Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 13. október 1992 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Óiafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Áhyggjur ríkisstjóm- arinnar em ekki lífsviðurværi „í landbúnaðarhéruðum minnka tekjur vegna sam- dráttar í sauðfjárraekt. Það er áhyggjuefni ef ekki tekst þannig til að tekjur þeirra, sem áfram stunda þessa bú- grein, verði bærilegar." Þessi setning um ástandið í landbúnaði er tekin orð- rétt upp úr stefnuræðu forsætisráðherra, sem hann flutti á Alþingi í gærkveldi. Þarna er saman dregið það sem hann hafði að segja um horfurnar í landbúnaði. Það er auðvitað góðra gjalda vert að forsætisráðherra og ríkisstjórnin hafí áhyggjur af framvindu mála í landbúnaðarhéruðum landsins. Þær áhyggjur verða þó tæpast lifibrauð fyrir sauðfjárbændur landsins, sem er nú gert að draga saman framleiðslu og minnka tekj- ur sínar. Ef litið er í fjárlagafrumvarpið, sem nú liggur frammi á Alþingi, sést að framlög til landbúnaðarmála eru skorin niður um 3,5 milljarða króna á árinu. Drjúgur hluti þeirrar upphæðar er vegna nýs búvöru- samnings, sem gerir ráð iyrir minni framleiðslu og lækkun niðurgreiðslna og útflutningsbóta af þeim sökum. Hins vegar segir þetta ekki nema hluta sögunnar. Búvörusamningurinn, eins og var gengið frá honum upphaflega, gerði ráð fyrir hliðarráðstöfunum til þess að draga úr áhrifum hans á atvinnulífið í sveitunum. Þessar hliðarráðstafanir voru í formi yfirlýsinga, en ekki undirskrifaðar, og það er skemmst frá því að segja að það fer lítið fyrir efndum á þeim yfirlýsingum í fjárlögunum núna. Ný ríkisstjórn hefur tekið við, sem telur sig ekki þurfa að taka þær svo hátíðlega. Niðurskurðurinn í landbúnaðarmálunum nær til allra þátta í atvinnugreininni. Varla er nokkur liður sem sleppur við hann. Bændur bundu vonir við atvinnuaukandi fram- kvæmdir í skógrækt og Iandgræðslu. Hvort tveggja er skorið niður. Framlag í framleiðnisjóð landbúnaðar- ins er lækkað um 50 milljónir á þessu ári ofan í stór- felldan niðurskurð við síðustu fjárlagagerð, en sagt er í athugasemdum fjárlagafrumvarpsins að þessu fé eigi að skila á árinu 1994. Framlag til Byggðastofnunar er lækkað, en auðvitað hefði þurft að efla stofnunina við þessar aðstæður. Framlög til leiðbeiningarþjónustu, rannsókna og hvers konar starfsemi í landbúnaðinum eru lækkuð. Allt stefnir þetta að því marki að draga máttinn úr landbúnaðinum sem atvinnugrein og draga úr mögu- leikunum á því að bændur geti tekið upp aðra starf- semi með sínum búskap eða horfið í aðra atvinnu og halda sinni búsetu áfram í sveitunum. Niðurskurður til landgræðslu og skógræktar er illskiljanlegur, þar sem fáar framkvæmdir veita eins mikla atvinnu og þessi störf. Þar að auki búa bændur yfír mikilli og dýr- mætri reynslu í ræktunarstörfum og þekkingu á landsháttum, sem að gagni kemur. Þjóðin hefur fengið það upplýst að forsætisráðherra og ríkisstjórnin hafa áhyggjur af framgangi mála í landbúnaðarhéruðum Iandsins, en þær áhyggjur lýsa sér í skipulagslausum niðurskurði til þessara mála. „Hvaða ráðherra ert þú?" mun einn hinna íjögurra ósakhæfu af- brotamanna hafa spurt bðstjór- ann sem ók þeim frá Reykjavíkur- flugvelii austur að Sogni í dögun- um. Ekki fer neinum sögum af því hvort afbrotamaðurinn taldi sér misboðið að bðsijórinn var ekki ráðherra, en spumingnin var í raun eðlileg í ijósi þess hversu fríður flokkur iyrirmanna — róð- herra, ráðuneytísstjóra, og aunara — var samankominn á flugveliin- um tii að taka á móti þeim. Þær hafa hins vegar verið