Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 18. mars 1993 í dag, 18. mars, er hin þekkta kempa, Daníel Ágústínusson, 80 ára. Af því til- efni sting ég niður penna og segi til hamingju og innilegar þakkir fyrir 40 ára störf fyrir Framsóknarflokkinn á Akranesi. Afmælisbamið er engum líkur. Hann er ótrúlegur. Mér er næst að halda að aðeins einu sinni á öld fæðist slíkur maður. Ég hef að minnsta kosti ekki mætt neinum sem svipar til hans. Hann er eldhugi, sem flýgur hratt og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þó að hann standi nú á áttræðu, er varla grátt hár á hans höfði. Elli kerl- ing er langt frá honum. Dæmi um það er, að nú fyrir nokkru þegar ég stóð við hlið hans á mannamóti var ég spurð hvort ég væri konan hans, en til skýr- ingar skilja nær fjórir tugir ára á milli okkar. Það mætti halda að sá fullorðni hefði verið geymdur í bómull, en svo er aldeilis ekki. Daníel á að baki fjölþætt störf og hef- ur hvergi sparað sig í átökum, sem gjaman skapast um mann sem hefur svo sterkan jámvilja og hefur jafn mik- inn áhuga á að vinna að málefnum samfélagsins. Hann hefur Iíka borið gæfu til að sjá miklar og farsælar breytingar á öllum sviðum þjóðfélags- ins og alltaf verið tilbúinn að leggja hönd á plóg. Það hefur svo sannarlega munað um verkin hans. Brimið við Eyrarbakka hefur eflt margan manninn til dáða. Þar hafa margir áhrifamenn þjóðfélagsins fæðsL Það var einmitt á Bakkanum sem Daníel leit fyrst dagsins ljós, nán- ar tiltekið í Steinskoti, sonur hjón- anna Ingileifar Eyjólfsdóttur og Ágúst- ínusar Daníelssonar. Þegar í skóla fór Daru'el að láta að sér kveða, hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni og fór síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1936. Hann kenndi eftir það í nokkur ár og gerðist síðan erindreki Framsóknarflokksins í 8 ár. Ég sé hann í anda þeytast um landið að boða fagnaðarerindið. Mælska hans og sannfæringarkraftur hefur aldeilis fengið að njóta sín. Hvort sem það er þessum ferðalögum eða eðlislægum áhuga á landi og þjóð fyrir að þakka, er ljóst að engan þekki ég sem kann jafn skýr skil á fólki hvað- anæva af landinu. Mér er nær að halda að hann þekki eitthvað til á hverjum bæ allt í kringum landið, minnið er eins og fullkominn hugbúnaður í tölvu, eitt lykilorð og upplýsingamar koma á færibandi. Til Akraness var Daníel ráðinn sem bæjarstjóri árið 1954 og gegndi bæjar- stjórastarfi til ársins 1960. f bæjar- stjóratíð sinni beitti hann sér fýrir margþættum nýmælum og kom ýmsu í framkvæmd sem teljast má til mikilla framfara og bæjarbúar njóta enn góðs af. Hvemig starfslok urðu, kunna aðr- ir betur að segja frá en ég, en víst er að þau eru skráð í Öldina okkar. Mér finnst það lýsa Daníel vel þegar ég heyrði hann rifja þennan tíma upp við kunningja sinn sem var bæjarfulltrúi á þessum tíma. Þegar þeir vom búnir að rifja upp ásakanir og árásir sem Daníel mátti þola, sagði kempan: ,14ikið var annars gaman á þessum árum. Þetta er eitthvað sem er þess virði að muna." Það er ekki hans stíll að láta deigan síga, enda kom það f ljós að mikill