Tíminn - 05.09.1992, Side 10

Tíminn - 05.09.1992, Side 10
lOTíminn Laugardagur 5. september 1992 Þeir Þorvaldur víð- förli og Friðrekur biskup komu til ís- lands að reka trú- boð fyrir 1011 ár- um. Þeim varð lítið ágengt í kristni- boðinu — en unnu þó á heiðinni verndarvætt föður Þorvalds og segir hér af þeim við- skiptum Skammt frá bænum á Stóru-Gi já í Húnavatnssýslu, stendur steinn einn mikill og einstakur fyrir ofan þjóöveginn og munu allir hafa veitt honum eftirtekt, þeir sem um þjóðveginn hafa farið. Eru þarna umhverfis melöldur sléttar og hvergi grjót. Mun steinn þessi hafa borist þangað á ísöld ofan úr fjöllum. Fornmönnum mun hafa þótt steinn þessi einkennilegur og ekki skilið hvernig stóð á því að hann var þar niður kominn. Töldu þeir líklegast að þar ætti einhver vættur sér byggð. Skapaðist því átrúnaður á steininn og var steinbúinn blótaður. Og einmitt vegna þess varð þarna fyrsti áreksturinn milli hinna gömlu trúarbragða og hins nýja siðar. Segir frá því í Ól- afs sögu Tryggvasonar og Kristnisögu. Þórdís á Spákonufelli Þegar saga þessi hefst bjó að Giljá Koðrán Eilífsson landnámsmanns í Laxárdal. Við Eilíf var kennt hæsta fjall á Reykjarströnd í Skagafirði og kallað Eilífsfell, en heitir nú Tinda- stóll. Koðrán var talinn ríkur maður og ágætur. — Hann átti tvo sonu, Orm og Þorvald. Unni hann mikið Ormi, en Þorvaldi lítt eða ekki. Var honum haldið til vinnu undir eins og hann hafði þroska til, en var lítt haldinn að klæðum og f öllu gerður hornungur bróður síns. Að Spákonufelli á Skagaströnd bjó þá Þórdís hin vitra, sem kölluð var spákona og er hennar víða getið í sögum. Var vinátta með þeim Koð- ráni á Giljá og eitthvert sinn þáði Þórdís heimboð að Giljá. Sá hún þá hver munur var ger þeirra bræðra og hafði orð á því við Koðrán, að hann ætti að sýna Þorvaldi meiri sóma, þvf að sér litist vel á hann. Lagði hún það til að hann fengi Þor- valdi fóstur- og farareyri, svo að hann gæti farið utan þegar er hann hefði aldur til. Koðrán tók vel máli hennar. Lét hann þá fram sjóð einn og sýndi henni. Þórdís leit á silfrið og mælti: „Ekki skal hann hafa þetta fé, því að það hefur þú tekið með afli og of- ríki af mönnum í sakeyri." Hann bar þá fram annan sjóð og bað hana á líta. Hún gerði svo og mælti síðan: „Ekki tek ég þetta fé fyrir hans hönd.“ Koðrán spyr: „Hvað finnur þú að þessu silfri?" Þórdís svarar: „Þessa peninga hefur þú saman dregið fyrir ágirndar sakir í landsskuldum og fjárleigum meir- um en réttilegt er.“ Síðan sýndi Koðrán henni digran fésjóð og var fullur af silfri. Vó Þór- dís þar af þrjár merkur til handa Þorvaldi, en fékk Koðráni aftur það, er meira var. Þá mælti Koðrán: „Fyrir hví vildir þú taka heldur af þessum peningum fyrir hönd sonar míns, en af hinum, sem ég færði þér fyrr?“ Hún svarar: „Því að þú hefur að þessum vel komist, er þú hefur tek- ið í arf eftir föður þinn.“ Eftir það fór Þórdís heim og hafði Þorvald með sér. Ólst hann upp hjá henni og var þar vel haldinn og þroskaðist mikið. Síðan fór hann ut- an með ráði Þórdísar og fyrst til Danmerkur. Þar gekk hann í lið Sveins tjúguskeggs, er taldi sig son Haralds konungs Gormssonar. Kon- ungur vildi ekki kannast við hann og lá Sveinn í víking og var kallaður konungur af sínum mönnum. Var Þorvaldur lengi með honum vel virtur og herjuðu þeir í Vesturveg. Steinninn, sem vætturin bjó í, er enn á sínum staö aö Stóru- Giljá og heitir nú Gullsteinn. VILTQ PANSA? Kennslustabir: Auöbrekka 17 og "Lundur" Auðbrekku 25 Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: Suöurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóöina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 31. ágúst - 9. sept. kl. 10-19 í síma: 64 11 11 Kennsla hefst fimmtudaginn 10. september. Kennsluönn er 15 vikur og lýkur með jólaballi. Ath. fjölskyldu- og systkinaafsláttur mhbbh ngí '1 VISA mmstm .JLJ ’Sfa FÍD Betri kennsla - betri árangur * O/l **. Supadance skór á dömur og herra. 