Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 2. mars 2009 17 Þáttastjórnendur America‘s Got Talent hafa ákveðið að láta kynn- inn Jerry Springer víkja fyrir eiginmanni Mariuh Carey, Nick Cannon. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins In Touch tókst Cannon, sem er bæði leikari og rappari, að heilla stjórnendur þáttarins með því að fá eiginkonu sína til að koma þar fram sem gestadómari. Mariah Carey mun því setj- ast í dómarasætið við hlið Piers Morgan, Shannon Osbourne og David Hasselhoff í einum þætti næsta sumar, en hún er sögð vera mjög spennt fyrir hlutverkinu og ætlar jafnvel að vera tíður gestur í sjónvarpssal. Saman á skjánum Níunda plata velska rokktríósins Manic Street Preachers kemur út í maí og heitir Journal For Plague Lovers. Á plötunni verða nokkr- ir textar eftir Richey Edwards, fjórða meðliminn, sem hvarf árið 1995. Hann var úrskurðað- ur látinn í fyrra. „Við erum æstir, kvíðnir, stoltir og hræddir eins og vanalega, en getum ekki beðið eftir að fólk fái að heyra plöt- una,“ skrifar Nicky Wire bassa- leikari á heimasíðu sveitarinnar. Ný plata frá Manics AMERICA‘S GOT TALENT Mariah Carey og Nick Cannon giftu sig í apríl í fyrra, en hann mun taka við af Jerry Springer sem kynnir í America‘s Got Talent. MANIC STREET PREACHERS Velska rokk- sveitin gefur út nýja plötu í maí. Á henni verða textar eftir Richey Edwards sem hvarf árið 1995. Nýjasta plata Coldplay „Viva La Vida Or Death And All His Friends“ hefur opinberlega verið útnefnd mest selda plata síðasta árs af Alþjóð- lega bandalagi hljómplötuiðnaðarins. Þessi fjórða plata sveitarinnar seldist í 6.8 milljón eintökum í heiminum öllum. Næst mest seldi AC/DC af „Black Ice“ og tónlistin úr kvikmyndinni Mamma Mia! varð í þriðja sæti. Mest selda plata allra tíma er ennþá Thriller með Michael Jackson, sem kom út árið 1984. Hún hefur selst í 109 milljón eintökum. Coldplay seldi mest CHRIS MARTIN Coldplay seldi 6.8 milljón eintök af nýjustu plötu sinni á síðasta ári. NORDICPHOTOS/GETTY Sænska tónlistarkonan Theresa Anderson hefur slegið í gegn á Youtube-síðunni að undanförnu með lagi sínu Na Na Na. Rúmlega 800 þúsund manns hafa séð mynd- bandið þar sem hún spilar á hvert hljóðfærið á fætur öðru og notar meðfram því tvo „lúppu-pedala“ til að taka þau upp. Á endanum hljóm- ar útkoman eins og heil hljómsveit sé þar samankomin. Anderson, sem hefur lengi verið búsett í New Orleans, tók mynd- bandið upp í eldhúsinu heima hjá sér. Þar tók hún einnig upp sína fyrstu plötu, Hummingbird, Go! með aðstoð Svíans Tobias Froberg sem tók einnig upp fyrstu sólóplötu Peter Morén úr Peter, Bjorn and John. Anderson ákvað að fylgja plöt- unni eftir með tónleikaferð um Evr- ópu en fannst of dýrt að hafa með sér heila hljómsveit og ákvað þá að prófa þessa óvenjulegu aðferð. Til að kynna atriði sitt fyrir væntanleg- um tónleikahöldurum ákvað hún að skella myndbandinu á netið og hefur áhuginn ekki látið á sér standa. Nýverið kom hún fram í kvöldþætti Conans O´Brien auk þess sem hún syngur á væntanlegri plötu Dav- ids Byrne úr Talking Heads sem er væntanleg í september. Nefnist hún Here Lies Love og fjallar um ævi Imeldu Marcos, fyrrum forsetafrú- ar Filippseyja. Einnig var Anderson nefnd sem einn þeirra listamanna sem Los Angeles Times telur að fylgjast eigi með á þessu ári. Eins manns sveit á Youtube THERESA ANDERSON Theresa hefur vakið mikla athygli á Youtube fyrir eins manns hljómsveit sína. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.