fjöldi fólks á Akranesi stóð með bæjar- stjóranum. Éftir að hann hætti störfum sem bæj- arstjóri gerðist hann aðalbókari hjá Bæjarfógetaembættinu og gegndi því starfi til sjötugsaldurs. f tæp 30 ár var Daníel bæjarfúlltrúi fyrir Framsóknar- flokkinn á Akranesi, sat í bæjarráði og gegndi á þeim tíma oftar en einu sinni embætti forseta bæjarstjómar, og var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vesturlandi árin 1959-1978. í mið- stjóm flokksins var hann í hartnær 50 ár. Satt að segja væri fljótlegra að telja upp hvar hann hefði ekki setið í stjóm- um og ráðum en telja upp öll þau Akranesi ósköp sem hlóðust á hans herðar. Hann sat m.a. í stjóm Sementsverk- smiðju ríkisins, var endurskoðandi Sfldarverksmiðju ríkisins, sat í Raf- orkuráði, stjóm Andakflsárvirkjunar og situr í stjóm þess enn, og gegndi umfangsmiklum störfum fyrir Ung- mennafélag íslands í áratugi, svo eitt- hvað sé nefnt, að ógleymdum ritstörf- um, en hann stóð m.a. lengi fyrir út- gáfu kjördæmisblaðsins Magna, stofti- aði það blað reyndar. Undanfarin ár hefur hann verið í framkvæmdanefnd dvalarheimilisins Höfða, séð um fjárreiður bygginga- framkvæmdanna og þeir sem sjá þær miklu byggingar, sem þar hafa risið á skömmum tíma, geta gert sér í hugar- lund að þar liggur mikil vinna að baki. Ég sagði að erfitt væri að lýsa afmæl- isbaminu og ég veit að honum finnst þessi lýsing afar ónákvæm, enda er af mörgu að taka eftir mikið dagsverk. Daníel er nákvæmnismaður og vill hafa alla hluti í réttri röð. Hann er hreinskiptinn og lætur menn heyra það sem honum finnst miður fara. Þetta er einmitt besti kostur Dam'els, enda á vel við hann máltækið: „Sá er vinur er til vamms segir." Og það hefur hann ekki sparað, en hann sparar held- ur ekki að lyfta mönnum upp, ef hon- um finnst að þeir eigi það skilið. Ég kynntist Daníel fljótlega eftir að ég flutti á Akranes fyrir rúmum 20 ámm og satt að segja tók það mig dálítinn tíma að kunna að meta þennan mikla kraftamann, en með hverju árinu sem líður hefur mér þótt vænna um þig, Daníel, og nú tel ég þig með mínum bestu vinum. Þeir em svo margir kost- imir sem þú hefur og þó mér finnist þú stundum fúll fylginn þér, þá ber ég mikla virðingu fyrir störfúm þínum og tryggð þín er einstök. Það þarf ekki að spyrja að því, að menn sem koma jafn miklu í verk og Daníel em vel giftir. Hans glæsilega kona, Anna Erlendsdóttir frá Odda á Rangárvöllum, hefur leitt afmælis- bamið með bros á vör í 50 ár. Hennar glaðværð og skemmtilegheit og ein- staka hjartahlýja hefur tamið kemp- una Daníel að svo miklu leyti sem slík- ir menn verða tamdir. Böm Önnu og Daníels em: Erlendur, fæddur 1942, lögreglumaður, giftur Grétu Jónsdótt- ur, þau eiga 3 dætur og búa á Selfossi; og Ingileif, fædd 1944, kennari, gift Antoni Ottesen, þau eiga 3 syni og búa að Ytra-Hólmi. Daníel hefur byggt upp Framsóknar- flokkinn á Akranesi, verið þar allt í öllu, haldið utan um félagsstarfið, aldrei sparað tíma né krafta til að efla starfa og hvatt og brýnt menn til dáða. Hann hefur með sinni einstöku mælsku og rithæfileikum ýmist fengið fólk til að