Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. febrúar 1993 Tíminn 5 Er loftslag aó breytast? Stormar og óveður hafa ætt yfir Evrópu undan- famar vikur Á undanförnum vikum hefur gengið yfír Þýskaland endalaus runa felli- bylja, sem á sér engin fordæmi. Bandaríkin eru ekki búin að jafna sig eftir afleiðingar fellibyljar, sem mesta eyðileggingu hefur haft í för með sér. lYyggingafélög kvarta undan gífurlegri fjölgun skaðabótakrafna. Er þetta fordæmalausa illviðri fyrirboði loftslagsbyltingar? Nóg þykir okkur íslendingum um vetrarveðrin í ár, stormana og snjóalögin. Og fréttir höfum við haft af óveðrum í Færeyjum og Noregi. En nú bregður svo við að íbúar meginlands Evrópu bætast í grátkórinn; þeir hafa fengið yfir sig hvert óveðrið af öðru allan janúar- mánuð og því eiga þeir ekki að venjast. I Der Spiegel er nýlega gerð grein fyrir veðurhamnum, raunum tryggingafélaga vegna náttúruhamfara og vangaveltum um hvort loftslag sé að breytast og ef svo er, hvort hér séu margumtöl- uð „gróðurhúsaáhrif' farin að segja til sín. Að framanverðu eru þær táknaðar með hálfhringjum, bakatil með tökkum, og hver og ein þeirra getur haft milljarðakostnað í för með sér. En hver af þeim djúplægðahvirfil- vindum, sem æða yfir veðurkort Evrópu, nær því að verða að felli- byl? Hvar hljótast af skaðar? Hversu mikið kosta þeir í þetta skipti? Til að skilgreina þennan vanda er Gerhard Berz á launum hjá Miinchner Riickversicherung (end- urtryggingafyrirtæki í Munchen). Enn sem komið er er hann einn af fáum tryggingaveðurfræðingum. En á síðustu fimm árum hefur áhugi tryggingafélaga á veðurfari aukist stórlega. Tíðni og styrkur óveðranna vaxandi Eitt er víst; „Umfang hamfaranna er búið að ná aldeilis nýjum stærð- um,“ segir Berz. Skaðar vegna of- viðra hafa fjórtánfaldast í heimin- um síðan á sjöunda áratugnum. „Og tíðni og styrkur óveðranna heldur enn áfram að vaxa,“ kvartar Hervé Cachin, aðalforstjóri franska endurtryggingafélagsins SAFR. Aldrei fyrr hafa veðurfræðingar skjalfest svipaða runu vetraróveðra í Vestur-Evrópu og á síðustu fimm árum. Aldrei fyrr hafa tryggingafé- lögin orðið að greiða á sama tíma svo miklar bætur fyrir eyðileggingu vegna fellibylja og stórviðra í Bandaríkjunum og Japan. Skaða- bótakröfumar fóru í yfir 17 millj- arða dollara á árinu 1991. Aðalbótaþunginn lendir á endur- tryggjendunum, sem tryggingafé- lögin tryggja sig hjá vegna sérstak- lega hárra skaðabóta. „Nú erum við hræddir," hefur Le Monde eftir frönskum endurtryggjanda. Sífellt fleiri fyrirtæki hverfa frá áhættu- sömum viðskiptum með veðrið, ið- gjöldin hafa hækkað allt að sexfalt. Hjá tryggingafélögunum er nú tek- ið alvarlega til umhugsunar hvar setja beri „mörk tryggingarhæfn- innar“. Hverjar em ástæðumar fyrir að skyndilega brýst út eitt allsherjar- víti náttúruhamfara í heiminum? Eru þetta þegar orðnar afleiðingar gróðurhúsaáhrifa, sem reka trygg- ingaviðskiptin út á ystu nöf í greiðslugetu? Annáll síðustu vikna er aflestrar eins og metabók Guinness um óveður. 