Tíminn - 08.09.1992, Síða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 8. september 1992
Banaslys við vinnu 1991:
Tvöfaít fleiri en
flest undanfarin ár
AIIs létust níu einstaklingar í vinnuslysum árið 1991 á móti fjórum árið þar á
undan. Þetta kemur fram í yflrliti sem tekið var saman vegna ársskýrslu Vinnu-
eftirlitsins 1991 og birt er í Vinnuvemd, fréttabréfi Vinnueftiriits ríkisins.
Átímabilinu 1986-1991 biðu sam-
tals 27 manns bana í vinnuslysum;
fimm árið'1986, fjórir 1987, einn ár-
ið 1988, fjórir 1989 og sami fjöldi ár-
ið 1990. Á þessu tímabili hafa flestir
látist í vinnuslysum í landbúnaði
eða níu og sjö í flutningastarfsemi
o.fl. Slys á sjómönnum og flug-
áhöfnum eru ekki talin með þar sem
störf þeirra falla ekki undir lög frá
1980, en samkvæmt þeim skal at-
vinnurekandi tilkynna Vinnueftirlit-
inu um vinnuslys sem hjá honum
verða. Þá nam fjöldi slasaðra í slys-
um sem Vinnueftirlitið rannsakaði
eða fékk tilkynningu um á síðasta
ári 676 sem er veruleg fækkun frá
árinu 1990 þegar fjöldi slasaðra var
768.
Sé litið til orsaka þeirra banaslysa
sem urðu á síðasta ári tengdust sjö
þeirra vélum og í fimm þeirra var
einhverju áfátt frá öryggissjónar-
miði, s.s. slit, en í sumum tilvikanna
var erfitt að greina það að mati
Vinnueftirlitsins. Af einstökum at-
vikum sem leiddu til banaslysa við
vinnu á síðasta ári má nefna að
kranabóma snerti háspennustreng,
fall úr stiga í fjárhúsi, snjóflóð lend-
ir á hjólaskólfii við snjómokstur, yf-
irhöfn bams festist í vindu löndun-
arkrana, fall í heitan pytt við viðgerð
á hitaveitulögn, vörubifreið og
dráttarvél rákust saman er bifreiðin
reyndi framúrakstur, felguhringur
þeyttist af hjóli vörubifreiðar sem
verið var að dæla lofti í, efnislyfta
féll niður þar sem viðgerð fór fram
og fall af vörubretti sem lyft var með
lyftara.
Þrátt fyrir ákvæði laga sem skyldar
atvinnurekanda að tilkynna Vinnu-
eftirlitinu um vinnuslys sem hjá
honum verða, telur eftirlitið að mik-
ill misbrestur sé á því að þeim regl-
um sé framfylgt. Að mati Vinnueftir-
litsins kemur það m.a. fram þegar
gerður er samanburður á fjölda
skráðra slysa hjá Vinnueftirlitinu og
skráningu þeirra sem leita læknis
vegna vinnuslysa ár hvert. -grh
Nýr einkaskóli á
grunnskólastigi:
skráðir í
Miðskólann
Alls eru skráðir 70 nemendur
í hlnn nýja Miðskóla í vetur en
hann tók til starfa í síðustu
vlku. Skóllnn, sem er elnka-
skóll á grunnskólastigi fyrir 9-
12 ára böm, hefur fengið inni
í gamla Miðbæjarskólanum.
Greta Kaldalóns hefur verið
ráðin skólastjóri skólans en
hún lauk kennaraprófi frá KHÍ
árið 1984 og hefur verið
kennari við Melaskóla frá þeim
tfma. Auk hennar starfa við
skólann fjórir bekkjarkennar-
ar og þrir sérgreinakennarar í
hlutastarfi og ritari. Formað-
ur skólanefndar Miðskólans er
Otfó A. Michelsen. -grh
Stúlkur hafa lengi veriö í meirihluta í Listdansskóla fslands.
Sértímar fyrirstráka
Listdansskóli íslands byijar starf- að í vetur verði boðið upp á sér-
semi sfna þessa dagana. í vetur staka tíma fyrir gamla ballettnem-
verður boðið upp á sérstaka tíma endur.
fyrir stráka en þeim hefur farið Síðasta vetur stunduðu um 100
fjölgandi undanfarin ár. nemendur nám við skólann og f
Þetta kemur fram í féttatilkynn- vetur er fyrirhugað að flytja hann í
ingu frá skólanum. Þar er og sagt nýtt húsnæði við Laugarnesveg.
tfPini
YrlRLYSINIi
— vegna frétta af aðgengi í dómhúsi
Héraðsdóms Reykjavíkur
Vegna fréttaflutnings af aðgegni verður upp í Sjálfsbjargarhúsinu
fyrir hreyfihamlaða að húsnæði nú á næstu mánuðum.
