Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 11. febrúar 1993 Enska knattspyman: Shearer aft- ur í aðgerð? Framherji enska úrvalsdeildarliðs- ins Blackbum, Alan Shearer, viður- kenndi eftir laeknisrannsókn í gær að verið gæti að hann þyrfti að gangast undir aðra aðgerð á hné og ef svo færi myndi hann ekki leika með Blackburn að nýju fyrr en í lok apríl. Enski landsliðsmaðurinn hef- ur að undanfömu verið að reyna að ná sér eftir aðgerð sem framkvæmd var fyrir fjórum vikum. Þetta er mikið áfall fyrir Blackbum, þar sem Shearer hefur verið þeirra mesti markaskorari og einnig missir hann af landsleik Englands gegn San Mar- ino í næstu viku. Knattspyma: Úrslit Frakkland Auxerre-Sochauz 0-3 Le Havre-Marseille 1-3 Lens-Nantes 1-0 Lyon-Valenciennes 2-1 Metz-Lille 0-0 Monaco-Bordeaux 0-0 Nimes-St. Etienne 1-1 Paris St. Germain -0 Toulon-Strasbourg 1-2 Toulouse-Caen 1-1 Körfuknattleikur: Bircgir þjálf- ar ÍR-inga Birgir Guðbjömsson hefur tekið við þjálfun ÍR sem leikur í 1. deildinni f körfuknattleik. Birgir tekur við stöðunni af Bimi Leóssyni sem hætti með liðið í síðustu viku. Birg- ir er ekki ókunnur körfuknattleik, og hefur þjálfað KR-inga og lék með liðinu um árabil. Þeir eru ekki árennilegir leikmenn handknattleiksliðs Selfyssinga þessa dagana, en þeir létu krúnu- raka sig eftir ósigurinn gegn Vals- mönnum í bikarkeppninni á sunnudag. Höfðu leikmenn liðsins heitið því að ef þeir myndu sigra í leiknum myndu þeir raka bakið á Einari Þorvarðarsyni það sama kvöld, en gáfu Einari jafnframt kost á því að heita einhverju á móti. Hann tók þá á orðinu og sagði að ef þeir myndu tapa þá yrðu þeir allir að krúnuraka sig. Ævar Österby, rakari og yfirstuðn- ingsmaður þeirra Selfyssinga, hafði því í nógu að snúast á sunnu- dagskvöld eftir leikinn, hann tók til óspilltra málanna. Ku rakvélin hafa verið orðin léleg undir lokin svo mikið var álagið. Nú er svo komið að allir leikmenn, nema þjálfarinn Einar Þorvarðarsson, eru krúnu- rakaðir. Meðfylgjandi mynd var tekin í sportvöruversluninni Spörtu við Laugaveg í gær, þar sem hittust vel snyrtir þeir Jón Þórir Jónsson og Gísli Felix Bjarnason markvörður. Lesendum til glöggv- unar er Gísli Felix hægra megin á myndinni. Tfmamynd PJetur Knattspyrna í Japan: Knattspyrnuævintýri í landi rísandi sólar Eins og komið hefur fram í fréttum hefst í maí næstkomandi keppni í nýrri atvinnumannadeild í Imatt- spymu, í landi rísandi sólar, Japan. Samanstendur japanska deildin, eða Japan League eins og hún heit- ir, af tíu liðum og er það megin- markmið þeirra sem standa að deildinni, að breiða út knattspym- una og gera hana að þeim þætti sem hún er um heim allan í daglegu lífi fólks. Það er ekki hægt að segja annað en að japanska ævintýrið minni dálítið á þegar Bandaríkjamenn ætluðu að innleiða knattspyrnuna þar í landi með trukki og dýfu, með þvi fá til liðs við sig Pele, Beckenbauer og aðrar stjömur, enda eru mörg stór- Gary Llneker er ein af nýju stjömunum í japönsku deild- inni sem hefet í maí. Hér er hann í búningi sins nýja félags. fyrirtæki með gífurlegar fjárhæðir á milli handanna sem standa á bak við félögin. Það eru