12. janúar gátu Múnchen- arbúar á stuttermabolum notið hlýjasta janúardags í 113 ár (19 gráðu hiti) í Enska garðinum. Á sama tíma skalf TYier undan felli- bylsvindstyrk sem nam 130 km á klst. í Freudenstadt í Svartaskógi helltust niður 66 lítrar regns á fer- metra og við ísland safnaðist saman djúplægðarkerfi með loftþrýsting í lægðarmiðju undir 920 hektópask- al. Aðeins á árinu 1986 hefúr slíkur lágþrýstingur mælst á Norður-Atl- antshafi. Hátt í tug óveðra í röð í kjölfarið kom áður óþekkt mna af meira en hálfum tug storma. Fyrst í röðinni var óveðrið „Rakel" 5. janúar. Þá geystist eins og úr ris- aviftu frá suðvestri hlýtt Atlants- hafsloft til Þýskalands. Rússneska hæðin ,Jdarkús“ var rekin burt og innan örfárra klukkustunda steig hitastigið um allt að 15 gráður. Þar með var búið að búa til rúm fyrir næstu lægð, sem hafði þegar búið sig undir á Norður-Atlantshafi að gera innrás í Evrópu. Meðfram hliðum hæðarinnar yfir Azor-eyj- um streymdi sérlega hlýtt og rakt Ioft frá hitabeltinu til norðurs og rakst á kalt loft frá Grænlandi, sem sogaðist til suðurs af lægðinni yfir íslandi. Mikið frost yfir Grænlandi og óvenjuhátt hitastig suðræna loftsins sá til þess að loftmassamir tveir, sem réðust hvor á annan, mynduðu árásargjama hringiðu, sem stefndi f átt til Evrópu. 14. janúar hafði íslands- fellibylurinn „Verena" náð til Þýskalands og hamraði með 160 km hraða á klsL í hviðum á flóðgörðum. Varla var komin ró á í loftinu fyrr en ,Agnes“ og „Barbara" réðust til atlögu af enn meiri krafti um næstsíðustu helgi í janúar. Þær stöllur settu fiskmarkað í Hamborg og hluta vegarins við Saxelfi undir vatn. í flóðgarð við Saxelfi rofnaði 10 metra langt skarð. Syðsti hluti eyjarinnar Sylt hvarf með öllu. Því sem næst á sama hraða æddu fellibyljirnir langt inn á meginland Evrópu. Á 200 stöðum í Póllandi fór rafmagnið af, þegar háspennumöst- ur féllu um koll. Enn í austurhluta Austurríkis var mældur vindhraði yfir 100 km á klst. í byrjun vikunn- ar á eftir hélt ringulreiðin áfram. Óveðursskessurnar „Carola" og „Daniela“ hristu hagl og snjó yfir Norður-Þýskaland. Furðulegir skýjatumar þutu á feiknahraða yfir himininn og færðu með sér haglél, þmmugný um nætur og vetrareld- ingar. Oveðrin komu sérlega illa við sigl- ingar. Fyrst strandaði olíuskipið „Braer" við Hjaltlandseyjar og mengaði fúglaparadísina. 14. janú- ar hvolfdi pólsku ferjunni ,Jan He- weliusz" á Eystrasalti og þar fóm 51 mannslíf. Fyrirboðar loftslags- byltingar? „Fólk lítur á óveðrin sem skilaboð um heimsendi vegna hlýnandi and- rúmslofts á jörðinni," segir Ulrich Cubasch hjá loftslagsmiðstöð Ham- borgar. En em „Leifturís", „Dráps- stormar" og „Óveður aldarinnar“ í raun fyrirboðar loftslagsbyltingar? Meðal loftslagsvísindamanna er óumdeilt að maðurinn sé farinn að hafa áhrif á það sem gerist í and- rúmsloftinu. Gróðurhúsaloftteg- undum, s.s. fyrst og fremst koltví- sýringi og methan, er í sívaxandi tonnatali dælt út f andrúmsloftið af iðnaði, umferð og landbúnaði. Þar sjúga þessar gastegundir í sig hita- endurkast jarðarinnar, hitna og umlykja reikistjörnuna Jörð með hitaeinangmn. Innan næstu 50 til 100 ára verður um þrem gráðum heitara á jörð- inni, yfirborð sjávar hækkar um 40 sm, skriðjöklarnir í Alpafjöllum dragast saman og verða aðeins leif- Um allan heim hefur tíöni eyðileggjandi náttúruhamfara meira en tvöfaldast sföan 1980. Á sama tíma hafa skaöabótaupphæöir, sem tryggingafélögin hafa oröiö aö greiöa af hendi, fjórfaldast. ar eftir á fáum hásléttum. Þetta em spádómar loftslagssérfræðinganna. „Sönnunargögnunum um að Ioftslagsbreytingar séu þegar hafn- ar fer fjölgandi," segir Mojib Latif hjá loftslagsrannsóknarstofnun Hamborgar. Hitastig í heiminum er nú að meðaltali um 0,6 gráðum hærra en 1890, að því er útreikn- ingar vísindamannsins sýna. Jökl- amir í Ölpunum