Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 6
6 2. mars 2009 MÁNUDAGUR Nýr tölvuleikur Killzone 2 „lenti“ í Elko á þriðjudaginn. Í heilsíðuauglýsingu mátti lesa hvatninguna: „Sendu SMS EST KZL á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar eru Killzone 2, aðrir tölvuleik- ir, gos, dvd myndir og fleira. Níundi hver vinnur.“ Með minnstu stöfunum í auglýsing- unni stóð: „Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/ skeytið.“ Guðrún hafði samband og vill vara for- eldra við auglýsingum sem þessum. „Sonur minn 14 ára fær eina þúsund króna áfyll- ingu á gsm-númerið sitt í mánuði. Venju- lega fær hann viðvörun þegar tvöhundruð krónur eru eftir af innlegginu. Þegar hann sá auglýsinguna datt hann í græðgiskast því leikurinn freistaði hans svo. Hann stóð í þeirri meiningu að hann gæti sent fimm skilaboð fyrir þúsund kallinn. Hann fékk enga viðvörun og þegar hann var búinn að senda fjölmörg sms fór samviskan að segja til sín og hann kom og sagði mér frá öllu saman.“ Guðrún kannaði þá málið og komst að því að símareikning- urinn var kominn í 16.915 krón- ur, sonur hennar hafði sent 85 sms. „Ekki vann hann leikinn eftirsótta, en fékk tvo gamla PC-leiki og 21 litla dós af Pepsí Max! Auðvitað væri hægt að kaupa þennan Killzone 2 leik tvisvar sinnum fyrir upphæðina sem hann var búinn að eyða út í loftið. Ég hringdi í símafyrirtækið og þar var mér tjáð að við fyrsta sms-ið fer maður í einhvern sms- klúbb, sem í þessu tilfelli var á vegum fyr- irtækisins D3. Eftir það virðist vera hægt að senda sms út í hið óendanlega og safna skuldum. Stúlkan sagði mér að það dyndi á henni símtöl frá svekktum foreldrum. Hún sagði mér líka að það væri hægt að láta loka fyrir símtöl á svona númer. Þess þarf þó ekki í mínu tilfelli. Strákurinn hefur lært sína lexíu og verður að borga þetta fram á sumar.“ Neytendur: Móðir varar við stórvarasömum SMS-leikjum Unglingur dettur í græðgiskast STÓRVARASAMT Unglingar geta safnað skuldum með sms-leikjum. ALÞINGI „Fyrst vil ég minna á að upphafleg lagasetning um Seðla- bankann og allar veigamikl- ar breytingar á lögunum síðan hafa verið rækilega undirbúnar og um þær hefur því ætið náðst þverpólitísk samstaða á þingi,“ sagði Jóhannes Nordal, fyrrver- andi seðlabankastjóri, í áliti sínu til viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bankann. Jóhannes varð seðla- bankastjóri við stofnun bankans 1961 og gegndi embætti til 1993. Jóhannes sagði að sér virt- ist sérstaklega mikilvægt að fá umsögn Seðlabanka Evrópu um frumvarpið en meirihluti við- skiptanefndar hafnaði boði um slíkt. Þá sagði hann margt mæla með að tveir aðstoðarbankastjór- ar yrðu við bankann og varaði við að peningastefnunefnd yrði stofn- uð áður en sem víðtækastra gagna um reynslu annarra þjóða af slíku fyrirkomulagi yrði aflað. Til hvor- ugs var tekið tillit við lagasetn- inguna. Margháttaðar breytingar urðu á frumvarpinu þar til það varð að lögum. Á þriðja tug gesta komu fyrir viðskiptanefnd þingsins og henni bárust um tuttugu umsagn- ir. Samtök atvinnulífsins voru harðorð í sinni umsögn og sögðu frumvarpið lagt fram án þess vandaða undirbúnings og sam- ráðs sem mælt væri fyrir um í leiðbeiningum forsætisráðuneyt- isins. Þá sagði: „Í ljósi þess að peningamálastefna Seðlabank- ans hefur beðið skipbrot og Seðla- bankinn er rúinn trausti og varð gjaldþrota er mikilvægt að allar breytingar stuðli að endurvakn- ingu trausts á Seðlabankanum og efnahagsstefnu stjórnvalda.“ Því lögðu samtökin til að fram færi ítarleg úttekt á stefnu og skipulagi bankans. Þá vildu þau að banka- ráð eða sérstök ráðninganefnd réði í stöðu bankastjóra en ekki forsætisráðherra. Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri lagði til að staða seðlabankastjóra yrði aug- lýst á alþjóðlegum vettvangi. Starfsmenn Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík vildu að í lögunum yrði tiltekið í bráða- birgðaákvæði að peningastefn- an yrði endurskoðuð. Þeir töldu jafnframt óheppilegt – í ljósi reynslunnar – að ekki væri upp- sagnarákvæði um bankastjóra í lögunum. Þá gerðu margir umsegjendur athugasemdir við hvernig standa ætti að skipan í peningastefnu- nefnd bankans og var í megin- atriðum tekið undir sjónarmið þeirra. bjorn@frettabladid.is Nefndin hlustaði á sumt en annað ekki Frumvarpið um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans tók miklum breytingum áður en það var samþykkt sem lög. Tekið var undir margháttaðar athugasemd- ir. Ekki var tekið tillit til breytinga og vinnulags sem Jóhannes Nordal lagði til. ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is ■ Skipa ber aðstoðarseðlabanka- stjóra. ■ Bankastjórar skulu skipaðir til fimm ára en ekki sjö. ■ Hæfniskröfur bankastjóra eru rýmri en fyrst var gert ráð fyrir. ■ Sérstök nefnd á að meta hæfni umsækjenda um bankastjóra- stöðurnar. ■ Aðferðum við skipan í peninga- stefnunefnd var breytt. ■ Peningastefnunefnd var falin viðvörunarskylda. HELSTU BREYTINGAR SEM ÞINGIÐ GERÐI SEÐLABANKINN OG ALÞINGI Viðskiptanefnd fjallaði um seðlabankafrumvarpið á níu fundum og fékk á þá hátt í 30 gesti auk fjölda skriflegra umsagna. Umræður í þinginu stóðu í átján klukkustundir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍRLAND, AP Starfsmaður hjá Bank of Ireland í Dublin stal milljón- um evra úr bankanum til þess að bjarga fjölskyldu sinni úr klóm mannræningja. Ræningjarnir höfðu hótað því að drepa fjölskylduna ef mað- urinn yrði ekki samvinnuþýður. Fjölskyldan losnaði úr gísling- unni á föstudag, eftir að maður- inn hafði afhent ræningjunum peningana, sem írskir fjölmiðlar segja að nemi sjö milljónum evra. Nokkuð algengt mun vera að fjölskyldum bankastarfsmanna á Írlandi sé rænt, en yfirleitt hefur lausnargjaldið verið mun lægra en nú. - gb Bankarán á Írlandi: Starfsmaður stal milljónum EFNAHAGSMÁL Leiðtogar ríkja Evr- ópusambandsins vilja forðast að gripið sé til verndarstefnu sem úrræðis gegn efnahagskrepp- unni. Þetta var ein af niðurstöð- um neyðarfundar Evrópuleiðtog- anna sem haldinn var í Brussel í Belgíu í gær. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti hét því að veita frönsk- um bílaframleiðendum neyðarlán ef þeir lofuðu að flytja störf ekki úr landi. Heit Frakklandsforseta vakti ugg í brjósti Evrópuleið- toga sem óttuðust að með þessu væri stigið fyrsta skrefið í átt að verndarstefnu, sem gæti orðið til að eyða von um almennan efna- hagsbata á ESB-svæðinu. Á fundinum var einnig rætt um hvernig nota mætti sameiginlegt markaðssvæði Evrópusambands- ins til að styðja við hagvöxt hjá ríkjum ESB og skapa störf til að draga úr áhrifum kreppunnar. Ekki var tilkynnt um sérstaka aðgerðaáætlun vegna bágrar efna- hagsstöðu þjóða Austur-Evrópu, en sá vilji kom fram hjá ráðamönnum þeirra þjóða að hafa hana í heild- stæðri aðgerðaáætlun sambands- ins í efnahagsmálum. Þá var til- kynnt að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, myndi funda með leiðtogum Evrópusambandsríkja hinn 5. apríl næstkomandi á ráð- stefnu í Prag í Tékklandi. Á þeim fundi verða efnahagsmál á döfinni. - kg Evrópuleiðtogar héldu neyðarfund um efnahagsmál í Brussel í gær: Vilja forðast verndarstefnu FRAKKLANDSFORSETI Hefur heitið því að veita bílaframleiðendum neyðarlán ef þeir fara ekki úr landi. NORDICPHOTOS/AP Var rétt að fá Norðmann í Seðlabankann? Já 78,2% Nei 21,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Ferð þú á árshátíð? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.