Héraðsdóms Reykjvaíkur vill Það er Ijóst að úr vöndu er að
undirritaður taka fram eftirfar- ráða þegar breyta á gömlu húsi
andi: eins og Dómhúsi Reykjavíkur
Þegar unnið var að hönnun á þannig að það sé aðgengilegt 611-
breytingum húsnæðis þess er í um. Þrátt fyrir það hefur þó
dag hýsir Héraðsdóm Reykjavík- Gylfa Guðmjónssyni aridtekt tek-
ur hafði Gylfi Guðjónsson arid- ist vel upp. Eftir stendur þó, án
tekkt ásamt Þorieifi Pálssyni í þess að ég áfellist hann fyrir það,
dómsmálaráðuneyti samband við að dómhúsið var formlega tetóð f
undirritaðan til að tiyggja að að- notkun 1. júlf sl. og réttarhléi
gengi hreyfihamlaðra að húsinu lauk 1. sept. sl. án þess að breyt-
yrði tryggt Jafnframt var haft ingum væri lokið. Þegar undir-
samband við Sjálfsbjörg, lands- ritaðurkomþvísemlögmaðurtil
samband fatlaðra í sama skyni. að sinna störfum sínum í annars
Ljóst er að tekið hefur verið tillit glæsilegu dómhúsi þá komst ég
til fjölmargra ábendinga þessara ekki hjálparlaust inn. Þar eð ég
aðlla og væri betur ef ariritektar veit að við hönnun hússins var
og hönnuðir hefðu almennt sam- gert ráð fyrir því að það yrði að-
band við framangreinda aðila á gengilegt öiium treysti ég því að
hönnunarstigi eins og Gylfi úr þvf verði bætt hið fyrsta. Það
gerðí. Því fer fjarri að undirritað- er lofsvert hve fjölmiðlar brugð-
ur eða SjáfsbjÖrg hafi verið að ust rösklega við til að vekja at-
gagniýna hönnun Gylfa á dóm- hygli á því að enn væri Dómhús
húsinu enda er hann einn of Reykjavíkur ekki aðgengilegt öll-
fárra aridtekta sem hafa viridlega um. Ég efast ekki um að þeir
lagt sig f framkróka við að gera munu á sama hátt gera sidl góðu
húsnæði sem hann hannar þann- aðgengi þegar breytlngun á hús-.
ig úr garði að það henti öllum, inu verður að fullu lokið.
þar á meðai hreyfihömluðum, 111
marks um traust Sjálfsbjargar á Jóhann Pétur Sveinsson,
Gylfa Guðjónssyni sem aridtekt héraösdómslögmaður og
má geta þess að hann hefúr verið form. Sjálfsbjargar,
fenginn til að hanna og teikna íandssambands fatlaöra.
endurhæfingaribúð sem komið
Óprúttnir reyna að hagnast á endaspretti veiðitímans:
Eitt stykki ána-
maðkur á 90 krónur
„Við hlæjum bara að fólki sem er að
reyna að selja eitt stykki ánamaðk á
90 krónur eða eitthvað í líkingu við
það verð. Með þessu eru menn vafa-
laust að reyna að komast yfir skjót-
fenginn gróða en ég hef ekki trú að
nokkur sé svo vitlaus að greiða svo
hátt verð fyrir einn maðk,“ segir
Örn Hjálmarsson hjá versluninni
Veiðivon.
Tíminn hefur heimildir fyrir því að
óprúttnir sölumenn séu að bjóða
ánamaðk á 90 krónur stykkið sem er
margfalt hærra verð en gengur og
gerist út úr búð. Til að mynda selja
þeir hjá Veiðivon maðkinn á 25
krónur stykkið en kaupa hann á 20
krónur. Öm sagði að vafalaust væru
hér á ferðinni aðilar sem reyna hvað
þeir geta til að ná sér í auðfenginn
gróða nú þegar endaspretturinn er
hafinn í laxveiðinni, en veiðitímabil-
inu lýkur þann 20. september næst-
komandi.
