Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 2
2 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Guðrún, hvað segði Kormákur afi nú? „Hann mundi ábyggilega lemja manninn.“ Norðmaðurinn Svein Harald Øygard er settur seðlabankastjóri. Guðrún Helga- dóttir er höfundur bókanna um Jón Odd og Jón Bjarna, en Kormáki, afa drengj- anna, var afar uppsigað við Norðmenn. STJÓRNSÝSLA Grundvallarmunur er á því að setja mann í embætti og að skipa hann í það. Í bráða- birgðaákvæði í nýjum lögum um breytingar á lögum um Seðlabank- ann er sérregla sem heimilar setn- ingu, þar sem vikið er frá ákvæði starfsmannalaga um íslensk- an ríkisborgararétt, segir Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands. Setning útlendings í embætti seðlabankastjóra stangist því ekki á við stjórnarskrá. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkar sérreglur séu settar sér- staklega um tímabundna setningu seðlabankastjóra,“ segir Björg. Enda skuli embættið auglýst svo fljótt sem við verði komið. Í blað- inu í gær sagðist Sigurður Líndal lögfræðiprófessor ekki sjá í fljótu bragði að grundvallarmunur væri á setningu og skipun seðlabanka- stjóra. Bæði orðin þýði tímabundna ráðningu í starf hjá hinu opin- bera, þó skipun sé til lengri tíma en setning. Í stjórnarskrá segir að einungis fólk með íslenskan ríkis- borgararétt megi skipa sem emb- ættismenn. Björg bendir á að í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sé tekið fram að forfallist maður sem skipaður hefur verið í embætti, geti stjórnvald sett annan mann til að gegna því um stundar- sakir. - kóþ Björg Thorarensen og forsætisráðuneytið um nýjan seðlabankastjóra: Setning stenst stjórnarskrá BJÖRG THORARENSEN Er sérfræðingur í stjórnarskránni og var stjórnvöldum innan handar þegar lögin voru samin. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- anir þurfa að taka yfirdráttarlán í bönkum til að borga fyrir nauð- synjar. Slík lán- taka er bönn- uð samkvæmt reglum fjár- málaráðuneyt- isins. Dæmi eru um tugmilljóna króna lán ein- stakra stofn- ana og vextir skipta milljón- um á ársgrund- velli. Ríkisendurskoðun gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld fyrir að leyfa lántökunni að viðgangast. Ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins vísar á yfirmenn stofnana sem hún segir að verði að starfa innan fjárlaga. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Heil- brigðisstofnun Austurlands (HSA) að ríkisstofnanir fjármagni rekst- ur sinn með yfirdráttarlánum. Slík lántaka hefur viðgengist lengi og hefur stofnunin áður bent á að með öllu sé óviðunandi að þær sjái sér ekki aðra leið færa en að fjármagna rekstur sinn á þennan hátt „og greiði jafnvel milljónir króna í yfirdráttarvexti til banka í stað þess að nýta það fé til að fjár- magna þjónustu“, eins og segir í skýrslunni. „Stjórnvöld verða að leita leiða til að breyta þessu“, segir þar jafn- framt. Ríkisendurskoðun hefur upplýsingar um að þó nokkrar heilbrigðisstofnanir hafi fjár- magnað sig með yfirdráttarlánum en heildaryfirlit liggur ekki fyrir hjá þeim. Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að í raun hafi stofnun- in verið í greiðsluþroti allt árið 2008. „Við vorum að borga raf- magn, hita og lyf með yfirdráttar- lánum. Reksturinn var með þeim hætti í fyrra að frá því í febrú- ar vorum við í greiðsluþroti. Um áramótin skulduðum við um 200 milljónir hjá birgjum og þá stóð yfirdráttarlánið í 90 milljónum króna. „Einar giskar á að HSA hafi borgað um 30 milljónir í yfirdrátt- arvexti af láninu. Hann bendir á að skynsamlegt væri að ríkisstofn- anir gætu fjármagnað rekstur sinn með innri lánum þegar í óefni er komið í staðinn fyrir að þurfa að leita á náðir banka. „Þetta gengur ekki svona, þetta er sóun á fé.“ Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins, segir að þau skilaboð hafi verið látin út ganga til stjórnenda heilbrigðisstofnana að óheimilt sé að taka yfirdráttarlán. Hvað gagn- rýni Ríkisendurskoðunar varðar segir Berglind að ráðuneytið hafi ekki mannskap til að aðstoða ein- stakar stofnanir beint til að ná markmiðum í rekstri. Hvort einhver millileið sé mögu- leg, eins og Einar leggur til, segir Berglind að eins og staðan sé núna þá hafi ráðuneytin ekki sjóði til að bregðast við vanda einstakra stofn- ana með þeim hætti. svavar@frettabladid.is Spítalar fjármagna sig með yfirdrætti Heilbrigðisstofnanir þurfa að taka tugmilljóna yfirdráttarlán til að borga reikn- inga. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að slík lántaka sé látin viðgangast. Milljónir fara í vexti. Örþrifaráð til að borga rafmagn og lyf, segja stjórnendur. ST. JÓSEPSSPÍTALI Yfirdráttarlán stofnunarinnar hafa verið 20 til 50 milljónir á hverj- um tíma, að sögn fjármálastjóra. Um örþrifaráð er að ræða að hans sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EINAR RAFN HARALDSSON REYKJAVÍK Ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna býr að mestu á sömu torfunni, segir í síðasta Vesturbæjarblaði. Þar er rakið að af tíu ráðherr- um búi átta í Vesturbænum, frá Högunum og að Garðastræti. Einn þessara átta búi reyndar á Seltjarnarnesi, en hann fær þó að fljóta með. Þá búi einn í Breið- holti og annar í Kópavogi, en þeir tveir eigi lögheimili sitt á lands- byggðinni. Einnig kemur fram í blaðinu að meðalaldur ráðherranna sé 52 ár, yngstur er 33 ára menntamála- ráðherra og elstur 66 ára forsæt- isráðherra. - kóþ Stjórn Samfylkingar og VG: Átta ráðherrar af tíu í Vesturbæ SVÍÞJÓÐ, AP Brennuvargar, sem grunur leikur á að séu vinstri öfgamenn sem telja sig vera í stríði gegn meintri heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna, kveiktu í fjórum stórmörkuðum í Söder- tälje suður af Stokkhólmi í fyrrinótt. Þrír þeirra brunnu til kaldra kola. Kia Samrell, talsmaður lög- reglunnar, sagði enga grunaða í sigtinu enn sem komið væri, en verið væri að rannsaka hvort andbandarískur öfgahópur hefði verið að verki. Samtökin „Global intifada“ hafa áður lýst ábyrgð á minni eldum sem kveiktir hafa verið í verslunum í Södertälje og hvatt fólk til að kveikja í búðum sem selja bandarískar vörur. - aa Brennuvargar í Svíþjóð: Öfgahópur er grunaður EYÐILEGGING Einn stórmarkaðanna þriggja sem brunnu. Tímastilltar eld- sprengjur komu eldunum af stað. Þann fjórða tókst að slökkva. NORDICPHOTOS/AFP Við vorum að borga rafmagn, hita og lyf með yfirdráttarlánum. EINAR RAFN HARALDSSON FORSTJÓRI HSA FÓLK Samstaða, bandalag grasrótarhópa, stendur fyrir Lýð- veldisgöngu klukkan 14 í dag. Gengið verður frá Hlemmi niður að Austurvelli. Í tilkynningu frá Samstöðu segir að á Austurvelli taki við ræðuhöld hjá Herði Torfasyni, þar sem krafan sé; „Frystum eignir auðmanna.“ Fólk er hvatt til að taka með sér potta, pönnur, slagverk og þeytilúðra. - kg Bandalag grasrótarhópa: Stendur fyrir lýðveldisgöngu STJÓRNMÁL Stjórn Íslandshreyf- ingarinnar hefur samþykkt að óska eftir því að hreyfingin ger- ist aðildarfélag Samfylkingar- innar. Forystu- men n hen n- ar hvetja aðra meðlimi til að skrá sig í Sam- fylkinguna og leggja henni lið í komandi kosn- ingabaráttu. Hvorki Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, né varaformaðurinn Margrét Sverrisdóttir, hyggjast sækjast eftir þingsæti fyrir Samfylking- una. Ómar segir að Íslandshreyfingin hafi átt viðræður við aðra flokka og hreyfingar, meðal annars fyr- irhugað framboð grasrótarhreyf- inga, áður en þessi lending náðist. Margrét segist um nokkurt skeið hafa átt mjög gott samstarf við borgarstjórnarflokk Samfylking- arinnar. Það helsta sem hafi stað- ið í vegi fyrir inngöngu hennar í flokkinn hingað til hafi verið and- staða hennar við Evrópusamband- ið, en hún sé nú hlynnt aðildarvið- ræðum. Hún segir góðan hljómgrunn fyrir ákvörðuninni meðal liðs- manna Íslandshreyfingarinnar. Hreyfingin hefur kynnt sig sem grænan flokk og því er eðlilegt að spyrja hvers vegna Vinstri græn hafi ekki orðið fyrir valinu. Mar- grét segir hreyfinguna einfaldlega ekki eiga sömu pólitísku samleið með Vinstri grænum og Samfylk- ingunni. - sh Forsprakkar Íslandshreyfingar ganga í Samfylkingu og hvetja aðra til þess sama: Ómar og Margrét ekki í framboð ÓMAR RAGNARSSON Segir hreyfinguna hafa rætt við aðra flokka áður en þessi lending náðist. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR LANDBÚNAÐUR Búnaðarþing, sem sett verður á morgun og stendur til miðvikudags, mun taka afstöðu til mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Í frétt á vef Bændasamtakanna segir að ljóst sé að allur þorri bænda leggist einarður gegn aðild. Rekstrarvandi landbúnaðarins verður einnig til umræðu á þing- inu en hann er sagður verulegur nú um stundir. Við setningu þingsins flytja Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtakanna, og Stein- grímur J. Sigfússon, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra ávörp. Þá mun Emma Eyþórsdótt- ir dósent við Landbúnaðarháskól- ann flytja hátíðarræðu. - bþs Búnaðarþing hefst á morgun: Evrópumál og rekstrarvandi efst á baugi HOLLAND, AP Sérfræðingar lögreglu unnu að því í gær að bera kennsl á jarðneskar leifar þeirra sem fór- ust með Boeing 737-farþegaþotu tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines við Schiphol-flugvöll í Amsterdam á miðvikudag. Níu manns týndu lífi af þeim 135 sem um borð voru í vélinni. Fimm Tyrkir, þar á meðal báðir flugmennirnir, og fjórir Bandaríkjamenn dóu. Tveir hinna síðarnefndu voru starfs- menn Boeing-flugvélasmiðjunn- ar. Á fimmtudag lágu enn þá 63 á sjúkrahúsi, þar af sex í lífshættu. Tugir réttarmeinafræðinga og annarra sérfræðinga rannsóknar- lögreglu og rannsóknarnefndar flugslysa í Hollandi fínkembdu í gær vettvang, þar sem brak vél- arinnar liggur, í leit að vísbend- ingum um orsök slyssins. - aa, kg Flugslysið í Hollandi: Leita vísbend- inga um orsök SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.