verri móttökumar sem áfangismeð- ferðaraððar hafa fengið hjá heð- brigðisráðherra og ríkisstjóm þannig að athygli vekur. Menn hafa að undanfömu verið að veita því fyrir sér hvers vegna stjórnarherrunum er skyndilcga svona uppsigað við áfengismeð- ferðarstofnanir og sýnist sitt hveijum. Sjálfur segir heilbrigðisráðherra ástæðuna vera þá að fyllibyttur eigi ekki að geta farið f meðferð oft á ári, sér tll heilsubótar og hressíngar á kostnað ríldsins. Hjá siiku fólki, segir ráðherra, fylgir eWd hugur máli og því á ekkert að púkka undir það. Með nýja fjár- lagafmmvarpinu er sem sé stigið stórt skref í þá átt að taka aðeins inn á sjúkrastofnanir þá sjúklinga sem ömggiega er hægt að lækna en hinhr verða látnir eiga sig. Nú er að sjá hvort heiibrigöisráð- herra útfærir þessa stefnu eon frekar þannig að í fjárlögum að ári verði menn þá og því aðeins tekn- ir inn á sjúkrastofnanir, slysa- deildir td., að tryggt sé fyrirftam að þá sé hægt að lækna. Samkenndarkenn- En fleiri ástæður hafa verið ncfndar til skýringar á ólund stjnmvalda gagnvart áfengismeð- ferðarkerflnu. Þar á meðal er sú að tekjur rikisms af áfengissölu hafa dregist svo mikið saman á þessu ári að til vandræöa horfir fyrir ríkissjóð. Meðferðar- stofnanimar eiga þar stóra sök því þær hafa þurrkað upp marga stór- tæka neytendur. Með þvf að spara í áfengismeðferðinni ero því tvær flugur slegnar í einu höggi ef iitið er á málið út frá hagsmunum rik- issjóðs; dregið er úr útgöldum til heilbrigðismála og meira kemur í rikiskassann vegna brennivíns- sölu. Áhugaverðasta kenningin til skýringar á minni vinsældum áfengismeðferðarstofnana í ríkis- stjóminni er þó sú sem kalla mætti „samkenndarkenningin“. Þessa kenningu mun Finnur Ing- ólfsson aiþingismaður hafa sett fram á opnum stjómmálafundl á dögunum, en kenningin gengur út á það að rildsstjómin sjálf eigi svo margt sameiginiegt með aikó- hólistanum að hún reyni ósjáifrátt að viðhalda „alkóhóiísku1* ástandi sem víðast og sé þess vegna á mótí meðferðarstofhunurn. Rök- semdafærslan er á þá lund, að rétt eins og alkamir, neiti ríkisstjóm- in að horfast í augu við vemleik- ann og taka á þeirn vandamálum sem upp koma og leysa þau. Og rétt eins og alkamir eitra and- rúmsloftið á hcimilinu hjá sér, rústa efnahag og bjartsýni sinna nánustu, þá hefur rikisstjómin framkallað sömu áhrif íþjóðfélag- inu í heiid, þ.e. eitrað andrúms- Ioftið, rústað efnahaginn og tiltrú manna og bjartsýni á framtíðina. Og rétt eins og gerist bjá alkóhól- istum er ríldsstjómln treg til að breyta um hegðunarmynstur og þarf þvi teiðsögn einhvers velvilj- aðs aðila tii að komast í meðferð. Stjómin í meðferð? Kenningarsmiðnrinn Finnur Ingólfsson mun hafa boðið ríkls- stjóminni slíka aðstoð á áður- nefndum fundi og benti á að stjómarandstaðan i þingi hafi fylgst vandlega með því sem gerst hefur í Svíþjóð. Sænska fyrirmyndin virðist hafa verið fleirum hugstæð því Alþýðubandalagið virðist iíka telja þetta vænlegustu ieiðina til að koma ríkisstjóminni í með- ferð. Þar á bæ hafa tnenn nú iíka boðið stjórninni til samstarfs og sarovinnu. Það virðast hins vegar ekki horfur á að slík allsherjarmeð- ferð komist á koppinn því ef marka má stefnuræðu forsætisr- áherra í gærkvöldi þá er hann ekki tiibúinn að hlusta á stjóm- arandstöðuna og fara í meðferð. Þvert á móti hljóma sömu gömlu drykkjusögumar úr her- búðum stjómarhemnna en und- Ir hljómar vinsæla popplagið hans Bjartmars Guðlaugssonar: ' [ er ekki alkiF* Garri Mat og vanmat Almennt er talið að við Orðabók Háskólans sé unnið merkilegt starf sem