Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 10

Fréttablaðið - 28.02.2009, Page 10
 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Nýr seðlabankastjóri Verðdæmi miðast við gistingu á Cordial Green Golf í eina viku. Verð á mann miðað við 2 fullorðna er 75.600 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. * Sumarsól 2009 F í t o n / S Í A Áfangastaðir Úrvals-Útsýnar í sólina í sumar eru valdir af kostgæfni og gististaðirnir uppfylla allar gæðakröfur. Njóttu sumarfrísins á bestu kjörum á góðum stað. Tenerife, Marmaris, Madeira, Meloneras, þitt er valið. Meloneras frá á mann m iðað við 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 29. maí.* Lágmúla 4 - 108 Reykjav ík Sími 585 4000 www.uu. is Svein Harald Øygard er nýr seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir voru í gær settir í embætti til bráðabirgða. Brýnustu verkefni Seðlabanka Íslands nú snúa að styrkingu krónunnar og endurskipulagn- ingar bankakerfisins. Þetta segir Norðmaðurinn Svein Har- ald Øygard, nýr bankastjóri Seðlabanka Íslands. „Þrátt fyrir áfallið sem hér hefur riðið yfir fjármálakerfið eru grunnstoð- ir hagkerfisins styrkar,“ segir hann, en kveður þó mikla vinnu fyrir höndum. Nýr bankastjóri og aðstoðar- seðlabankastjóri, sem er Arnór Sighvatsson, áður aðalhagfræð- ingur bankans, hófu störf í gær í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um Seðla- banka Íslands á fimmtudag. Báðir eru tímabundið settir í embætti af forsætisráðherra meðan störfin eru auglýst. Samkvæmt nýju seðlabanka- lögunum kemur einn seðlabanka- stjóri og einn aðstoðarseðla- bankastjóri í stað bankastjórnar sem skipuð var þremur banka- stjórum. Ákvarðanir um beit- ingu stjórntækja bankans í pen- ingamálum verða svo teknar af peningastefnunefnd, en stjórn bankans að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra. Svein Harald kvað í gær ekki liggja fyrir til hversu langs tíma hann væri ráðinn. „Ég er tilbú- inn til að gegna starfinu jafn- lengi og þörf krefur,“ sagði hann á fundi með fjölmiðlum í gær- morgun. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um gjörðir forvera hans í starfi, heldur horfa fram á veg- inn. Hann sagði ekki tímabært að tímasetja einstakar aðgerð- ir svo sem varðandi afléttingu Á KYNNINGU SEÐLABANKANS Í GÆR Arnór Sighvatsson, nýskipaður aðstoðarseðla- bankastjóri, og Svein Harald Øygard, nýr seðlabankastjóri, í pontu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Styrking krónunnar mikilvægasta verkið gjaldeyrishafta eða vaxtalækkan- ir en ötullega væri unnið að þess- um málum í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Þá kvaðst Svein Harald hafa sagt upp starfi sínu hjá ráðgjaf- arfyrirtækinu McKinsey & Co frá og með klukkan níu í gærmorgun til að koma í veg fyrir hagsmuna- árekstra. Launakjör sín kvað hann ekki liggja fyrir, þau væru ákvörð- uð af stjórnvöldum, en hann gerði ráð fyrir að laun og fríðindi yrðu sambærileg við þau sem fyrrum formaður bankastjórnar Seðla- bankans hafi haft. FRÉTTASKÝRING ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON olikr@frettabladid.is Efnahagsmál og fjármálakrepp- an voru meðal þess sem Jens Stol- tenberg, forsætisráðherra Noregs og Svein Harald Øygard, nýráðinn seðlabankastjóri, ræddu á óform- legum fundi þeirra í Seðlabanka Íslands laust fyrir hádegi í gær. Stoltenberg er staddur hér á landi á fundi norrænna forsætis- ráðherra og notaði tækifærið til að óska samlanda