Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR Áskriftarsími Tímans er 686300 & 686300 NYTTOG FERSKT s DAGLEGA 86 I S/y HÖGG- > DEYFAR Verslió hjá fagmönnum reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SÍMI73655 WL U) varahlutir HanunliörAa 1 - s 67^744 J Tíxninn FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR 1993 Byggðastofnun vinnur byggðaáætlun til fjögurra ára: Fjármunum verði beint á sérstök vaxtarsvæði hluta- eða héraðskjarna eru ekki fjölmenn. Byggðastofnun segir að íbúar svæðanna verði að gera sér grein fyrir að þess sé ekki að vænta að hið opinbera geti skapað þeim opinbera þjónustu sambærilega við þá sem tíðkast þar sem byggðin sé þéttari og fjölmenni meira. Byggða- stofnun segir að aðstæður íbúanna á þessum svæðum séu mismunandi. Sums staðar hafi tekist að styrkja at- vinnulíf með ferðamennsku. Byggðastofnun leggur hins vegar til að á sauðfjárræktarsvæðum verði bændur sem vilja hætta búskap að- stoðaðir við það í gegnum Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins og Jarða- sjóð ríkisins. Byggðastofnun leggur til að tekin verði upp ný vinnubrögð þegar teknar eru ákvarðanir um opinberar framkvæmdir. Langtímamarkmið ráðuneyta og stofnana ríkisins verði samræmd. Gerðar verði fjögurra ára áætlanir um hvem þjónustuflokk sem verði grundvöllur fjárlagagerð- ar til lengri tíma. Byggðastofnun leggur til að verk- efni og vald verði flutt frá ríki til sveitarfélaganna, en það er í sam- ræmi við tillögur sveitarfélaga- nefndarinnar svokölluðu. - EÓ Einibetjatréð er kvikmynd, gerð eftir samnefndu Grimms-ævintýri árið 1991 og verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00. Myndin er teldn á fsiandi. Höf- undur handrits, leikstjóri og framleiðandi er Neitzchka Keene og verður hún viðstödd frumsýn- inguna. Myndin er látin gerast á tímum gaidrafárs á ísiandi. Með aðaihlut- verk fara Björk Guömundsdóttir, Geirlaug Sunna Þormar, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Valdimar Öm Flyg- cnring. Myndin er af Geirlaugu Sunnu og Björk. í tillögu til stefnumótunar í byggðamálum fyrir árin 1993-1996 sem Byggðastofnun hefur unnið, er lagt til að hið opinbera geri áætlun um uppbyggingu opinberrar þjónustu á sérstökum vaxtar- svæðum sem stofnunin skilgreinir. Byggðastofnun leggur til að tekin verði upp ný vinnubrögð þegar teknar eru ákvarðanir um op- inberar framkvæmdir og fyrirkomulag þjónustu. Stofnunin leggur til að gerðar verði fjögurra ára áætlanir um hvern þjónustumála- Með lögum sem samþykkt voru snemma árs 1991, var Byggðastofn- un gert að gera stefnumótandi áætl- Ríkissaksóknari í barna- ránsmálinu fer fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Bandaríkjamönnum: Ákæran snýst um barnarán Rddssaksóknari krafðist í gær áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Bandaríkjamönnunum tveimur sem setið hafa í varöhaldi frá því í lok janúar vegna svonefnds bams- ránsmáls. Farið er fram á gæsluvarðhald þar til dómur gengur en ekki lengur en íþrjárvikur. Tvímenningamir eru þeir James Brian Grayson, faðir yngra bams Emu Eyjólfsdóttur og Donald Fe- eney sem rekur fyrirtæki sem sér- hæfir sig í að ná eða ræna bömum Bandaríkjamanna ffá öðmm lönd- um. Þeir em ákærðir fyrir brot á 193 gr. og 226 gr. almennra hegninga- laga. Fyrri greinin (jallar um það að svipta foreldri umsjá bams síns en hin síðari varðar frelsisviptingu. —HÞ un í byggðamálum til fjögurra ára í senn. Forsætisráðherra fól Byggða- stofnun í upphafi síðasta árs að gera slíka áætlun. Áætlunina mun hann síðan leggja fyrir Alþingi. Áætlun Byggðastofnunar hefur ekki verið samþykkt af