Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.03.2009, Qupperneq 2
2 2. mars 2009 MÁNUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN 45,5 prósent segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, en 54,5 prósent eru því mótfallin. Stuðningur við aðildar- umsókn hefur því aukist lítillega frá því 22. janúar þegar 59,8 prósent voru aðildarviðræðum andvíg. Stuðningur hefur aukist um tæp níu prósentustig meðal kvenna og rúm átta prósentustig meðal kjósenda á höfuðborgar- svæðinu frá því í janúar. Lítill munur er á afstöðu eftir kyni, en 55 prósent kjósenda á höfuðborgar- svæðinu styðja aðildar- viðræður, en 34 prósent kjósenda landsbyggðarinnar. Ef horft er til stuðnings við stjórnmálaflokka hefur mesta breytingin orðið meðal kjósenda Vinstri grænna og hefur vinstri grænum sem styðja aðildarumsókn fjölgað um rúm níu prósentustig, fara úr 29 prósent í 38 prósent. Þá eykst stuðningur kjósenda Samfylkingar og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk við umsókn að Evrópusamband- inu um tæp fimm prósentustig frá því í janúar. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri fimmtu- daginn 26. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu? 75,4 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. - ss T B W A \R e yk ja ví k \ S ÍA \ 0 9 4 1 9 7 Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um viðhorf til aðildarviðræðna við ESB: Stuðningur við umsókn eykst Tómas, lendið þið Magnús stundum á rauðu ljósi? „Rautt ljós er bara hugarástand.“ Tómas Hermannsson, útgefandi hjá Sögum, ekur þessa dagana um borg og bý meðan Magnús Eiríksson tónlistar- maður lætur dæluna ganga. Afraksturinn mun nýtast Tómasi við ritun ævisögu Magnúsar sem kemur út fyrir næstu jól. Eitt vinsælasta lag Magnúsar heitir „Á rauðu ljósi“. Fe b. ´0 6 Ja n. ´0 7 Se pt . ´ 07 Fe b. ´0 8 O kt . ´ 08 N óv . ´ 08 Ja n. ´0 9 Fe b. ´0 9 80 70 60 50 40 30 Á ÍSLAND AÐ SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB? SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS/STÖÐVAR 2 26. FEBRÚAR 2009 34,3% 36,0% 55,1% 68,8% 59,6% 40,2% 46,1% 48,9% SLYS Þyrla landhelgisgæslunnar flutti í gær tvær franskar konur, sem slasast höfðu í bílveltu á Breiðamerkursandi, á Borgar- spítalann í Reykjavík. Skömmu eftir að þyrlan lagði af stað til Reykjavíkur með aðra konuna, rétt fyrir hádegi, sneri hún við að Klaustri, náði þar í lækni og flutti á Höfn. Þar þarfn- aðist bráðveikt ungbarn læknis. Læknirinn var ekki á staðnum, þar sem hann var í útkalli vegna umferðarslyssins. Hin konan sem slasaðist hafði verið flutt á Höfn til aðhlynn- ingar. Þegar þyrlan kom með lækninn var ákveðið að senda hana með samferðakonu sinni til Reykjavíkur. Þar lenti þyrlan um hálf þrjú leytið. - hhs Bílvelta austan Jökulsárlóns: Tvær franskar konur slösuðust STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hyggst ekki hætta sem for- maður Samfylkingarinnar. Hún gefur kost á sér til áframhaldandi forystu á landsþingi flokksins sem haldið verður í lok mars. Jóhanna Sigurðardóttir verður hins vegar forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar í komandi þingkosningum og mun leiða flokkinn í kosninga- baráttunni. Ingibjörg og Jóhanna kynntu þessi áform sín á blaðamannafundi á laugardag. Jóhanna sækist eftir efsta sætinu í sameiginlegu próf- kjöri flokksins í Reykjavík og Ingi- björg öðru. Fái þær brautargengi í þau sæti munu þær leiða sinn listann hvor í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson utanríkis- og iðn- aðarráðherra sækist eftir þriðja sætinu. Ingibjörg sagðist á fundinum hafa íhugað að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálastarfi vegna þeirra veikinda sem hún hefur átt við að etja. Hún hefði hins vegar talið það uppgjöf og ákveðið að halda ótrauð áfram. Ingibjörg verður ekki ein í kjöri til formennsku í flokknum því að Jón Baldvin Hannibalsson til- kynnti um mótframboð samdæg- urs. Hann segist þó jafnframt styðja Jóhönnu til áframhaldandi setu á stóli forsætisráðherra. - sh Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar: Skipta með sér forystuhlutverkum TVÍEYKIÐ Ingibjörg og Jóhanna stefna á að skipta með sér forystuhlutverkum í Samfylkingunni. