Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 8
8 2. mars 2009 MÁNUDAGUR SKIPULAGSMÁL Hægt hefur gríðar- lega á uppbyggingu í Úlfarsárdal, hverfi 1. Alls eru 120 íbúar fluttir inn í hverfið, sumir þeirra í hálf- kláruð hús. Snemmsumars árið 2007 voru 115 lóðir boðnar upp fyrir 388 íbúðir. Í dag er aðeins búið í 32 húsum. Gríðarlega mikl- um fjármunum hefur verið varið í framkvæmdir í hverfinu. Reykjavíkurborg sér um gatna- gerð, holræsi og götulýsingar í hverfum borgarinnar. Áfallinn kostnaður á borgina vegna Úlf- ars árdals, hverfis 1, eru 548 millj- ónir króna á árunum 2005 til 2008. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Orkuveita Reykja- víkur hefði tekið saman kostnað sem lægi í ó- og vannýttum lögn- um fyrirtækisins. Á öllu veitu- svæðinu nemur þessi upphæð 2,6 milljörðum króna. Samkvæmt upp- lýsingum frá Orkuveitunni er um hálfur milljarður af því í Úlfarsár- dalnum. Ómögulegt er að giska á þær upphæðir sem verktakar hafa sett í uppbygginguna, en óhætt er að segja að þær hlaupi á millj- örðum. Ekki er, eða var í góðær- inu, óalgengt að menn byggðu sér einbýlis-hús fyrir 50 til 150 millj- ónir, til að mynda. Menn innan Orkuveitunnar hafa talað um að skipulagsleysi hafi einkennt uppbyggingu á höf- uðborgarsvæðinu. Gríðarleg upp- bygging hafi átt sér stað sem fyr- irtækið hafi þurft að bregðast við og leggja allar lagnir. Tekjur skili sér hins vegar seint. Hjálmar Sveinsson útvarps- maður hefur fjallað mikið um skipulagsmál. Hann segir sam- keppni hafa einkennt uppbygging- una. „Það voru miklir peningar í umferð og það skapaðist mikill þrýstingur. Sveitarstjórnarmenn voru ekki nógu tilbúnir til að stýra uppbyggingunni og það fór af stað samkeppni en ekki samráð eins og þó var gert ráð fyrir í Svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins.“ Hjálmar segir bæjarstjórnir, sérstaklega í Reykjavík og Hafnar- firði, strax hafa farið að sækja um undanþágur. „Þannig að í raun varð Svæðisskipulagið strax mark- laust plagg, líkt og skipulagsstjóri sagði við mig í viðtali eitt sinn.“ kolbeinn@frettabladid.is Það voru miklir peningar í umferð og það skapaðist mikill þrýstingur. HJÁLMAR SVEINSSON ÚTVARPSMAÐUR Basarinn Nytjamarkaður Kristniboðssambandsins Grensásvegi 7, 2. hæð Tilboðsvika – 20 % afsláttur Vikuna 2.-7. mars Frábært tækifæri til að gera góð kaup á bæði nýjum og notuðum hlutum. Mikið úrval af notuðum vörum s.s. fötum, málverkum, húsbúnaði, skrautmunum, gardínum, dúkum, lömpum, töskum, bókum, vídeóspólum, spilum, púslum, leikföngum og fl eiru. Einnig nýjar vörur, kristilegar bækur, geisladiskar, silfurkrossar, handun- nar hálsfestar og tækifæriskort frá Keníu, sjöl, diskamottur, englar, ilmolíur og margt fl eira. Sjón er sögu ríkari Verið velkomin í heimsókn! Opið virka daga frá kl. 12-17 og fyrsta laugardag í mánuði kl. 11-14. Á sama tíma er tekið á móti vörum ef einhver vill gefa. Einnig eru umslög, frímerki og gömul mynt vel þegin. Látum ekki verðmæti fara til spillis! Sími 533 4900 Munum eftir að hlúa að hjónabandinu! Frábær bók um sambúð og hjóna- band. Bókin er skemmtileg afl estrar og gefur einföld og auðveld ráð til að viðhalda ástinni. Galdurinn er að kunna ástartáknmál makans. Vill maki þinn að þú gefi r honum tíma eða vill hann hel- dur að þú eldir góðan mat? Ertu leið/ur á nöldri yfi r því að þú gerir aldrei neitt af því sem þarf að gera á heimilinu? Lestu bókina og fáðu góð ráð. Bókin er einnig góð til gjafa. Salt ehf. gefur bókina út. Fæst í bókabúðum en er með 20% afslætti vikuna 2.-7. mars á Basarnum, Grensásvegi 7. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir til 15.03. 2009 20% verðlækkun OTRIVIN nefúði. 741 kr. 593 kr. 20% verðlækkun VECTAVIR frunsuáburður. 1.387 kr. 1.110 kr. 20% verðlækkun STREPSILS munnsogstöflur 24 stk. 890 kr. 712 kr. Auglýsingasími – Mest lesið 200m Staða byggingamála í Úlfarsárdal hverfi 1, 18. 02. 2009 Fullbyggð hús Uppsteypt hús Botnplata, grunnur eða hola Ekki byrjað 115 húsum var úthlutað í maí og júní 2007. 32 hús hefur verið flutt inn í. 548 milljónir hafa farið í lagnir, götur og lýsingar frá Reykjavík. 500 milljónir hafa farið í lagnir frá Orkuveitunni. • • • • Milljarður frá því op- inbera í Úlfarsárdal Úlfarsárdalur er eitt hálfbyggðu hverfanna á höfuðborgarsvæðinu. Hægt hefur á framkvæmdum og flutt hefur verið inn í 32 hús af 115. Ríflega milljarður ligg- ur í hverfinu frá OR og Reykjavíkurborg og þá er kostnaður verktaka ótalinn. MENNING Vefbókasafnið Snara býður almenningi upp á ókeypis aðgang að 72 verkum í þessari viku, frá og með deginum í dag. Meðal uppflettirita eru tólf orða- bækur, fjórtán verk Halldórs Lax- ness og Íslendingasögurnar. Þá má nálgast Nöfn Íslendinga, sem inni- heldur öll nöfn skráð í manntal frá 1703 til 1990. Kortabók Íslands er aðgengileg og Samtíðarmenn frá 2003, sem er uppflettirit um þekkta Íslendinga. Síðast en ekki síst ber að telja Matarást Nönnu Rögnvaldar- dóttur. Um 1.500 áskrifendur eru að Snöru, en Marinó Njálsson vefstjóri segir að á bak við þá séu oft stórar stofnanir svo sem Háskóli Íslands. Heimsóknir séu því um 10.000 á viku. Sögu vefbókanna má rekja til 2001, þegar hluti af Íslenskri orða- bók var settur á vefinn. Síðan hefur bæst við jafnt og þétt í safnið, sem er tengt útgáfu Forlagsins. Markmið Snöru mun þó vera að hafa vefinn opinn sem flestum útgefendum. Ekki er annað að heyra á Marinó en að reksturinn gangi vel, en hann segist binda vonir við lagafrum- varp sem liggur fyrir Alþingi. Með því yrði virðisaukaskattur rafbóka færður í sama þrep og af öðrum bókum, úr 24,5 prósentum í sjö. - kóþ Um tíu þúsund manns nýta sér nú vefbækurnar á Snara.is: Ókeypis bækur í þessari viku VEFSÍÐAN SNARA.IS Sé nafninu „Grettir“ flett upp í Nöfnum Íslendinga kemur í ljós að það þýðir frekar „slanga“ eða „sá sem hvæsir“, heldur en „hinn grettni“. NOREGUR, AP Norsk yfirvöld greindu frá því fyrir helgina að eitt af nýjustu herskipum norska flotans muni slást í lið með her- skipum Evrópusambandslanda á „sjóræningjavakt“ undan strönd- um lögleysulandsins Sómalíu. Freigátan mun að sögn varnar- málaráðuneytis verða tilbúin í ágúst til þátttöku í þessum ESB- gæsluflota, sem verður samsett- ur úr herskipum frá Hollandi, Frakklandi, Grikklandi, Bret- landi, Ítalíu og Þýskalandi. Norðmenn eru ekki í ESB en hafa, sem umsvifamikil siglinga- þjóð, mikilla hagsmuna að gæta í að tryggja öryggi siglinga. - aa Sjóránavarnir við Sómalíu: Norskir til liðs við ESB-flota 1 Hvaða stjórnmálahreyfing hefur samþykkt að óska eftir því að gerast aðildarfélag að Samfylkingunni? 2 Hvenær lauk bjórbanninu á Íslandi? 3 Hver skrifar ævisögu Magn- úsar Eiríkssonar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22 Hús sem búið er í 27. 01. 2009 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.