Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1992, Blaðsíða 6
6 Tfminn Þriðjudagur 13. október 1992 Handknattleikur: Valsmenn tylla sér í toppsætið HK-Valur 25-25 (13-12) HK náði að tryggja sér jafntefli gegn toppliðinu Valsmönnum í sveiflu- kenndum og slökum leik í íþróttahúsi Digranesskóla á laugardag. Valsmenn höfðu yfirhöndina lengst af fyrri hálfleiks, en HK náði að jafna og komast yfir fyrir hálfleik. Daemið sner- ist síðan við í síðari hálfleiknum, þar sem HK hafði yfir, mest fjögur mörk, en Valsmönnum tókst af harðfylgi að jafna leikinn og komast einu marki yf- ir þegar um ein og hálf mínúta var til leiksloka. Homamanni HK, Frosta Guðlaugssyni, tókst að jafna metin þegar um hálf mínúta var eftir af leik- tímanum með umdeildu marki. Línu- maður HK gaf boltann í homið á Frosta, eftir að hafa mtt niður vamar- mönnum Vals, og virtist því vera um brot að ræða, en þeir ÓIi Olsen og Gunnar Kjartansson vom ekki á sama máli og dæmdu því mark. Frosti Guð- laugsson var bestur í liði HK, en þeir Hans Guðmundsson og Guðmundur Pálmason léku einnig vel, en þess ber að geta að Hans var lengst af gætt vel. Valdimar Grímsson stóð upp úr í Vals- liðinu. Mörk HK: Frosti Guðlaugsson 6, Hans Guðmundsson 6, Michel Tonar 6(4), Guðmundur Pálmason 3, Guðmundur Albertsson 3, Jón Ellingsen 1. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 9(6), Valdimar Grímsson 8(1), Júlíus Gunn- arsson 4, Jakob Sigurðsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Ólafur Stefánsson 1. FH-Stjaman 25-25 (9-15) Meistararnir úr Hafnarfirðinum máttu þakka fyrir jafntefli gegn ná- grönnum sínum úr Garðabænum, Stjömunni, en Guðjón Árnason fyrir- liöi FH gerði jöfnunarmarkið þegar leiktíminn var nær liðinn. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega fimm marka forskoti Handknattleikur: Staðan í 1. deild Valur ...53 2 0 120-1068 FH ...5 3 1 1 133-122 7 ÍR ...5 3 1 1 124-119 7 Haukar .... ...53 02 134-114 6 Selfoss ...522 1 127-113 6 Víkingur . ...53 0 2 119-115 6 Stjarnan .. ...52 2 1 122-125 6 Þór ...52 1 2 116-1275 HK ...5113 113-1213 KA ...5 1 13 106-116 3 ÍBV ...401 3 87-111 1 Fram ...4 0 04 90-103 0 sem þeir héldu fram í síðari hluta seinni hálfleiks. Þá tóku FH-ingar að minnka muninn og komust niður í eitt mark þegar leiktíminn virtist vera að renna út. Þá fiskaði Hálfdán Þórð- arson víti sem Guðjón skoraði úr og tryggði liði sínu jafntefli. Mörk FH: Guðjón Ámason 8(3), Hálf- dán Þórðarsson 6, Gunnar Beinteins- son 4, Amar Geirsson 3, Sigurður Sveinsson 2, Alexei TVufan 2. Mörk Stjömunnan Patrekur Jóhann- esson 7, Skúli Gunnsteinsson 6, Axel Bjömsson 4, Magnús Sigurðsson 4(1), Hafsteinn Bragason 3, Einar Einars- son 1. ÍR-KA 27-21 (12-10) Mörk ÍR: Jóhann Ásgeirson 8(3), Ólaf- ur Gylfason 5, Magnús Ólafsson 5, Matthías Matthíasson 4, Róbert Rafns- son 3, Dimitri 2. Mörk KA: Óskar Óskarsson 6(3), Pétur Bjarnason 4, Jóhann Jóhannsson 3, Alfreð Gíslason 3, Erlingur Kristjáns- son 3(2), Þorvaldur Þorvaldsson 1, Helgi Arason 1(1) Selfoss-ÍBV 26-26 (10-9) Mörk Selfoss: Sigurður Sveinsson 9(1), Sigurður Bjamason 6(2), Gústaf Bjarnason 4, Einar Guðmundsson 3, Jón Þórir Jónsson 2, Einar G.Sigurðs- son 2._ Mörk ÍBV: Zoltan Beláný 12(4), Gunn- ar M. Gíslason 4, Erlingur Richards- son 4, Björgvin Rúnarsson 3, Sigurður Gunnarsson 2, Sigurður Friðriksson 1. Þór-Haukar 19-37(8-17) Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson 6(4), Atli Rúnarsson 3, Finnur Jó- hannsson 2, Ole Nielsen 2, Geir Aðal- steinsson 2, Ingólfur Samúelsson 1, Rúnar Sigtryggsson 1, Andrés Magn- ússon 1, Kristinn Hreinsson 1. Mörk Hauka: Petr Baumruk 9(1), Halldór Ingólfsson 7(1), Sveinberg Gíslason 5, Páll Ólafsson 4, Óskar Sig- urðsson 3, Pétur Guðnason 3, Sigur- jón Sigurðsson 2, Jón Öm Stefánsson 2, Viktor