gífúrlegar fjárhæðir í spil- inu hjá þeim sem standa að jap- önsku deildinni og öll liðin tíu eru styrkt eða eru hreinlega eign leið- andi alþjóðlegra japanskra fyrir- tækja, eins og Nissan, Mistubitshi, Matsuhita og All Nippon Airways, en liðið sem flugfélagið á hefur hlotið nafnið Flúgels, eða vængir á ís- lensku, auk fjölda annarra fyrir- Brasilíski knattspymumaður- inn Zico, hefur leikið meö Kas- hima Antlers sem leikur í hinni nýju atvinnumannadeild. tækja. Auk þess hefúr japanska deildin sína eigin styrktaraðila sem em átta talsins og greiða þeir gífur- legar fjárhæðir til verkefriisins. Þá leggur íþróttavörufyrirtækið Miz- uno fram búninga fyrír öll liðin auk þess sem það greiðir háar fjárhæðir til þeirra. Gert er ráð fyrir að liðin hafi um 300-600 milljónir króna til ráðstöf- unar auk þeirra styrkja sem koma frá styrktaraðilum. Þá hafa borgim- ar þar sem liðin hafa aðsetur sitt, skuldbundið sig til að veita félögun- um aðstoð til þess að koma í veg fyr- ir að félögin verði algerlega háð styrktaraðilum sínum. Sérstakar reglur hafa verið settar fyrir þátttöku liða í japönsku deild- inni. Liðin verða að hafa yfir að ráð leikvangi sem tekur í það minnsta 15 þúsund manns í sæti, með alvöru grasi, flóðljósum, 18 leikmenn og varalið. Einnig verða liðin að hafa tvo viðurkennda þjálfara og mega þau hafa fimm erlenda leikmenn á samningi en aðeins mega þrír leika. Nú leika í Japan 34 erlendir leik- menn og þar af em 20 frá Brasilíu, fimm frá gömlu Tékkóslóvakíu og tveir frá Argentínu og Slóveníu. Nokkrir frægir knattspyrnumenn leika nú þegar með japönskum fé- lögum og má þar nefna brasilísku hetjuna Zico, en eftir að peninga- streymið eykst í japanska boltanum má búast við að fleiri frægir bætist í hópinn. Nú þegar er ljóst að Gary Lineker, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, gangi til liðs við Nagyoa Grampus Eight. En Japanir ætla ekki að segja stað- ar numið við þetta. Japönsk knatt- spymuyfirvöld hyggjast sækja um að halda úrslitakeppni HM í knatt- spymu árið 2002. Til að vinna um- sóknina og kynna þá aðstöðu og að sannfæra alþjóðleg knattspyrnuyfir- völd um að Japanir geti haldið keppnina, hefur stærsta kynningar- fyrirtæki Japans verið ráðið til verk- efnisins, en hjá fyrirtækinu sem heitir Dentsu Inc, vinna sex þúsund manns. Kynningarstarf á japönsku deildinni hefur verið gífurlegt og þegar hafa verið opnaðar sérstakar minjagripaverslanir sem selja vörur, merktar hin- um nýju liðum. Handknattleikur: Frestaó í fjóróa sinn Ekki tókst að leika leik Víkinga og Eyjamanna í fyrstu deild íslands- mótsins í handknattleik og varð í gær að fresta honum í fjórða sinn vegna þess að Eyjamenn komust ekki upp á land. Leikurinn er ráð- gerður í kvöld í Víkinni klukkan 20.00. Körfuknattleikur: NBA fréttir Úrslit leikja í NBA-deild- inni bandarísku í fyrrinótt: Boston-Milwaukee..........104-92 Charlotte-Cleveland......103-107 Detroit-Miami............105-106 San Antonio-LA ...Clippers 112-97 Golden State-Atlanta....114-125 Sacramento-Utah..........114-119 Seattle-Denver.............92-96

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.