bráðna, yfirborð sjávar hefur hækkað um 15 sm, sjávaröldur á Norður-Atlantshafi verða hærri. En enn fær varla nokkur loftslagsvísindamannanna sig til að taka orðið „sönnun" sér í munn. Sérfræðingamir ósammála Einmitt um spurninguna um hvort gróðurhúsaáhrif espi storm- ana em sérfræðingamir algerlega ósammála. Hitunin leiðir smám saman til þess að vindhraði á Norð- ur-Atlantshafi aukist um 25%, á Latif að hafa reiknað út. Hann segir áhrifin stafa af því að uppgufúnarhiti einnar mikilvæg- ustu orkuuppsprettu evrópskra vetrarstorma sé eftirfarandi: Þegar vatnsmettað hitabeltisloft frá Azor- eyja-hæð sogist í norðurátt, kólnar það, vatnið þéttist og við myndun þéttingarskýja verður til hiti. Því meira sem gróðurhúsaáhrif verma loftið, því meira vatn getur hitabeltisloftið tekið í sig og því meiri hiti kemur síðar fram við skýjamyndunina, þ.e. hærra hita- stig gæti þá hitað upp „stormavél- ina“ yfir Norður-Atlantshafi. Svipaða röksemdafærslu hefur tryggingaveðurfræðingurinn Berz f frammi, þegar hann varar við því í rannsókn endurtryggingafélagsins í Múnchen, að „tíðni og styrkur hitabeltishvirfilvinda, þmmuveðra og haglbylja eigi eftir að aukast“. Hann reiknar með að í framtíðinni gætu fullþroska fellibyljir einhvern tíma náð til strandhéraða Vestur- Evrópu. Einnig kringum Miðjarð- arhafið, þar sem nú er fylgst með „sprengifimri lægðaþrýstingsþróun í fúllkomna fellibylji". Stórhækkaðar trygg- ingabætur er ekki að- eins að rekja til óveðra Cubasch segir þetta ranga niður- stöðu. Miklu meira máli skipti önn- ur áhrif: Loftslagsútreikningar vegna gróðurhúsaáhrifa segja í hitabeltinu fyrir um aðeins örlitla hitun, aftur á móti segi þeir fyrir hækkun hitastigs við pólana um allt að sex gráður. „Hitamismunur- inn milli kalda heimskautaloftsins og hlýja loftsins úr suðri verður þess vegna minni, og þar með dreg- ur úr krafti storma,“ segir Cubasch. Að öðru leyti sé aukningu trygg- ingabótaskyldra skaða að rekja til allt annarra ástæðna en gróður- húsaáhrifa. „Til þessa hafa aðrar or- sakir miklu meiri áhrif,“ segir Berz. Sífellt fleira fólk hafi flust til ótryggra strandhéraða. Á síðustu ámm hafi fjölmörg hótel verið byggð á svæðum í Japan, við Mexí- kóflóa og við Karíbahaf sem em í fellibyljahættu. Einnig reki áhættusöm og dýr tækni eins og ol- íuboranir á hafi úti, skaðabótaupp- hæðir í himinháar hæðir. Auk þess vara veðurfræðingar við því að draga alltof fljótfærnislegar ályktanir. „Minni manna nær furðulega stutt aftur í tímann þegar veðrið á í hlut,“ segir Rolf Doberitz við sjávarveðurstofnun Hamborgar. „Svona illviðri hafa líka fyrr átt sér stað.“ Sér í lagi á tímabilinu frá 13. til 16. aldar hafi fellibyljir hvað eftir annað ætt yfir Evrópu. „Við höfum bara notið þeirra forréttinda að lifa á tímum lítilla hrakviðra." Samt sem áður staðfestir Doberitz líka: „Fjöldi óveðurslægða yfir Norður-Atlantshafi hefur meira en tvöfaldast frá því sem var fyrir um fimm ámm." Austurströnd Banda- ríkjanna fékk á aðeins fáum ámm yfir sig tvo fellibylji af styrkleikan- um fimm. 1988 mddi „Gilbert" sér braut um Jamaica og mexíkanska skagann Yucatan, í ágúst sl. olli ,Andrew“ tryggingafélögunum þyngstu búsifjum veraldarsögunn- ar, 7,3 milljörðum dollara. Til þessa hafa slíkir met- fellibyljir, eins og nú æddu með fjögurra ára millibili yfir Jamaica og Flórida, að- eins átt sér stað einu sinni á öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.