Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. febrúar 1993 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson segir að breyta verði um stefnu í efnahagsmálum ef ekki á illa að fara: Stjórnin er að stór- hækka erlendar skuldir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að erlendar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafí aldrei hækkað eins mik- ið milli ára og í tíð núverandi ríkisstjómar. Þjóðhagsstofnun spáir að þetta hlutfall verði á þessu ári 56,9%. Þetta hlutfall hefur hækkað um 10% á tveimur árum. Steingrímur segir að breyta verði um stefnu í efnahags- og atvinnumálum ef ekki á illa að fara. „Erlendar skuldir hafa því miður aukist í gegnum árin, en þó aldrei eins og núna. Erlendar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu taka stökk á þessu ári samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, eða úr 50,7% árið 1992 í 56,9% á þessu ári. Þetta hlutfall hefúr aldrei komist nálægt þvf að vera svona hátt áður,“ sagði Steingrímur. Erlendar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkuðu verulega á árunum 1985-1987, eða úr 52,8% í 40,8%. Síðan hækkuðu erlendar skuldir aftur á fastgengis- tímabilinu, fóru þá upp í 46,6%. Ár- ið 1990 lækkuðu erlendar skuldir sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu aftur niður í 46,1%. Á fyrsta valdaári núverandi ríkisstjómar hækkaði þetta hlutfall aftur, eða upp í 46,9%, á öðru valdaári upp í 50,7% og nú er spáð að það verði í ár 56,9%. Steingrímur sagðist telja að ef haldið hefði verið áfram á þeirri braut sem fyrri ríkisstjórn hafði markað, hefði atvinnulíf verið öfl- ugt, gjaldeyristekjur hefðu verið miklar og erlendar skuldir hefðu haldið áfram að lækka. Steingrímur sagði sérkennilegar fullyrðingar forsætisráðherra um að ekki megi taka meiri erlend lán. Steingrímur Hermannsson alþingismaður. Samkvæmt lánsfjárlögum fyrir þetta ár verði teknir 32 milljarðar í erlendum lánum, þar af fari 23 milljarðar í endurgreiðslu á lánum. Níu milljarðar verði teknir aukalega að láni erlendis. „Ég tel að ef ekki verði breytt um stefhu og horfið verði frá þessu af- skiptaleysi í atvinnumálum þá fari illa. Ef ekki verður farið að vinna að því að skapa atvinnulífinu rekstrar- grundvöll þannig að gjaldeyristekj- ur okkar aukist þá er veruleg hætta,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra hefur sagt að hann sjá batamerki í okkar efna- hagslífi. Steingrímur sagðist ekki sjá þessi batamerki. Ekki sé annað fyrirsjáanlegt en að gjaldþrot fyrir- tækja haldi áfram og að atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Steingrímur sagði að samkvæmt kenningu frjáls- hyggjumanna kunni þetta að vera batamerki. Þeirra kenning gangi út á að það þurfi að hreinsa til áður en uppbygging hefjist. -EÓ Samningar brotnir á verkafólki f skjóli slæms atvinnuástands. Vestmannaeyjar: Verkafólk veiarer sér við V vB iWIVIIi VvlHI Hl vwl VIV að standa á rétti sínum Elsa Valgeirsdóttir, formaður an 04-12 að það vinni áfram til I vaktavinnusamniögi um sfldar- inu. Við síðustu atvinnulcysis- Veikakvennafélagsins Snótar í klukkan 17 og jafnvd kngur i og ioðnufrystingu á mflli stéttar- skránlngu voru 70 manns á skrá Eyjum, segir að atvinnuleysið sé óbreyttu tímakaupl og stundum félaganna I Eyjum og atvlnnurek- hjá verkalýðsfélögunum f Vest- besta keyrið sem rekið hefur á án bupauka," I grelnlnni er full- enda, segir m.a. að verkafólk sem mannaeyjum og þar af voru 10 fíörur atvinnurekenda, enda sé nú yrt að þessi frarakoma sé vlðhÖfð í hefúr unnlð átta tíma eða lengur verkakonur f Snót. Fæstlr voru á avo komið að verkafólk veigri sér skjóli atvinnuleysisins. Þar kemur skull fá átta tíma hvfld á milli atvinnuleysiskrá í sumar, eða um við að standa á rétti sáuim af ótta einnlg fram að ef fólk vill fá leið- vakta og „sé vöktum slitið skuli 30 manns. við að lenda upp á kant við þá. réttingu sinna mála cr því sagt að vaktavinnufólk fá a.mJt. 10 tíma Vonir eru þó bundnar við að at- í sfðasta fréttablaði stéttarfélag- alltaf sé hægt að fá annað fólk í hvíld áður en það er látið hefía vinnulausum munl eitthvað anna í Vestmannaeyjum, Drífandl, vinnu og ef einhver sé óánægður venjubundna tímavinnu." fækka þegar loðnufrystlngin verð- er minnst á þetta vandamál frá geti hann bara hætt Ennfremur Formaður Snótar segir að þrátt ur komin á fullt skrið í þessari sfldarvertíðinni og meínt brot á séu dæml um að þelm sem haía fyrir þetta dæml sé ástandið í viku, enda viðbúið að loðnuvinnsl- samningi. Þar er m.a. nefnt dæml veiið með eltthvert „múður“, hafl þessum málum almennt séð i an efli atvinnustígið í Eyjum sem af verkstjóra í óncfndri vinnslu- verið refsað með því að færa þáyf- nokkuð góðu stanði í Eyjum mlð- og á öðrum stöðum þar sem loðna stöð sem krafðlst þess af fólkl ir f „störf sem gefa ekki kaup- að við margt annað sem hún hefur erunnin. „sem verið hefur á vakt frá klukk- auka.