sínum góðs gengis í starfi seðlabankastjóra hér. Svein Harald kvað jafnframt ánægju- lega tilviljun að fyrsti gesturinn til hans í Seðlabankann í nýju emb- ætti væri einmitt forsætisráðherra Noregs. Fyrir fundinn kíktu þeir stutt- lega á myntsafn Seðlabankans og fræddust um myntsöguna hjá Stef- áni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra í Seðlabankanum. Fundurinn stóð í um klukkustund. - óká SVEIN HARALD ØYGARD OG JENS STOLTENBERG Forsætisráðherra Noregs upplýsti að hann þekkti samlanda sinn sem nýráðinn er seðlabankastjóri hér bæði frá háskóla- árum þeirra og úr pólitísku starfi í Noregi á árum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jens Stoltenberg var fyrstur til að heimsækja nýjan seðlabankastjóra í bankann: Óskar landa sínum góðs gengis Svein Harald Øygard er fæddur árið 1960 og hlaut meistarapróf í hagfræði frá Oslóarháskóla árið 1985, með þjóðhagfræði sem aðalgrein. Hann var aðstoðarfjár- málaráðherra Noregs 1990 til 1994. Meðal ábyrgðarsviða hans voru þjóðhagfræði, samþætting stefnu í ríkisfjármálum og peningamála- stefnu, löggjöf á fjármálasviði og skattamálefni. „Hann leiddi meðal annars endurskoðun skattalög- gjafar í Noregi árið 1992 og sat í starfshópi norsku ríkisstjórnarinnar um hugsanleg efnahagsleg áhrif inngöngu Noregs í Evrópusamband- ið. Svein Harald tók þátt í vinnu norskra stjórnvalda er þau tókust á við banka- og gjaldmiðilskrepp- una þar í landi árið 1992. Hann sat í efnahagsráði norska Verka- mannaflokksins til ársins 2000,“ segir í tilkynningu. Áður starfaði Svein Har- ald í seðlabanka Noregs, fjármálaráðuneytinu og á norska Stórþinginu. Frá árinu 1995 hefur hann starfað fyrir ráðgjafar- fyrirtækið McKinsey&Company víða um heim og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Noregi frá 2005 til 2007. SVEIN HARALD ØYGARD BAKGRUNNUR NÝJA SEÐLABANKASTJÓRANS Samskipti starfsmanna við nýjan seðlabankastjóra koma aðallega til með að fara fram á ensku, nema í þeim tilvikum þar sem starfsmenn kjósa fremur að tjá sig á norsku eða skandinavísku, enda talar Svein Har- ald Øygard ekki íslensku. Þá verður samkvæmt upplýsingum úr Seðla- bankanum lögð meiri áhersla á að hafa innri skýrslugerð og vinnuplögg á ensku en verið hefur. Gögn sem Seðlabankinn hefur birt á vef sínum hafa alla jafna bæði verið á íslensku og ensku og verður því vinnulagi haldið áfram. Þá hafði vinna á enskri tungu sjálfkrafa aukist innan bankans með auknu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. VÆGI ENSKU AUKIÐ „Enn er of snemmt að segja til um breytingar,“ segir Arnór Sighvatsson, nýskipaður aðstoðarseðlabanka- stjóri. „Nýr maður tekur nú við stöðu seðlabankastjóra og á eftir að funda með starfsfólki og yfirmönnum bankans og skýrist þetta tæpast fyrr en hann er búinn að vera hér í nokkra daga.“ Arnór segir sömuleiðis eiga eftir að koma í ljós hvenær peninga- stefnunefnd taki til starfa, en samkvæmt nýjum lögum um Seðlabankann fer hún með ákvörð- unarvald um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. „Hún hefur ekki enn verið skipuð.“ Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu kemur forsætis- ráðherra „innan tíðar“ til með að skipa tvo sérfræðinga í nefndina, en auk þeirra eiga í henni sæti seðlabankastjóri, aðstoðarseðla- bankastjóri og einn af yfirmönnum Seðlabankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum. BREYTINGARNAR SKÝRAST SÍÐAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.