Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 36,95% 72,75% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er með 97% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009. MÁNUDAGUR 2. mars 2009 — 53. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þetta verk heitir Fjallasúrmjólk og er eftir pabba minn, Gylfa heit-inn Gíslason myndlistarmann. Það er eitt af hans þekktustu og mik-ilvægustu verkum, en í grunninn notar hann þekkt landslagsverk frá Þingvöllum eftir Kjarval sem heitir Fjallamjólk og bætir við þremur súrálsturnum sem rísa upp úr landslaginu og speglast í tæ ilindinni “ á kolrangri braut í henni eins og svo mörgu öðru. Annað verk hans, og nánast eins, frá árinu 1971 er í eigu Listasafns Íslands,“ segir Freyja sem deildi skoðunum með föður sínum og er andvíg álverum í íslenskri náttúru. Myndin á því vel heima hjá Freyju.„Verkið er í önd sonar míns. Þá fékk þessi annars merkisdagur á sig sorgarblæ í bland við gleðilegt upphaf hans og tilefni. Verkið hefur því enn meiri þýðingu fyrir sjálfa mig nú, sem og sjálfsagt son minn þegar fram líða stundir.“ F Fjallasúrmjólk frá pabba bundin miklum örlögum Þjóðlífið tekur örum breytingum, en mannfólkið öllu hægari, í það minnsta þegar kemur að skoðunum á landsins gagni og nauðsynjum, eins og sjá má í áleitnu en sígildu viðfangsefni myndar Gylfa Gíslasonar. Freyja Gylfadóttir undir Fjallasúrmjólk föður síns, með heimilishundinn Stubb í fanginu, en hann er eins árs og af tegundinni Border Terrier, sem er sterkbyggð en fremur smávaxin og þykir einkar geðgóð sem félagi á heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA s g Mjódd Næsta námskeiðhefst 6. mars n.k. UPPLÝSINGAR O VINNUVÉLANÁMSKEIÐ FYRSTU ÁHRIF skipta máli og því er mikilvægt að aðkoma heimilisins sé aðlaðandi fyrir gesti sem ber að garði. Falleg húsgögn, hlýlegir litir og lifandi blóm gera forstofuna að góðum stað til að hefja heimsóknina á. Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum;Jóna María Hugi512 5473 512 5447 FREYJA GYLFADÓTTIR Fjallasúrmjólk höfð í öndvegi á heimilinu • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS SIGURSVEINN ÞÓR ÁRNASON Stökk inn í aðalhlut- verkið í söngleik Tók við af félaga sínum í !Hero FÓLK 16 Á móti hommum Sveppi fer fyrir liði frægra einstaklinga sem keppa í fótbolta við lið homma. FÓLK 22 Fer brosandi í gegnum lífið Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona er fertug. TÍMAMÓT 12 BÓKMENNTAPERLUR Áhugi sumra gesta bókamarkaðarins í Perlunni í gær var svo mikill að ekki dugði neitt minna en heil innkaupakerra fyrir bókaveiði dagsins. Yfir 20.000 titlar eru í boði á markaðnum sem stendur yfir til 15. mars næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SNJÓKOMA EÐA ÉL Í dag verða víða suðvestlægar áttir, 5-10 m/s. Það verður heldur þungbúið á landinu og búast má við úrkomu í öllum landshlutum. Frostlaust allra syðst en svalara annars staðar. VEÐUR 4 0 -2 -3 -1 0 Enn einn bikarinn Man. Utd sigraði í ensku deildar- bikarkeppn- inni í gær eftir vítaspyrnu- keppni. ÍÞRÓTTIR 18 VEÐRIÐ Í DAG Gangan langa „Brást Ingibjörg Sólrún? Hún brást að minnsta kosti við. Hún sagði af sér ráðherradómi og skapaði nýja stjórn áður en hún fór heim að sofa,“ skrifar Guð- mundur Andri Thorsson. Í DAG 10 FRANCISCA MWANSA Kátasta kassa- dama landsins Kynntist Íslandi í gegnum strætórúðuna FÓLK 22 MENNING „Það myndast virkilega skemmtileg stemn- ing þegar margir eru komnir saman á svona stað. Það er sami tilgangurinn hjá öllum, að leita að ein- hverju spennandi,“ segir Kristján Karl Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Bókamarkaðarins í Perl- unni. Þúsundir bókaorma gerðu sér ferð í Perluna yfir helgina og gerðu margir góð kaup, enda yfir 20.000 titlar í boði. Áhuginn var slíkur að á köflum mynduðust langar biðraðir við afgreiðsluborðin. Kristján er ekki mjög hissa á þessum mikla áhuga. „Það er þekkt í gegnum söguna að þegar á móti blæs stendur bók alltaf fyrir sínu sem gjöf. Á markaðnum er lítið mál að finna frábæra bók sem kostar kannski ekki nema 500 krónur, en fyrir sömu upphæð fæst líklega lítið af viti í annars konar verslunum.“ Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir bóka- markaðnum, sem var fyrst haldinn í kringum 1960 í Listamannaskálanum, þar sem nú stendur viðbygg- ing Alþingishússins. Hildur Hermóðsdóttir, ritari félagsins, segir vel koma til greina að markaðn- um verði fundinn nýr samastaður að ári. „Þetta er orðið frekar þröngt og við það að sprengja utan af sér Perluna. Við erum auðvitað sérlega ánægð með þennan mikla áhuga,“ segir Hildur. Bókamarkaðurinn er opinn daglega frá klukkan 10 til 18 fram til 15. mars. Hægt er að skoða lista yfir hluta af úrvalinu á bokatidindi.is. - kg Langar biðraðir mynduðust á bókamarkaði í Perlunni um helgina: Bókin stendur alltaf fyrir sínu TEHERAN, AP Að mati ráðgjafa Íransforseta er kvikmyndin The Wrestler móðgandi í garð írönsku þjóðarinnar. Af því til- efni heimtaði ráðgjafinn í gær afsökunar- beiðni frá hópi Holly- wood-leikara og yfirmanna í kvikmynda- iðnaðinum vestra, sem er í heimsókn hjá írönskum koll- egum sínum. Í The Wrest- ler reynir fjölbragðaglímukappi, sem kallar sig Ayatollah í höfuð- ið á trúarleiðtoga Íslamstrúar- manna, meðal annars að kyrkja Mickey Rourke, sem leikur titil- hlutverkið, með íranska fánan- um. Ráðgjafinn, Javad Sham- aqdari, segir að án afsökunar- beiðni sé ótækt að íranskir kvik- myndagerðarmenn fundi með bandaríska hópnum, sem inni- heldur meðal annars leikkonuna Annette Bening. - kg Ráðgjafi Íransforseta: The Wrestler móðgar Írana MICKEY ROURKE SAMFÉLAGSMÁL Biðlistar í tækni- frjóvganir hjá fyrirtækinu ART Medica hafa lengst töluvert síðan þær fóru að standa einhleyp- um konum til boða í maí í fyrra. Læknir hjá fyritækinu segir það þó ekki skýra alla fjölgunina und- anfarna mánuði og nú velta menn því fyrir sér hvort kreppan á hlut að máli. Læknirinn Þórður Óskarsson, annar eigenda ART Medica, segir biðlista eftir glasafrjóvgunum hafa verið nokkuð stöðuga und- anfarin ár, eða um tvo til þrjá, í mesta lagi fjóra, mánuði. Nú þurfi fólk hins vegar að bíða í fimm til sjö mánuði eftir meðferð. „Það hafa auðvitað bæst við nýir hópar hjá okkur, samkynhneigð- ar og einhleypar konur, sem ekki fengu meðferð áður,“ segir Þórður. Það hafi aukið ásóknina talsvert. Það skýri þó ekki alla aukning- una og athygli hafi vakið stöðug aukning í viðskiptum undanfarið tæpa hálfa árið, eða allt frá hruni bankanna í október. „Hvort sem það er svo tilviljun eða ekki,“ segir Þórður. Sveiflurnar kynnu að vera náttúrulegar. „En okkur finnst þetta þó heldur meira en svo.“ Þórður segir aukninguna og ástæður hennar ekki hafa verið skoðaðar ofan í kjölinn. „Það er nú svo sem þekkt að barneignir auk- ast oft á krepputímum. En hvort sú aukning verður núna og hvort hún nær til okkar - maður veit það ekki,“ segir hann. Þórður segir einnig að mögulega muni ásóknin dragast saman að nýju þegar kreppan fer að segja til sín af alvöru og fólk hefur minna á milli handanna, enda séu meðferð- irnar tiltölulega dýrar. - sh Aukin ásókn í tækni- frjóvgun í kreppunni Biðlistar í tæknifrjóvganir hafa lengst töluvert frá bankahruninu. Skýringin er á huldu en lækni virðist aukningin heldur meiri en að hún geti verið tilviljun. Það er nú svo sem þekkt að barneignir aukast oft á krepputímum. ÞÓRÐUR ÓSKARSSON LÆKNIR OG ANNAR EIGANDI ART MEDICA SKIPULAGSMÁL Aðeins er búið í 32 af 115 húsum í Úlfarsárdal, einu af þeim hverfum á höfuðborgar- svæðinu sem standa hálftóm. Einungis 120 manns búa í öllu hverfinu. Reykjavíkurborg hefur varið 548 milljónum króna í gatna- gerð, holræsi og götulýsing- ar í hverfinu frá árinu 2005. Þá hefur Orkuveita Reykjavík- ur varið um hálfum milljarði í ónýttar lagnir í Úlfarsárdal. Hið opinbera hefur því varið ríflega milljarði í hverfið. Þar fyrir utan hafa verktakar lík- ast til eytt fleiri milljörðum í að byggja hverfið upp. - kóp / - sh sjá síðu 8 Eitt hálftómu hverfanna: Aðeins 120 búa í Úlfarsárdal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.