Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. október 1992 179.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, segir að ríkisstjórnin verði að taka allt fjárlagafrum- varpið upp að nýju: „Ríkisstjórnin verður aó vinna sína fjárlagavinnu“ „Að mínu mati þarf rfldsstjórnin að fara í sína fjárlagagerð. Það duga ekk- ert að koma fram með 6 milljarða halla, heldur verða menn að taka þetta upp allt saman á nýjan leik,“ sagði Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveit- endasambands Islands, um fjárlagafrumvarp rfldsstjóraarinnar. „Ég er þeirrar skoðunar að ef nið- urstaða fjárlaga er núna sex millj- arðar þá megi gera ráð fyrir að í meðhöndlun þingsins fari þetta upp í 9-10 milljarða. Það er niðurstaða sem gerir allt annað en að styrkja þá stefnu stjórnarinnar að efla stöðug- leika og halda genginu stöðugu. Þarna er um að ræða vandamál sem grefur undan því sem verið er að gera. Stjórnmálamennirnir og þeir sem reka ríkiskerfið þurfa að gera sömu kröfur til sjálfs sín og þeir eru að gera til allra annarra. Þeir verða að taka til hjá sér og auka spamað og hagræðingu," sagði Magnús. Magnús og aðrir forystumenn á vinnumarkaði hafa síðustu daga fundað stíft um leiðir til að draga úr hallarekstri fyrirtækja og draga úr atvinnuleysi. Umræðan hefur öðr- um þræði farið fram á vettvangi at- vinnumálanefndar ríkisstjómarinn- ar. Þær hugmyndir sem hafa verið ræddar ganga út á að styrkja gengið með því að lækka kostnað atvinnu- Olía hækkar um mánaðamót Líkur eru á að olía og bensín hækki um næstu mánaðamót. Ástæðan er að dollarinn hefur hækkað á fáum vikum úr 52 krónum í 56 krónur, en öll olíuviðskipti eiga sér stað í dollurum. Verð á olíu og bensíni hefur auk þess þokast eilítið upp síðustu daga, en þar kenna menn um árstíðabundnum sveiflum á ol- íuverði. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, sagðist ekki treysta sér til að segja til um hvað hækkunin verði mikil. Menn muni skoða málin fram að mánaðamótum og sjá hvað doll- arinn gerir, en gengi hans hefur ver- ið mjög óreglulegt síðustu misseri. Síðustu vikur hefur hann hins vegar hækkað það mikið að óhjákvæmi- Iegt virðist vera að hækka olíuverð. Geir sagði að samningar við sjó- menn gerðu ráð fyrir að breytingar á olíuverði komi til framkvæmda um mánaðamót. Hann sagðist gera ráð 80% hjúkrunar- fræöinga sam- þykkja uppsögn Um 80% hjúkrunarfræðinga á Lands- spítalanum eru hlynntir uppsögn til að knýja á um kjarabætur. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var á spítalanum. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár. Auður Guðjónsdóttir er talsmaður hjúkrunar- fræðinganna. Hún segir að að þessi könnun sé forsenda þess að hægt sé að beita uppsögnum. Hún segir mikla óánægju ríkja með kjör stéttarinnar á spítalanum og fólk sé að kikna undan miklu vinnuálagi og lélegum launum. „Það er samt enginn sem segir að við munum fara þessa leið. Við vorum bara að kanna hug fólksins. -HÞ fyrir að breyting á bensínverði verði látin taka gildi á sama tíma. Síðast breyttist verð á bensíni og olíu um mánaðamótin ágúst september o; þá var um lækkun að ræða. -E1 lífsins. Menn eru í stuttu máli að finna leiðir til að komast hjá gengis- fellingu. Algjör óvissa ríkir um hvort þessar hugmyndir njóta ein- hvers stuðnings hjá ríkisstjórninni. Einn heimildarmanna Tímans sagði að vandamálið yrði ekki að ná sam- stöðu í atvinnumálanefndinni um tillögur. Vandamálið yrði að sann- færa ríkisstjórna um ágæti þeirra. Talsmenn sjávarútvegsins hafa undanfarið þrýst á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða til að draga úr hallarekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Þeir gengu m.a. á fund Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í fyrradag. Enginn niðurstaða varð á fundin- um. Forystumenn í sjávarútvegi ótt- ast að forsætisráðherra ætli að halda fast við að gera ekki neitt og fara svokallaða gjaldþrotaleið. Tíminn hefur heimildir fyrir því að Magnús Gunnarsson hafi sagt við forsætis- ráðherra að ef ekki yrði breyting á afstöðu hans til sjávarútvegs þá myndi hann segja af sér sem for- maður tvíhöfðanefndarinnar sem vinnur að endurskoðun fiskveiði- stefnunnar og hætta