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR HJÁLPARSTARF „Við höfum orðið vör við mikla þörf fyrir aðstoð síðustu vikur og mánuði. Sem dæmi má nefna að símtölum í hjálparsím- ann okkar 1717 hefur fjölgað úr fimmtíu í sjötíu á sólarhring, og algengast er að fólk sé í fjárhags- vandræðum, búi við andlega van- líðan og þar fram eftir götunum,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands. Ný miðstöð sem ber nafn- ið Rauðakrosshúsið verður opnuð í lok vikunnar, og þar gefst fólki kostur á að leita úrræða vegna fjárhagsvandræða, fá sálrænan stuðning og viðtöl hjá sérfræðing- um á borð við sálfræðinga, hjúkr- unarfræðinga og presta. Rauðakrosshúsið verður í 300 fermetra húsnæði á neðstu hæð í Borgartúni 25, á sama stað og Mæðrastyrksnefnd var með úthlutanir fyrir síðustu jól. Mið- stöðin er tilraunaverkefni til sex mánaða til að byrja með, og er unnið í samstarfi við þjóðkirkj- una. Gunnhildur segir að mein- ingin sé að leyfa starfsemi stöðv- arinnar að þróast eftir því sem aðstæður krefjast næstu mán- uði. „Í fyrstu verður opið frá klukk- an 14 til 16 á daginn og ýmis- legt verður á boðstólum. Það verða námskeið og hópfundir af ýmsum toga, og einnig verð- um við með aðgang að tölvum og interneti fyrir þá sem einhverra hluta vegna hafa þurft að segja upp áskriftum sínum heima við. Fyrir utan að leita sér úrræða viljum við líka að fólk geti leitað eitthvert í félagsskap og stuðning. Húsið er ekki bara fyrir atvinnu- lausa heldur er það öllum opið.“ Að sögn Gunnhildar er þetta fyrsta miðstöð sinnar tegundar sem hleypt er af stokkunum síðan kreppan skall á. Starfseminni verður að langmestu leyti sinnt af sjálfboðaliðum. „Við fengum hús- næðið í síðustu viku og auglýstum eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa okkur að koma því í stand. Viðtök- urnar voru hreint út sagt ótrúleg- ar og margt frábært fólk sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum vinn- ur í þessu með okkur. Það hefur aldrei verið jafn mikið um að fólk leiti til okkar og vilji gerast sjálf- boðaliðar, bæði þeir sem eru með vinnu og atvinnulausir. Ég held að fólk sé byrjað að velta því mikið fyrir sér hvað það er sem gefur lífinu gildi,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir. kjartan@frettabladid.is Geta leitað í stuðn- ing og félagsskap Rauðakrosshúsið, ný miðstöð þar sem fólki gefst kostur á að leita úrræða vegna fjárhagsvanda og sækja sér stuðning og félagsskap, verður opnað í lok vikunn- ar. Verkefnastjóri Rauða krossins segir aldrei fleiri hafa boðið fram aðstoð sína. MIÐSTÖÐ Gunnhildur segir að með Rauðakrosshúsinu í Borgartúni sé verið að víkka út starfsemi hjálparsímans 1717, sem starfað hefur í nær tuttugu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar í borgar- stjórn, sækist eftir varaformennsku í flokknum á komandi landsþingi. Hann tilkynnti þetta í gær. Hann segir mikilvægt að stjórnmálin opni sig og flokkarnir verði farvegir fyrir nýjar hugmyndir og nýtt fólk. Dagur býður sig ekki fram til þings en segir það ekki munu standa honum fyrir þrifum. Veturinn hafi sýnt að þingið þurfi aðhald, bæði frá samfélaginu en ekki síður flokkunum sjálfum. Áður hefur þingmaðurinn Árni Páll Árnason tilkynnt um framboð til varaformanns. - sh DAGUR VILL VERÐA VARAFORMAÐUR Fyrir utan að leita sér úrræða viljum við líka að fólk geti leitað eitthvert í félags- skap og stuðning. GUNNHILDUR SVEINSDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI JARÐSKJÁLFTI Skjálftahrina hófst í vestanverðum Vatnajökli klukkan tuttugu mínútur yfir tólf í fyrri- nótt og endaði með skjálfta upp á 4,3 á Richter klukkan tuttugu mínútur í eitt. Þetta er stærsti skjálfti sem orðið hefur á svæðinu síðan árið 1984, að sögn Halldórs Geirsson- ar, jarðeðlisfræðings hjá Veður- stofu Íslands. Halldór segir að fylgst verði vel með svæðinu á næstunni, þar sem svo stór skjálfti geti verið fyrirboði um aukna eldvirkni og jafnvel eldgos. Ekki hafi þó orðið vart við gosóróa eða annað sem bendir til eldsumbrota. - hhs Jarðskjálfti í Vatnajökli: Stærsti skjálfti síðan árið 1984 ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM 1998 Jarðskjálfti upp á 4,3 á Richter varð í vestanverðum Vatnajökli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Þingmenn Vinstri grænna munu ekki greiða atkvæði með frumvarpi Össurar Skarphéð- inssonar iðnað- arráðherra um álver í Helgu- vík. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður flokks- ins. Steingrímur segir þó stjórn- arflokkana ekki greina á um efni stjórnarsáttmál- ans eins og látið hefur verið liggja að. „Þetta er samningur sem gerð- ur var í tíð fyrrum ríkisstjórnar og er bindandi og leggur iðnaðar- ráðherra þær skyldur á herðar að leggja frumvarpið fyrir þingið.“ Það hafi Vinstri græn vitað. „En það lá jafnframt ljóst fyrir að þing- menn okkar væru óbundnir af því að styðja málið,“ segir hann. - sh Steingrímur J. Sigfússon: Greinir ekki á um sáttmálann STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON LÖGREGLUMÁL Leit að hinni 37 ára gömlu Aldísi Westergren, sem saknað hefur verið síðan síðasta þriðjudag, verður haldið áfram með hjálp björgunarsveita í dag. Lögregla og björgunarsveitir leit- uðu Aldísar árangurslaust meðan bjart var úti í gær. Varðstjóri hjá lögreglunni segir málið nú í höndum rannsóknar- deildar. Vísbendingar hafi engu skilað og ekki eftir neinu að fara í leitinni. Ekki sé ástæða til að ætla að um glæp sé að ræða. - kg Leit að Aldísi Westergren: Vísbendingar engu skilað SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.