Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. mars 1993 Tíminn 5 r Oskar Bergsson: Pressan: Vakandi fj öl- miðill eða ódýr mella? Það er viss hátíðleiki hjá mér á fimmtudögum þegar ég opna póstkassann. Síðastliðinn fimmtudagur var engin undantekning. Ég kom heim í hádeg- inu, fór beint í póstkassann og hrifsaði blöðin út með græðgi. Svört forsíða Pressunnar með and- liti forstjóra Eimskipafélagsins ásamt magnþrungnum texta vakti strax athygli mína. Ég stóð stjarfur af spenningi, með Pressuna í ann- arri hendi og Tímann í hinni. Af meðfæddri tryggð við Tímann les ég hann fyrstan blaða, en nú stóðst ég ekki mátið. Ég henti úlpunni á stól, byrjaði að hella uppá könnuna meðan ég drakk í mig fróðleikinn um forstjóra Eimskipafélagsins. Kaffið var tilbúið um það leyti sem ég var búinn að lesa greinina. Mér leið eins og ég væri lasinn. Því- lík slepja. Önnur eins lofræða og þessi sést nú ekki nema í Moggan- um daginn fyrir kosningar, um for- mann Sjálfstæðisflokksins. Með þessu er ég samt ekki að gefa í skyn að Hörður sé ekki þess verður, að vel um hann sé skrifað. Heldur hitt, hvemig málið er sett upp. Og líka þá skemmtilegu eða óskemmti- legu tilviljun að greinin skuli birtast á sömu stundu og aðalfundur Eim- skipafélagsins stendur yfir. Og líka þá skemmtilegu eða óskemmtilegu tilviljun að greinin skuli birtast í því sama blaði og Eimskip auglýsir heilsfðuauglýsingu á einum dýrasta stað í blaðinu. Um Pressuna Vikublaðið Pressan hefúr markaðs- sett sig sem vakandi fjölmiðil, sem tekur á málum sem aðrir fjölmiðlar þora eða vilja ekki. Blaðið er uppsett með stórum, umbúðalausum yfir- skriftum, sem ráðast að meginmál- inu og láta sig hefðir litlu varða. Ekki vantaði heldur gffúryrðin í for- síðufréttinni um forstjóra Eim- skipafélagsins. En í greininni sjálfri var það svo vandlega leiðrétt án þess þó að farið væri nokkum tíma eftiis- lega í málið, sem samt var gert að forsíðugrein. Greinin var sett þann- ig upp, að nú áttu Iesendur Press- unnar að fé það beint í æð hvaða mann forstjóri Eimskipafélagsins hafði að geyma. Tilvitnanir Hér fara á eftir tilvitnanir úr grein- inni. Tilvitnanir em skáletraðar. Innskot ÓB em með hefðbundnu letri. FVrirsögn: Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins GUÐ- FAÐIR KOLKRABBANS EÐA ELD- KLÁR BISNESSMAÐUR? Undirfyrirsögn: Hörður Sigurgests- sorv Einokunarumræðan ómerki- leg og illa ígrunduð Hér á eftir koma fyrstu setningar í einstaka undirgreinum: Það er sagt um Hörð Sigurgests- son, forstjóra Eimskipafélagsins, að þar fari eldklár náungi, sem á auð- velt með að gera flókna hluti ein- falda og setja mál sitt skýrt fram. Þegar litið er til fortíðar Harðar og upplags gegnirþað í raun furðu að hann skuli vera þarsem hann er. Á háskólaárum sínum fékk Hörð- ur fyrstu reynsluna af fyrirtækja- rekstri. Hinn fullmermtaði rekstrarhag- frœðingur og samgöngusérfrœð- ingur hóf raunverulegan virmuferil sinn sem opinber starfsmaður í Fjárlaga- og hagsýslustofhun, sér- stakri undirdeild fjármálaráðu- neytis Magnúsar Jónssonar frá Mel. Hörður yfirgaf hið opinbera hálf- fertugur, þegar harm þáði starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Flugleiða vorið 1974. Hörður tók við félaginu 1979 í bullandi taprekstri, sem hélst 1980 og 1981. Á því er ekki nokkur vafí að um- fang Eimskipafélagsins og áhrif þess hafa vaxið mjög síðustu árin. En hvaða persónu hefur Hörður Sigurgestsson að geyma? ,£g hef mikirm áhuga á mínu félagslega umhverfí, hvað