Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 1
Útgjöld fjölskyldna vegna læknisþjónustu og lyfjakaupa jukust um 13% á tveim mánuðum: Verð á mat hækkað meira á 2 mánuðum en áður á 2 árum Matvöruverð hefur hækkað verulega annan mánuðinn í röð. Mat- vöruverð hækkaði um 1,6% að meðaltali frá janúar til febrúar, sam- kvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þessi hækkun kemur beint í kjölfar 2% hækkunar sem varð á matvörum milli desember og janú- ar, sem þá var t.d. talsvert meira en spár Seðlabankans höfðu gert ráð fyrir. Matvöruverð hefur því hækkað um hefur breyst á einstökum matvöru- rúmlega 3,6% á aðeins tveimur liðum s.l. tvo mánuði (desVfebr.): mánuðum, en það er heldur meiri hækkun heldur en orðið hafði Verðhækkanir á matvörum des. / febr. næstu tvö ár þar á undan. Frá des- Brauð/mjölvörur + 1,3% ember 1990 til desember 1992 Kjöt/kjötvörur - 1,0% hækkaði matvöruverð nefnilega um Fiskur/fiskvörur + 2,4% einungis 3,4% að meðaltali. Mjólkurvörur og egg + 4,8% Eftirfaranditaflasýnirhvemigverð Feitmeti + 4,3% Grænm/ávextir Kartöflur Sykur Kaffi, kakó, súkkul. Aðrar matvömr + 17,9% 2,3% + 3,2% + 4,9% + 1,8% Matvörur meðaltal: + 3,6% Þessi hækkun svarar Ld. til þess að fjölskylda sem þurfti 50.000 kr. til mat- arkaupa á mánuði m.v. verðlag í des- ember, þarf núna 1.800 kr. hærri upp- hæð til þess að kaupa sömu vörur, eða nærri 22 þúsund krónum hærri upp- hæð á ári. Framfærsluvísitalan hefúr hækkað um 0,7% milli janúar og febrúar, sam- kvæmt tilkynningu Hagstofúnnar. Þar af stafar nærri helmingurinn, eða 0,3%, af fyrmefndri (1,6%) hækkun matvöruverðs. Verðhækkun lyfia og lækniskostnað- ar var annar stærsti hækkunarvaldur- inn, sem olli 0,2% hækkun vísitölunn- ar. Liðurinn „heilsuvemd" hækkaði um 7,2% nú í febrúar til viðbótar 5,4% hækkun sem varð í næsta mánuði á undan. Samkvæmt þessu hafa meða- lútgjöld íslenskra fiölskyldna vegna læknisþjónustu og lyfiakaupa hækkað um 13% á aðeins tveim mánuðum. Af öðrum áberandi miklum hækkunum síðustu tveggja mánaða má Ld. nefna 10,5% hækkun húshitunarkostnaðar, 6% hækkun á fargjaldi almenningsfar- artækja og 2,2% verðhækkun á raf- magni. Það sem sérstaklega einkennir þessa nýju verðhækkanaskriðu, og gerir hana ennþá alvarlegri en ella, er það að verðhækkanimar hafa einmitt orðið hvað mestar á þeim útgjaldaliðum sem tilheyra brýnustu lífsnauðsynj- um, þ.e. mat, húshitun, lyfium/lækn- isþjónustu og fargjöldum með al- menningssamgöngutækjum. Má þannig álykta, að heimilisútgjöld lág- launafólks hafi að undanfömu hækkað meira heldur en framfærsluvísitalan í heild, sem ma. er notuð til þess að reikna út kaupmátt launa. - HEl Allt of margir útgerðarmenn brjóta gerða samninga við sjómenn m.a. um hafnarfrí, veikindarétt o.fl. Sjómannasambandið: Samings- bundin og áunnin Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands, segir aó því miö- ur virðist það færast í vöxt að útgerðarmenn virði ekki samn- ingsbundin og áunnin réttindi sjómanna. Algengustu brotin eru á hafnarfríi sjómanna, veik- indaréttindum þeirra o.fl. „Ef menn ætla að sækja sinn rétt eða framfylgja sínum réttindum er þeim hreinlega sagt að hypja sig. Hins vegar hafa menn ekki í önnur hús að venda með atvinnu, enda ástandið ekki beysið í þeim efnum. Aftur á móti eru flestir útgerðar- menn heiðarlegir og fara eftir samn- ingum en því miður gætir hins gagnstæða í vaxandi mæli.“ Það er ekki aðeins að sjómenn verða varir við vaxandi tilhneigingar meðal atvinnurekenda að virða ekki samningsbundin og áunnin réttindi í skjóli slæms atvinnuástands, held- ur er þess farið að gæta m.a. í fisk- vinnslu og í fleiri atvinnugreinum. Eitt af því algengasta er að starfs- fólki er sagt upp undir yfirskyni hag- ræðingar og það síðan endurráðið á mun lakari kjörum. Sjá einnig frátt á blaðsíðu 3 -grh Sjá íþróttasíðu Tfmamynd PJetur Biðskylda ekki virt Árekstur varð á mótum Hálsabrautar, Dragháls og Krókháls í gær. Amerískur bíll virti ekki bið- skyldu við Hálsabraut og rakst á Lödu og valt síðan. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Timamynd Pjetur Þota af gerðinni 727 nteð alH að flugmóðurskipum til að stöðva 170 farþega innanborðs, rak stél- vélar að sögn Þorleifs Bjömsson- botninn í öryggisvír t flugtaki á ar í flugtuminum á Keflavíkur- KeflavíkurflugvelU í gær. velU. Hann mun nýtast þannig að Þotan, sem er í eigu danska flug- flugmenn vélanna geta sett niður félagins Sterling, mun ekki hafa krókscmfestistívfrinnefþeirsjá skemmst að ráði og farþegar held- fram á erflðleika við að stöðva ur ckká verið í ncinni hættu. þær. Gúmmípúði á stéU hennar varð Hann segir að þetta sé í annað hins vegar eftir á brautinni. Ör- skipti á fimm árum sem þetta ger- yggisvírinn er notaður af þotum ist og býst við að í framhaldi þessa vamarliðsins og er ekki ósvipaður verði það skoðað hvort þessi bún- ’“Jni búnaði sem fyrirflnnst í aður á rétt á sér»framtfðinni. Wathne miss- ir veiöileyfiö AUar líkur eru á því að frystitogar- inn Otto Wathne frá Seyftisfírði missi veiðileyfið sökum þess að út- gerð skipsins hefur ekki náð að selja gamla Otto. Frystitogarinn kom inn til heima- hafnar í gær eftir 50 daga veiðiferð með 400 tonn af frystri grálúðu og karfa. Aflaverðmætið í túmum, sem var einn sá lengsti í seinni tíð hjá ís- lenskum togara, er um 60 miljónir króna. Það virðist því allt benda til þess að nýr og glæsilegur frystitogari þeirra Seyðfirðinga verði bundinn við bryggju á meðan ekki úr rætist með sölu á gamla Otto. -gih

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.