1 gorðar Mannkostir Þorvalds Þorvaldur var mikill ráðagjörðar- maður, öllum auðsær að dyggð og skynsemd, styrkur að afli og hugað- ur vel, vígkænn og snarpur í orust- um, mildur og örlyndur af pening- um. Hlutskipti það er hann fékk, lagði hann til útlausnar herteknum mönnum, og ef honum hlotnuðust herteknir menn, sendi hann þá aft- ur til feðra sinna og frænda. Af slíku varð hann víðfrægur og vinsæll. Einhverju sinni er Sveinn konung- ur herjaði á Bretland og var kominn langt inn í land, kom á móti honum svo fjölmennt riddaralið að hann fékk ekki rönd við reist. Var kon- ungur þá handtekinn og kastað í myrkvastofu ásamt mörgum öðrum, þar á meðal Þorvaldi Koðránssyni. Daginn eftir kom ríkur hertogi með fjölda manns að myrkvastofunni og ætlaði að frelsa Þorvald, vegna þess að Þorvaldur hafði áður gefið tveim- ur sonum hans frelsi og sent þá heim. Þorvaldur kvaðst ekki út ganga nema Sveini konungi og öllum þeim er þar voru, væri gefið frelsi. Hertoginn gerði þá þetta að bæn hans. Löngu síðar var það er Sveinn kon- ungur hafði tekið ríki og sat eitt sinn að veislu ásamt tveimur öðrum konungum, og var þá mælt, að aldr- ei mundi borð svo veglega skipað sem þá, er þrír svo voldugir kon- ungar snæddu af einum diski. Þá svarar Sveinn konungur: „Finna mun ég þann útlendan bóndason, að einn hefur með sér, ef rétt virðing er á höfð, í engan stað minna göfugleik og sómasemd en vér allir þrír konungar." Sagði hann síðan af Þorvaldi þennan atburð er hann bjargaði konungi og mönnum hans fyrir vinsældir sínar „og fyrir marga ágæta hluti og lofsamlega". Þorvaldur víöförli bar nafn meö réttu. Hann hélt suður til Miktagarös og andaöist á heimleið í Garöaríki, ekki fjarri borginni Kiev. Myndin sýnir býsanskan hermann um árið 1000, en állka búnir menn hafa sjálfsagt oröiö á leiö Þorvaldar. Þorvaldur skildist nú við Svein konung og fór víða um lönd. Og er hann kom í Saxland kynntist hann biskupi þeim er Friðrik hét. Tók Þorvaldur þá kristna trú og lét skír- ast af biskupi og var með honum um hríð. Síðan vakti hann máls á því við biskup, að hann kæmi með sér til ís- lands og leitaðist við að snúa for- eldrum sínum og ættmennum til kristni. Tók biskup því vel og sigldu þeir til íslands sumarið 981. Greidd- ist vel þeirra ferð og komu þeir til Giljár. Tók Koðrán þá vel við syni sínum, og voru þeir með honum hinn fyrsta vctur við þrettánda mann. Þorvaldur bað föður sinn skírast, en hann tók því seinlega. En Þorvaldur varð að hafa orð fyrir þeim, því að biskup kunni ekki ís- lensku. Nú var það á einhverri hátíð að biskup og klerkar hans héldu tíða- gjörð með mikilli viðhöfn. Var Koð- rán þar nær staddur fyrir forvitni sakir og fannst honum allmikið til um. Eftir það kom hann að máli við Þorvald son sinn og sagði: „Ef svo er sem ég ætla, þá er þessi maður, er þú kallar biskup, spámað- ur þinn. En ég á mér annan spá- mann, þann er mér veitir mikla nyt- semd. Hann varðveitir kvikfé mitt, og minnir mig á hvað ég skal fram fara, eða hvað ég á að varast, og fyr- ir því á ég mikið traust undir hon- um, og hef ég hann dýrkað langa ævi. En misþokkast þú honum mjög

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.