Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 76

Fréttablaðið - 28.02.2009, Side 76
48 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Undirbúningur er nú hafinn fyrir þátttöku Íslands í heimssýningunni sem haldinn verður í Sjanghæ að ári. Upphaflega var áætlað að lagt yrði í fjárfestingu í sýningarað- stöðu og rekstri skála þar eystra fyrir 600 milljónir og þótti mörg- um nóg um. Nú hefur fjármagn til íslenska skálans verið skorið niður í 210 milljónir og er áætlað að ríki leggi fram 140 milljónir. Auglýst var eftir hugmyndum að skálan- um og voru framlagðar hugmynd- ir nær hundrað. Nokkrum aðilum var gefinn kostur á frekari kynn- ingu fyrir fulltrúaráði opinberra aðila og útflutningsráðs og á end- anum var tillaga Plús arkitekta og Saga film valin. Þema sýningarinnar er borgar- samfélagið, undir einkunnarorðun- um „Betri borg, betra líf“. Mark- miðið með þátttöku Íslands er að vekja athygli á íslenskri orku og orkunýtingu, mannauði og menn- ingu. Jafnhliða verður leitast við að skapa íslenskum fyrirtækjum viðskiptatækifæri. Þema Íslands er „Pure energy, healthy living“. Heimssýningin er haldin á fimm ára fresti með þátttöku flestra ríkja heims og að þessu sinni er gert ráð fyrir að um 400.000 manns sæki sýninguna daglega. Expo 2010 er frá maí til októb- er 2010. Þátttaka Íslands er sam- starfsverkefni fyrirtækja og hins opinbera. Verkefnið mun lúta fram- kvæmdastjórn undir forystu Pét- urs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, skipaðri full- trúum ráðuneytisins, Útflutnings- ráðs og Framkvæmdasýslu ríkis- ins. Framkvæmdastjórnin hefur samráðshóp sér til fulltingis sem í sitja fulltrúar stjórnvalda, fyrir- tækja og hagsmunaaðila. Hreini Pálssyni, sendiráðsritara í utan- ríkisráðuneytinu, hefur verið falið starf framkvæmdastjóra verkefn- isins. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, verð- ur tengiliður íslenskra stjórnvalda gagnvart kínverskum skipuleggj- endum. Þátttakendur á sýning- unni eru nú orðnir 231 talsins, þar af 185 þjóðir. Af hálfu umsjónaraðila er Páll Hjalti Hjaltason arkitekt sýningar- stjóri en með honum starfa Finn- bogi Pétursson myndlistarmaður, Ámundi Ámundason hönnuður, Steinunn Sigurðardóttir hönnuður og Magnús Viðar Sigurðsson fram- leiðandi. Páll segir áherslu lagða á einfald- leika: við niðurskurð hafi umráðafé hönnuða verið skorið úr 600 millj- ónum í 200 og af því fari um 100 milljónir í rekstur skálans. Hann verði klæddur að utan með segldúk sem Ámundi Ámundason hanni og að innan verði myndbandsverk á lofti og gólfi. Páll segir þrengri fjárhagsramma hafa neytt menn til að hugsa á einfaldari nótum og hann telji það hafa verið til góðs í pælingum um sýningarútlitið. Á vefnum Chinatoday halda kínverskir því fram að þátttaka Íslands í World Expo-sýningunni í Sjanghæ á næsta ári muni létta undir með þjóðinni að vinna sig út úr núverandi efnahagsörðugleik- um. pbb@frettabladid.is Expo í Sjanghæ MENNING Sýningarskáli Íslands á Heimssýningunni fyrir fjórum árum. MENNING Páll Hjalti Hjaltason, sýningar- stjóri íslenska skálans á næsta ári. Í dag hefst hinn sígildi og árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni þar sem hann hefur verið haldinn nokkur undanfarin ár. Bókamarkaðurinn hefur verið við lýði næstum samfleytt frá því í lok sjötta áratugar síðustu aldar og táknmynd hans, glaðbeitti bóka- karlinn, er greypt í huga íslensks almennings. Bókamarkaðurinn er besta tækifæri sem völ er á til að sjá á einum stað það sem til er af bókum á íslensku, en í boði eru yfir 10.000 titlar í plastinu. Að auki eru í boði 10.000 titlar sem seldir eru af fornbókasölum en sú nýbreytni hefur verið í boði í fá ár. Úrval nýlegra bóka sem komið hafa út á síðustu mánuðum og misserum hefur einnig aukist til muna og eru þær allar seldar með að minnsta kosti 50% afslætti. Bókamarkað- urinn stendur til sunnudagsins 15. mars og er opinn daglega frá 10 til 18. - pbb Bókamarkaður hefst Á morgun er heimsdagur æsk- unnar og þá verður margskipt dagskrá í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar sem helguð er minningu Sigur- björns Einarssonar, fyrrum bisk- ups. Hefst dagskráin kl. 11 með messu og barnastarfi. Drengja- kór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinsson- ar. Eftir messuna kl. 14 er dagskrá í minningu Sig- urbjörns en hann þjónaði í sókn- inni á sínum tíma. Hamrahlíðar- kórinn flytur verk eftir feðginin Þorkel Sigurbjörns- son og Misti, auk sálma Sigur- björns undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Guðný Einarsdóttir leikur uppá- haldsverk afa síns, Passacaglia eftir Bach. Myndlistarsýning Hörpu Árnadóttur verður opnuð kl. 15. Skömmu síðar, kl. 15.30, verður flutt leikgerð Jóns Hjart- arsonar leikara eftir barnabók Sigurbjörns. Með honum annast flutninginn Bernharður Guð- mundsson og ungir leikarar. - pbb Sigurbjörns minnst MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og Hart í bak Þrettándakvöld Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Skoppa og Skrítla í söng-leik

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.