Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 18. mars 1993 Michael Flemming, leikmaður danska landsliðsins: Brottrekstrar á HM í Svíþjóð: Júlíus og Héðinn ■•J^SKSr ollu vonbrigðum ar grófir? Islendingar skipa 13.-14. sæti af en þar spilar dómgæsla dálítið inn „Þetta verður opinn leikur því bæði liðin hafa átt gloppótta leiki á mótinu. Við eigum í vandræðum því að tveir af lykilvaramönnum okkar eru meiddir og verða ekki með á móti íslendingum. Þetta verður hörkuleikur og líkurnar á sigri eru jafnar,“ segir Michael Flemming, einn Iandsliðsmanna Dana. „Við höfum leikið verr en við höfð- um vonað og þar spilar mest inn í Ié- legur sóknarleikur, ef frá er talinn leikurinn við Ungverja. Fyrir þann leik breyttum við leikstfl okkar. Áð- ur vorum við með þrjár skyttur fyrir utan en í þeim leik vorum við með leikstjórnanda sem deildi knettin- um betur og það virkaði. Ég vonast til að við leikum góðan sóknarleik í dag. Ég hef séð alla leiki íslenska liðsins nema gegn Banda- ríkjamönnum og mér finnst liðið vera gott. Sérstaklega finnst mér Gunnar Gunnarsson hafa leikið vel. Hann hefur þó þann galla að hann getur ekki skotið en hann lætur boltann ganga vel og leikur Geir Sveinsson vel uppi. Hins vegar finnst mér þeir Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson hafa brugðist dálitið í sóknarleiknum. Þeir hafa ekki verið nógu öruggir og átt köflóttan leik. Það sama má segja um Sigurð Sveinsson en hann er hins vegar ávallt hættulegur og er liðinu mikilvægur þess vegna. Þá hafa markverðimir komið vel út Það er rétt að leikir liðanna hafa verið miklir baráttuleikir undanfar- in ár en ég held að bæði lið hafi lært dálítið hvort af öðru. Það vekur hins vegar athygli að ávallt þegar Danir og íslendingar mætast á stórmótum þá em þeir að leika mjög mikilvæga leiki. Á HM 1986 sendu íslendingar okkur út úr A-flokki og í síðustu keppni sömuleiðis. Þeir gætu farið langt með það í dag þó að við eigum ennþá möguleika í leik um níunda sætið,“ sagði Michael Flemming. Hann sagði að leikur Dana um sæti annað hvort á morgun eða laugar- dag yrði síðasti leikur hans með Eric Veje Rasmussen, leikmaður danska r landsliösins: „Urslit ráðast a lokammutum" Pjctur Sijurftuon skrifir íiá Svíþjóð. „Þetta verður auðveldur leikur fyrir íslenska iiðið... Nei, neí; ég er að grfnast Þetta verður mjög erfiður Ieikur fyrír okkur. Þeir sýndu það á íslandi fyrir hálfuin mánuði að þeir eru betrí en við. Auðvitað vona ég að við getum unnið þennan leik og við munum gera allt til þess. Að sjálfsögðu er núldl pressa á okkur að heiman því ef við vinnura leildnn erum við öruggir um sæti á HM á íslandi. Þetta verður ieikur þar sem úrsiit- in ráðast á lokamínútunum og auðvitað vona ég að við stöndum uppi sem sigurvegarar,“ sagði Er- ic Veje Rasmussen í samtali við Tímann. Aðspuröur sagði hann að þetta yrði sinn næstsíðasti leikur með danska iandslíðinu því nú væri kominn tími til að hætta. Flemming Vitus, íþróttafréttamaður á danska w dagblaðinu BT: „Ég býst ekki við dönskum sigri“ „Þetta verður erfiður leikur. Danska liðið átti í erfiðleikum á ís- landi fyrir tveimur vikum. Danir verða að vinna eða gera jafntefli til að komast í leik um sjöunda til átt- unda sæti og íslenska liðið þarf að sigra. Ég býst ekki við dönskum sigri en vona þó að svo fari. Ég held að við eigum góða möguleika. íslenska liðið lék vel gegn Rússum en það gæti verið erfitt að rífa sig upp eftir svo stórt tap þegar svo skammt er liðið síðan. Ég býst þó fastlega við að svo verði. Ávallt þegar ísland og Danmörk mætast eru það hörkuleikir. Ég held því að þetta verði harður leikur en vonandi án allra meiðsla. Leikirnir milli þessara þjóða skipa ávallt ákveðinn sess og það er ávallt tekið á á fullu og Sigurður Sveins- son skýrði fyrir mér hvers vegna það væri svo. Hann sagði mér að það danska landsliðinu. Vinna hans yrði að hafa forgang en hann er aðstoð- arframkvæmdastjóri byggingavöru- fyrirtækis. sextán ásamt Þjóðverjum á hátt- vísilista HM í Svíþjóð. Þeir höfðu fyrir leikinn gegn Þjóðverjum verið 38 mínútur utan vallar. Þá voru að- eins Spánverjar og Tékkar fyrir neðan okkar menn með 40 mínút- ur. Þessar tölur koma hins vegar ekki á óvart hvað íslendinga varðar Það kemur heldur ekki á óvart að Svíar skuli vera „prúðasta" Iið keppninnar en þeir höfðu þegar þessi samantekt var gerð aðeins þurft að vera 18 mínútur utan vall- ar, Bandaríkjamenn í 20 mínútur og Svisslendingar í 22 mínútur. