Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 2

Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 2
2 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Guðrún, hvað segði Kormákur afi nú? „Hann mundi ábyggilega lemja manninn.“ Norðmaðurinn Svein Harald Øygard er settur seðlabankastjóri. Guðrún Helga- dóttir er höfundur bókanna um Jón Odd og Jón Bjarna, en Kormáki, afa drengj- anna, var afar uppsigað við Norðmenn. STJÓRNSÝSLA Grundvallarmunur er á því að setja mann í embætti og að skipa hann í það. Í bráða- birgðaákvæði í nýjum lögum um breytingar á lögum um Seðlabank- ann er sérregla sem heimilar setn- ingu, þar sem vikið er frá ákvæði starfsmannalaga um íslensk- an ríkisborgararétt, segir Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands. Setning útlendings í embætti seðlabankastjóra stangist því ekki á við stjórnarskrá. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkar sérreglur séu settar sér- staklega um tímabundna setningu seðlabankastjóra,“ segir Björg. Enda skuli embættið auglýst svo fljótt sem við verði komið. Í blað- inu í gær sagðist Sigurður Líndal lögfræðiprófessor ekki sjá í fljótu bragði að grundvallarmunur væri á setningu og skipun seðlabanka- stjóra. Bæði orðin þýði tímabundna ráðningu í starf hjá hinu opin- bera, þó skipun sé til lengri tíma en setning. Í stjórnarskrá segir að einungis fólk með íslenskan ríkis- borgararétt megi skipa sem emb- ættismenn. Björg bendir á að í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé tekið fram að forfallist maður sem skipaður hefur verið í embætti, geti stjórnvald sett annan mann til að gegna því um stundar- sakir. - kóþ Björg Thorarensen og forsætisráðuneytið um nýjan seðlabankastjóra: Setning stenst stjórnarskrá BJÖRG THORARENSEN Er sérfræðingur í stjórnarskránni og var stjórnvöldum innan handar þegar lögin voru samin. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- anir þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum til að borga fyrir nauð- synjar. Slík lán- taka er bönn- uð samkvæmt reglum fjár- málaráðuneyt- isins. Dæmi eru um tugmilljóna króna lán ein- stakra stofn- ana og vextir skipta milljón- um á ársgrund- velli. Ríkisendurskoðun gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld fyrir að leyfa lántökunni að viðgangast. Ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins vísar á yfirmenn stofnana sem hún segir að verði að starfa innan fjárlaga. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Heil- brigðisstofnun Austurlands (HSA) að ríkisstofnanir fjármagni rekst- ur sinn með yfirdráttarlánum. Slík lántaka hefur viðgengist lengi og hefur stofnunin áður bent á að með öllu sé óviðunandi að þær sjái sér ekki aðra leið færa en að fjármagna rekstur sinn á þennan hátt „og greiði jafnvel milljónir króna í yfirdráttarvexti til banka í stað þess að nýta það fé til að fjár- magna þjónustu“, eins og segir í skýrslunni. „Stjórnvöld verða að leita leiða til að breyta þessu“, segir þar jafn- framt. Ríkisendurskoðun hefur upplýsingar um að þó nokkrar heilbrigðisstofnanir hafi fjár- magnað sig með yfirdráttarlánum en heildaryfirlit liggur ekki fyrir hjá þeim. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að í raun hafi stofnun- in verið í greiðsluþroti allt árið 2008. „Við vorum að borga raf- magn, hita og lyf með yfirdráttar- lánum. Reksturinn var með þeim hætti í fyrra að frá því í febrú- ar vorum við í greiðsluþroti. Um áramótin skulduðum við um 200 milljónir hjá birgjum og þá stóð yfirdráttarlánið í 90 milljónum króna. „Einar giskar á að HSA hafi borgað um 30 milljónir í yfirdrátt- arvexti af láninu. Hann bendir á að skynsamlegt væri að ríkisstofn- anir gætu fjármagnað rekstur sinn með innri lánum þegar í óefni er komið í staðinn fyrir að þurfa að leita á náðir banka. „Þetta gengur ekki svona, þetta er sóun á fé.“ Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins, segir að þau skilaboð hafi verið látin út ganga til stjórnenda heilbrigðisstofnana að óheimilt sé að taka yfirdráttarlán. Hvað gagn- rýni Ríkisendurskoðunar varðar segir Berglind að ráðuneytið hafi ekki mannskap til að aðstoða ein- stakar stofnanir beint til að ná markmiðum í rekstri. Hvort einhver millileið sé mögu- leg, eins og Einar leggur til, segir Berglind að eins og staðan sé núna þá hafi ráðuneytin ekki sjóði til að bregðast við vanda einstakra stofn- ana með þeim hætti. svavar@frettabladid.is Spítalar fjármagna sig með yfirdrætti Heilbrigðisstofnanir þurfa að taka tugmilljóna yfirdráttarlán til að borga reikn- inga. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að slík lántaka sé látin viðgangast. Milljónir fara í vexti. Örþrifaráð til að borga rafmagn og lyf, segja stjórnendur. ST. JÓSEPSSPÍTALI Yfirdráttarlán stofnunarinnar hafa verið 20 til 50 milljónir á hverj- um tíma, að sögn fjármálastjóra. Um örþrifaráð er að ræða að hans sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EINAR RAFN HARALDSSON REYKJAVÍK Ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna býr að mestu á sömu torfunni, segir í síðasta Vesturbæjarblaði. Þar er rakið að af tíu ráðherr- um búi átta í Vesturbænum, frá Högunum og að Garðastræti. Einn þessara átta búi reyndar á Seltjarnarnesi, en hann fær þó að fljóta með. Þá búi einn í Breið- holti og annar í Kópavogi, en þeir tveir eigi lögheimili sitt á lands- byggðinni. Einnig kemur fram í blaðinu að meðalaldur ráðherranna sé 52 ár, yngstur er 33 ára menntamála- ráðherra og elstur 66 ára forsæt- isráðherra. - kóþ Stjórn Samfylkingar og VG: Átta ráðherrar af tíu í Vesturbæ SVÍÞJÓÐ, AP Brennuvargar, sem grunur leikur á að séu vinstri öfgamenn sem telja sig vera í stríði gegn meintri heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna, kveiktu í fjórum stórmörkuðum í Söder- tälje suður af Stokkhólmi í fyrrinótt. Þrír þeirra brunnu til kaldra kola. Kia Samrell, talsmaður lög- reglunnar, sagði enga grunaða í sigtinu enn sem komið væri, en verið væri að rannsaka hvort andbandarískur öfgahópur hefði verið að verki. Samtökin „Global intifada“ hafa áður lýst ábyrgð á minni eldum sem kveiktir hafa verið í verslunum í Södertälje og hvatt fólk til að kveikja í búðum sem selja bandarískar vörur. - aa Brennuvargar í Svíþjóð: Öfgahópur er grunaður EYÐILEGGING Einn stórmarkaðanna þriggja sem brunnu. Tímastilltar eld- sprengjur komu eldunum af stað. Þann fjórða tókst að slökkva. NORDICPHOTOS/AFP Við vorum að borga rafmagn, hita og lyf með yfirdráttarlánum. EINAR RAFN HARALDSSON FORSTJÓRI HSA FÓLK Samstaða, bandalag grasrótarhópa, stendur fyrir Lýð- veldisgöngu klukkan 14 í dag. Gengið verður frá Hlemmi niður að Austurvelli. Í tilkynningu frá Samstöðu segir að á Austurvelli taki við ræðuhöld hjá Herði Torfasyni, þar sem krafan sé; „Frystum eignir auðmanna.“ Fólk er hvatt til að taka með sér potta, pönnur, slagverk og þeytilúðra. - kg Bandalag grasrótarhópa: Stendur fyrir lýðveldisgöngu STJÓRNMÁL Stjórn Íslandshreyf- ingarinnar hefur samþykkt að óska eftir því að hreyfingin ger- ist aðildarfélag Samfylkingar- innar. Forystu- men n hen n- ar hvetja aðra meðlimi til að skrá sig í Sam- fylkinguna og leggja henni lið í komandi kosn- ingabaráttu. Hvorki Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, né varaformaðurinn Margrét Sverrisdóttir, hyggjast sækjast eftir þingsæti fyrir Samfylking- una. Ómar segir að Íslandshreyfingin hafi átt viðræður við aðra flokka og hreyfingar, meðal annars fyr- irhugað framboð grasrótarhreyf- inga, áður en þessi lending náðist. Margrét segist um nokkurt skeið hafa átt mjög gott samstarf við borgarstjórnarflokk Samfylking- arinnar. Það helsta sem hafi stað- ið í vegi fyrir inngöngu hennar í flokkinn hingað til hafi verið and- staða hennar við Evrópusamband- ið, en hún sé nú hlynnt aðildarvið- ræðum. Hún segir góðan hljómgrunn fyrir ákvörðuninni meðal liðs- manna Íslandshreyfingarinnar. Hreyfingin hefur kynnt sig sem grænan flokk og því er eðlilegt að spyrja hvers vegna Vinstri græn hafi ekki orðið fyrir valinu. Mar- grét segir hreyfinguna einfaldlega ekki eiga sömu pólitísku samleið með Vinstri grænum og Samfylk- ingunni. - sh Forsprakkar Íslandshreyfingar ganga í Samfylkingu og hvetja aðra til þess sama: Ómar og Margrét ekki í framboð ÓMAR RAGNARSSON Segir hreyfinguna hafa rætt við aðra flokka áður en þessi lending náðist. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR LANDBÚNAÐUR Búnaðarþing, sem sett verður á morgun og stendur til miðvikudags, mun taka afstöðu til mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Í frétt á vef Bændasamtakanna segir að ljóst sé að allur þorri bænda leggist einarður gegn aðild. Rekstrarvandi landbúnaðarins verður einnig til umræðu á þing- inu en hann er sagður verulegur nú um stundir. Við setningu þingsins flytja Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtakanna, og Stein- grímur J. Sigfússon, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra ávörp. Þá mun Emma Eyþórsdótt- ir dósent við Landbúnaðarháskól- ann flytja hátíðarræðu. - bþs Búnaðarþing hefst á morgun: Evrópumál og rekstrarvandi efst á baugi HOLLAND, AP Sérfræðingar lögreglu unnu að því í gær að bera kennsl á jarðneskar leifar þeirra sem fór- ust með Boeing 737-farþegaþotu tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines við Schiphol-flugvöll í Amsterdam á miðvikudag. Níu manns týndu lífi af þeim 135 sem um borð voru í vélinni. Fimm Tyrkir, þar á meðal báðir flugmennirnir, og fjórir Bandaríkjamenn dóu. Tveir hinna síðarnefndu voru starfs- menn Boeing-flugvélasmiðjunn- ar. Á fimmtudag lágu enn þá 63 á sjúkrahúsi, þar af sex í lífshættu. Tugir réttarmeinafræðinga og annarra sérfræðinga rannsóknar- lögreglu og rannsóknarnefndar flugslysa í Hollandi fínkembdu í gær vettvang, þar sem brak vél- arinnar liggur, í leit að vísbend- ingum um orsök slyssins. - aa, kg Flugslysið í Hollandi: Leita vísbend- inga um orsök SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.