Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 28.02.2009, Síða 10
 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Nýr seðlabankastjóri Verðdæmi miðast við gistingu á Cordial Green Golf í eina viku. Verð á mann miðað við 2 fullorðna er 75.600 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. * Sumarsól 2009 F í t o n / S Í A Áfangastaðir Úrvals-Útsýnar í sólina í sumar eru valdir af kostgæfni og gististaðirnir uppfylla allar gæðakröfur. Njóttu sumarfrísins á bestu kjörum á góðum stað. Tenerife, Marmaris, Madeira, Meloneras, þitt er valið. Meloneras frá á mann m iðað við 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 29. maí.* Lágmúla 4 - 108 Reykjav ík Sími 585 4000 www.uu. is Svein Harald Øygard er nýr seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þeir voru í gær settir í embætti til bráðabirgða. Brýnustu verkefni Seðlabanka Íslands nú snúa að styrkingu krónunnar og endurskipulagn- ingar bankakerfisins. Þetta segir Norðmaðurinn Svein Har- ald Øygard, nýr bankastjóri Seðlabanka Íslands. „Þrátt fyrir áfallið sem hér hefur riðið yfir fjármálakerfið eru grunnstoð- ir hagkerfisins styrkar,“ segir hann, en kveður þó mikla vinnu fyrir höndum. Nýr bankastjóri og aðstoðar- seðlabankastjóri, sem er Arnór Sighvatsson, áður aðalhagfræð- ingur bankans, hófu störf í gær í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um Seðla- banka Íslands á fimmtudag. Báðir eru tímabundið settir í embætti af forsætisráðherra meðan störfin eru auglýst. Samkvæmt nýju seðlabanka- lögunum kemur einn seðlabanka- stjóri og einn aðstoðarseðla- bankastjóri í stað bankastjórnar sem skipuð var þremur banka- stjórum. Ákvarðanir um beit- ingu stjórntækja bankans í pen- ingamálum verða svo teknar af peningastefnunefnd, en stjórn bankans að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra. Svein Harald kvað í gær ekki liggja fyrir til hversu langs tíma hann væri ráðinn. „Ég er tilbú- inn til að gegna starfinu jafn- lengi og þörf krefur,“ sagði hann á fundi með fjölmiðlum í gær- morgun. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um gjörðir forvera hans í starfi, heldur horfa fram á veg- inn. Hann sagði ekki tímabært að tímasetja einstakar aðgerð- ir svo sem varðandi afléttingu Á KYNNINGU SEÐLABANKANS Í GÆR Arnór Sighvatsson, nýskipaður aðstoðarseðla- bankastjóri, og Svein Harald Øygard, nýr seðlabankastjóri, í pontu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Styrking krónunnar mikilvægasta verkið gjaldeyrishafta eða vaxtalækkan- ir en ötullega væri unnið að þess- um málum í samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Þá kvaðst Svein Harald hafa sagt upp starfi sínu hjá ráðgjaf- arfyrirtækinu McKinsey & Co frá og með klukkan níu í gærmorgun til að koma í veg fyrir hagsmuna- árekstra. Launakjör sín kvað hann ekki liggja fyrir, þau væru ákvörð- uð af stjórnvöldum, en hann gerði ráð fyrir að laun og fríðindi yrðu sambærileg við þau sem fyrrum formaður bankastjórnar Seðla- bankans hafi haft. FRÉTTASKÝRING ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON olikr@frettabladid.is Efnahagsmál og fjármálakrepp- an voru meðal þess sem Jens Stol- tenberg, forsætisráðherra Noregs og Svein Harald Øygard, nýráðinn seðlabankastjóri, ræddu á óform- legum fundi þeirra í Seðlabanka Íslands laust fyrir hádegi í gær. Stoltenberg er staddur hér á landi á fundi norrænna forsætis- ráðherra og notaði tækifærið til að óska samlanda