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, íslensku dómararnir á HM í Svíþjóð: Gera sér vonir um að dæma í úrslitum tslensku dómararnir Rögn- vald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæma í milliriðli 1 en hann er leikinn í Halm- stad. Þeir dæmdu tvo leiki í undanriðlum og voru valdir ásamt þremur öðrum dómara- pörum til að dæma í Halmst- ad. Auk þess datt út eitt dóm- arapar sem þar átti að dæma þar sem annar helmingurinn sneri sig á ökkla í leik. Þeir félagar Stefán og Rögnvald dæmdu aðalleik fyrstu umferðar milliriðilsins, leik Spánverja og Rúmena, en þar sigruðu Spánverj- ar. Fengu félagarnir góða dóma fyrir þann leik. Á þriðjudag dæmdu þeir leik Svisslendinga og Tékka og dæmdu óaðfinnanlega. Þar með hafa þeir dæmt fjóra leiki í keppninni. Stefán Arnaldsson sagði í samtali við Tímann að þeir væru í raun komnir lengra en þeir hefðu gert sér vonir um fyrir keppnina og héðan í frá væri allt plús. Eftirlits- menn IHF hefðu verið mjög ánægðir með þá það sem af væri keppninnar og þeir gerðu sér góð- ar vonir um að dæma leik um sæti á laugardag. Hvað varðar dómarana sem féllu út vegna meiðsla þá er það ein sorgarsaga. Upphaflega áttu að vera svissneskir dómarar en á flugvellinum á leið til Svíþjóðar fékk annar þeirra hjartaáfall. í þeirra stað voru fengnir þessir sænsku dómarar sem urðu síðan að hætta eftir fjórar mínútur í öðrum leik sínum í keppninni þar sem annar þeirra missteig sig eins og áður segir. —PS, Svíþjóð. væri vegna þess að hér áður fyrr hefði danska konungsveldið stjórn- að íslandi og allt frá því íslendingar fengu sjálfstæði árið 1944 hefðu leikir liðanna verið harðir og íslend- ingar lagt allt í að vinna þá. Þrátt fyrir að Sigurður hafi ekki leikið vel undanfarið hræðist ég hann mest fyrir leikinn í dag. Þótt hann sé ekki stór hefur hann fjöl- breytta skottækni sem markverðir okkar gætu átt í erfiðleikum með ef þeir leika ekki toppleik," sagði Flemming Vitus, blaðamaður á danska blaðinu BT, í samtali við Tímann. Aðspurður sagði hann að hann myndi ekki fara illa með danska liðið á síðum blaðsins ef þeir töpuðu fyrir þeim íslensku. Þrátt fyrir tap væri enn möguleiki fyrir Dani að komast á HM á íslandi og ekki ástæða til að örvænta að sinni. Stefán Amaldsson. Rögnvald Erlingsson HM-molar ...Vi6 sögðum frá því hér á dögunum að meðlimum ís- lenska landsliðsins iíkaði mjög sú fæða sem boðið væri uppá á McDonald’s stöðunum og svo vildi tii að einmitt einn siikur væri við hliöina á hótelinu sem þeir byggju á. Danska iandsliðið hefur mjög kvartað undan hót- elinu og staðsetningu þess. Segja þeir að ónæði sé af bíla- stæði þar við hliðina. Þó er einn meðlimur iiðsins himinlifandi yflr hótelinu. Sá er annar dönsku markvarðanna. Af hverju? Jú, vegna McDonald’s staöarins. ««■ Gffurlegan fjölda starfs- fólks þarf í ýmis störf tii að hálda keppni eins og þá sem nú stendur yflr í Svíþjóð. Ekki verður annaö sagt en nóg sé af starfsfóiki. Hvorki fieiri né færri en tfu þúsund sjálfboöa- liðar starfa við keppnina, aldnir sem ungir, konur sem karlar. ...Forseti framkvæmda- nefndar HM í Svíþjóð sá sig til- neyddan að halda blaðamanna- fund í gær vegna óánægju með miðaverð á ielkana. Hann benti á að sumir miðanna giltu á þrjá leiki auk þess sem sænskum íþróttaféiögum hefði fyrir mótið geflst kostur á að kaupa ódýra miða. Hins vegar hefði fram- kvæmdanefndinni mistekist að kynna það. Hann ítrekaði að áð- ur en farið væri að dæma keppn- ina sem misheppnaða hvað snerti áhorfendafjöida skyldu menn bíða eftir iaugardeginum því þá mætti búast við að áhorf- endur yrðu um sextán þúsund. ...Þegar íslenska landsliðið í handknattleik kom á Scandic hótelið í Stokkhóimi þar sem liðið býr, eftlr útreiðina sem þeir fengu gegn Þjóðverjum, voru þeir langt frá því að vera hættir þann daginn. Þorbergur Aðal- steinsson fyrirskipaði að þá yrði farið vandlega yfír leikinn og þau mistök sem Íiðið hefði gert fyrr um kvöldið. Leikmennirnir urðu því að horfa aftur á lelkinn, efalaust fæstum til ánægju. En mistökin eru tii að læra af þeim. ...Eiginkonur sex leikmanna komu til Stokkhólms á mánudag tii að fylgjast með sínum mönn- um í keppninni. Það voru eigin- konur þeirra Valdimars Gríms- sonar, Geirs Svcinssonar, Júlí- usar Jónassonar, Héðins Giis- sonar, Gunnars Beinteinssonar og Guðmundar Hrafnkelssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.