Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 4
4 2. mars 2009 MÁNUDAGUR
BRETLAND Breska óeirðalögreglan
undirbýr sig nú af kappi undir
komandi sumar. David Hartson,
lögregluforingi í London, óttast
að óeirðir gætu orðið daglegt
brauð í Bretlandi vegna efna-
hagskreppunnar. Daily Telegraph
greindi frá þessu.
Hartson segir líklegt að Bret-
ar af millistétt gangi til liðs við
aðgerðarsinna og mótmæli eftir
því sem áhrif kreppunnar verði
greinilegri. Hann telur einnig
að G-20 fundarhöldin í London í
byrjun apríl gætu orðið upphafs-
punkturinn fyrir „sumar bræð-
innar“, eins og hann kemst að
orði. - kg
Breska óeirðalögreglan:
Óttast „sumar
bræðinnar“
EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitið
rannsakar nú ásakanir um pen-
ingaþvætti rússneskra einstakl-
inga og fyrirtækja, sem fram
hafa komið nýlega.
Rússneski auðmaðurinn Boris
Berezovsky hefur haldið því
fram í sjónvarpsþætti á Sky-stöð-
inni, að félagar Vladimírs Pútín
forseta hefðu keypt Ísland með
þetta í huga. Enda væri hér annað
regluverk en í Evrópu. Þessu síð-
astnefnda hafnar íslenska utan-
ríkisráðuneytið.
„Grunur um peningaþvætti er
að sjálfsögðu skoðaður í eftirlit-
inu,“ segir Gunnar Haraldsson,
stjórnarformaður FME. - kóþ
Fjármálaeftirlitið:
Skoðar meint
peningaþvætti
LÍKNARMÁL Landssöfnun Hjarta-
heilla hófst í gær en markmið
hennar er að safna fé til styrktar
hjartalækningadeild Landspítala
- háskólasjúkrahúss.
Hjartaheill fagna aldarfjórð-
ungsafmæli á árinu og segir í
tilkynningu frá samtökunum að
nær 300 manns séu á biðlista eftir
hjartaþræðingu og hjartaskurð-
aðgerðum.
Einungis tvö hjartaþræðingar-
tæki eru á Landspítalanum og
bæði komin til ára sinna. Samtök-
in vilja leggja sitt af mörkum til
að þriðja hjartaþræðingartækið
verði tekið í notkun á árinu.
Merkjasala hófst í gær en
landssöfnun fer fram á Stöð tvö,
í opinni dagskrá, 28. mars næst-
komandi. - ve
Hjartaheill safna fé:
Vilja nýtt tæki
MERKI AFHENT Guðmundur Bjarnason,
formaður Hjartaheilla, afhenti Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta og verndara
söfnunarinnar, merki samtakanna á
Bessastöðum í gær.
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
11°
10°
6°
9°
8°
5°
5°
5°
18°
10°
15°
-2°
16°
1°
11°
15°
2°
Á MORGUN
Hvassviðri eða stormur á
Vestfjörðum.
MÁNUDAGUR
Stíf norðlæg átt,
8-15 m/s.
0
-2
-2
-2
-3
-2
-1
1
0
0
-7
4
6
5
8
3
10
6
8
6
9
7
-1
-3
-4
-4
-2
0 -2
-4 -4
-2
2
VÍÐA ÚRKOMA Ný
vinnuvika heilsar
með dumbungi og
úrkomu en búast
má við snjókomu
eða éljum í fl estum
landshlutum í
dag. Aðfaranótt
þriðjudags hvessir
allhressilega á Vest-
fjörðum, þar verður
einnig snjókoma
með tilheyrandi
skafrenningi og
hættu á ófærð.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
SUÐURSKAUTSLANDIÐ, AP Jöklar Suð-
urskautslandsins eru að bráðna
hraðar en áður var talið og það
gæti leitt til meiri hækkunar
sjávarborðs í heiminum en spáð
hefur verið.