sínum góðs gengis í starfi seðlabankastjóra hér. Svein Harald kvað jafnframt ánægju- lega tilviljun að fyrsti gesturinn til hans í Seðlabankann í nýju emb- ætti væri einmitt forsætisráðherra Noregs. Fyrir fundinn kíktu þeir stutt- lega á myntsafn Seðlabankans og fræddust um myntsöguna hjá Stef- áni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra í Seðlabankanum. Fundurinn stóð í um klukkustund. - óká SVEIN HARALD ØYGARD OG JENS STOLTENBERG Forsætisráðherra Noregs upplýsti að hann þekkti samlanda sinn sem nýráðinn er seðlabankastjóri hér bæði frá háskóla- árum þeirra og úr pólitísku starfi í Noregi á árum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jens Stoltenberg var fyrstur til að heimsækja nýjan seðlabankastjóra í bankann: Óskar landa sínum góðs gengis Svein Harald Øygard er fæddur árið 1960 og hlaut meistarapróf í hagfræði frá Oslóarháskóla árið 1985, með þjóðhagfræði sem aðalgrein. Hann var aðstoðarfjár- málaráðherra Noregs 1990 til 1994. Meðal ábyrgðarsviða hans voru þjóðhagfræði, samþætting stefnu í ríkisfjármálum og peningamála- stefnu, löggjöf á fjármálasviði og skattamálefni. „Hann leiddi meðal annars endurskoðun skattalög- gjafar í Noregi árið 1992 og sat í starfshópi norsku ríkisstjórnarinnar um hugsanleg efnahagsleg áhrif inngöngu Noregs í Evrópusamband- ið. Svein Harald tók þátt í vinnu norskra stjórnvalda er þau tókust á við banka- og gjaldmiðilskrepp- una þar í landi árið 1992. Hann sat í efnahagsráði norska Verka- mannaflokksins til ársins 2000,“ segir í tilkynningu. Áður starfaði Svein Har- ald í seðlabanka Noregs, fjármálaráðuneytinu og á norska Stórþinginu. Frá árinu 1995 hefur hann starfað fyrir ráðgjafar- fyrirtækið McKinsey&Company víða um heim og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Noregi frá 2005 til 2007. SVEIN HARALD ØYGARD BAKGRUNNUR NÝJA SEÐLABANKASTJÓRANS Samskipti starfsmanna við nýjan seðlabankastjóra koma aðallega til með að fara fram á ensku, nema í þeim tilvikum þar sem starfsmenn kjósa fremur að tjá sig á norsku eða skandinavísku, enda talar Svein Har- ald Øygard ekki íslensku. Þá verður samkvæmt upplýsingum úr Seðla- bankanum lögð meiri áhersla á að hafa innri skýrslugerð og vinnuplögg á ensku en verið hefur. Gögn sem Seðlabankinn hefur birt á vef sínum hafa alla jafna bæði verið á íslensku og ensku og verður því vinnulagi haldið áfram. Þá hafði vinna á enskri tungu sjálfkrafa aukist innan bankans með auknu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. VÆGI ENSKU AUKIÐ „Enn er of snemmt að segja til um breytingar,“ segir Arnór Sighvatsson, nýskipaður aðstoðarseðlabanka- stjóri. „Nýr maður tekur nú við stöðu seðlabankastjóra og á eftir að funda með starfsfólki og yfirmönnum bankans og skýrist þetta tæpast fyrr en hann er búinn að vera hér í nokkra daga.“ Arnór segir sömuleiðis eiga eftir að koma í ljós hvenær peninga- stefnunefnd taki til starfa, en samkvæmt nýjum lögum um Seðlabankann fer hún með ákvörð- unarvald um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. „Hún hefur ekki enn verið skipuð.“ Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu kemur forsætis- ráðherra „innan tíðar“ til með að skipa tvo sérfræðinga í nefndina, en auk þeirra eiga í henni sæti seðlabankastjóri, aðstoðarseðla- bankastjóri og einn af yfirmönnum Seðlabankans á sviði mótunar eða stefnu í peningamálum. BREYTINGARNAR SKÝRAST SÍÐAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.