Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.02.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 11. febrúar 1993 FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Halldór Jón Jónas Karen Eria Almennir stjórnmálafundir á Austurlandi Þingmenn og varaþingmenn Framsóknarflokksins á Austuriandi boða til almennra stjómmálafunda I kjördæminu sem hér segir á timabilinu frá 31. janúar til 11. febrú- ar. Vopnafiröi: Fimmtudag 11. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Atvinnumál — stjómmálaviöhorfiö — staða EES- samningsins. Allir eru velkomnir á fundina. Nánar auglýst á viökomandi stööum. Athugiö breytt- Kópavogur Opið hús Opiö hús er alla laugardaga kl.10.00 - 12.00 aö Digranes- vegi 12. Kaffi og létt spjall. Siguröur Geirdal bæjarstjóri veröur til viötals. Framsóknarféíögin Siguröur Þorrablót Framsóknarfé- lags Seltjarnarness Slv Þorrablót Framsóknarfélags Seltjamar- ness verður haldiö laugardaginn 13. feb. nk. kl. 19.30, aö Melabraut 5, Sel- tjarnamesi. Þorramatur verður aö- keyptur og kostar kr. 1.600 fyrir mann- inn, en nauösynlegar guöaveigar veröa menn aö koma með sjálfir. Formaöur flokksins, Steingrimur Hermannsson, og bæjarfulltaiinn okkar, Siv Friöleife- dóttir, munu ffytja okkur þorrahugleiö- ingar slnar. Steingrímur Þátttöku þarf að tilkynna til einhvers stjómarmanna: Siv I sima 621741, Amþórs I sfma 611703, Asdisar I sima 612341, Guömundarí sima 619267 eða Jóhanns Pét- urs i sima 622012 I sföasta lagi miövikudaginn 10. feb. n.k. Viö i stjóminni vonumst eftir aö sjá sem flest ykkar I góöu formi á þorrablótinu okk- ar. Framsóknarfélag Seltjamarness Opnir fundir um heilbrigðismál irju er veriö að breyfa varöandi kostnaöí Ásta Ragnhelður Hverju er veriö að breýlá varöandi kostnaöarhlutdeild I heil- brigöisþjónustunni? Borgames: Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20.30 i Félagsbæ, Borgamesi. Gestur á fundunum veröur Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi i Tryggingastofnun rikisins. Allir velkomnir. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur, Siguröur Þórólfsson varaþingmaöur, Halldór Jónsson héraöslæknir Akranes — Bæjarmál Fundur veröur haldinn i Framsóknarhúsinu laugardaginn 13. febrúar kl. 10.30. Fariö veröur yfir þau mál, sem efst ern á baugi i bæjarstjórn. Morgunkaffi og meðlæti á staönum. Bæjarfulltrúamlr Framsóknarvist — Reykjavík Framsóknarvist veröur spiluö n.k. sunnudag, 14. febrúar, I Hótel Lind, Rauðarárstig 18, og hefet kl. 14.00. Veitt veröa þrenn verölaun, karia og kvenna. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp I kalfihléi. Framsóknarfélag Reykjavlkur Sigrún Norðurland eystra Laugardagur 13. febrúar Blómaskálinn Vln i Eyjafjaröarsveit kl. 10.30. Guömundur Bjamason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson ræöa þjóömálin. Garðar, skrifetofa framsóknarmanna á Húsavlk, kl. 10.30. Valgeröur Sverrisdóttir og Guömundur Stefánsson mæta. Veriö velkomin. Framsóknarfíokkurinn Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Védís Leifsdóttir Védís Leifsdóttir t.v. meö mömmu sinni, Guörúnu Svövu Svavarsdóttur. Myndin er tekin áriö 1983. Fædd 2. júlí 1965 Dáin 29. janúar 1993 Það er ótrúlegt hvað dauðinn er fjarri okkur sem erum hraust og í fullu fjöri, jafnvel þótt dauðinn sé það eina sem við vitum með vissu að bíður okkar, eins og einhver vitringur sagði. Og enda þótt við horfum upp á jafn glæsilega og kraftmikla konu og Védísi Leifs- dóttur visna fyrir augum okkar af völdum sjúkdóms, sem enn er ólæknandi, þá kemur dauði henn- ar okkur að óvörum, þrátt fyrir að við höfum vitað að við honum hef- ur mátt búast næstum hvenær sem er í tæp tvö ár. En Védís er á þessum tíma búin að Ieika nokkr- um sinnum á dauðann og því von að hún hafi platað okkur, dauðlega vini sína, með sinni hressilegu framkomu. Maður taldi sér trú um að hún stigi upp úr þessari síðustu sjúkrahúslegu eins og hinum. Védís gerði svo sannarlega ekki mikið úr sínum veikindum, þótt hún væri aðspurð fús til að segja manni allt um tæknilegar og læknisfræðilegar hliðar þeirra. Hins vegar sagðist hún alltaf hafa það gott, jafnvel undir það síðasta þegar maður vissi að svo gat ekki verið. Hún sneri líka spurningum um eigin líðan upp á spyrjandann; fékk mann til að tala um ýmsa daglega hluti sem manni fundust svo sáraómerkilegir, samanborið við hennar dapurlega hlutskipti, að maður hálf skammaðist sín fyr- ir að vera að tala um þá. Ég kynntist Védísi þegar hún og Dögg vinkona hennar tóku að sér að skiptast á um að gæta Laufeyjar dóttur minnar þau kvöld sem ég sat við prófarkalestur á Þjóðviljan- um. Þetta samband hófst árið 1979, þegar Dögg og Védís voru að ljúka námi í Austurbæjarskólan- um, og Védís hélt áfram barn- fóstrustarfinu þar til hún