Þetta fengu umhverfisráðherrar
á annars tugs landa, þar á meðal
Rússlands, Bandaríkjanna og
Kína, að heyra á fundi með vís-
indamönnum í norsku rannsókna-
stöðinni Troll á Suðurskautsland-
inu. Í skýrslu fjölþjóðlegs hóps
vísindamanna sem stundað hefur
rannsóknir í tilefni af Heimskauta-
árinu 2007-2008 segir, að veðurfar
á öllum vesturhluta Suðurskauts-
landsins sé að hlýna, ekki aðeins
Suðurskautsnesið sem gengur í
norður í átt að suðurodda Suður-
Ameríku.
„Þetta er óvenjulegt og óvænt,“
segir Colin Summerhayes, fram-
kvæmdastjóri hinnar fjölþjóðlegu
vísindanefndar um Suðurskauts-
rannsóknir um niðurstöður úr
rannsóknum á gervihnattamyndum
af syðstu heimsálfunni freðnu.
Níutíu prósent alls jökulíss á
jörðinni er að finna á Suðurskauts-
landinu. Hraðari bráðnun gæti því
breytt miklu um spár um hækkun
sjávarmáls vegna loftslagshlýnun-
ar. Margt er enn á huldu um tengsl
gróðurhúsaáhrifanna og afdrifa
Suðurskautsíssins. Enda slepptu
loftslagssérfræðingar SÞ í IPCC-
nefndinni því í síðustu skýrslu sinni
að taka útreikninga um bráðnun íss
þar og á Grænlandi með í reikning-
inn, vegna þess hve þeir voru mikl-
um óvissuþáttum undirorpnir. - aa
Ráðherrar og vísindamenn funda um loftslagsrannsóknir á Suðurskautslandinu:
Hröð bráðnun hækkar í sjó
BRÁÐNUN Níutíu prósent alls jökulíss á
jörðinni er á Suðurskautinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Jeppi eyðilagðist í Mjóafirði
Þrjár konur sluppu með skrekkinn
þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum
í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Slys-
ið varð á nýjum vegarkafla sem liggur
að nýrri Mjóafjarðarbrú. Bíllinn, sem
hentist út í stórgrýti, er talinn ónýtur.
VESTFIRÐIR
Vefur um geðheilbrigði
Vefur um geðheilbrigði hefur verið
opnaður á vegum Háskóla Íslands.
Vefurinn er samstarfsverkefni nem-
enda og kennara í hjúkrunarfræði,
sálfræði og bókasafnsfræði. Slóðin er
ged.hi.is.
HEILBRIGÐISMÁL
MENNTAMÁL Alls útskrifuðust 367
kandídatar frá Háskóla Íslands
á laugardag. Athöfnin var sögu-
leg fyrir þær
sakir að tvær
heyrnarlausar
konur, þær
Heiðdís Dögg
Eiríksdóttir og
Steinunn Lov-
ísa Þorvalds-
dóttir útskrif-
uðust en þær
eru fyrstu
heyrnarlausu
einstakling-
arnir sem útskrifast frá Háskóla
Íslands. Heiðdís Dögg er jafn-
framt talin fyrsta heyrnarlausa
konan sem útskrifast sem hjúkr-
unarfræðingur í Evrópu.
Í ávarpi sínu lagði Kristín Ing-
ólfsdóttir rektor mikla áherslu
á nýsköpun og vísindastarf sem
úrræði til að komast út úr þeim
vanda sem Íslendingar standa
frammi fyrir. - ve
367 brautskráðust:
Söguleg athöfn
í Háskólanum
KRISTÍN
INGÓLFSDÓTTIR
STJÓRNMÁL Stefna Sjálfstæðis-
flokksins brást ekki, heldur fólk.
