Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 2. mars 2009 15
SENDU SMS ESL MDVÁ NÚMERIÐ1900 OGÞÚ GÆTIR UNNIÐ!VINNINGAR ERU MEET DAVE Á DVD,TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR,PEPSI OG MARGT FLEIRA.
9. HVERVINNUR!
LENDIRÍ ELKO5. MARS!
EDDIE MURPHY ER INN Í EDDIE MURPHY
Í FRÁBÆRRI GAMANMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA!
Vin
nin
ga
r v
er
ða
af
he
nd
ir h
já
EL
KO
Li
nd
um
–
Sk
óg
ar
lin
d 2
. M
eð
þv
í a
ð t
ak
a þ
át
t e
rtu
ko
m
inn
í S
M
S k
lúb
b.
14
9 k
r/s
ke
yt
ið.
Til fundar við sjálfstæðismenn
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur fundi
út um allt land um þessar mundir þar sem farið verður yfir
stjórnmálaviðhorfið og verkefnin framundan.
Mánudagur 2. mars
Egilsstaðir – fundur á Hótel Héraði kl. 20.
Þriðjudagur 3. mars
Reyðarfjörður – fundur á Fjarðarhóteli kl. 10.
Höfn – fundur í Sjálfstæðishúsinu við Kirkjubraut kl. 15.00.
Miðvikudagur 4. mars
Akranes– fundur að Stillholti 18 kl. 20 (áður Módel).
Fimmtudagur 5. mars
Ísafjörður – fundur á Hótel Ísafirði kl. 20.
Mánudagur 9. mars
Vestmannaeyjar – fundur í Ásgarði kl. 20.
Þriðjudagur 10. mars
Snæfellsbær – fundur í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík kl. 20.
Miðvikudagur 11. mars
Árborg – fundur á Hótel Selfossi kl. 20.
Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins
má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700.
Sjálfstæðisflokkurinn
Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum.
Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar
og sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa, skilnaðar- og
sambúðarslitamálum svo fátt eitt sé nefnt.
Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta.
Átt þú rétt á
bótum eftir slys?
Gylfi Thorlacius hrl.
Svala Thorlacius hrl.
S. Sif Thorlacius hdl.
Kristján B. Thorlacius hdl.
Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl.
www.fortis.is
K
R
A
FTA
V
ER
K
Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is
Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
Víst var spennandi að setjast niður
í Borgarleikhúsi á föstudag þegar
framundan var fyrsta sviðsetn-
ing Kjartans Ragnarssonar í hús-
inu sem kvað að í fjórtán ár. Með
honum í för var stór leikflokkur,
hljómsveit, útlitshönnuðir með
Gretar Reynisson í broddi fylk-
ingar. Kjartan og kynningardeild-
ir Borgarleikhússins höfðu lagt
ríka áherslu á það liðna daga að
leikrit Friedrich Dürrenmatt frá
sjötta áratugnum ætti ríkt erindi
við okkur þessi dægrin. Þar færi
margt saman við hrunadansinn
2007 og 2008 og ekkert þráir leik-
húsið meira en að vera í beinu sam-
bandi við samtíma sinn, gesti sína
unga og gamla. Reyndar hafði ég
efasemdir um að beitt ádeila um
Sviss frá 1956 rímaði fyllilega við
2009 og Ísland. Sú gamla er fyrst
og fremst ádeila á svissneskt sam-
félag stríðs og eftirstríðsáranna
og hvernig samfélag þar gein við
óhreinum peningum víða að úr
heiminum og hvernig þjóðin hafði
gengið fram í óhæfuverkum til að
ná undir sig eignum landflótta gyð-
inga. Sú varð raunin að dæmisaga
Dürrenmatts er á skjön við hrun-
ið. Sviðsetning Kjartans var veisla
fyrir augað. Hann er maður hinn-
ar einföldu dramatísku sögu, ekki
mikið fyrir útúrdúra eða könnun
í undirfléttu. Hann dregur hina
stóru drætti örugglega, greinir af
ákafa og dirfsku og vill sjá leik-
inn springa út í fagnaðarríku og
hömlulausu sjónarspili á sviðinu.
Hann býr til sjónrænar sýningar
og heimtar skýrar aðstæður allan
tímann. Skopið er yfir öllu, en
harmurinn hafður í bak – reynd-
ar svo mikið í baksætinu að hann
hvorki sást né heyrðist: áhorfanda
var slétt sama um skíthælinn hann
Illuga sem sveik kærustuna sína
og giftist frekar kaupmannsdóttur
í þorpinu. Enga vorkunn fékk kær-
astan gamla, Kamilla, sem snýr
nú aftur til að fullkomna hefnd
sína: skepnuskapur hennar gagn-
vart fólk var þess konar. Það var
raunar bara fyrsti eiginmaðurinn
sem kveikti einhverja vorkunn. Og
þannig varð okkur alveg sama um
allt þetta fólk – sem er galli. Hin
móralska boðun verksins fór því
fyrir lítið – missti marks.
Glæsilegt útlit sýningarinn-
ar í ljósum, einum lokaða kassa
Gretars til, tónlist Franks Hall
og sundurgerð búninga Filippíu
gladdi samt augað. Þetta er flott
sýning og Kjartansleg í kompós-
isjón. Hún verður óskýr í löngu
lokasamtali hinna fornu elskenda
og dettur verulega niður í tempói
þegar okkur fer að verða ljóst að
þorpið ætlar að selja gamlan mann
fyrir væna fúlgu. Þá er líka gásk-
inn farinn og sumpart skipt um
stíl.
Hér var stór leikflokkur á ferð:
karakterar voru dregnir fáum
skýrum dráttum og reyndar áber-
andi hvað jafnræði var mikið
milli leikenda í stóru púsluspili til
að gefa sterka heildarmynd. Hér
mátti því sjá það sem oft er galli
á stærri sýningum hér að geta
skarast, sumir verða sterkari en
aðrir. Það hefur Kjartan barið í
sama stuðul. Fyrir bragðið verða
raunar engin aðalhlutverk í svið-
setningunni þótt rúmfrekust verði
Sigrún Edda afmynduð í eitthvert
fatlafól.
Ég skemmti mér vel á sýning-
unni þó ekki sé hún gallalaus: Sú
gamla er ekki „eitt mikilvægasta
leikrit frá lokum heimstyrjaldar-
innar“ eins og fullyrt er í leikskrá.
Það hefur jafnan lukkast best að
gefa Kjartani Ragnarssyni nokk-
uð lausan taum um hvaða verkefni
hann kýs sér, hvar áhugi hans ligg-
ur því ríkara erindi sem hann finn-
ur hjá sjálfum þess meiri líkur eru
á að hann skili verki sem bragð er.
Og þrátt fyrir allt skuldar Leikfé-
lag Reykjavíkur honum það – nenni
hann á annað borð að vinna áfram
í íslensku leikhúsi sem leikstjóri.
Páll Baldvin Baldvinsson
Allt er hér falt
LEIKLIST
Milljarðamærin eftir Friedrich
Dürrenmatt
Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og
Gretar Reynisson
Leikmynd: Gretar Reynisson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Frank Hall
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
★★★★
Mikið sjónarspil með óljóst erindi