hélt út í heim árið 1983. Sú ferð hófst í Færeyjum og þangað heimsóttum við Laufey hana um sumarið. Ég hef grun um að Védís hafi ekki verið ströng barnfóstra, enda týndi hún aldrei barninu í sjálfri sér, og samband hennar og Laufeyjar varð mjög fljótt líkara vinkvennasam- bandi, enda þótt níu ár skildu þær að. Það fuku t.d. þó nokkrar of- brenndar brauðsneiðar, sem höfðu gleymst í brauðristinni vegna anna þeirra tveggja, út um glugg- ann á Eiríksgötunni, úr hendi Vé- dísar, og það þótti dóttur minni skemmtileg afgreiðsla á óætri matvöru. Og ekki skemmdi fyrir að þessi meðferð á ofristuðu brauðsneiðunum var þeirra leynd- armál. Védís var hugsjónamanneskja, ekki síst í mannlegum samskipt- um. Hún vildi trúa því að eitthvað gott væri í öllum manneskjum, hvernig svo sem þær komu fyrir eða hvaða álit aðrir hugsanlega hefðu á þeim. Hún var mjög rækt- arsöm við vini sína, og enda þótt hún kæmi sjaldan heim til íslands eftir að hún hélt á vit ævintýra ár- ið 1983, til Noregs, Danmerkur, suður um Evrópu og settist svo að á Spáni, lét hún ekki hjá líða að koma þá í heimsókn til sem flestra af sínum fjölmörgu gömlu vinum og hafa samband við hina símleið- is sem hún komst ekki yfir að hitta einhvern veginn. Og ekki má gleyma bréfunum og kortunum sem hún sendi frá útlöndunum heim til vina sinna meðal þessarar pennalötustu þjóðar í heimi. En þar bjargaði dóttir mín heiðri mínum, enda fór svo að Védís hætti að stíla bréfin til mín og sendi þau til Laufeyjar, með kveðj- um og skilaboðum til móður- myndarinnar. Já, það er dapurlegt að sjá slíkan glæsileik og svo sterkan lífskraft visna, og auðvitað er ekki hægt að setja sig í spor hins sýkta, en auk þess var líka á Védísi lagt að missa sjónina í fyrrasumar. Hún sýndi ótrúlegan styrk og sjálfsbjargar- viðleitni þrátt fyrir það; lærði að MINNING ; nota hvíta stafinn og gekk meira að segja nokkrum sinnum frá heimili sínu á Hverfisgötunni til lyfjagjafar á Landspítalanum. En vegna blindunnar var það ekki margvíslegt sem Védís gat gert sér til dægrastyttingar þegar líkam- legu kraftarnir voru litlir orðnir undir það síðasta. Hún hlustaði reyndar á leikrit og sögur á kass- ettum frá Blindravinafélaginu, og ekki má gleyma dálæti hennar á Marianne Faithfull. Hún byrjaði fyrst að hlusta á hana við barnap- íustörfin heima hjá mér og ég veit ekki hvað oft Laufey var búin að endurnýja kassetturnar með Mari- anne fyrir Védísi, en síðasta endur- nýjunin fór fram í desember og janúar síðastliðnum. Védís virkaði oft mjög opinská í orði og verki, en mér fannst hún lokuð þegar nálægt hennar eigin kjarna var komið. Hún var mjög sterk, eins og þeir kynntust sem sáu hana horfast í augu við dauð- ann, og sterkar manneskjur finna ekki auðveldlega aðrar sér sterkari sem þeim finnst þær geti lagt á eigin áhyggjur, hvað þá sorgir. Eins hafði ég alltaf á tilfinning- unni að Védís væri að hlífa manni með því að segjast hafa það gott hvemig sem á stóð. Nú þarf hún ekki að axla þá byrði lengur ofan á þau veikindi sem hún gekk í gegn- um, en ég hef margs að spyrja hana ef ég hitti hana á öðru tilver- ustigi, margs sem ég beið of lengi með á þessu, til dæmis í sambandi við ljóðin hennar sem hún gaf okkur á Öldugrandanum í jólagjöf. En nú er Védís búin að fá hvíld frá jarðlegum meinum, hún sofnaði aðfaranótt föstudagsins 29. janúar, og verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Ég sendi að lokum innilegar sam- úðarkveðjur til Egils bróður Védís- ar, Guðrúnar Svövu mömmu hennar, fósturföðurins Þorsteins frá Hamri, til Leifs Jóelssonar pabba hennar, ömmu hennar og afa, frændfólksins Kidda og Hlínar, til annarra náinna ættingja og vina; og til Stebba vinar míns og sambýlismanns Védísar — það hefðu ekki margir leyst þitt starf af hendi Stebbi minn, af eins fúsum og frjálsum vilja. Andrea Jónsdóttir Elsku Védís. Allt er hverfult, en sumt svo hverfult að eigi varir nema stutta stund. Allt sem þú sáðir mun síðar uppskorið, baráttan er búin en ekki töpuð. Þú ert komin og farin, en munt aldrei að eilífu hverfa. Líttu í huga minn, því þar muntu ávallt verða. í þína minningu hendi ég brenndu ristarbrauði út um gluggann og brosi við birtunni sem lífið í rauninni er. Tákk fyrir allt. Laufey Ólafsdóttir Útför sonar mlns og bróður okkar Agnars Helga Vigfússonar frá Hólum í Hjaltadal sem andaöist á Landspftalanum þann 3. febrúar sl., veröur I Sauöár- krókskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Jarösett veröur I Hólakirkju- garöi. Kveöjuathöfn fer fram I Háteigskirkju, föstudaginn 12. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag fslands eöa Hjartavernd. Helga Helgadóttlr og systklnl hlns látna ________________________________________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.