„Það hafa komið hingað aðilar og
boðið okkur maðk á 50-60 krónur
stykkið sem við höfum að sjálfsögðu
eldd ansað. Fólk verður bara reitt og
pirrað þegar reynt er að okra svona á
því og því held ég að þeir séu ekki
margir sem láta bjóða sér þvílíkt og
annað eins,“ sagði Öm Hjálmarsson
hjá Veiðivon. -grh
Landsbjörg og Sjóklæðagerðin hf.:
Þróa og framleiða
nýjan útivistargalla
Landsbjörg, Landssamband
björgunarsveita, hefur gengið til
samstarfs vift Sjóklæöageröina
hf., 66N, um framleiftslu og þró-
un á nýjum útivistargalla fyrir
björgunarsveitirnar. En alls eru
félagsmenn innan raða Lands-
bjargar um tvö þúsund talsins.
Á fulltrúaráðsftmdi Landsbjargar
1. febrúar sl. var tekin sú ákvörð-
un að sveitirnar fengju nýjan og
samræmdan búning. Eftir vand-
lega leit var valið efni í gallann úr
flokki vatnsheldra öndunarefna
sem nú eru að ryðja sér til rúms í
útivistarfatnaði. Hinn endanlegi
galli er hins vegar sjötta útgáfan
frá því að vöruþróunin hófst. Að
baki hinnar endanlegu niðurstöðu
um gallann liggur mikil vinna
enda voru margar gerðir af fatnaði
skoðaðar og reyndar af félags-
mönnum Landsbjargar sem hafa,
eins og kunnugt er, víðtæka
reynslu í útilífi og fjallaferðum.
Að sögn Björns Hermannssonar,
framkvæmdastjóra Landsbjargar,
eru þeir mjög ánægðir með sam-
starfið við Sjóklæðagerðina. Þá
telur Bjöm það ekki síður ánægju-
legt í ljósi þess að hér skuli íslensk
framleiðsla hafa staðist saman-
burð við erlenda framleiðslu. Jafn-
framt telja félagsmenn Lands-
bjargar það mikinn ávinning að
Sjóklæðagerðin hafi mætt sérkröf-
um þeirra vegna erfiðra íslenskra
aðstæðna og ennfremur telja
menn nálægðina við framleiðand-
ann mikinn kost sem muni bæta
alla þjónustumöguleika fyrir fé-
lagsmenn. Þórarinn Elmar Jensen,
framkvæmdastjóri Sjóklæðagerð-
arinnar, er einnig aifar ánægður
með samstarfið við Landsbjörgu
sem að hans mati er mikil viður-
kenning á framleiðslu fyrirtæks-
ins. Þá segist hann einnig hugsa
vel til samstarfs við Landsbjörg á
fleiri sviðum kulda- og hlífðarfatn-
aðar því fáir aðilar séu betur til
þess fallnir en kröfuharðir björg-
unarsveitarmenn að taka þátt í
þróun úrvals útivistarfatnaðar.
-grh
Hlnn nýi útivistargalli sem Sjó-
klæðagerðin hf., 66N, mun
framleiða fyrir félagsmenn
Landsbjargar, Landssam-
bands björgunarsveita.
Nýr framkvæmdastjóri hjá Goða hf.:
Helgi Óskar Óskarsson
Á stjómarfundi Gofta hf. 1. sept-
ember sl. var Helgi Óskar Ósk-
arsson ráftinn framkvæmdastjóri
fyrirtæksins og tekur hann til
starfa 1. október næstkomandi.
Helgi hefur undanfarna mánuði
starfað sem auglýsingastjóri Ríkis-
útvarpsins, en áður starfaði hann
m.a. sem viðskiptafræðingur hjá
Landsvirkjun 1982-1986 og síðar í
ráðgjafadeild Kaupþings hf. 1986-
1989, lengst af sem deildarstjóri.
Helgi Óskar var við nám í mark-
aðsfræðum í Bandaríkjunum á ár-
unum 1989-1991 og Iauk M.S.
prófi í Business Administration frá
Colorado State University. Hann
lauk B.S. prófi í jarðfræði frá Há-
skóla íslands árið 1978, fyrsta árs
prófi frá Handelshöjskolen í Kaup-
mannahöfn árið 1979 og varð
cand. oecon frá Háskóla Islands
árið 1982.
Helgi Óskar er fæddur árið 1953
og er uppalinn á Höfn í Horna-
firði. Hann er kvæntur Kristínu
Þorkelsdóttur tölvunarfræðingi
og eiga þau þrjár dætur. -grh