Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. mars 1993 Tíminn 9 llDAGBÓK Aöatfundur Kvenfélags Óháöa safnaöarins verður haldinn í kvöld kl. 20 í Kirkjubæ. Gestur verður Sigríður Hannesdóttir leikarí. Félag eldri borgara í Reykjavík Opið hús f Risinu kl. 13-17. Bridge- keppni kl. 13. Lögfræðingurinn er til viðtals á þriðjudaginn. Panta þarf tíma á skrifstofu félagsins, sími 28812. Þrír góöir á LA. Café í kvöld, fimmtudag, koma fram í fyrsta skipti saman þeir Bjami Ara, Sverrir Stormsker og Diddi fiðla á LA Café, Laugavegi 45. Koma þeir til með að skemmta gestum til kl. 01 eftir mið- nætti. Kvöldverður framreiddur frá kl. 18 til 22.30. Aðgangur ókeypis. Borða- pantanir í síma 626120. Húsið opnað kl. 18. Námskeið um starf meö fötluðum Námskeið um starf með fötluðum verð- ur haldið að Borgartúni 6, Reykjavík, í dag og á morgun (18. og 19. mars), og hefjast kl. 09 f.h. báða dagana. Á nám- skeiðinu verður lögð áhersla á fræðslu og skoðanaskipti um starf með fótluð- um, sérkenni þess og áhrif. Ýmsir sál- fræðingar og félagsráðgjafar munu hafa framsögu, en fundarstjóri báða dagana verður Ásgeir Sigurgestsson sálfr. Fyrirlestur í Lögbergi Næsti fyrirlestur Líffræðifélags fslands verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 18. mars, í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar háskólans, og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesari verður Jóhann Sigur- jónsson frá Hafrannsóknastofnun og nefnir hann fyrirlesturinn: „Um stofri- stærðir hvala við íslandsstrendur og mat á fæðunámi þeirra". FVrirlesturinn er öllum opinn. FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF REYKJANES Opnir stjómmálafundir með Steingrími Hermannssyni og nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins Steingrímur Garður — Hafnir — Keflavík — Njarðvík Sandgerði — Vogar Opinn stjómmálafundur meö alþingismönnunum Steingrimi Hermannssyni og Guö- mundi Bjamasyni veröur ( Framsóknartiúsinu, Hafnargötu 62, Keflavlk, fimmtudaginn 18. mars n.k. kl. 20.30. Kópavogur Opinn stjómmálafundur meö alþingismönnunum Steingrimi Hermannssyni og Finni Ingólfssyni veröur i Framsóknarhúsinu, Digranesvegi 12, Kópavogi, mánudaginn 22. mars kl. 20.00. Grindavík Opinn sljómmálafundur með alþingismönnunum Steingrlmi Hermannssyni og Halldóri Ásgrlmssyni veröur I Framsóknarbúsinu, Vlkurbraut 8, Grindavlk, miövikudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús aö Hverfisgötu 25 alla þriöjudaga kl. 20.30. Komið og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögln Guðmundur Jón Helgason Laugarvatn Guðnl Ágústsson Unnur Stofánsdóttlr Almennur fundur um stjómmálaviöhorfiö í bamaskólanum á Laugarvatni fimmtu- daginn 18. mars n.k. kl. 21.00. Reykjavík - Framsóknarvist Framsóknarvist veröur spiluö n.k. sunnudag 21. mars 1 Hót- el Lind, Rauöarárstig 18, og hefst kl. 14.00. Veitt veröa þrenn verölaun karia og kvenna. Alfreö Þorsteinsson varaborgarfulltrúi flytur stutt ávarp I kaffihléi. Aögangseyrir kr. 500,-. Kaffiveitingar inn'ifaldar. Framsóknarfélag Reykjavíkur Borgarnes — Félagsbær Opinn fundur um heilbrigöismál verður I Félagsbæ þriöjudaginn 23. mars kl. 21.00. „Hverju er verið að breyta I heilbrigöismálum?" Þvi svara: Ingibjörg Pálmadóttir al- þingismaöur, Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir upplýsingafúlltrúi Tryggingastofn- unar rikisins, og Halldór Jónsson héraöslæknir. Framsóknarfélögin Ný tengda- dóttir Breta- drottn- ingar? Þrátt fyrir þær hörmungar sem tengdadætur Elísabetar Breta- drottningar hafa orðið að þola, og leitt yfír fjölskylduna að sumra mati, eru Englendingar ekki búnir að gefast upp við að fmna konuefni handa yngsta prinsinum, Játvarði. Og nú ber vel í veiði; hann hefur stöku sinnum sést í fylgd með ungri og efnilegri leikkonu, Ruthie Hens- hall, og auðvitað er strax farið að gera því skóna að fundið sé brúð- arefni prinsins. Ruthie er vissulega mörgum góðum kostum búin. Hún er 25 ára og fer um þessar mundir með stjörnuhlutverk í nýja söng- leiknum „Crazy For You“, sem verið er að sýna í Prince Edward Theatre í West End í London. Hún hefur áður farið með hlut- verk í öðrum vinsælum söng- leikjum. Og það er sameiginleg- ur áhugi þeirra Ruthie og Ját- varðar á leikhúsinu sem leiddi þau saman fyrir þrem árum. Hún vill reyndar frekar ræða um leik- húsið en prinsinn. Það var sameiginlegur áhugi Koo Stark og Andrésar, núver- andi hertoga af York, á ljósmynd- un sem leiddi þau saman á sín- um tíma. Um samband þeirra fór sem fór, en Koo, sem nú er 37 ára, hefur haslað sér völl sem ljósmyndari. Hún var reyndar að taka myndir af Ruthie, þegar hún steig afturábak niður af gang- stéttinni fyrir utan Prince Ed- ward leikhúsið og lenti beint fyr- ir leigubfí með þeim afleiðingum að hún var flutt með sjúkrabfl á spítala þar sem hún eyddi nótt- inni. Það er ekki ótrúlegt að Koo geti miðlað Ruthie af reynslu sinni í sambandi við fjölskyldu drottn- ingar, þó að hún sé kannski ekki eins lausmál og tengdadæturnar hafa reynst vera. i spegli Timans Koo Stark var vlðfræg vinkona Andrésar hertoga af York um tlma og það haföi óafmáanleg áhrifá líf hennar. Ruthie hefur þá sögu alla á bak viö eyraö, enda þekkir hún Koo. Ruthie Henshall er falleg, ung og efnileg leikkona. „ Viö erum bara vinir, “ svarar Ruthie aöspurö um félagsskapinn viö Ját- varö prins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.