stjórn henn- ar en er þar til umfjöllunar. Byggðastofnun vill efla svokölluð vaxtarsvæði. Þessi svæði eigi frekar en önnur að njóta fyrirgreiðslu op- inberra aðila til að efla atvinnulíf. „Hugmyndin er sú að sameina kraft- ana á ákveðnum svæðum sem talið er að hafi betri vaxtarskilyrði en önnur svæði. Þannig eru meiri líkur til þess að hægt verði að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni. Þó að það sé æskilegt út frá mörgum sjónarmið- um að efla vöxt á öllum þéttbýlis- stöðum landsbyggðarinnar, er það markmið einfaldlega utan þess sem hægt er að ná,“ segir orðrétt í skýrslu Byggðastofnunar. Eftir að hafa markað þessa stefnu skilgreinir Byggðastofnun 11 lands- hlutakjarna á landinu, en það er þjónustukjarni með a.m.k. 4.000 íbúa á þjónustusvæði sínu. Jafn- framt skilgreinir stofnunin 9 hér- aðskjama, en í þeim búa minnst 1.500 manns. Miðað er við að ekki sé meira en klukkutíma akstur fyrir íbúana að sækja þjónustu í lands- hluta- og héraðskjama. Þau svæði sem em utan lands- ...ERLENDAR FRÉTTIR... HANOI Viöskiptabanni veröi afllétt Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti, fyrsti vestræni þjóðhöfðinginn sem heimsækirVietnam, hvatti Bill Clinton, forseta Bandarikjanna, til að aflétta viöskiptabanninu sem stjóm- völd i Washington settu á yfirvöld í Hanoi 1964. IWASHINGTON er í nýrri banda- riskri skýrslu gefið i skyn að litið hafi verið að gert til að upplýsa aðalfor- gangsmál varöandi bandariska her- menn sem saknað er, en það er lykil- atriði sem hindrar að eðlileg sam- skipti komist á milli Bandarikjanna og Víetnam. KINSHASA Þingiö hafnar skipun Mo- butos Bráðabirgðaþing Zaire hafnaði fyrir- skipun Mobutus Sese Seko forseta um að velja nýjan forsætisráðherra og lagði þannig gmnninn að meiri átökum i Mið- Afrikurikinu sem stefnir hratt (hörmungarástand. WASHINGTON Harmieikur í uppsiglingu í Súdan Bandarísk yfirvöld vöruðu viö þvi að harmleikur væri í uppsiglingu í Súdan f svipuðum mæli og þegar á sér stað í grannríkinu Sómalíu, þar sem mörg hundruö þúsunda séu ofurseld hungurdauða. MOSKVA Barist af ofsa í Nagorno-Karabakh Grimmilegir bardagar milli Azera og Armena geisuðu ( umdeilda kákasiska héraðinu Nagorno-Kar- abakh og lét fjöldi fólks Iffiö, aö því er báðir málsaðilar skýra frá. BAGDAD Rússar vilja aö Irakar hlíti vopnahlésskilyrö- um Háttsettur rússneskur stjórnarer- indreki veikti vonir Iraka um að þeir ættu vísa samúð þessara fyrrverandi bandamanna sinna þegar hann sagöi að rússnesk yf- irvöld ætluöust til að Irakar hlýddu öllum þeim skilmálum vopnahlés- ins í Persaflóastríðinu sem Sam- einuöu þjóðirnar hefðu sett. LONDON Sprengja í Knights- bridge Grunur leikur á að frskir skæru- liðar hafi komið fyrir sprengju sem sprakk við hús í auðmanna- hverfinu Knightsbridge í London og olli skemmdum á hurðum og gluggum en sakaði engan mann, að sögn lögreglu. BANGKOK Sprengja á pósthúsi Sprengja sem falin var í pakka með rauðum rósum í tilefni dags heilags Valentlnusar, sprakk i útibúi póstþjónustunnar í Bang- kok og drap starfsmann og særði fimm aðra, að sögn lögreglu. Enginn hefur gengist við sprengj- unni. ISLAMABAD „Jesús“ dæmdur til dauöa Dómstóll i Pakistan hefur dæmt tii dauða mann sem hélt því fram að hann væri Jesús Kristur. Hér- aðsdómari í Bahawalpur í Punj- ab-héraði dæmdi líka Arshad Ja- ved fyrir guðlast fyrir að segja að skáldsaga Salman Rushdies, Vers Satans, væri sannleikanum samkvæm, að því er embættis- maður viö dómstólinn sagöi. DENNI DÆMALAUSI „Mamma, gæti ég ekki fengið krítarkort í staðin fyrir vasa- peninga?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.