“ heyrst frá öðrum stöðum á land- -grh Seðlabankinn hafnar beiðni tveggja lífeyrissjóða um að fá að hafa milliliðalaus viðskipti við bandarískt verðbréfafyrirtæki um kaup á skuldabréfum fyrir 130 milljónir króna. Seðlabanka- stjóri segir um skuldabréfakaup okkar erlendis: Seðlabankinn hefur hafnað beiðni tveggja lífeyrissjóða, Lífeyrissjóðs bænda og Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrisviðskipti, en lífeyrissjóðimir höfðu hug á að fjárfesta í sérstökum hlutdeildarsjóði hjá verðbréfafyrirtæki í New Yoric fyrir um 130 milljónir íslenskra króna. Um áramót jókst frelsi í gjaldeyris- viðskiptum, en enn eru þó takmark- anir. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segist telja rétt að við förum okkur hægt í verðbréfa- viðskiptum erlendis. f nóvember á síðasta ári samþykkti Alþingi ný lög um gjaldeyrisvið- skipti. Á grundvelli laganna gaf við- skiptaráðherra út reglugerð um gjaldeyrismál sem tók gildi um ára- móL „Um áramót varð sú meginbreyting að öll gjaldeyrisviðskipti urðu óheft nema að annað sé sérstaklega ákveð- ið í lögum. Þessu var öfugt farið áð- ur. Þá var allt bannað nema að það væri sérstaklega leyft. Það er því orð- ið miklu meira frjálsræði í sambandi við t.d. ferðagjaldeyri, búferlaflutn- inga og ýmislegt sem tengist slíkum hreyfingum," sagði Birgir ísleifur. í reglugerðinni er gert ráð fyrir að áfram verði takmarkanir á fjárfest- ingum innlendra aðila í langtíma skuldabindingum. Þessar takmark- anir eru af tvennum toga. Annars vegar að verðbréfin skuli keypt fyrir milligöngu verðbréfafýrirtækja og hins vegar er sett þak á þær upphæð- ir sem kaupa má fyrir. Einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir mega ekki kaupa fyrir hærri upphæðir en 750 þúsund krónur. Þingaðilar á Verð- bréfaþingi íslands mega hins vegar fjárfesta fyrir allt að 150 milljónir króna. Seðlabankanum er heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum. „Við höfum viljað fara okkur mjög hægt í að veita undanþágu í þessu sam- bandi. Það var verulega gengið f frjálsræðisátt með þessari reglugerð og við teljum rétt að láta þar við sitja í bili. Ástæðumar em m.a. öryggis- ástæður. Það auðveldar allt eftirlit og skýrslugerð fyrir okkur sem þurfum að fylgjast með fjármagnshreyfing- um inn og úr landinu, að láta þetta fara í gegnum innlenda þingaðila (verðbréfafyrirtækin). Við teljum að það sé rétt að fara hægt af stað í fjár- festingum erlendis," sagði Birgir ís- leifur. Birgir ísleifur sagði að með gildistöku EES-samningsins eða í síðasta lagi um næstu áramót, geti lífeyrissjóðirnir keypt erlend skulda- bréf að vild. Áfram verði þó ætlast til að þessi viðskipti fari í gegnum inn- lend verðbréfafyrirtæki. Seðlabank- inn getur hins vegar veitt undan- þágu frá því atriði, en Birgir ísleifur sagði ekkert liggja fyrir um hvort það verði gert. Lífeyrissjóðirnir tveir vildu komast hjá því að láta þessi viðskipti ganga í gegn um innlendu verðbréfafyrir- tækin vegna þess að þau taka til ákveðið gjald fyrir þjónustu sína. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna telja sig geta fengið allt að 20% ávöxtun á ári hjá bandaríska verðbréfafyrirtæk- inu, auk gengishagnaðar. Forsvars- menn íslensku verðbréfafyrirtækj- anna telja óraunhæft að gera ráð fyr- ir svo góðri ávöxtun. -EÓ þróttamaður ársins í Rangár- vallasýslu, Eggert Sigurðsson. Mynd SBS Íþróttamenn ársins: Eggert bestur í Rangár- þingi Eggert Sigurðsson, UMF Þórsmörk í Fljótshlíð, var valinn íþróttamaður Rangárvallasýslu en úrslit í þessu vali voru kynnt sl. fóstudag. Það er Kiwanisklúbburinn Dímon í Rang- árvallasýslu sem stendur árlega fyr- ir þessu vali. Sá er hlaut þennan sæmdartitil að þessu sinni, Eggert Sigurðsson, hef- ur staðið sig með ágætum á síðasta ári og meðal annars tvíbætti hann íslandsmetið í langstökki án at- rennu, 19-20 ára á árinu. Það er nú 2,38 m. í öðm sæti í þessari kosn- ingu varð Óskar Pálsson golfmaður og í því þriðja lenti Friðsemd Thor- arensen, ung frjálsíþróttakona. Auk þess var valinn íþróttamaður ársins í hverri grein fyrir sig. Þá var Davíð Helgason valinn íþróttamaður ársins hjá hinu nýlega stofnaða íþróttafélagi, Hamri, í Hveragerði. Davíð er mjög fjölhæfúr íþróttamaður og var kjörinn íþrótta- maður ársins bæði af körfuknatt- leiks- og frjálsíþróttadeildum Ham- ars. —SBS, Selfossi BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent l il+i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.