún sér þar sem er Barbara Katzander, sem hefur fengið henni aðstöðu í lúxusíbúð við Central Park, þar sem hún getur dvalið og æft sig. Frú Katzander er einn eigenda New York Times og hún átti þátt í að fjármagna kaup á Francesco Ruggieri-fiðlu frá 18. öld, sem kostaði ógrynni fjár. Brosið og hlátrarnir og fíngerð Iík- amsbygging Cheé-Yun dylur metn- aðinn og einbeitnina, sem hún býr yfir. „Ekkert er mér meira virði en tónlistariðkun mín og vinir mínir vita að þegar ég þarf að æfa mig, þá er ekki til í dæminu að ég fari út með þeim. Hún lítur út eins og hún láti hverjum degi nægja sína þjáningu, vegna smitandi hláturs síns og bjart- sýni. En hún dregur enga dul á það að heppni og vinnusemi eiga sinn þátt í gengi hennar. „Ég gæti ekki verið ánægðari en ég er núna. Ég er að verða sjálfstæðari. Þegar foreldrar mínir komu frá Kór- eu 1985 og opnuðu búðina við 19. stræti, var lífsbaráttan erfið. Pabbi gat ekki fengið vinnu hjá amerísku fyrirtæki, þvf hann kunni ekki ensku. Það er erfitt að læra nýtt tungumál, þegar menn eru orðnir fimmtugir. En nú eru hagir fjöl- skyldunnar að batna. Ég þarf ekki Iengur að biðja þau um vasapeninga, en get gefið þeim ýmislegt sem þau vanhagar um. Ætli þetta sé ekki það sem kallast „ameríski draumur- inn“?“ (Þýtt úr Sunday Timct) NÝi M&KÓUNN Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. Innritun er í síma 652285 daglega kl. 13-19. BARNADANSAR GÖMLUDANSARNIR SAMKVÆMISDANSAR LATIN - STANDARD SWING - BUGG BYRJENDUR - FRAMHALD Takmarkaður fjöldi í hverjum tíma. Góð kennsla skilar betri árangri. Einkatímar eftir samkomulagi. NYTT: Kynningamámskeið verður á hverju kvöldi frá 1. til 10. sept. Ath. Nýja strœtisvagnakerfið hentar vel fyrir alla á Reykjavíknrsvceðinu HAUSTTILBOÐ Eigum nú fyrirliggjandi nokkra 6 og 8,5 tonna sturtuvagna á góðu verði. Góðfúslega leitið nánari upplýsinga 0 HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 IVI60 6,0 tonn. Stærð palls: 379 x 236 á einni hásingu. Verð nú kr. 250.000 -Verð áðurkr. 285.000. ■ M85 8,5 tonn. Stærð palls: 412 x 236 á tveim hásingum. Verð nú kr. 350.000 -Verð áður kr. 389.000. Verð er án vsk.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.