í atvinnumála- nefnd ríkisstjórnarinnar. Magnús segir þennan orðróm tilhæfulausan. -EÓ Sjá nánar blaðsíðu 3. Magnús Gunnarsson, formaöur VSÍ, neitar því aö hafa hótaö for- sætisráöherra aö hætta í tveimur af lykilnefndum ríkisstjómarinn- ar. Nýleg könnun sýnir að samdrátturinn í íslenskum iðnaði á þessu ári er um 6%: Störfum í iðnaði hefur fækkað um 800-1000 í ár í nýlegri könnun sem Félag íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna hafa gert kemur fram að samdrátturinn í íslenskum iðnaði er mun meiri en áætlað var um mitt þetta ár. Samdrátturinn er 6%, en reiknað var með 2% samdrætti. Þetta þýðir að 800-1000 manns hafa misst vinnu í iðnaði á fyrstu 10 mánuðum ársins. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, segir að reikna megi með áframhaldandi samdrætti á næsta ári. Könnunin náði til um 100 fyrir- tækja með um 4300 starfsmenn. Samdrátturinn er misjafn eftir grein. Mestur er samdrátturinn í málm- og skipasmíðaiðnaði, yfir 10%. Samdrátturinn er einnig mjög mikill hjá steypustöðvum. Sveinn sagði að kenna mætti al- mennum samdrætti í efnahagslíf- inu um þessa neikvæðu þróun. Neyslan í þjóðfélaginu hafi dregist mikið saman. Neikvæð þróun í íslenskum iðnaði er því miður ekki bundin við þetta eina ár. Félagsmönnum í Iðju, félagi verksmiðjufólks, hefur á fáum ár- um fækkað úr yfir 3.000 í um 2.200. Um 4% félagsmanna eru nú á at- vinnuleysisskrá, eða um 100 manns. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, sagði að skýringin á þessari þróun væri m.a. áföll í fata- og ullariðnaði, en hann hefði snar- minnkað á fáum árum. Guðmund- ur sagði að í dag væru um 100 manns atvinnulausir hjá Iðju sem er um 4% félagsmanna. Guðmund- ur sagði að vonir manna um að ís- lenskur iðnaður myndi eflast við inngöngu íslands inn í EFTA hafi brugðist. Hann sagði að í ljósi reynslunnar ef- ist hann um að ÉES sé það lausnar- orð fyrir íslenskan iðnað sem sumir vilji halda. Guðmundur sagði að við verðum að treysta á okkur sjálfa m.a. með því að kaupa íslenskar vörur. „Iðnaðurinn hefur haldið nokkuð sínum hlut í þjóðarframleiðslunni. Okkur finnst það ekki slæmt miðað við að sjávarútvegurinn hefur bætt miklu við sig. Iðnaðurinn hefur ekki fengið landhelgisútfærslu. Sú aukning í útflutningsiðnaði sem vonast var eftir við inngönguna í EFTA hefur ekki skilað sér. Við sem störfum í iðnaði höfum kennt því um að menn hafi aldrei klárað heimavinnuna sína þegar við geng- um í EFTA, en að við séum að klára hana núna þegar við göngum í EES. Þegar við göngum í EES þá eru það fleiri en iðnaðurinn sem kalla á bætta samkeppnisaðstöðu. Nú fer þjónustan og raunar allt atvinnulíf- ið í samkeppni við erlenda fram- leiðslu. Menn eru að spyrja hvort við í iðn- aðinum séu virkilega svona galnir að vilja meiri samkeppni. Iðnaður- inn er búinn að lifa í óheftri sam- keppni við erlendan iðnað í yfir 10 ár. EES breytir þar engu, en við vonum að með ÉES-samningnum verði gengið í það að bæta sam- keppnisstöðu íslensks atvinnulífs, eins og raunar hefði þurft að vera búið að gera fyrir löngu,“ sagði Sveinn Hannesson. -EÓ Oll EES-frumvörpin eru enn í þingnefndum eða hafa ekki bor- ist Alþingi: Enn vantar 35 EES-frumvörp Enn hafa 35 frumvörp, sem tengjast samningnum um Evrópskt efhahags- svæði, ekki verið lögð fram á Alþingi og ekkert frumvarp tengt EES hefur verið afgreitt úr þingnefnd. Guðrún Helgadóttir alþingismaður vakti at- hygli á þessu á Alþingi í gær. Hún sagði útilokað að hægt verði að standa við áætlun um að afgreiða EES-samn- inginn og frumvörp sem tengjast hon- um fyrir nóvemberlok. Salome Þor- kelsdóttir, forseti Alþingis, sagði að enn sem komið væri hefði engin ákvörðun verið tekin um að kvika frá starfsáætlun þingsins. Þetta mál yrði hins vegar rætt á fundi forsætisnefnd- ar Alþingis með formönnum þing- flokka í byrjun næstu viku. -EO Ársþing ÍSÍ: Haldiö í Ráöhúsinu Um aðra helgi verður haldið ársþing íþróttasambands íslands, sem að venju er fjölmennt, en þingið mun að þessu sinni verða haldið í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þetta mun vera fyrsti at- burður sinnar tegundar sem fram fer í Ráðhúsi Reykvíkinga. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.