Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 13. október 1992 Síldarútvegsnefnd: Erfiðiega horfir með sölu sattsfldar Svo kann að fara að minnstur hluti þeirrar sfldar, sem veiðist á komandi vertíð, fari til manneldis, en því meira til bræðslu. Þar veldur mestu um miklir efnahagsörðugleikar í Rússlandi og Pól- landi, samfara miklu framboði af ódýrri sfld á helstu veiðisvæðun- um. Það hefur leitt til lækkandi verös á fersksfld, sem þrýstir aftur á verðlækkun á sfldarafurðum. Á undanfömum misserum hafa fulltrúar frá Síldarútvegsnefnd verið á faraldsfæti og rætt við kaupendur í helstu markaðslöndum fyrir saltaða síld, en þær viðræður hafa ekki skil- að miklum árangri til þessa. Rússar treysta sér m.a. ekki til að standa við fyrri samninga, sökum blankheita, og eins telja Pólverjar hag sínum betur borgið með því að kaupa ódýra síld úr rússneskum verksmiðjuskip- um en með því að versla við íslend- inga. Sömuleiðis hefur reynst erfitt að fá staðfestar pantanir frá kaup- endum á Norðurlöndum og jafnvel búist við að þarlendir kaupi minna magn en oft áður. Jóhann Kr. Sigurðsson, útgerðar- stjóri Sfldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, segir það afar slæmt ef ekki verður hægt að finna kaupend- ur að saltsfld. Hann segir að þótt Sfldarvinnslan hafi ekki mikið salt- að, en flakað því meir, þá hafi sfldar- söltunin verið ein helsta atvinnu- trygging verkafólks frá Vopnafirði og suður úr allt til Grindavíkur, á sfld- arvertíðinni. Þótt af og til berist fregnir af sfld- veiði loðnuskipa, eru hinir hefð- bundnu sfldveiðibátar ekki enn fam- ir af stað, enda fátt um fína drætti á miðunum og sfldin dreifð. -grh Landlæknir til mæðra kornabarna: Sjálfsagt að gefa komabörnum bijóst Vegna fréttar á Stöð 2 þann 15. sept. sl., um blýmengun í brjóstamjólk, vill landlæknir taka fram að brjóstamjólk ís- lenskra kvenna inniheldur að öllum líkindum minna af blýi en brjóstamjólk þeirra kvenna, sem búa á mjög menguðum svæðum, svo sem við Norður- sjó. Landlæknir mælir óhikað með því að íslenskar konur hafi börn sín á brjósti á fyrsta æviskeiði þeirra, þrátt fyrir að skjalfestar upplýsingar um blý- innihald mjólkurinnar liggi ekki fyrir. Fyrir nokkrum ár- um voru uppi áætlanir um að athuga blýinnihald brjósta- mjólkur íslenskra kvenna, en frá því var horfið vegna þess hve kostnaður var mikill. Efna- greining á sérhverju sýni kost- ar um 10 þúsund krónur. Verð á Levis-gallabuxum aldrei lægra en nú: Gallabuxnastríð að fara af stað? Þessa dagana er hægt að kaupa Levis- gallabuxur á lægra verði en tíðkast hefur, eða á tæpar 4.000 kr. Verð á þessari vöru hefur verið allt að 7.000 kr. Verslunarstjóri í sérverslun með buxumar segir að framleiðendur þeirra líti þetta mál mjög alvariegum augum. „Þessi vara hefur verið allt of dýr hér á markaðnum," segir Ragnar Haraldsson, verslunarstjóri í Hag- kaup Kringlunni sem býður þessi lækkuðu kjör. Hann bætir við að fólk hafi keypt þessa vöru erlendis í miklu magni á lágu verði. „Við för- um á stúfana, kaupum buxumar á réttu verði og seljum þær á réttu verði,“ segir Ragnar. Hann telur að það háa verð, sem hafi þekkst, bendi til að illa sé staðið að innkaupum á buxunum. „Við kaupum okkar bux- ur beint frá Bandaríkjunum, en ég hef heyrt að þær hafi verið fluttar inn frá umboðsmanni í Danmörku," segir Ragnar og telur að í því geti legið skýringin á háu verði á galla- buxunum. Ragnar segir að Hagkaupsmenn séu í mikilli samkeppni við verslun- arferðir íslendinga til útlanda, og þetta sé m.a. liður í að spyrna við fótum. Hann segir að viðbrögð viðskipta- vina hafi verið góð. „Það er mikil sala, þó að við höfum bara byrjað í gær," bætir Ragnar við. Hann hefur ekki heyrt um nein við- brögð samkeppnisaðila enn sem komið er. Verða kaupmenn að kaupa inn á háu verði? í sérverslun með Levis-gallabuxur fengust þær upplýsingar að lægsta verð á buxunum væri 6.590 kr. „Þetta er það sama og gerist á Norð- urlöndum," segir Viðar Tómasson verslunarstjóri. Hann segir að