Pálsson 1, Aron Kristjánsson 1. Fram-Víkingur 22-25(12-14) Mörk Fram: Páll Þórólfsson 6(4), Gunnar Andrésson 4, Davíð Gíslason 3, Jason Ólafsson 3, Karl Karlsson 2, Andri Sigurðsson 2, Atli Hilmarsson 1. Mörk Víkinga: Gunnar Gunnarsson 9(3), Birgir Sigurðsson 6(1), Friðleif- ur Friðleifsson 4, Kristján Ágústson 3, Dagur Jónasson 2, Stefán Halldórsson 1. Knattspyrna: GAZZA BIÐST AFSOKUNAR Paul Gascoigne, sem mun að öll- um líkindum ieika sinn fyrsta landsleik, á mtðvikudaginn gegn Norðmönnum, síðan hann meiddist f úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley fyrir einu og hálfu ári síð- an hefur þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum í sjónvarpsvið- tali, gagnvart norsku þjóðinni. Hann var spurður í umræddu við- tali hvort hann hefði einhver sldla- boð tli norsku þjóðarinnar fyrir leikinn. Jú hann hafðt skilaboóin á reiðum hÖndum: „Yes, fuck off.“ Það ríkti ekki mikil ánægja yfir þessum skilboðum og nú hefur hann beðist afsökunar á orðum sfn- um og sagðist ekki hafa vitað að þvf að sjónvarpsmyndavélamar væru í gangi. Þjálfari norska landsliðsins sagði afsökunarbeiðnina tekna gilda og sagði að Gazza hefði ein- ungis verið að grínast „Þetta er hans humor og við lítum ekki í þetta sem móðgun við jið okkar og norsku þjóðína.** sagði Egil Olsen þjáifari. I sama streng tók talsmaður enska knattspyrausambandsins, sem sagði að þessi ummæli hefðu ekki verið meint sem móðgun, heldur sem grin. -PS/reuter Alþjóðlega Kumho-rallið: Ásgeir og Bragi sigrðu Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guð- mundsson sigruðu í alþjóðlega Kumho-rallinu sem fram fór um helgina og tryggðu sér með sigrin- um íslandsmeistaratitilinn í ral- Iakstri annað árið í röð. 22 áhafnir mættu til leiks og þar af voru fimm þeirra erlendar, en mikil afföll voru í keppninni þar sem helmingur kepp- enda féll úr keppni af margvíslegum orsökum og voru feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson þeirra á meðal. Kumho rallið var einnig Iið- ur í keppni um Norðurlandameist- aratitilinn í flokki óbreyttra bfla og urðu Finnar Norðurlandameistarar í þeim flokki. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Ásgeir og Braga, nýkrýnda íslandsmeistara í ralli, fagna titlin- um á viðeigandi hátt. Knattspyma: Unglingarnir leika í dag íslenska landsliðið (knattspymu, skipað leik- mönnum 21 ára og yngri, leikur í dag gegn Rússum ytra og hefst leikurinn í dag kl. 16 að íslenskum tíma. Ekki er endanlega ljóst hvem- ig íslenska liðið verður skipað, en verið gæti að ein breyting yrði á liðinu frá í síðasta leik, þ.e.as. að Amar Gunnlaugsson yrði færður í A- hópinn. Það átti að skera úr um það í gær hvort Eyjólfur Sverrisson yrði klár í slaginn á morg- un og ef svo verður ekki er möguleiki að Amar verði tekinn A-hópina Engir aðkomu- áhorfendur Forráðamenn Leeds og Glasgow Rangers, en liðin eigast við í annarri umferð Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu nú í mánuðinum, haia ákveðið að banna aðkomuáhorfendur á leikjunum tveimur og var þessi ákvörðun tek- in eftir fúnd með lögreglunni. í tilkynningu frá liðunum segir að með tilliti til öryggismála hafi verið ákveðið að banna aðkomuáhorfendur á leikjunum tveimur. Þetta þýðir að áhangendur Leeds geta ekki sótt leikinn í Glasgow og öfugt Fyrri leikurinn er í Glasgow þann 21. nóv. og sá síðari hálfum mánuði síðar. Kvennakarfan Crslit í leikjum helgarinnan UMFG-UMFT .......72-51 ÍBK-UMFN.........91-33 ÍR-UMFT..........67-39 Enska knattspyrnan: Barnes með í nóvember John Barnes, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur hafið æfingar með liði sínu að nýju eftir þrálát meiðsli sem hrjáð hafa hann undanfarið og hann hlaut í landsleik gegn Finnum í maí síðastliðinum. Ráðgert er að Barnes byrji að