Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. mars 1993 Tíminn 3 Atvinnuleysistryggingasjóður lækkar umsýsluþóknun til stéttarfélaga vegna greiðslu atvinnuleysisbóta úr 5% í 3-4,5% Megn óánægja innan verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VMSÍ: Gæti leitt til þess að félögin hættu að sinna þessari þjónustu Stjóm Atvinnuleysistryggingasjóös hefur ákveðiö að lækka umsýsluþókn- un til stéttarfélaga sem þau hafa fengið vegna vinnu við greiðslu atvinnu- Ieysisbóta til sinna félagsmanna, eöa úr því vera 5% í 3- 4,5%. Grétar Sveinsson formaður VMSÍ segir þessa breytingu vera útí hött og hún gæti leitt til þess að viðkom- andi stéttarfélög hreinlega hættu að sinna þessari þjónustu. Pétur Sig- urðsson, formaður Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, lætur að því liggja að ef stjómin hefði ekki haft frum- kvæði að þessari breytingu hefði tryggingaráðuneytið haft það í stað- inn. Þessi umsýsluþóknun var föst stærð, fimm af hundraði en hefur verið breytt þannig að þau félög sem greiða fimm milljónir eða minna í atvinnuleysisbætur fá 4,5% um- sýsluþóknun, 4% fyrir 5-10 milljón- ir og 3,5% fýrir 10-20 milljónir. Þau sem greiða 20 milljónir í bætur eða meira fa aðeins 3% fyrir sinn snúð eða um 600 þúsund krónur. Pétur Sigurðsson, formaður stjómar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, varaþingmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra og formaður Alþýðusambands Vestfjarða segir það vera mat stjómarinnar að mesta vinna stéttarfélaganna vegna at- vinnuleysis sé sú gmnnvinna sem unnin er í upphafi, öll gagnavinna og úrskurðir um bætur. „Síðan þarf ekki að ýta nema á einn takka í tölvu til að fá út útreikning- inn hjá viðkomandi. 5% umsýslu- þóknun var hámark en það var til- hneiging til þess að allir sendu reikning fyrir þessum 5% og það segir ákveðna sögu. Það getur ekki verið sama vinnan hjá öllum." Hinsvegar telur hann hvorki sig né stjóm Atvinnuleysistryggingasjóðs þess umkomin að meta til fjár eftir- litshlutverk úthlutunamefndanna og þá staðar- og félagslegu þekkingu sem sé til staðar á skrifstofum stétt- arfélaganna. „Þannig að það getur vel verið að þessi ákvörðun gangi á hagsmuni þeirra sem hafa tekið þetta að sér. En þá verða menn að gera það upp- við sig hvort þeir vilja halda þessu starfi áfram innan félaganna og því sambandi sem myndast við þá sem leita til skrifstofu viðkomandi stétt- arfélags vegna atvinnuleysis." Á síðasta ári námu þessar greiðslur til stéttarfélaganna vegna vinnu við greiðslu atvinnuleysisbóta, eftirlit o.fl. alls 80-90 milljónum króna. Þessar greiðslur hafa verið gagn- rýndar af hálfu atvinnurekenda og m.a. hafa þeir haldið því fram að þessar greiðslur séu orðnar að föst- um tekjustofni hjá þeim stéttarfé- lögum sem hafa marga á atvinnu- leysiskrá. Á móti hafa viðkomandi stéttarfélög eins og VR sýnt fram á að það hefur þurft að greiða tvær milljónir úr eigin vasa þrátt fyrir að hafa fengið rúmar níu miljónir úr Atvinnuleysistryggingasjóði á síð- asta ári Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir að þessi breyting sé útí hött og gæti orðið til þess að stéttarfélögin hrein- lega hættu greiðslu atvinnuleysis- bóta og þeirri vinnu sem fylgir. Hann segir jafnframt