Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 76
48 28. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Undirbúningur er nú hafinn fyrir þátttöku Íslands í heimssýningunni sem haldinn verður í Sjanghæ að ári. Upphaflega var áætlað að lagt yrði í fjárfestingu í sýningarað- stöðu og rekstri skála þar eystra fyrir 600 milljónir og þótti mörg- um nóg um. Nú hefur fjármagn til íslenska skálans verið skorið niður í 210 milljónir og er áætlað að ríki leggi fram 140 milljónir. Auglýst var eftir hugmyndum að skálan- um og voru framlagðar hugmynd- ir nær hundrað. Nokkrum aðilum var gefinn kostur á frekari kynn- ingu fyrir fulltrúaráði opinberra aðila og útflutningsráðs og á end- anum var tillaga Plús arkitekta og Saga film valin. Þema sýningarinnar er borgar- samfélagið, undir einkunnarorðun- um „Betri borg, betra líf“. Mark- miðið með þátttöku Íslands er að vekja athygli á íslenskri orku og orkunýtingu, mannauði og menn- ingu. Jafnhliða verður leitast við að skapa íslenskum fyrirtækjum viðskiptatækifæri. Þema Íslands er „Pure energy, healthy living“. Heimssýningin er haldin á fimm ára fresti með þátttöku flestra ríkja heims og að þessu sinni er gert ráð fyrir að um 400.000 manns sæki sýninguna daglega. Expo 2010 er frá maí til októb- er 2010. Þátttaka Íslands er sam- starfsverkefni fyrirtækja og hins opinbera. Verkefnið mun lúta fram- kvæmdastjórn undir forystu Pét- urs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, skipaðri full- trúum ráðuneytisins, Útflutnings- ráðs og Framkvæmdasýslu ríkis- ins. Framkvæmdastjórnin hefur samráðshóp sér til fulltingis sem í sitja fulltrúar stjórnvalda, fyrir- tækja og hagsmunaaðila. Hreini Pálssyni, sendiráðsritara í utan- ríkisráðuneytinu, hefur verið falið starf framkvæmdastjóra verkefn- isins. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, verð- ur tengiliður íslenskra stjórnvalda gagnvart kínverskum skipuleggj- endum. Þátttakendur á sýning- unni eru nú orðnir 231 talsins, þar af 185 þjóðir. Af hálfu umsjónaraðila er Páll Hjalti Hjaltason arkitekt sýningar- stjóri en með honum starfa Finn- bogi Pétursson myndlistarmaður, Ámundi Ámundason hönnuður, Steinunn Sigurðardóttir hönnuður og Magnús Viðar Sigurðsson fram- leiðandi. Páll segir áherslu lagða á einfald- leika: við niðurskurð hafi umráðafé hönnuða verið skorið úr 600 millj- ónum í 200 og af því fari um 100 milljónir í rekstur skálans. Hann verði klæddur að utan með segldúk sem Ámundi Ámundason hanni og að innan verði myndbandsverk á lofti og gólfi. Páll segir þrengri fjárhagsramma hafa neytt menn til að hugsa á einfaldari nótum og hann telji það hafa verið til góðs í pælingum um sýningarútlitið. Á vefnum Chinatoday halda kínverskir því fram að þátttaka Íslands í World Expo-sýningunni í Sjanghæ á næsta ári muni létta undir með þjóðinni að vinna sig út úr núverandi efnahagsörðugleik- um. pbb@frettabladid.is Expo í Sjanghæ MENNING Sýningarskáli Íslands á Heimssýningunni fyrir fjórum árum. MENNING Páll Hjalti Hjaltason, sýningar- stjóri íslenska skálans á næsta ári. Í dag hefst hinn sígildi og árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni þar sem hann hefur verið haldinn nokkur undanfarin ár. Bókamarkaðurinn hefur verið við lýði næstum samfleytt frá því í lok sjötta áratugar síðustu aldar og táknmynd hans, glaðbeitti bóka- karlinn, er greypt í huga íslensks almennings. Bókamarkaðurinn er besta tækifæri sem völ er á til að sjá á einum stað það sem til er af bókum á íslensku, en í boði eru yfir 10.000 titlar í plastinu. Að auki eru í boði 10.000 titlar sem seldir eru af fornbókasölum en sú nýbreytni hefur verið í boði í fá ár. Úrval nýlegra bóka sem komið hafa út á síðustu mánuðum og misserum hefur einnig aukist til muna og eru þær allar seldar með að minnsta kosti 50% afslætti. Bókamarkað- urinn stendur til sunnudagsins 15. mars og er opinn daglega frá 10 til 18. - pbb Bókamarkaður hefst Á morgun er heimsdagur æsk- unnar og þá verður margskipt dagskrá í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar sem helguð er minningu Sigur- björns Einarssonar, fyrrum bisk- ups. Hefst dagskráin kl. 11 með messu og barnastarfi. Drengja- kór Reykjavíkur syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinsson- ar. Eftir messuna kl. 14 er dagskrá í minningu Sig- urbjörns en hann þjónaði í sókn- inni á sínum tíma. Hamrahlíðar- kórinn flytur verk eftir feðginin Þorkel Sigurbjörns- son og Misti, auk sálma Sigur- björns undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Guðný Einarsdóttir leikur uppá- haldsverk afa síns, Passacaglia eftir Bach. Myndlistarsýning Hörpu Árnadóttur verður opnuð kl. 15. Skömmu síðar, kl. 15.30, verður flutt leikgerð Jóns Hjart- arsonar leikara eftir barnabók Sigurbjörns. Með honum annast flutninginn Bernharður Guð- mundsson og ungir leikarar. - pbb Sigurbjörns minnst MEIRA FYRIR NÁMSMENN! Landsbankinn veitir Námufélögum námsstyrki í tuttugasta sinn. Nánari upplýsingar og Hart í bak Þrettándakvöld Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Skoppa og Skrítla í söng-leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.