Tíminn - 18.03.1993, Síða 2

Tíminn - 18.03.1993, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 18. mars 1993 Samstaða á Alþingi um styrkingu Landsbanka, en málsmeðferð ríkisstjórnarinnar harðlega gagn- Vandi Landsbankans endur- speglar veikt atvinnulíf Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi með bankastjór- um Landsbanka fyrir hádegi í fyrradag að ekki yrði tekin ákvörð- un um bætta eiginfjárstöðu Landsbankans á næstu dögum. í há- deginu þann dag ákvað forsætisráðherra að boða til skyndifund- ar í ríkisstjórninni til að ræða málefni bankans. Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að eftir þær aðgerðir sem nú hefði verið ákveðið að ráðast í yrði hallinn á ríkissjóði yf- ir tíu milljarðar og öllum mætti vera ljóst að ekki værí tilefni til frekarí útgjalda af hálfu ríkissjóðs í tengslum við gerð kjara- samninga. Á fundi í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis í gærmorgun var upplýst að á fundi bankastjóra Landsbankans og Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra sem haldinn var kl. 11 á þriðjudaginn hefði Jón sagt að ríkisstjórnin myndi enga ákvörðun taka varð- andi eiginfjárstöðu bankans á allra næstu dögum. í hádeginu sama dag var engu að síður tekin ákvörðun um að fresta fundum Alþingis og boða skyndifundi í ríkisstjóminni til að fjalla um slæma stöðu Landsbankans. Flest virðist benda til að Jón hafi ekki vitað annað þegar hann sat fund með bankastjórum Lands- banka fyrir hádegi en að engin ákvörðun yrði tekin í skyndi. Dav- íð Oddsson mun hins vegar hafa tekið ákvörðun um að boða skyndifund í ríkisstjórninni og þannig tekið málið úr höndum viðskiptaráðherra. Jón hafði um nokkurt skeið átt í viðræðum við forsvarsmenn Landsbanka, Seðla- banka og Bankaeftirlitsins um hvernig mætti bæta eiginfjár- stöðu Landsbanka. Bankastjórum Landsbanka sagt aö halda sér saman Bankastjórar Landsbankans neituðu að ræða við fjölmiðla í gær þrátt fyrir að ákaft væri eftir því leitað og engin yfirlýsing kom frá bankanum. Bæði í gær og f fyrradag fengu fjölmiðlar þó þau skilaboð að bankinn myndi gefa út yfirlýsingu um málið. Sam- kvæmt heimildum Tímans er ástæðan fyrir þessu þrýstingur frá ríkisstjóminni. Bankastjórarnir voru óánægðir með hvernig ríkis- stjómin stóð að aðgerðum sín- um. Ríkisstjórnin hefur hins veg- ar lagt hart að bankastjórunum að lýsa óánægju sinni ekki í fjöl- miðlum. Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlits Seðlabankans, er einn fárra embættismanna í fjár- málakerfi landsins sem hefur gagnrýnt hvemig ríkisstjórnin stóð að málum, en það gerði hann fyrst í Tímanum í gær. Hann fékk litlar þakkir að launum. Bæði for- sætisráðherra og viðskiptaráð- herra ræddu við hann og gagn- rýndu hann harðlega fyrir yfirlýs- ingar sínar. Síðdegis í gær bað hann forsætis- og viðskiptaráð- herra afsökunar á ummælum sín- um. Tíminn reyndi mikið í gær að fá viðtal við forsvarsmenn Lands- bankans í gær til að bera undir þá fullyrðingar um að borið hefði á miklum ótta hjá viðskiptamönn- um bankans í gær og fyrradag og að sparifjáreigendur hefðu tekið fé út úr bankanum. Þessar full- yrðingar fengust ekki staðfestar af bankanum. Málsmeðferð stjórnvalda skaðar Landsbankann Eins og kunnugt er ákvað ríkis- stjórnin að boða til sérstaks aukafundar um málefni Lands- bankans um miðjan dag f gær. Þingfundum var frestað og þing- flokkar ríkisstjórnarinnar voru kallaðir til fundar. Fjölmiðlar töl- uðu um að bankakerfi lands- manna riðaði til falls og minnt- ust á Færeyjar og Finnland í því sambandi. Alþýðublaðið, mál- gagn viðskiptaráðherra, segir t.d. í fyrirsögn í gær: „Landsbankan- um bjargað, — eiginfjárstaðan að hruni komin.