klökkna af hrifningu eða brenna af reiði. Orð hans hafa ætíð haft áhrif og engan þekki ég sem á annað borð þekkir afmælisbamið, sem ekki hefur skoðun á honum. Sagt er að unnt sé að sleppa við gagnrýni með því að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt. Afmælisbamið hefur ekki sloppið við gagnrýni, enda hefur hann margt sagt, lyft grettistaki víða og er þess vegna sú kempa sem raun ber vitni. Góðu vinir, Anna og Daníel. Á þessum merku tímamótum í lífi ykkar óska ég ykkur bjartra daga og þakka þá tröllatryggð sem þið hafið ávallt sýnt mér og mínu fólki. Ingibjörg Pálmadóttir Saga Landsmóta UMFÍ er heiti nýút- gefinnar bókar. Á 544 síðum stómm er greint frá 20 Landsmótum í texta og á myndum. Tveir hugdjarfir aðdáendur mótanna spöruðu ekkert til þess, að ritið gerði þessum hátíðum ung- mennafélaganna verðug skil. Af hinum þremur valinkunnu höfundum var þó einn sem axlaði stærsta skerfinn. Lítið hefði ritið orðið og gildi þess fánýtt, ef ekki hefðu verið til heimildir og þær trúverðugar. Ötulleikasýndu höfundar við að safna þeim og vinna úr þeim texta og þá vom myndasafnarar eigi slakari við að prýða bókina. Þegar lesn- ar og skoðaðar em síður sjö fyrstu endurvöktu leikanna 1940-1957 er tíð- um vitnað í Skinfaxagreinar Daníels Ágústínussonar og sýndar myndir í hans eign. Daníel lá ekki á liði sínu við að semja skýrslu um hvert nýlokið mót, en hann lagði sig fram við undir- búning þeirra og að þeim loknum upp- gjör ijármála. Þessi þrennskonar störf Dam'els gerðu mótin sem verkefni hér- aðssambandanna viðráðanlegri. Hefði samstarfsaðili stjómar UMFI, sem var Daníel, verið þjösni, afskiptalaus og eigi gæddur hjálpfysi, þá hefði fá hér- aðssambandanna fyst til mótshalds. Daníel má því óhikað telja þann úr for- ustuliði UMFÍ sem mest orkaði á fram- hald landsmótanna. Segja má að þetta bar honum, því að hann var einn af þeim sem á sambandsþingi UMFÍ1938 stóðu að samþykkt um að endurvekja landsmótin, sem sofið höfðu frá 1914. Á Akureyri skyldi vakningin eiga sér stað. Þetta brást, því að umf. Akureyr- ar var þá vart starfhæft. Daníel var þá í stjóm UMFÍ og hafði verið frá 1933. Ekki mátti guggna á mótshaldinu og það drifið til Iþróttaskólans í Hauka- dal. Þetta hafa verið ámóta dirfsku að- gerðir eins og þegar ótíð hamlaði að landsmót yrði haldið 1949 að Eiðum og á fáum vikum var söðlað um og bú- ið upp á til mótshalds í Hveragerði. Þar var Daníel að verki. Ekki að tala um að hætta við mótið og svo launaði vætt Suðurlands honum, Eyrbekkingnum, tiltækið með hvössu vatnsveðri af suðri. Gegn því barðist hann vasklega og glaður með um 300 ungmennafé- lögum, sem kepptu í öllum greinum nema einni á fyrra degi. Lögðust til svefns aurugir og blautir, en aldrei glaðari, enda umbunuðu náttúruvöld- in mótsfólkinu með uppstyttu úr há- degi næsta dag og sólskinsveðri. Þá hafði Daníel skipt fjórum sinnum um föt. Endurminningar Daníels frá þessu stórviðrismóti birtust í 75 ára afmælis- riti UMFÍ „Ræktun lýðs og lands". Hefði verið gefist upp fyrir rosanum ...? Snúum þessum texta við og stað- hæfum, að við það að þrauka