að lækkun á umsýsluþóknunni geti einnig haft áhrif á fjárhagsstöðu félaganna og um leið á þá almennu þjónustu sem þau veiti sínu félagsfólki. Hann segir að mikil óánægja sé með þessa breytingu stjórnar At- vinnuleysistryggingasjóðs og mikið hafi verið hringt og spurt um þessa ákvörðun á skrifstofú VMSÍ. -grh Hvar á verkakonan að finna hagnaðinn af hinni frjálsu samkeppni og frjálsa verði?: VERKAKONAN NÚ KLUKKU- STUND LENGUR AÐ VINNA FYRIR KLIPPINGU EN1989 Reykvísk verkakona þarf nú að vinna heilum klukkutíma lengur til að eiga fyrir klippingu en hún þurfti fyrir fjórum árum. Upp- lýsingar sem Hagstofan birtir árlega um verð á ýmsum vörum og þjónustu á höfuðborgarsvæð- inu benda til þess að lækkun verðbólgu og stöðugt verðlag hafi farið framhjá sumum selj- endum vöru og þjónustu, meðal annars hárgreiðslustofum. Eða hvernig má það annars vera að í nóvember sl. hafði gjald fyrir klippingu kvenna hækkað um ellefu af hundraði á einu ári — á því sama ári og minna en 1% hækkun varð á bæði launa- og framfærsluvísitölu? Árið þar áð- ur hækkaði klippingin nærri tvöfalt meira en framfærsluvísi- talan. Til að athuga þetta nánar var litið á gjald fyrir „klippingu kvenna (efni innifalið)" eins og það hefur verið í nóvembermánuði síðustu fimm árin samkvæmt Hagtíðindum. Gjaldið var síðan borið saman við meðaltal greidds tímakaups verkakvenna á hverjum tíma samkvæmt tölum kjararannsóknamefndar. í Ijós kem- ur að verkakonunni dugðu rúmlega þriggja klukkustunda laun til að borga fyrir klippinguna árin 1988 og 1989. í nóvember sl. þurfti hún orð- ið meira en fjögurra klukkustunda vinnu (rúmlega hálfan vinnudag) til að eiga fyrir klippingu. Klipping og tímakaup verkakvenna Nóv. Klipping Tímak. =KlsLmm. 1989 1.032 kr. 330 kr. 3,08 st. 1990 1.294 kr. 350 kr. 3,42 st. 1991 1.483 kr. 393 kr. 3,46 st. 1992 1.644 kr. 400 kr. 4,07 st. Hækkun 59% 21% 32% Greiðsla fyrir klippingu kvenna hefur þannig hækkað um nærri 60% á sama tíma og tímakaup verkakvenna hefur bara hækkað um rúmlega 20%. Verkakonan þurfti því að vinna þriðjungi lengri tíma til að eiga fyrir klippingu sl. haust en hún þurfti þrem til fjórum árum áður. Hækka ekki allir hlutir alltaf langt- um meira en kaupið? Þannig spyrja kannski ýmsir. En þannig er því samt ekki varið sem betur fer. Fram- færsluvísitalan í heild hækkaði t.d. heldur minna en tímakaup verka- konunnar, eða um tæplega 19% frá nóvember 1989 til sama mánaðar 1992. Það er líka fróðlegt að bera aðrar verðhækkanir saman við hækkun á klippingu þessi sömu ár. Þegar leit- að var að einhverju sem kostaði því sem næst það sama og klippingin haustið 1989 kom í ljós að það var kíló af lærissneiðum og mánaðar- áskrift að dagblaði (Tímanum og Mogganum) sem næst komust í verði. Klipping, lambalæri og Tíminn Nóv. KlioDÍng Læri Tíminn Ar. kr. kr. 1989 1.032 1.043 1.000 1990 1.294 1.034 1.100 1991 1.483 1.028 1.200 1992 1.644 1.148 1.200 Hækkun: 59% 10% 20% Hófleg hækkun á lærissneiðunum er langt ffá að vera einsdæmi því mat- vöruliður framfærsluvísitölunnar hækkaði raunar ekki nema um tæp- lega 9% á runum 1989-92. Verðhækk- un dagblaðanna er hins vegar nokkuð svipuð og hækkun greidds tímakaups verkakvenna. Rétt er að geta þess að af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa rakarar und- anfarin ár verið miklum mun hófsam- ari í hækkun á gjaldi fyrir herraklipp- ingu. T.d. hækkaði meðalverð fyrir herraklippingu aðeins um 50 krónur á síðasta ári þótt dömuklipping hækk- aði um 161 krónu. Þeir voru hins vegar ekki eins heppn- ir karlamir sem þurftu að kaupa sér algengustu klæðisplögg. Sokkar (úr ullarblöndu) hækkuðu Ld. úr 442 kr. í 642 eða um 45% á árinu. Herraskyrta hækkaði úr 3.331 kr. í 3.990 eða um 20% og nærföt úr 1.708 kr. í 1.886 kr. sem er 10% hækkun. Virðast þetta ekki ríflegar verðhækk- anir á einu ári, sama ári og verð er- lends gjaldeyris stendur í stað og verð- bólga er minna en 1% á ári? -HEl Greiðsluáskorun Bæjarsjóður Húsavíkur skorar hér með á þá sem ekki hafa staðið skil á aðstöðugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, sem voru álögð 1992 og féllu I gjalddaga 1. desember 1992, einnig þá sem eiga ógreidd leikskólagjöld til fallin 1990, 1991 og 1992 og sem féllu í gjalddaga fyrir 1. janúar 1993, að greiða skuldir þessar nú þeg- ar og eigi síðar en 15 dögum eftir birtingu þessarar áskorunar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara til tryggingar van- goldnum eftirstöðvum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostn- aði sem af gerðinni leiðir. Bæjarsjóður Húsavíkur. ^2222^ Heilsugæslusamlag Hvammstangaumdæmis Útboð 2 Endurinnrétting Sjúkrahúss Hvammstanga Forval verktaka. Heilsugæslusamlag Hvammstangaumdæmis auglýsir hér með forval verktaka til að bjóða í endurinnréttingu Sjúkra- húss Hvammstanga, sem er tveggja hæða hús, samtals 709 m2. Lýsing: Vegna skipulagsbreytinga er nánast allt tréverk fjarlægt úr byggingunni, söguð ný göt í steypta eða hlaðna veggi, þar sem þess þarf með, en hlaðið upp í óþörf eldri göt og síðan innréttað upp á nýtt. Raflögn og lágspennulagnir eru mikið til endurnýjaðar, svo og frárennslislagnir, hita- kerfi er lagfært og nýtt loftræstikerfi er sett í húsið. Húsið er allt málað upp á nýtt, öll gólfefni endurnýjuð svo og innréttingar og innihurðir. Tillit skal tekiö til þess við framkvæmd verksins að húsið verður í fullum rekstri og skal verkið unnið á virkum dög- um á tímabilinu frá kl. 8.00 til 19.00. Fjöldi bjóðenda. Fjöldi bjóðenda verður takmarkaður við fjóra. Greiðslur. Þeir verktakar sem valdir verða til að taka þátt í útboðinu eftir forval, en hljóta ekki verkið, fá greitt fyrir tilboðsgerð sína kr. 50.000,-. Eftirfarandi uppiýsinga er óskað um væntaniega bjóðendur. 1. Nafn, heimilisfang og kennitala verktaka. 2. Nafn, heimilisfang og kennitala undirverktaka. 3. Lýsing starfsferils verktaka og undirverktaka. 4. Ársuppgjör fyrir starfsemi verktaka og undirverktaka sl. þrjú ár. 5. Aðrar upplýsingar sem verktaki telur að gagni koma við val á verktaka. Frestur til að skila forvalsgögnum. Forvalsgögnum skal skila á skrifstofu framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Hvammstanga, Spitalastíg 2, 530 Hvamms- tanga, fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 24. mars 1993. Á sama stað eru allar nánari upplýsingar veittar í síma (95) 12348, en á kvöldin hjá Guðmundi H. Sigurðssyni í síma (95) 12393. Hvammstanga 15. mars 1993. F.h. framkvæmdanefndar, Guðmundur H. Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.