“ Þingmenn gagnrýndu harðlega framgang ríkisstjórnarinnar. Þeir spurðu hvernig ætti að útskýra það fyrir lánardrottnum okkar útí heimi að þingfundum skyldi hafa verið frestað og boðað til skyndifundar f ríkisstjórninni til að fjalla um slæma stöðu Lands- bankans. Ólafur Ragnar Gríms- son fullyrti að þessi framgangur hefði rýrt mikið traust á Lands- bankanum erlendis og það myndi kosta mikla vinnu að endur- heimta það. Hann fullyrti jafn- framt að þessi framgangur mundi kosta bankastofnanir hér á landi, fyrirtæki og þjóðarbúið allt millj- arða í hærri vöxtum og verri lánskjörum erlendis. Aukið eigið fé Landsbankans þýðir, af bókhaldslegum ástæð- um, að það verður að gera bank- ann upp með tapi uppá yfir tvo milljarða króna. Sumir lána- samningar sem Landsbankinn hefur gert við erlenda banka gera ráð fyrir að endurskoða megi vexti sem Landsbankinn greiðir ef hann er rekinn með miklu tapi. Það þarf heldur ekki að hafa mörg orð um það að tap upp á 2- 3 milljarða króna er afar slæm augiýsing fyrir Landsbankann. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði að erlendum við- skiptabönkum íslands hefði í gær verið send tilkynning um aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar til styrktar Landsbanka. Engin viðbrögð hefðu borist. Jóhannes sagðist ekki telja að aðgerðirnar eða málsmeðferð myndi skaða láns- traust íslendinga erlendis. Jóhannes sagðist ekkert telja at- hugavert við málsmeðferð ríkis- stjórnarinnar. Hann sagði að það hefði ekki farið hjá því að það hefði vakið mjög mikla athygli þegar fjórir milljarðar eru settir f Landsbanka. Hann sagðist telja að fjölmiðlar gerðu of mikið úr málinu en hvorki hann né ríkis- stjórnin réði við það. Nýjar reglur Landsbankanum erfíðar Það eru nýjar alþjóðlegar reglur um eiginfjárstöðu banka, svokall- aðar BlS-reglur, sem eiga stærst- an þátt í því að stjórnvöld ákveða að leggja Landsbankanum til aukið eigið fé. Með þessum regl- um verða tvær meginbreytingar. Gerðar eru meiri kröfur um eigið fé banka en áður og mat á áhættu útlána er breytt. Eiginfjárhlutfall er hækkað úr 5% í 8% og útlán- um er skipt upp f nokkra áhættu- flokka. Sem dæmi má nefna að lán til sveitarfélaga bera 20% áhættu. Lán til húsnæðiskaupa eða húsbygginga, fyrirtækja eða einstaklinga bera 50% áhættu. Lán til atvinnuvega, eins og t.d. til sjávarútvegs, eru hins vegar í 100% áhættuflokki. Það er skilj- anlegt að t.d. Evrópubandalagið meti sjávarútveg, fiskvinnsluhús og skip, sem mjög áhættusaman skuldara. Það er hins vegar spurning hvort það sama gildi á íslandi þar sem allt efnahagslífið byggir á sjávarútvegi. Steingrímur Hermannsson benti á þetta f umræðunum á Al- þingi. Hann sagði að við ættum að sjálfsögðu að hafa alþjóðlegar reglur um mat á eiginfjárhlutfalli banka. Það sé hins vegar spurn- ing hvort nauðsynlegt sé að taka þær upp algerlega óbreyttar. Hann nefndi að aðrar þjóðir hefðu lagað þær að sýnu efna- hagslífi og nefndi Frakkland sér- staklega í þvf sambandi. Landsbankinn er með um 70% allra sjávarútvegsfyrirtækja í við- skiptum. Steingrímur sagði að svo gæti farið að BlS-reglurnar neyddu Landsbankann til að draga úr viðskiptum við sjávarút- veginn. Allir gætu séð í hendi sér hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslífið. Landsbankinn tapar engu á viðskiptum við Sambandið Davfð Oddsson forsætisráðherra hefur talað um að erfiðleika Landsbankans megi rekja til „for- tíðarvanda". Hann