Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. mars 1993 53. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að engir peningar séu til í ríkis- sjóði til að greiða fyrir kjarasamningum: Landsbankinn notaður til að slá á kiarakröfur „Þetta þýöir þegar lauslega er litið tíl ríkissjóðs að gera má ráð fyrir því að reikningslegur halli á ríkis- sjóði verði talsverður á þessu ári og talsvert meiri en á síðasta ári, a.m.k. tíu milljarðar og hugsan- lega hærri. Þetta sýnir að ríkis- sjóður hefur minna svigrúm en áður til að auka útgjöld, til að mynda að fara af stað með fram- kvæmdir eða í öðru skyni. Á þetta vil ég leggja áherslu vegna þess að nú er eins og menn vita nokkuð lagt að ríkissjóði að auka framkvæmdir, draga úr tekjum hans eða auka útgjöld á öðrum sviðum,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í umræðum á Al- þingi um frumvarp um styrkingu eiginíjárstöðu Landsbanka. Harðar umræður urðu um málið á Alþingi í gær. Þar kom fram að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði bankastjórum Landsbankans fyrir hádegi á þriðjudag að engin ákvörðun yrði tekin um bætta eig- infjárstöðu bankans á næstu dög- um. í hádeginu ákvað forsætisráð- herra hins vegar að boða til skyndifundar í ríkisstjórninni og óska eftir þvf að hlé yrði gert á þingfundum Alþingis. -EÓ Sjá nánar ítarlega umfjöliun á blaðsíðu 2. Sjóslys við Akranes í gær. Tveir smá- bátar farast: Tveir fórust og eins er saknað Tveir menn fórust og eins er sakn- að eftír að tvær trillur fórust í vonskuveðri í innsiglingunni við Akranes í hádeginu í gær. Björg- unarþyrla Varnarliðsins tók þátt í leitinni í gær og gengnar voru fjör- ur. Er síðast fréttíst hafði leitín engan árangur borið. Tálið er að brot hafi riðið yfir bát- Lands- banka- skark- a|inn Þórður Ólafsson, forstöðumað- ur bankaeftírlits Seðlabankans, ana og þeim hafi hvolft eins og hendi væri veifað skammt frá inn- siglingunni í höfnina á Akranesi. Tveir menn voru á öðrum bátnum, Markúsi, 6 tonna trillu, og lentu báðir í sjónum. Trillan Ásrún kom í humátt á eftir Markúsi í innsigling- una og tókst að ná bátsverjum hennar um borð skömmu síðar en þeir voru látnir er komið var með þá í land. Einn maður var á trillunni Akurey sem er 5 tonn að stærð. Gúmmíbát- ur var fastur við bátinn er að var komið en maðurinn var ekki í hon- um. Hann mun ekki hafa verið í flotbúningi. Fjörur voru gengnar í gær og hafði hindist hluti af stýris- húsi bátsins er síðast fréttist. Mjög kröpp og óvænt lægð með hríðarveðri gekk yfir Suðvestur- land í gær og til marks um það mældust níu vindstig í Reykjavík. Mun veðrið hafa verið jafnvel enn verra á grunnmiðum og á Faxaflóa. Forseti Litháens, Algirdas Mykolas Brazauskas, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Hann kom hingað til lands með flugvél Flugleiða frá Kaupmannahöfn sem einnig flutti for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Litháens mun í dag eiga viðræður við ýmsa áhugamenn um viðskipti við Litháen, kynna sér íslenskt heilbrigðiskerfi og nýtingu jarðvarma og eiga viðræður við embættis- og stjórnmálamenn. Á myndinni er forsetinn ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Á milli þeirra er túlkur forsetans. Tfmamynd gtk. Aðgerð stjórnvalda til að tryggja eiginljárstöðu Landsbankans og umgjörð verknaðarins af hálfu ríkisstjórnarinnar. Formaður VMSI: Pappírstígrisdýrið hefur öskrað „Ég tel nú að í þessu máli hafi pappírstígrisdýrið öskrað vegna þess að þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar í málefnum Landsbankans er fyrst og fremst vegna breytinga á reglum um eiginfjárstöðu. baðst í gær afsökunar gagnvart forsætís- og viðskiptaráðherra á ummælum sem eftir honum voru höfð I frétt í forsíðu Tím- ans í gær og í DV, ummælum sem hugsanlega gætu talist ógætileg og ekki nægjanlega skýr. ffirétt Tímans gagnrýndi Þórð- ur þá aðferð sem ritósstjómin beíttí við meðferð málefna Landsbankans og þann fjöl- miðlahávaða sem afþeirri aðferð hlaust og alkunna er. Þingmenn sfjómarandstööunnar gagn- rýndu harkalega t gær málsmeð- ferð ríkissljómarinnar f Lands- bankamálinu á Alþingi og töldu að aðgerðiraar í gær befðu stór- skaðað orðspor bankans bæð) helma og erlendis. —sá Blaftsíða 2 -HÞ Að sjálfsögðu mun þetta hafa ein- hver áhrif og m.a. styrkja stöðu bankans varðandi atvinnumálin og þá vonandi til sóknar í þeim efn- um. En ég vona þó að þetta sé ekki eina framlag ríkisstjórnarinnar til atvinnumála," segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands. Nokkuð er um liðið síðan aðilar vinnumarkaðarins gengu á fund ríkisstjórnarinnar með tillögur sfnar til aðgerða í atvinnumálum. Enn sem komið er hefur hvorki stuna né hósti heyrst frá stjórn- völdum sem sögðust þurfa nokkra daga til að líta yfir tillögurnar áður en þeim yrði formlega svarað. Kunn er sú umgjörð sem ríkis- stjórnin valdi sér til að kynna áform sín um að tryggja eiginfjár- stöðu Landsbankans. Hún boðaði til sérstaks aukafundar í ríkis- stjórn, stuttu eftir reglulegan rík- isstjórnarfund þar sem málefni bankans voru ekki einu sinni rædd. Menn hafa leitt að því getum að þetta hafi m.a. verið gert til þess að stuða og hræða aðila vinnu- markaðarins í yfirstandandi samn- ingaviðræðum með þeim skilaboð- um að það væri nánast allt að fara til fjandans. „Þetta hefur verið kennt við ákveðna óperu, Finnlandíu, og þarna hafi verið skrifað sérstakt handrit.. En ég trúi ekki öðru en að stjórnmálamennirnir sýni þá ábyrgð að vera ekki með svoleiðis blekkingaleiki. En ef svo er þá sést svo sannarlega í gegnum þá og það hræðir okkur ekkert frá því sem við erum að vinna að til tekjujöfn- unar og sóknar í atvinnumálun- um,“ segir Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasam- bands íslands. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.