versl- unin þurfi því að kaupa inn vöruna á sama hátt og þekkist þar. „Þetta skiptist í mörg markaðssvæði og við tilheyrum þessu svæði,“ segir Viðar. Hann segir að borgir, sem íslending- ar hafi farið til í verslunarferðir, séu á öðru markaðssvæði og því sé verð á buxum lægra þar en á Norður- löndum. Hann segir að þar sem verslunin hafi gert samning við Levis-fyrir- tækið, sé henni óheimilt að kaupa inn nema í gegnum Norðurlönd. Viðar telur að þetta lága verð, sem Hagkaup bjóði, skýrist af því að var- an sé keypt frá söluaðila í Bandaríkj- unum. Hann segir að framleiðend- umir líti þetta mál mjög alvarlegum augum. Um það hvort verslunin muni reyna að stöðva þessa sölu, segir Viðar: „Það er nú ekki alveg ljóst ennþá. Þetta er svo nýtilkomið." -HÞ Nýtt viðvörunarkerfi um jarðskjálfta: Töívur brátt á jarðskjálftavakt Nýtt viðvörunarkerfi, sem varar við jarðskjálftum, verður reynt á næst- unni. Þá sjá tölvur um að vara sér- fræðinga við hættulegum jarðhrær- ingum, eins og t.d. Suðurlands- skjálfta. Frá því í vor hefur verið unnið að því að setja upp viðvörunarkerfi í sambandi við jarðskjálfta, sem Veð- urstofa íslands og Viðlagasjóður kosta. Nú mun vera stutt í að kerfið verði reynt. „Það, sem við höfum verið að reyna að byggja upp, er kerfi sem varar við óvenjumiklum skjálftum á ákveðnum stöðum," segir Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. í stuttu máli byggist kerfið á því að tölva hringir í litla „friðþjófa", sem sérfræðingar hafa. Þá geta þeir komist í samband við tölvuna og unnið úr upplýsing- unum. Ragnar á von á að hægt verði að prófa nýja kerfið eftir tvær til þrjár vikur. Fylgst er með svæðinu frá Reykjavík að Mýrdalsjökli og er Suð- urlandið sérstaklega skoðað með til- liti til væntanlegs Suðurlands- skjáifta. HÞ Kvikmyndir: Sódóma fékk þrjár stjörnur Sódóma Reykjavíkur *** í kvikmyndagagnrýni Amar Markús- sonar í laugardagsblaði Tímans féll niður einkunnargjöfin fyrir myndina. Öm gaf myndinni þrjár stjömur og er því hér með komið á framfæri. Athugasemd Með greininni „Varla þarf að þreyja sitj- andi“, sem birtist hér í blaðinu nú um helgina, fylgdi með myndskreyting, sem tekin var traustataki úr nýútkomnu há- tíðarblaði Tímarits iðnaðarmanna. Að þessu hefur réttilega verið fundið og em hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri: Hættir um áramétin Þorsteinn Gíslason fískimálastjóri hefur ákveðið að láta af störf- um um næstu áramót. Þann 19. október n.k. verður Fiskiþing sett og verður það hið síðasta, fískimálastjóri. „Ég er búinn að vera hér [þ.e. hjá Fiskifélagi íslands] í 22 ár, þar af sem fiskimálastjóri í ein 10 ár og í 12 ár sem vara-fiskimálastjóri. Það er mín persónulega skoðun að yf- irmenn stofnana eigi ekki að vera lengi í sama starfinu og ég ætlaði mér aldrei að starfa sem fiskimála- stjóri lengur en í 10 ár,“ segir Þor- steinn Gíslason. Hann segir að helstu breyting- arnar, sem orðið hafa í málefnum sjávarútvegsins á þeim áratug sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Fiskifélagi íslands, sé tvímæla- laust kvótakerfið og það að fisk- vinnslan sé í æ ríkari mæli að flytjast út á sjó. Þorsteinn Gíslason segist búast við fjörugu Fiskiþingi, en að und- anförnu hefur verið fundað stíft í fiskdeildum félagsins vítt og breitt sem Þorsteinn mun sitja sem um alla strönd. Hann segir að auð- vitað sé ríkjandi mismikil bjart- sýni meðal manna um ástand og horfur innan sjávarútvegsins, en hinu sé ekki að íeyna að miklir erf- iðleikar steðja að atvinnugrein- inni. „Menn hafa auðvitað engar lausnir á takteinum, nema þá kannski Guð almáttugur og þá með því að auka fiskigengd á mið- unum.“ Fiskimálastjóri segir að það sé samkomulag við sjávarútvegsráð- herra að Fiskifélagið haldi áfram að sinna sínu þjónustuhlutverki og það muni ekki breytast með til- komu Fiskistofu. En eins og kunnugt er tók Fiskistofa til starfa þann 1. september sl. Forstöðu- maður hennar er Þórður Ásgeirs- son. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.