gerist í þróun þessa þjóðfélags, hv.að_.gerist_ Lsfíóm- málaþróun oq á því að taka þátt í bví að vissu marki. Undirstrikun er athugasemd ÓB. Samantekt og niðurstaða blaða- mannanna: Fátt benti til þess að Hörður Sigurgestsson yrði forstjór- inn meðal forstjóranna. Hann lauk sínum námsferli þrítugur og varrn fímm ár í fjármálaráðuneytinu, hjá sjálfu kerfínu. Er þar uppgötvuðu Flugleiðamenn hann og ekki leið á löngu þar til Hörður var kallaður heim til stjómarformanns Eim- skipafélagsins. Þar hefur hann ríkt í nær 14 ár og hefur ekki mirmsta hug á því að fara út í pólitík. Kolkrabbinn hvað? Pressan spyr forstjórann á einum stað í greininni: Þzi kannast ekki við að Eimskipafélagið sé heilirm í svo- kölluðum kolkrabba? Jdenn sjá alls konar kvikindi og ófreskjur á lofti þegarþessi mál ber á góma. Mér fínnst eðlilegt að menn meti og skoði hver árangur hefur orðið af okkar starfsemi og mér fínnst eðlilegt að við séum ekki dæmdir fyrirfram. “ Hann svarar ekki einu sinni spum- ingunni, sem er borin fram af svo mikilli hógværð, að ætla mætti að blaðamennimir hefðu verið með kúkinn í buxunum þegar þeir tóku viðtalið. Maðurinn fær tveggja blað- síðna prívat og persónulega auglýs- ingu í mest lesna vikublaði landsins. Virðir að vettugi spumingu blaða- manna, sem er samt sem áður gerð að útgangspunkti á forsíðunni. Greinin öll er ein lofrulla tileinkuð Herði Sigurgestssyni forstjóra, sem þakkar fyrir sig með því að auglýsa með menningarlegri auglýsingu á blaðsíðu 3. Eða það er að minnsta kosti það sem lesendur fá að sjá. Spurt var: GUÐFAÐIR KOL- KRABBANS EÐA ELDKLÁR BIS- NESSMAÐUR? Niðurstaða Pressunnar er alveg skýr. Henni finnst Hörður vera eld- klár bisnessmaður. Um annað er ekki fjallað í greininni. Niðurstaða ÓB er spumingar- merki. Ýmsar vangaveltur skjóta upp kollinum. Er Hörður Sigurgestsson búinn að kaupa hlutabréf í Pressunni? Er Pressan að fara á hausinn og ætlar Eimskip að bjarga henni með því að auglýsa með heilsíðuauglýs- ingum í blaðinu og kannski ein- hverju meiru, með því skilyrði að hún vandi sig í umfjöllun um Eim- skip, forstjóra þess og aðra þá sem tilheyra hirðinni? Er Friðrik Þór Guðmundsson fyrir hönd Almenna bókafélagsins að þakka fyrir sig? Er staða forstjóra Eimskipafélags- ins að veikjast nú í kjölfar tæpra 800 milljóna samdráttar á síðasta ári? Og er hann með þessari grein að undirstrika hversu góður og vel- menntaður forstjóri hann er? Eitt er vísL Ef tveggja blaðsíðna lofgrein um forstjóra Eimskipafé- lagsins hefur ekki kostað meira en það, að forstjórinn láti það fyrirtæki, sem hann er í forsvari fyrir, kaupa auglýsingu á blaðsíðu þrjú í því sama tölublaði og greinin birtist í, þá selur Pressan sig ódýrt Reykjavík, 5.3.1993 Höfundur er húsasmiöur. r Hafsteinn Olafsson: Fréttabréf um hús framtíðarinnar Á undanfömum ámm hefúr verið feng- ist við breytingar á uppbyggingu húsa, beinlínis með það í huga hvort hægt sé að ná fram verulegri verðlækkun á bygg- ingakostnaði stórra og smárra húsa. Til þess hefúr verið beitt nýrri tækni f húsa- gerð og fram kemur umtalsverður ár- angur. Það er ljóst hvað það þýðir að koma fram með slíkar lausnir nú á tímum, mitt í atvinnuleysi nútímans sem mun vaxa með hverju árinu sem líður. í raun eru möguleikamir horfnir að finna vinnu í staðinn fyrir þá vinnu sem tapast hefur. Þetta sýnist staðreynd og hér koma atriði málinu til stuðnings. Við höfum enn ekki áttað okkur á þeim breytingum sem skollið hafa yfir hinn vestræna heim