Þetta segir í niðurlagi fyrstu
draga að skýrslu sem endur-
reisnarnefnd Sjálfstæðisflokks-
ins hefur skilað af sér. Nefndinni
er ætlað að leita svara við þeirri
spurningu hvað brást í starfi
Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda
bankahrunsins.
Meðal þess sem fram kemur
í skýrslunni er að stjórnvöld og
Seðlabankinn hafi brugðist of
seint við mikilli stækkun banka-
kerfisins. Seðlabankinn hafi getað
sett bönkunum stólinn fyrir dyrn-
ar, til dæmis með því að takmarka
eða skilyrða aðgengi þeirra að
lausafjárstuðningi. Stærstu mis-
tök Seðlabankans hafi hins vegar
verið að samþykkja innlánssöfn-
un íslensku bankanna á erlendri
grundu.
Eftirlitskerfi og opinberar
stofnanir, svo sem Fjármálaeftir-
litið, Seðlabankinn og ráðuneyti,
eru gagnrýnd í skýrslunni. Þá er
talið ámælisvert hvernig staðið
var að einkavæðingu bankanna
og dregið í efa að rétt hafi verið
að leggja Þjóðhagsstofnun niður
á sínum tíma.
Kallað er eftir pólitískri ábyrgð.
Það skjóti skökku við að á ríflega
hundrað dögum eftir eitt mesta
efnahagsrun vestræns ríkis á
friðartímum hafi enginn verið
kallaður til ábyrgðar af hálfu
Sjálfstæðisflokksins.
„Þetta er hluti af eðlilegri og
mjög hreinskiptinni umræðu sem
verður að eiga sér stað,“ sagði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, þegar óskað var viðbragða
við skýrslunni. „Við, eins og aðrir
verðum að horfast í augu við for-
tíðina til að geta byggt upp traust
til framtíðar. Menn eru að draga
þarna fram mistök sem hafa verið
gerð. En á meðan við förum gagn-
rýnið yfir það sem betur hefði
mátt fara megum við heldur ekki
gleyma jákvæðu þáttunum í okkar
fortíð, sem er tilefni til að byggja
á til framtíðar.“
Stefanía Óskarsdóttir stjórn-
málafræðingur segir skýrsluna í
takti við þá umræðu sem hefur átt
sér stað innan grasrótar flokks-
ins. „Endurreisnarstarf þessar-
ar nefndar hefur gengið út á að
leita eftir hugmyndum frá gras-
rótinni. Þetta eru sjónarmið sem
eru mjög áberandi í þjóðfélaginu
og venjulegt fólk sem styður Sjálf-
stæðisflokkinn endurspeglar.“
Hún segir eðlilegt að gagnrýni á
forystu flokksins sé hörð. „Það er
sterk krafa í Sjálfstæðisflokknum
að menn geri hreint fyrir sínum
dyrum. Það er augljóst að efna-
hagshrunið er ekki síst gífurleg
vonbrigði fyrir kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins, sem treysti þessu
fólki til góðra verka.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, hefur stýrt starfi nefnd-
arinnar, sem sett var á fót á
flokksfundi Sjálfstæðisflokksins
30. janúar. Ætlað er að hún skili
niðurstöðum sínum fyrir lands-
fund Sjálfstæðisflokksins sem fer
fram 26. til 29. mars.
holmfridur@frettabladid.is
Fólkið brást en ekki
stefna flokksins
Forysta Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru harðlega gagn-
rýnd í fyrstu drögum skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. „Hluti
af eðlilegri og hreinskiptinni umræðu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Í UPPSVEIFLU Á FLOKKSFUNDI 2005 Forysta Sjálfstæðisflokksins er harðlega gagn-
rýnd í drögum skýrslu endurreisnarnefndar Sjálstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐ/STEFÁN
GENGIÐ 27.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
176,2726
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,69 113,23
159,83 160,61
142,79 143,59
19,162 19,274
16,16 16,256
12,468 12,542
1,1554 1,1622
165,4 166,38
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR