Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 10
10 2. mars 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... UMRÆÐAN Árni Páll Árnason skrifar um skulda- niðurfellingu Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmæta- sköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á und- anförnum árum er ljóst að verulegar skuld- ir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöð- ugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfell- ingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkis- framlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verð- ur hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvit- að með réttu kalla eftir riftun þeirra skulda- skila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnu- missis annarrar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjald- þroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Er 20% skuldaniðurfelling lausnin? ÁRNI PÁLL ÁRNASON Ógleymanleg verður manni myndin af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún er studd út af heimili Geirs Haarde af Öss- uri Skarphéðinssyni, sínum nán- asta samverkamanni – og hafði risið af sjúkrabeði sínum til að bregðast við kröfu kjósenda um nýja ríkisstjórn, nýja forystu í landsmálum, ný úrræði. Að fara nú að gera eitthvað og hætta þessu ráðleysi. Þetta er ein af myndum hruns- ins. Þetta er eitt af augnablikun- um. Eftir á er eins og ráðherrarn- ir hafi verið í miðju taugaáfalli – ekki síst Geir Haarde sem öllum spurningum svaraði með: „nei nei, alls ekki, auðvitað ekki, nei nei, við viljum bara fá vinnufrið.“ Þetta er sterk mynd: Gangan langa. Maður sér hana fyrir sér þar sem hún gekk hægt og hetju- lega skref fyrir skref út úr þess- ari ríkisstjórn á vit óvissunnar og studdist við styrkan arm Össurar og eigin vilja og ekki fór á milli mála hversu brothætt hún var og sterk – útkeyrð og einbeitt. Þessa daga var djarft teflt og vel. Og Ingibjörgu Sólrúnu og samverkafólki hennar tókst að skapa nýja stjórn og leiða til önd- vegis Jóhönnu Sigurðardóttur, sem á það öðrum fremur skilið að verða fyrsta konan til að sitja í stóli forsætisráðherra og blómstr- ar í starfinu – og virkja til starfa Vinstri græn, spriklandi af fjöri og athafnaþrá. Sagt er að Ingibjörg Sólrún hafi ekki axlað sína ábyrgð. Jafn- vel heyrast raddir – til dæmis frá síðbúnum Samfylkingarmönnum – sem tala eins og hún hafi fyr- irgert kjörgengi sínu, megi ekki bjóða sig fram í annað sæti á lista Samfylkingar eða til formanns. Ég veit það ekki. Brást hún? Henni voru vissu- lega mislagðar hendur í utanrík- isráðherratíð sinni; gerði að sinni vonlausa oflátungsbaráttu Hall- dórs Ásgrímssonar fyrir sæti í Öryggisráðinu, gekk of langt í að leggja nafn sitt og þjóðarinnar við athafnir íslenskra fjárglæfra- manna þegar hún sat með þeim á örvæntingarfullum blaðamanna- fundi í Danmörku. Og átti víst fundi með Davíð Oddssyni og Geir Haarde í aðdraganda hrunsins þar sem Davíð virðist nánast hafa verið í hlutverki Kassöndru úr grísku goðafræðinni, en sú bölvun hvíldi á Kassöndru að hún sá allt fyrir en enginn trúði spádómum hennar (sem sýnir aftur hversu rangur maður Davíð var sem Seðlabankastjóri). En Ingibjörg Sólrún gerði líka ýmislegt vel í ráðherratíð sinni, stöðvaði smánarlegan stuðning Íslendinga við Íraksstríð Bush- stjórnarinnar, fordæmdi fram- ferði Ísraelsmanna, beindi utan- ríkisstefnu landsins frá áralangri fylgispekt við Bandaríkjamenn og leitaði samhljóms við frændþjóðir. (Reyndar er það ráðgáta hvers vegna svo mikil fremd þykir að vera utanríkisráðherra – er það ekki leif frá þeirri tíð þegar stór- kostleg upphefð þótti að geta farið til útlanda og fengið bjór og Toblerone?) Brást Ingibjörg Sólrún? Hefur hún fyrirgert foringjahlutverki sínu? Sjálfum finnst mér full snemmt að skera úr um um það. Fyrri ríkisstjórn var ekki snjallræði þó að svo kunni að hafa virst að hún væri sú eina sem staðan bauð upp á eftir óljós úrslit síðustu kosninga, og flestum hafi virst þá sem þau Geir Haarde og ISG sýndu þroska og stjórnvisku að gera hið besta úr snúinni stöðu. En þetta var pattstjórn. Ákvörð- unum var slegið á frest í uppgerð- arsamlæti afla sem eiga að tak- ast á og vera okkur kjósendum andstæðir valkostir. Hafi stjórn- in haft eitt sögulegt hlutverk var það að koma Íslandi í ESB og leiða okkur frá Laissez-faire-stefnu Davíðstímans – frjáls-æðinu – en það var greinilega til of mik- ils mælst. Sjálfstæðismenn voru ekki tilbúnir. Ekki heldur að halda áfram á Davíðsbraut. Það var eins og þeir segðu í sífellu: Æ getum við ekki talað um þetta á morg- un … Einna jákvæðast við næstu kosningar er að flokkarnir kom- ast ekki lengur upp með þann dónaskap við okkur kjósendur að „ganga óbundnir til kosninga“. Skýrir valkostir eru nú í fyrsta sinn síðan 1956: Annaðhvort vinstri stjórn Samfylkingar og VG eða hægri stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Þegar Höskuldur hugðist sýna Sigmundi Davíð hver væri sterki maðurinn í litla hægriflokknum var útkoman að sjálfsögðu sú að Framsókn verður ekki treyst til annars en gamalkunnra refja. Brást Ingibjörg Sólrún? Hún brást að minnsta kosti við. Hún sagði af sér ráðherradómi og skapaði nýja stjórn áður en hún fór heim að sofa. Hún reyndi að starfa af heilindum í vonlausri ríkisstjórn en tók af skarið um síðir og sýndi hvers konar leiðtogi hún er: leiðtogi sem hlustar – og bregst við. Slíkur leiðtogi á að minnsta kosti rétt á því að bera það undir kjósendur hvort þeir vilja veita henni brautargengi. Gangan langa GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Ingibjörg Sólrún S koðanakannanir þær sem birtust fyrir helgi um stöðu flokkanna segja meira til um það hversu ánægt fólk er með stjórnmálaflokkana í stjórn eða stjórnarandstöðu nú en hvað skuli kjósa eftir tæpa tvo mánuði. Kjósendur hafa enn sem komið er fáar forsendur til að meta hvaða stjórnmálaafl verður best að kjósa, því stefnur eða kosningalof- orð eru ekki komin fram. Eftir velmegunarskeið þarf kosningabaráttan nú að taka allt aðra stefnu en áður. Áherslan getur ekki verið á í hvað skuli eyða, heldur verður hún að vera á hvar skuli spara. Loforðaflaumur um að gera allt rímar ekki við veruleikann og sem aldrei fyrr þurfa fjölmiðlar að vera á tánum og spyrja: Hvað kostar það og hvar skal skera niður til að mæta þeim kostnaði? Það er vitað, að samkvæmt samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, þarf að leggja fram áætlun um rammafjárlög til næstu ára. Einnig þarf þessi ríkisstjórn sem nú situr að leggja fyrir sendi- nefnd sjóðsins áætlun um hvernig skuli ná stöðugleika í ríkis- fjármálum á næstu árum. Fjárlög næsta árs verða mun minni í sniðum en gildandi fjárlög. Til að „loka gatinu“ þarf væntanlega bæði að skera niður í útgjöldunum sem og hækka skatta. Áður en kjósendur geta, með upplýstum hætti, valið milli stjórnmálaflokkanna verður að vera komin fram stefna þeirra varðandi næstu fjárlög. Þessi kosningabarátta mun því ekki snú- ast um ný verkefni, heldur áherslur í niðurskurði. Það