hin síðari ár eða þau áhrif sem munu leiða okkur að síðustu. Breyt- ingamar em svo miklar að við verðum að beygja okkur fyrir þeim fyrr eða síðar. Náttúran er alltaf söm við sig og það er Þaö hlýtur því að veröa okkar hlutverk aö koma upp verksmiöjum til aö framleiöa hús eöa hús- hluta úr íslenskum efn- um ( stórum stíl. tæknin sem stjómar þessu öllu saman. Það er tæknin sem stjómar því að við getum sent mannlaust skip heimshom- anna á milli. Tæknin hefur gert land- búnaðinum kleift að framleiða svo mikið að bitist er um markaðinn. Sjávarútveg- urinn er líka kominn inn á slíkar brautir. Þar mun ekki fást meiri vinna þrátt fyrir að rnikið sé reynt Og nú eru byggingar að komast í sama farið. Það er óhjá- kvæmilegt Við beitingu nefndrar tækni mun ekki þurfa að nota slíka vinnu eins og við þekkjum til að eignast þak yfir höfuðið í framtíðinni. Efnin em önnur sem notuð em til bygginga. Steinsteypa er ekki notuð nema að litlu leytí og timb- ur mun ekki verða notað lengur, mi fyrir hvað timbur er þýðingarmikill hlut- ur í lífi á jörðinni. Húsin verða umhverf- isvæn, bæði í framleiðslu og notkun. Ástæðan liggur f því hvað við höldum fast um hinar gömlu byggingaaðferðir, en auðvitað af skiljanlegum ástæðum. Okkur er ríkt í huga ástandið í bygginga- málum sem skapar kvíða fyrir framtíð- inni. Því er haldið ffam að óþarfi sé að kvíða framtíðinni. Það gerir málið erfiðara en efni standa til. Það er því nauðsynlegt að skýra frá málinu nánar en verður gert hér og nú. En eitt er ljóst Við verðum að fara að hugsa öðruvísi en hingað til. Okkur er nærri lífsspursmál að taka þátt í uppbyggingu heimsins sem nú er að verða brýn. Málið er komið til að vera. Það hlýtur því að verða okkar hlutverk að koma upp verksmiðjum til að fram- leiða hús eða húshluta úr íslenskum efn- um í stórum stíl. Ef við gerum það ekki, hlýtur hrein vá að verða fyrir dyrum hjá okkur í náinni framtíð. Við erum ekíd fleiri en svo að að hægt sé að líkja því við eitt hverfi f stórborgum erlendis. At- vinnuleysið á að vera óþekktur hlutur. Höfundur er byggingameistart Lítil áhrif Ég er bóndakona og hef alltaf átt heima í blessaðri sveitinni. Ég eins og aðrir hef áhyggjur af ráðslagi rík- isstjómarinnar, hún er alltaf að þjarma að okkur eins og öðrum. Það eru ekki bara við sem búum á sveitabæjunum sem missum vinn- una, það er ansi margt fólk sem vinnur við afurðir okkar sem missir sína vinnu ef við bændur neyðumst til að hætta búskap. Við héldum lengi að forsetinn okk- ar hefði það vald að geta neitað að skrifa undir EES-samninginn, svo þetta mál myndi þá fara undir þjóð- aratkvæðagreiðslu, en það vita allir hvernig það fór. Ég bara spyr: Hefur forsetinn okkar bara ekkert vald? Er þetta bara nafnið? Ég held að það hljóti að vera fáir sem treysta þessari stjóm til að stjórna landinu okkar. Ég hef alltaf haft þá skoðun að það ætti að kjósa einstaklinga sem maður treystir, en ekki flokkinn eða flokkana. Það var nú sagt við mig þegar ég var ung- lingur að ég væri pólitískt viðrini, því ég hafði svo gaman af að stríða fólki sem var mjög pólitískt. Ég held að það sé margur maðurinn sem hefur bara barnaskólapróf sem er mun færari að stjóma landinu okkar heldur en þeir sem stjórna því nú. Ekki svo að skilja að ég hafi á móti langri skólagöngu.Ég gæti skrifað mikið lengri grein, en því miður hefur það víst lítil áhrif. Ónafngreind sveitakona Lesendixr skrifa V________________________>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.