Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. febrúar 1993 Tíminn 9 : :DAGBÓK Stefán Höröur Grímsson. Ljóöasýning á Kjarvalsstöðum: Stefán Höröur Grímsson Laugardaginn 13. janúar n.k. opnar í miörými Kjarvalsstaöa sýning á ljóðum eftir Stefán Hörð Grímsson. Stefán Hörður Grímsson er fæddur 1919, en í ár eru 50 ár síðan fyrsta ljóð hans, „Gamall fiskimaður", birtist á prenti f tímaritinu Helgafelli. Sjálfur var Stefán sjómaður framan af ævi og má sjá þess glögg merki í fyrstu ljóðabók hans, „Glugginn snýr í norður", sem út kom 1946. Með ljóðabókinni „Svartálfadans" (1951) varð Stefán eitt af mikilhæfustu skáldum eftirstríðsáranna; hann var í hópi atómskáldanna ungu sem inn- leiddu nýjan stfl í íslenska ljóðagerð um miðja öldina og mikill styrr stóð um á sínum tíma. Stefán Hörður hefur sent frá sér sex ljóðabækur, nú síðast „Yfir heiðan morg- un“, en fyrir hana hlaut hann íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrsta sinn sem þau voru veitt Á ferli sínum hefúr Stefán Hörður gjaman ort með ádeilubrag um rangindi og rányrkju mannsins á jörð- inni, en þó hefur hann fyrst og fremst ort um dýrmæti lífsins og mannlegra sam- skipta, varðveislu náttúruverðmæta og um ástina. Ljóðstfll hans einkennist af knöppu formi, hnitmiðuðu orðfæri og mikilli myndvísi, einkum sérkennilegum mynd- hverfmgum. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða, sem unn- ar eru í samvinnu við Ríkisútvarpið — Rás 1, hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins og vakið mikla athygli. Með þeim hafa opnast nýir möguleikar fyrir íslensk skáld í rými sem áður var helgað myndlistinni, en jafnframt vekja sýning- amar spumingar um stöðu ljóðlistar- innarídag. Félag eldri borgara í Reykja vík Bridgekeppni kl. 1230. Opið hús í Ris- inu kl. 13-17. Skaítfellingafélagið í Reykjavík er með árshátíð sína í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, laugardaginn 13. febrúar kl. 19.30. Upplýsingar gefur Jóm'na, sími 641771. Skráning í Freestylekeppni unglinga Nú stendur yfir skráning í „íslands- meistarakeppni unglinga í frjálsum dönsum" (Freestyie). Þetta er f 12. sinn sem keppnin er haldin og er það Félags- miðstöðin Tónabær og f.T.R. sem standa fyrir keppninni. Allir krakkar á landinu fædd ‘76- ‘79 mega taka þátL Keppnin er kjördæmaskipt og em undankeppnir haldnar á 7 stöðum á Iandinu. Undan- keppni fyrir Reykjavík og Reykjanes verður haldin 26. febrúar. Úrslitakeppnin fyrir allt landið verður 5. mars. Dans- keppnin fyrir 10-12 áraverður 13. mars. Skráning stendur yfir í Tónabæ alla daga í s. 35935. Stöður fangavarða við fangelsin á höfuðborgarsvæðinu og við fangelsið á Litla-Hrauni. Fjórar stöður fangavarða eru lausar til umsóknar. Aðallega er um að ræða starf við fangaflutninga en jafn- framt við fangavörslu. Tvær stöður verða við fangelsin á höfuðborgarsvæðinu og tvær við fangelsið á Litla-Hrauni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-40 ára. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fýrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7,150 Reykjavík, fýrir 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins 4. febrúar 1993. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVlKUR STJÓRNUNARSVIÐ Lausar eru stöður aðstoðaryfirlæknis og hjúkrunardeildarstjóra við lungna- og berklavarnadeild og aðstoðar- deildarstjóra við mæðradeild Heiisuverndar- stöðvar Reykjavíkur Staða aðstoðaryfiriæknis við lungna- og berklavamadeild veitist frá 1. mars nk. Til greina kemur tímabundin ráðning. Nánari upplýsingar gefur yfiriæknir í síma 22400. Staða hjúkrunardeildarstjóra við lungna- og berklavama- deild veitist frá 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 7. mars nk. Staða aðstoðardeiidarstjóra við mæðradeild er laus nú þegar. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknir, ásamt ítariegum upplýsingum um menntun og störf, sendist starfsmannastjóra á þar til gerðum eyðublöð- um, sem fást hjá starfsmannahaldi á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47. Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla. Kraftatröll á Bora Bora Sú var tíðin að varla var opnað svo blað að ekki bæri fyrir augu sænska kraftajötuninn Dolph Lundgren, sem vann sér það til frægðar að leika erkióvin Rockys í Rocky IV. Reyndar gerði það frægð Dolphs ekki minni að um tíma var hann sterklega bendlað- ur við þá skrautlegu Grace Jones. Dolph Lundgren fæst enn við Kókosmjólkin er góö eins og hún kemur fyrir, beint úr hnot- inni. Þaö þykir a.m.k. Dolph Lundgren og kærustunni hans. kvikmyndaleik og er þar í félagi við margar aðrar velþekktar stjömur. Það er þess vegna fylgst með ferðum hans og kæmstunn- ar, Annette Quiberg. Ekki alls fyr- ir löngu fóm þau í frí til Tríhiti og þótti ljósmyndara ástæða til að gera eilíft augnablikið þegar þau drukku kókosmjólk beint úr hnotinni á rómantísku eyjunni Bora Bora. Fædd enn ein stjarnan í Redgrave- ættinni Natasha Richardson er 28 ára gömul dóttir bresku leikkonunnar Vanessu Redgrave. í Redgrave-ættinni er slíkur aragrúi af leikstjömum að það er næstum óhjákvæmilegt til að falla inn í hópinn að gera leik- sviðið að starfsvettvangi. Og nú er það sem sagt Nat- asha, sem er komin á góðan skrið með að halda ætt- arhefðinni á loft. Um þessar mundir leikur Natasha í leikriti Eugenes O’Neill, Anna Christie, á Broadway og tekst svo vel að iafnvel nöldursamasti gagnrýnandinn þar á bæ, Frank Rich, sem er ekki þekktur að því að grípa til hrósyrða, talar um hana sem „þá undraverðu Natas- ha Richardson". Aðrir gagnrýnendur geta varla vatni haldið af hrifningu. Mótleikari Natöshu í þessari vel heppnuðu sýningu er írinn Liam Neeson, sem þykir ekkert blávatn held- ur. Natasha Richardson á ekki langt aö sækja leik- hæfileikana. Hún leikur nú á móti Liam Neeson í leikriti Eugenes O’Neill, Anna Christie, á Broad- way og fær frábæra dóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.