nefndi fisk- eldi, loðdýrarækt, erfiðleika Sam- bandsins og kaupin á Samvinnu- bankanum sérstaklega f þessu sambandi. Á fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær sögðu end- urskoðendur Landsbankans að yfirtaka bankans á Sambandinu hefði tekist mjög vel og óvíst væri hvort bankinn myndi tapa krónu á viðskiptum við Sambandið. Ennfremur upplýstu endurskoð- endurnir að kaupin á Samvinnu- bankanum hefðu styrkt Lands- bankann. Endurskoðendurnir hafa reynt að meta líkleg útlánatöp Lands- bankans. Niðurstaða þeirra er að nauðsynlegt sé að staðan á af- skriftareikningi bankans um síð- ustu áramót verði 4,5 milljarðar en hún er í nú 2,8 milljarðar. Fróðlegt er að skoða mat þeirra á einstökum útlánaflokkum. Þeir telja hættu á að 850 milljónir tapist vegna fiskeldis, 111 millj- ónir tapist vegna loðdýraræktar, um 300 milljónir vegna rækju- iðnaðarins og 200 milljónir vegna ullariðnaðarins. Samtals eru þetta röskar 1.400 milljónir. Þá standa eftir um 3 milljarðar. Þar er um að ræða ýmis fyrirtæki og einstaklinga í ýmsum atvinnu- greinum. Steingrímur Hermannsson sagði ekki hægt að halda því fram að um væri að ræða einhvern for- tíðarvanda. Um væri að ræða dóm yfir atvinnulífi landsmanna. Þessar miklu afskriftir endur- spegluðu bága stöðu atvinnulífs- ins. Hann sagði að bætt eiginfjár- staða Landsbankans dugði ekki ef staða atvinnulífsins batnaði ekki. Ríkisstjórnin yrði að koma þar með aðgerðir sem bættu stöð- una. Aðrar leiðir voru færar til að styrkja Landsbankann Það hefði verið hægt að fara aðra leið við að styrkja eiginfjár- stöðu Landsbankans, leiðir sem ekki hefðu leitt til þess að gera hefði þurft bankann með miklu bókhaldslegu tapi. í bankakreppunni á Norður- löndunum hefiir sums staðar verið farin sú leið til að styrkja eiginfjárstöðu bankanna að ríkið taki yfir einstakar skuldir bank- anna. Þessi leið var farin þegar Útvegsbankinn var gerður upp. Jón Sigurðsson hafnaði þessari leið á Alþingi í gær. Hann sagði að þessi leið þýddi að ríkið sæti uppi með fjölda eigna sem hann þyrfti að sinna og losna við. Það væri bankanna en ekki ríkisins að sinna slíkum störfum. Óákveðið hvenær eða í hvaða formi Landsbankinn fær pen- inga frá ríkinu I ræðu Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra á Alþingi í gær kom fram að ekki liggur fyrir með hvað hætti Landsbankinn fær þá tvo milljarða sem ríkis- sjóður ætlar að leggja honum til og ekki heldur hvenær það verði gert. „Það liggur ekki fyrir í hvaða formi þessi ráðstöfun verður gerð en gera má ráð fyrir að það verði gert með skuldabréfum sem ríkið myndi greiða í tímans rás, t.d. á nokkurra ára bili. Aðalatriðið er að hér er verið að styrkja eigin- fjárstöðu bankans en ekki lausa- fjárstöðu," sagði Friðrik. Ólafur Ragnar Grímsson sagði þetta sýna vel að málið væri ekki vel undirbúið og ekki hefði verið nokkur þörf á skyndifundi í ríkis- stjórninni. Á fjármálaráðherra var að skilja að ekki þyrfti að gera grein fyrir framlaginu til Landsbanka í fjár- aukalögum þó að það kæmi fram í ríkisreikningi. Friðrik segir að nú þýði ekk- ert að tala um hærra kaup Friðrik Sophusson sagði að sú niðurstaða sem nú er orðinn hlyti að hafa áhrif í þeim kjara- viðræðum sem framundan eru. Hallinn á ríkissjóði hækkaði enn og ekki þýddi að biðja ríkið um aukna fjármuni til sérstakra að- gerða í atvinnumálum. „Þetta þýðir þegar lauslega er Iitið til ríkissjóðs að gera má ráð fyrir því að reikningslegur halli á ríkissjóði verði talsverður á þessu ári og talsvert meiri en á síðasta ári, a.m.k. tíu milljarðar