krefst staðgóðrar menntunar. Þeir sem þar starfa hafa langa skólagöngu að baki og eru sérfróð- ir um íslenska tungu og málvísindi yfirleitt. Þá þurfa starfsmennirnir að búa yfir nokkurri tækniþekk- ingu til að geta iðkað vísindi sín með aðstoð tölva. Varla mun þýða fyrir meðalskussa að sækja um starf við Orðabókina þótt til- skildar prófgráður séu fyrir hendi þar sem kröfur til starfsfólksins em allmiklar. Meðallaun starfsmanna Orðabókar Háskólans em 1.100 þúsund krónur á ári. Kostnaður við að mennta hvern nema í Leiklistarskóla íslands er um 1.500 þúsund krónur á ári. Hver tannlæknanemi kostar Há- skóla íslands álíka upphæð. Þessir liðir fljóta hér með sem saman- burður á hvað hefur forgang í menningarlífmu og mat á hvað tal- ið er einhverra peninga virði. Skuldug hálauna- fyrirtæki 37 útgerðarfyrirtæki em efst á lista 240 íslenskra fyrirtækja sem borga hæstu meðallaunin. Reynd- ar bera útgerðarfyrirtækin höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki hvað varðar meðallaunagreiðslur og em ekki minna en helmingur af öllum þeim fyrirtækjum sem best halda starfsfólk sitt. Þótt þau 37 útgerðarfyrirtaeki sem hæstu launin bera séu hvergi talin með stendur útgerðin undir að greiða þrisvar sinnum hærri meðallaun, athugðið að hér er um umeðallaun fyrirtækja að ræða, ekki aðeins hlut sjómanna og tvo hluti skipstjóra, heldur en Orða- bókin. Þá er athugandi að 365 starfs- menn Landsvirkjunar hafa helm- ingi hærra kaup en orðabóka- menn. Enn skal ítrekað að hér er um að ræða meðallaun alls starfs- fólks Landsvirkjunar en ekki að- eins kaup verkfræðinga og for- stjóra, því þá yrði samanburðurinn allt annar og vesældarkaup sér- ffæðinga Orðabókarinnar enn smáskítlegra. Lygi Upplýsingamar um meðallaunin em sóttar í samantekt Frjálsrar verslunar um afkomu helstu fyrir- tækja landsins. Þar má glöggt sjá hve mannauður landsins er mis- metinn og hve launamunur í land- inu er ofboðslegur. Að meiri jöfnuður ríki á íslandi milli stétta og starfsgreina en ann- ars staðar í heiminum er helber lygi, eins og flest annað sem hellt er yfir þjóðina í ræðum fyrirmanna á tyllidögum. Staðreyndin er sú að óvíða eða hvergi er launamunur vinnandi fólks eins geigvænlegur og hér og matið á því hvað er hárra launa virði og hvað ekki er satt best að segja oftar en ekki faránlegt. Staða og afkoma atvinnugreina virðist lítið hafa að gera með hve hátt starfskrafturinn er metinn. Nú sem fyrr vælir hver upp í ann- an hve hörmuleg staða fyrirækja sjávarútvegsins er og að þar sé allt rekið með botnlausu tapi. Samt borga fyrirtæki grein- arinnar margfalt hærra kaup en gerist og gengur á eyrinni og aldrei er minnst orði á það að eitthvert samhengi kunni að vera á milli launa- greiðslna og hörmulegrar afkomu. Sveitarfélög kikna undir greiðslu- byrði en dæmi eru um að 40% af útsvarsgreiðslum fari í að borga sveitarstjóranum kaupið og sjá honum fyrir kontór. Laun og fríðindi yfirmanna fyrir- tækja og stofnana eru ávallt feimn- ismál og í allri hagræðingu er því þannig fyrir komið að kjör þeirra best settu séu hvergi skert þegar farið er að spara og skera niður. Hálfsannleikur og önnur lygi ráða allri umræðu um launamál og fara aðilar vinnumarkaðarins fyrir fylk- ingum þegar mest gengur á að þyrla upp því blekkingarmoldviðri sem þeim er nauðsynlegt til að verja stöður sínar og kjör. Að lokum ofurlítil starfskynning. Það er meira en helmingi meira virði að starfa í lottóinu en hjá Orðabókinni, svo tekið sé eitt dæmi af mörgum hundruðum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.