og láta ekki rosann ráða, verður aldrei hopað af mótsvettvangi. Á Þingvallamótinu 1957, síðasta móti Daníels, var sudda- regn. Þar leit enginn til veðurs, síst Daníel. Afmælisbam dagsins má gleðjast við þá hugsun að hann með þeim forustu- störfum sem hér voru greind hefur stuðlað manna mest að því að gera landsmót UMFÍ að hátíð í íslensku þjóðlífi. Danfel hefur tekist margt á hendur á starfsamri ævi, til að mynda kennslu í barnaskóla, héraðsskóla og gagn- fræðaskóla, framkvæmdastjóm stjóm- málaflokks og UMFÍ, störf bæjarstjóra og alþingismanns. Þessu hafa fylgt margþætt hliðarstörf. — Eitt þeirra var í íþróttanefnd ríkisins. í hana var hann tilnefndur af stjóm UMFÍ 1943 og hélt þeim nefndarstörfum í 31 ár. Hann var Iengst af gjaldkeri. Reynsla mín af honum í þeim störfum var sú, að hefði ég þurft að láta einhvem gæta fiár míns, þá hefði ég leitað til Daníels. Á þeim tíma sem Daníel starfaði í nefridinni þurfti nefndin að segja álit á staðsetningu og gerð um 400 mann- virkja og þá miðla fé úr íþróttasjóði. Eitt félagsíegra stórvirkja var strax eft- ir gildistöku íþróttalaga að skipta land- inu í íþróttahéruð. Þetta var í sumum tilfellum viðkvæmt, en nefndinni tókst að leysa það af hendi án verulegra átaka. Þekking Daníels á landinu og ýmsum félagslegum háttum þjóðar- Egill Bjamason Kveðja frá Kópavogsbraut 1 a Jivergierbetraaövera'enávimfundum og vist væri best að dvelja þar öllum stundum. En eirm verðurjafnan endir sérhverra fundœ Áður en varir dregur til kveðjustunda. “ (fvar ítí SteAja) Ekki uggði mig að svo stutt yrði til kveðjustundar 6. mars, er við Egill sett- umst niður og ræddum um næsta fund í félaginu okkar hér í húsinu, en hann átti að halda viku seinna. Ágætur maður ætlaði að koma og flytja okkur sitthvað skemmtilegt. Egill sagðist hlakka til þessa fundar. Ef hann fær einhveiju um það ráðið, verður hann áreiðanlega ekki langt frá okkur er við höldum næsta fund. Skömmu eftir að við fluttum í þetta hús (þar sem eru 40 íbúðir), eða í árslok 1988, stofnuðum við félagið Dægradvöl. Síðan hafa verið haldnir 63 skemmti- fundir. Egill var að sjálfsögðu strax kos- inn í stjóm félagsins og bar þar titilinn skemmtanastjóri. Þegar við, að honum gengnum, förum að hugsa um starfsemi félagsins, finnum við hve stór þáttur Eg- ils var. Fjöldi sjálfboðaliða hefur skemmt á fúndum okkar, sumir komið oft og flestir fyrir milligöngu Egils. Þá kom berlega í Ijós hve vel kynntur og vinamargur hann var. Hann stjómaði flestum fundum félagsins, hélt uppi þeirri léttu glaðværð sem honum var svo eiginleg, að ógleymdum söngnum sem hann stjómaði, en söngur hefur verið stór þáttur í starfsemi félagsins, innar kom í góða þágu. Það verk sem kemst næst því að fylgja landsmótum UMFÍ úr garði og festa þau í starfi UMFÍ, voru lög um félags- heimili. Við höfðum á ferðum okkar um landið séð hve þjóðin bjó illa að fé- lagsmálum sínum. Til voru vanbúin gömul þinghús, IOGT-hús, kvenfélags- hús og ungmennafélagshús. í þessum í mörgum tilfellum illa gerðu húsum, sem voru vanbúin að hreinlætis- og hitunartækjum, var undravert hvað margt