og hugs- anlega hærri. Þetta sýnir að ríkis- sjóður hefur minni möguleika en áður til að auka útgjöld, til að mynda að fara af stað með fram- kvæmdir eða annað. Á þetta vil ég leggja áherslu á vegna þess að nú er eins og menn vita nokkuð lagt að ríkissjóði að auka fram- kvæmdir, draga úr tekjum hans eða auka útgjöld á öðrum svið- um,“ sagði Friðrik. Fær íslandsbanki tvo millj- arða frá ríkinu í vor? í frumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í gær um aðgerðir til að bæta eiginfjárstöðu Landsbanka er gert ráð fyrir að tryggingar- sjóði viðskiptabanka verði veitt heimild til að taka þrjá milljarða að láni með ríkisábyrgð. Einn milljarður á að fara til Lands- banka en ekki er tiltekið hvað gera á við hina milljarðana tvo. Ólafur Ragnar Grímsson fullyrðir að milljarðarnir tveir eigi að fara til íslandsbanka en staða hans hefur veikst mikið í kjölfar mikils útlánataps. Viðskiptaráðherra svaraði þessu ekki beint en sagði að milljarðarnir yrðu notaðir til að styrkja bankakerfið í landinu. Ekki væri útilokað að Landsbank- inn fengi þá til viðbótar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að viðskiptaráðherra geti að höfðu samráði við fjármálaráðherra ákveðið með einu bréfi að láta viðskiptabanka, hugsanlega ís- Iandsbanka, fá tvo milljarða. Þetta var gagnrýnt á Alþingi í gær. Ólafur Ragnar lagði til að þetta yrði skilyrt í frumvarpinu á þann hátt að viðskiptaráðherra gæti ekki veitt einni lánastofnun meira en 100 milljónir nema leggja málið fyrst fyrir Alþingi. Krafíst tilsjónarmanna með ráðamönnum Landsbanka Ríkisstjórnin hefur rætt um að setja sérstaka tilsjónarmenn yfir Landsbankans og raunar er gert ráð fyrir slíkri heimild í frum- varpinu. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, hefur í fjölmiðlum krafist þess að settir verði tilsjón- armenn með bankanum. Stjórn- arandstaðan gagnrýndi þetta í gær. Þeir bentu á að ef bankinn væri svo illa rekinn sem haldið væri fram væri eðlilegt að skipt væri um bankaráð. í umræðunni var bent á að staða Landsbankans væri betri nú en oft áður. Eiginfjárstaða bankans er nú um 6 milljarðar. Lausafjár- staða hans er góð og hefur sjald- an verið betri. Bankinn greiddi ekkert í refsivexti til Seðlabanka á síðasta ári en þangað hefur hann oft þurft að greiða háa vexti vegna slæmrar lausafjárstöðu. íslenskt bankakerfi stendur traustum fótum „Langvinnir efnahagserfiðleikar hér á landi og stöðugar fréttir af erfiðleikum innlánsstofnana í ýmsum nágrannaríkjum okkar gera það að verkum að það er mikilvægt að grípa til aðgerða til að auka traust á bankakerfi lands- ins,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra í framsöguræðu sinni á Alþingi í gær. í ræðu Jóns kom fram að það er mat endurskoðenda Landsbank- ans, ríkisendurskoðanda, að af- skriftareikningur bankans þurfi að vera 4.500 milljónir miðað við árslok 1992. Þá er það mat þeirra að auka þurfi afskriftir útlána enn á þessu ári og að afskrifta- reikningurinn verði 5.800 millj- ónir í árslok. „Eftir þessar aðgerðir stendur íslenska bankakerfið traustum fótum. Eiginfjárstaða bankanna er góð og fullnægir hinum al- þjóðlegu kröfum sem til þeirra eru gerðar,“ sagði Jón. „Reyndar er það svo að eiginfjárstaða ís- lenska bankakerfisins hefur löng- um verið traust og traustari en í sumum nágrannalöndunum. T.d. hefur verið bent á að ein stór or- sök erfiðleika banka í Finnlandi er einmitt sú að eiginfjárstaða þeirra var tiltölulega veik og þeir því illa búnir undir erfiðleika."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.