Tíminn - 18.03.1993, Side 7

Tíminn - 18.03.1993, Side 7
Fimmtudagur 18. mars 1993 Ríkisstjórnin stefnir að því að gera (sland að hreinasta landi hins vestræna heims og ímynd hreinleika og sjálfbærrar þróunar fyrir næstu aldamót: Háleit mark- mið á þyrnum stráðri braut Um næstu aldamót, eða eftir sjö ár, verður ísland hreinasta land hins vestnena heims og ímynd hreinleika og sjálfbærrar þróunar, samkvæmt því sem segir í stefnuyfíriýsingu ríkisstjórnarinnar í umhverfísmálum. Til að svo geti orðið þarf ýmislegt að breytast til betri vegar í samskiptum þjóðar og lands og auðlinda þess. Meðal þess sem ætlunin er að taka á og færa til betri vegar eru vemdun andrúmslofts og sjávar, nýting nátt- úruauðlinda, vemdun kjörlenda, dýra og jurta, förgun sorps og fráveitna, varðveisla sögulegra minja og menningarverðmæta og markviss þátttaka í alþjóðlegri sam- vinnu ríkja um vemdun umhverfis- ins og að þróunaraðstoð nemi a.m.k. 0,4% af vergri landsfram- leiðslu fyrir aldamót. Aftur á móti eru þessi verkefni ær- in miðað við núverandi ástand. Landgæði gróðurs og jarövegs hafa rýmað um 80% frá upphafi land- náms, veiðiþol þorskstofnsins hefur farið minnkandi, 47% af afla vinnsluskipa er hent í sjóinn og 15% af afla ísfiskskipa, auk þess sem 60% af skelfiskafla er hent í fjörur og á víðavang. Mikilvægum náttúru- minjum stafar hætta af ágangi ferðamanna, votlendissvæðum á láglendi hefur fækkað til muna, 14 af483 háplöntutegundum eru taldar vera í hættu og þar af eru 11 friðlýst- ar. Af 72 fuglategundum sem verpa reglulega hérlendis eru 14 taldar í hættu. Þá er áætlað að 40% alls heimilis- og framleiðsluúrgangs sé fargað á óviðunandi hátt, ástand frárennslis- mála er víða óviðunandi og losun eitur- og spilliefna í fráveitur algeng. Mikilvægum grunnvatnslindum stafar hætta af mengun frá vaxandi þéttbýli, vaxandi neysluvatnsþörf m.a. í matvælaiðnaði og útflutningi vatns kann að leiða til röskunar á mikilvægum náttúmminjum. Síðast en ekki síst er hérlendis tals- vert útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda af manna völdum, eða 5,2 tonn kolefna á íbúa. Sýnu mest þó af útstreymi koltvíox- íðs, eða 2,4 tonn kolefna á mann sem svarar 46% af heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Þar vegur hlutur fiskiskipastólsins og samgangna mest í útstreymi kol- tvíoxíðs, eða um 61%. Hvað aðrar gróðurhúslofttegundir varðar, þá koma þær mest frá iðnaði, eða 74%. -grh Havnar Homorkestur frá Þórshöfn í Færeyjum fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir, en sveitin var stofnuð í febrúar árið 1903 og hefur starfað óslitið síðan. Á tímum síðari heimsstyrjaldar var stíl hennar breytt til þess horfs sem nú er, eöa í lúðrasveit — brass band — að enskri fyrirmynd og hafa enskir hljómsveitarstjórar stýrt sveitinni um lengrí og skemmri tíma æ síðan og svo er einnig nú. Havnar Homorkestur lék í Krínglunni fyrr í vikunni og vakti athygli fyrír góöan leik og skemmtilega efnisskrá. Tfmamynd Ami BJama Lífeyrissjóður Iðju gefur afmælisgjöf: FORSTÖÐUMAÐUR FÉKK FARMIÐA Handtekn- irmeð fíkniefni Karimaður, 25 ára gamall, var handtekinn á flugvellinum á ísa- flrði í fyrradag með um 20 gr af fíkniefnum í fórum sínum. í kjölfarið fylgdi handtaka þriggja manna, sem hafa viðurkennt að hafa átt efnin. Þar var um hass, amfetamín og marijuana að ræða. Að sögn lögregl- unnar á ísafirði er málið að fullu upplýst og mennimir lausir úr haldi. -HÞ í tilefni af sjötugsafmæli eins for- svarsmanns h'feyrissjóðs Iðju, fé- lags verksmiðjufólks, og fleiri h'f- eyrissjóða færðu forystumenn Iðju honum tvo farmiða að eigin vali til hvers sem vera skyldi af áfanga- stöðum Flugleiða sem hann kysi sér. Afhendingin fór fram í afmæl- isveislu að viðstöddum fjölda gesta. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, var spurður um þetta mál. Hann staðfesti að gjöfin hefði verið afhent. Hann vildi ekki tjá sig um málið efnislega og kvaðst ekki óttast að umbjóðendur hans, eigendur sjóðsins, myndu fetta fingur út í þetta. Maðurinn væri búinn að vera í starfi fyrir sjóðinn í 35 ár og honum aldrei verið gefin gjöf fyrr. Ákveðið hefði verið að gera það nú eftir þessa löngu þjónustu. —sá Aðalfundur ÍSLAN DSBAN Kl Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1993 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 29. mars 1993 og hefst kl. 16:30. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. ■ Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu í samræmi við ákvæði 16. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringlunni 7 (3. hæð), í síðasta lagi 22. mars 1993. ■ Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Ármúla 7 (3. hæð), Reykjavík, 24., 25. og 26. mars kl. 9:15 -16:00 sem og á fundardegi kl. 9:15 - 12:00. ■ Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað og tíma. ■ Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja atkvæðaseðla og aðgöngumiða sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Reykjavík, 3. mars 1993 s Bankaráð Islandsbanka hf. Nýsköpun í smáiðnaði Iðnaðarráöuneytiö áformar f samstarfi við Iðntæknistofnun Islands, Byggðastofnun og atvinnuráögjafa út um land að veita styrki þeim, sem hyggjast efna til nýjunga I smáiönaöi eða stofna ný iönfyrírtæki, einkum á landsbyggðinni. Styrkimir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að greiöa fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, stofnsetningu nýrrar framleiðslu svo og markaðs- setningu. Þeir eru ætlaöir þeim, sem hafa þegar skýrt mótuö áform um slíka starfsemi og leggja I hana eigiö áhættufé. Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráðgjafa eöa Iðntæknistofnunar Islands, fyrir 23. aprll n.k. VELKOMIN TIL U.S.A. Sértilboð frá bandarísk- um stjórnvöldum Bandarisk stjómvöld gefa þér kost á að sækja um og öðlast varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi samkvæmt áætlun AA-1. Dregið veröur úr umsóknum og þú getur þannig hreppt tæki- færi til að setjast að i Bandarikjunum og stunda þar vinnu. (orðiö handhafi „græna kortsins*). Umsóknarfrestur um dval- arieyfi rennur út 31. mars nk. og því nauösynlegt að bregð- ast við strax, svo umsókn þín nái fram í tima. Allir þeir, sem eru fæddir á Islandi, Bretlandi eða Iriandi og/eða eiga foreldri eða foreldra af sömu þjóðemum, hafa rétt til aö sækja um þetta leyfi. Sendiö 45 Bandarikjadala greiðslu fyrir hvem umsækjanda til okkar ásamt nafni umsækjanda, fæðingardegi, fæöingar- stað, nafrii hugsanlegs maka og nöfnum og dvalarstað ógiftra bama undir 21 árs aldri. Heimilisfangið er: VISA USA, P.O. Box no. 822211 Dallas, Texas, 75382, USA.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.