menningarstarfið fékk aðstöðu, sem vart er unnt að kalla húsaskjól. Daníel bar upp í íþróttanefndinni til- lögu um að nefndin samþykkti að vekja athygli allra stjómmálaflokk- anna á þessu slæma ástandi. Það þekktu stjómmálamenn af dvöl í þess- um húsum, er þeir ferðuðust um íand- ið og héldu fundi. Allir flokkar komu fram á Alþingi með lausnir á vandan- um. Að lokum fékkst samvinna Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til laga um félagsheimili og samtímis breytingu á lögum um skemmtanaskatt, þar sem ráðgert var að þeim hundraðshluta sem runnið hafði til að reisa þjóðleikhús, yrði var- ið til að taka þátt í kostnaði félags- heimila. Hvortveggja var samþykkt á Alþingi 1947 og tók gildi með ársbyrj- un 1948. Daníel var stórvirkur að koma mál- efni félagsheimila áfram til samþykkt- ar á Alþingi. Vinna við að koma málum félagsheimila í réttan farveg til lausnar á vanda félaganna var margþætt og í mörgum tilfellum erfið. Til voru þeir og jafnvel í opinberum stöðum, sem sögðu að nefndin ætti ekkert að skipta sér af hvort til félagsheimilis væri vandað eða ekki. Eigendum bæri viss hundraðshluti kostnaðar smíðinnar, þó þeir létu það fé sem frá sjóðnum kom nægja, varðaði nefndina ekkert um það. Gegn þessu var Daníel ein- beittur. Hann hafði sömu skoðun og Hermann Jónasson forsætisráðherra hafði sagt við mig, er hann réði mig: „Minnstu þess, að mannvirki sem fær fjárstuðning úr íþróttasjóði, skal gera til strangari kröfúr um gæði en þau sem ekki njóta slíks stuðnings." Með þessa reglu að leiðarljósi urðu félags- heimilin vönduð mannvirki. Um það leyti sem Daníel hætti að starfa í nefndinni höföu 65% sveitarfé- laganna eignast ný eða endurbætt fé- lagsheimili. Það var árangursríkt að starfa með Daníel, jafnvel þó vandinn væri ærirm. Hann var ekki á því að gefast upp. Ég held hann hafi á stundum haft gaman af að yfirstíga erfiðleikana. Sjálfur hefur hann orðið að ganga á hólm við veikindi og það hefur verið okkur vinum hans gleði að sjá að í bar- áttu við þau hafa komið fram sömu eiginleikar eins og hér að framan var lýst, hve hann réði niðurlögum ýmiss félagslegs vanda. Þökk Daníel að fá svo lengi að njóta atorku þinnar og því að sjá hugsjónir rætast. — Þökk einnig hinni ágætu konu, Önnu Erlendsdóttur, hvað hún bjó Daníel unaðslegt heimili, þar sem var ávallt gleði og alúð að mæta. — Heill þér Daníel, er þú kemst á níræð- is aldur. Þorsteinn Einarsson eins og hann hefur verið á öllum lífeferli Egils sjálfs. Helgakviðu (H. TVyggvasonar) orti Eg- ill árið 1976. Mig langar að hér verði birtar nokkrar ljóðlínur úr Helgakviðu, og leyfi ég mér að breyta um nöfn, — Helgi í Egill: Mörgwn greiða gerði harm. Cóðra mama hylli varm. BiðjaAgli blessunar bókamerm og safnarar. Og sföar í kviðunni, þegar komið er að hinu gullna hliði og Pétur ávarpar komumann: Gjörðu svo vel að gartga irm um Gullna hliðið, Egill mirm. Margir taka á mótiþér.... Aðstandendum hans öllum sendum við einlægar samúðarkveðjur héðan úr húsinu. Blessuð sé minning Egils Bjamasonar. Kristján Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.