leika með Liverpool í úrvalsdeildinni í nóvember, en Graeme Souness, framkvæmdastjóri Liverpool, leggur á það mikla áherslu að endurkomu Bames verði ekki hraðað um of, þannig að heilsu hans verði ekki teflt í tvísýnu. -PS/reuter Japisdeildin í körfuknattleik: Keflvíkingar gjörsigruóu Tindastól Frá Margréti Saunders, fréttaritara Tímans á Suöurnesjum: Keflvíkingar hreinlega rúlluðu yfir lið Tinda- stóls í Keflavík á sunnudagskvöld er þeir sigr- uðu þá 131-88 í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Staðan í hálfleik var 60-52 Keflvíkingum í vil. Keflvíkingar virtust hafa yfirhöndina strax frá fyrstu mínútu og eftir fimm mínútur var staðan orðin 21-10 þeim í vil. Tindastólsmenn náðu þó að halda í við þá í fyrri hálfleik, en réttara væri þó að segja að Bandaríkjamaðurinn í liði þeirra, Chris Moore, gerði það en hann fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði hverja körfuna á fætur annarri. í síðari hálfleik fékk Nökkvi Már það erfiða hlutverk að gæta Chris og tókst honum það, enda skoraði Bandaríkjamaðurinn ekki stig á meðan hann var í gæslu Nökkva. Keflvíkingar juku forskot sitt jafnt og þétt og um miðjan síðari hálfleik var munurinn orðin fimmtán stig. Þá kom ótrúlega góður kafli hjá Keflvíkingum sem breyttu stöðunni í 107-62, án þess að norðanmenn fengju við neitt ráðið. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Keflvíkinga. Hjá Keflavíkingum var það fyrst og fremst sterk liðsheild sem skóp sigurinn. Erfitt er að taka einstaka leikmenn út, en þó skal það nefnt að Guðjón Skúlason, sem þó lék ekki allan leik- inn, skoraði 31 stig. Kristinn Friðriksson fór á kostum í, byrjun leiks, Nökkvi gætti Chris Mo- ore vel, þegar Jonathan Bow naut ekki við vegna meiðsla, Jón Kr. stjórnaði liði sínu vel og Albert Óskarsson lék vel í síðari hálfleik. Langbesti leikmaður Tindastóls var Chris Moore, sem lék frábærlega í sókninni, en aðrir leikmenn léku talsvert undir getu, ef frá er talið tímabil í fyrrí hálfleik. Tindastólsliðið hefur á að skipa, auk gamalreyndra leikmanna, efnilegum einstak- lingum sem gætu átt eftir að koma á óvart í vet- ur. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Skarphéðinsson. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 31, Jonathan Bow 26, Kristinn Friðriksson 17, Albert Óskarsson 16, Nökkvi Már Jónsson 14, Birgir Guðfinnsson 10, Hjörtur Harðarson 9, Siguvin Pálsson 4, Jón Kr. Gíslason 2, Einar Einarsson 2. Stig Tindastóls: Chris Moore 39, Ingi Þór Rún- arsson 10, Valur Ingimundarson 9, Haraldur Leifsson 9, Ingvar Ormarsson 8, Páll Kolbeins- son 7, Hinrik Gunnarsson 6 ÍBK-UMFT: 6-2, 13-10, 21-10, 33- 28, 47-33, 60-52 — 69-56, 85-70,106-72,123-84,131-88. Valur-Grindavík 75-67 (39-45) Stig Vals: Franc Booker 35, Magnús Matth. 17, Símon Ólafss. 11, Brynjar H. 9, Ragnar Jónsson 3. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 18, Svein- björn Sig. 15, Dan Krebbs 15, Pálmar Sig. 5, Berg- ur Hinriksson 5, Marel Guðlaugs. 4, Bergur Eð- varðsson 4. Skallagrímur-Snæfell 87-75 (41-30) Stig Skallagríms: Alexander Ermolinski 28, EI- var Þórhallsson 13, Birgir Mikhaelsson 12, Henning Henningsson 11, Skúli Skúlason 9, Þórður Helgason 6, Eggert Jónsson 4, Bjarki Þorsteinsson 2, Gunnar Þorsteinsson 2. Stig Snæfells: Tim Harvey 19, Bárður Eyþórs- son 16, Rúnar Guðjónsson 15, Kristinn Einars- son 9, ívar Ásgrímsson 7, Jón Bjarki 4, Hreinn Þorkelss. 4, Sæþór Þorb. 1. Haukar-UBK 86-85 (38-44) Stig Hauka: John Rhodes 24, Jón A. Ingavars- son 21, Pétur Ingv. 17, Jón Örn Guðm. 10, Bragi Magnússon 8, Sigfús Giss. 2, Tryggvi Jónss. 2. Stig UBK: Pétur Guðmundsson 24, Hjörtur Árnas. 17, Björn Sigtryggs. 17, Lloyd Sergent 10, Egill Viktorsson 10, Eiríkur Guðm. 9, ívar Webster 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.