verður ekki nóg að lofa niðurskurði í utanríkisráðuneytinu, sem er það ráðuneyti sem óvinsælast virðist að eyða fjármunum í. Þeir flokkar sem tala bara um slíkan niðurskurð en ekkert um hvernig skuli bregðast við í heilbrigðismálum eða velferðarmálum geta ekki talist ábyrgir í ríkisfjármálum. Í niðurskurðinum þarf að líta í öll horn og ekkert ráðuneyti verður þar undanskilið. Önnur spurning sem flokkarnir verða að geta svarað mjög fljótlega er varla hvort, heldur hversu mikið þeir telja að skattar eigi að hækka og þá hvaða skattar. Ef stefnan verður að taka upp hátekjuskatta, hvaða tekjur munu teljast til hátekna? Einnig verður spurt hvað tekjur ríkisins munu aukast mikið með skatta- hækkuninni. Hvernig stjórnmálaflokkarnir svara þessum spurningum verð- ur lýsandi fyrir framtíðarsýn þeirra á íslenskt samfélag. Enn sem komið er vitum við meira um hvernig þeir sáu fyrir sér þróun „gamla Íslands“. En hvernig á þjóðin að ná sér upp úr kreppunni og hvernig á hún að stefna aftur að opnu hagkerfi og aukinni vel- megun? Þessu hafa flokkarnir í raun ekki svarað. Framtíðarsýnin er ekki komin. Þegar kosið er til fjögurra ára þurfa lausnirnar að ná lengra fram í tímann en þegar rætt er um bráðavanda dagsins í dag. Þegar svör við þessu eru komin, er loks hægt að taka upplýsta afstöðu til stjórnmálaflokkanna og velja þá framtíðarstefnu sem hverjum og einum hugnast best. Þegar þau svör eru komin er hægt að líta svo á að niðurstöður skoðanakannana hafi eitthvert forspárgildi fyrir komandi kosningar. Nýtt ástand í kosningabaráttu: Krafa um ábyrg kosningaloforð SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Hrægammakapítalismi Tillaga Framsóknarflokksins um niðurfellingu fimmtungs allra skulda í landinu leggst misjafnlega í menn. Á meðan þeir uppskera klapp á bakið frá líklegum verðandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, skjóta meðlimir ríkisstjórnarinnar sem Framsókn ver falli hugmyndina í bólakaf. Og svo virðist sem flokksmenn sjálfir séu síður en svo einhuga um áherslurn- ar. Þannig upplýsir Pétur Gunnarsson, blaðamaður og innsti koppur í Framsóknarbúr- inu um árabil, um það á Facebook að hann hafi sagt sig úr flokknum daginn sem tillögurnar voru kynntar. „[Þ]etta er fráránlegt hjá framsókn, gjörsam- lega ömurlegt, hrægammakapítalismi dauðans og ekki til í þessu félags- hyggja,“ er hin nöturlega einkunn sem Pétur gefur stefnu fyrrum félaga sinna. Lúðvík ekki í varaformann Önnur tilkynning sem barst á Facebook í gær var frá Degi B. Eggertssyni, sem loksins ljóstraði því upp sem flestir bjuggust við: Að hann ætlaði að sækjast eftir varaformennsku í Samfylk- ingunni. Hann mun þar kljást við Árna Pál Árnason, en mun njóta meiri stuðnings meðal flokksforystunnar. Nafn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafn- arfirði og prófkjörsframbjóðanda, hafði einnig heyrst í þessu samhengi. Hann staðfesti við Fréttablaðið í gær að hafa velt varaformannsframboði fyrir sér en ákveðið að fara ekki fram að þessu sinni. Skýrar blokkir? Dagur lýsti því yfir í fjölmiðlum í gær að hann styddi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til áframhaldandi for- mennsku og gagnrýndi Jón Baldvin Hannibalsson fyrir yfirlýsingar hans í garð flokksforystunnar. Jón Bald- vin hefur áður hampað Árna Páli Árnasyni fyrir hans skeleggni og styður hann líklega til varafor- mennsku gegn nánum ráðgjafa Ingibjargar. En skyldi Árni Páll styðja Jón Baldvin? stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.