Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 22
14 2. mars 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Vó! Rólegur Gunther! Þetta var kannski of mikið, alla vega í morgunmat! Sjáðu Gunther. Bað- hettur eru afskaplega vanmetnar sem höfuðföt! Ég ætla að byrja að ganga með hana! Baðhetta og sloppur, ég er bara búin að skapa minn eigin stíl! Ég vaknaði í morgun og hataði allan heiminn. Það var ekki gott. Ég hataði hvern einasta hlut á yfirborði jarðar. Uhm. En þú ert kominn yfir það núna, ekki satt? Jújú. Ég er kom- inn aftur til sjálfs míns. Ég hata ekki neitt. Mér finnst bara allt vera heimskulegt. Hmm... ekki slæmt. Þetta bragðast eins og Kristján... Ohh, hann er bara næstum því eins og manneskja. Hrmff... Þvílík móðgun! Heimaverkefni: Búa til öryggisplakat fyrir skólastofuna Kúl! Hvað ef Solla gerði eitthvað varðandi öryggi á leikvellinum? Góð hugmynd! Við gætum fest litla leikfangarólu á svo þetta sé í þrívídd! Ég finn pappa- spjald! Ég næ í límbyssuna! Það er í lagi að fá smá hjálp frá foreldrum þínum. Þú færð alla vega hæstu einkunn fyrir þann hluta. • Lítið fl utningafyrirtæki með föst verkefni. Ársvelta 45 mkr. EBITDA 15 mkr. Mjög hagstætt verð. • Heildverslun og þjónustufyrirtæki með varahluti fyrir vinnuvélar og bíla. Ársvelta 140 mkr. • Heildverslun með vinsælar gjafavörur. Ársvelta 130 mkr. • Bakarí með margar verslanir. Ársvelta 300 mkr. • Heildverslun og þjónustufyrirtæki með rekstravörur fyrir fyrirtæki. Ársvelta 120 mkr. • Rótgróin bílaleiga í eigin húsnæði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 30 mkr. • Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður. Sjá nánar á www.kontakt.is. Ég hef oft verið spurð að því hvort því fylgi ekki mikið vesen að vera af kven-kyni. Spyrjendurnir eru eðli málsins samkvæmt yfirleitt af karlkyni, og þeir eru oftast að spyrja þessarar spurning- ar í samhengi við útlit. Þeim þykir konur hafa svo ansi miklu meira fyrir útliti sínu en karlar. Þetta kom upp í kollinum á mér þegar ég sat í klippingu fyrir helgi, fyrstu klippingunni sem ég hef farið í í eitt og hálft ár. Á hárgreiðslustofunni var líka snyrtistofa, þar sem hægt var að láta lita, plokka og vaxa hvað sem er auk þess sem hægt var að láta setja á sig gervineglur og brúnkuspreyja. Eflaust eru til þær manneskjur sem fara í klippingu og litun á sex vikna fresti, plokka auga- brúnir og lita, fara í ýmiss konar vax, láta setja á sig gerv- ineglur sem svo þarf að laga reglulega, og fá sér svo brúnkusprey af og til líka. Fara svo þar fyrir utan í alls kyns húðmeðferðir og nudd og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held samt að ég þekki enga konu sem gerir þetta allt reglulega, enda held ég að fæstar þeirra hefðu hreinlega tíma til þess að láta gera þetta allt saman. Fyrir nú utan að fæstar þeirra hefðu efni á því, enda kosta þessar aðgerðir einhverja tugi þúsunda. Það er samt greinilegt að þó að ég þekki ekki þessar konur, þá eru þær til. Það sést bara á fjöldanum öllum af snyrtistofum sem eru til á þessu litla landi og virðist bara ganga vel. Ég vildi næstum því óska þess að ég hefði látið glepjast af þessu á síð- ustu árum. Nú stend ég nefni- lega frammi fyrir því að þurfa að spara peninga, og það hefði verið svo auðveld leið til að spara að láta af þessu pjatti. Útlitspjatt NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.