Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 18. mars 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJli Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Síml: 686300. Auglýslngastml: 680001. Kvöldstmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð (lausasölu kr. 110,- Gainnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Traust er það sem þarf íslenskt efnahagslíf hefur þá sérstöðu meðal nágranna- þjóðanna að hlutur sjávarafurða í útflutningstekjunum nemur um og yfir tveim þriðju hlutum. Samdráttur í sjávarafla, minnkandi útflutningstekjur af þeim sökum, og verðlækkun á sjávarafurðum er því mikið áfall fyrir efnahagslíf landsmanna. Þar við bætist að það var og er opinber stefna ríkisstjómar Davíðs Oddssonar að hafa sem minnst afskipti af atvinnulífinu í landinu. Gjaldþrot- um fyrirtækja var ætlað að endurskipuleggja atvinnu- starfsemina í sjávarútvegi, og síðan myndi rísa græn jörð. Gjaldþrotaleiðin var komin í opinbera umræðu. Hins vegar hefur lítið farið fyrir umræðum um banka- starfsemina í landinu í þessu samhengi. Hér hagar svo til að meginþungi viðskiptanna við sjávarútvegsfyrirtækin hvfla á einum banka, Landsbankanum. Með því er ekki verið að gera lítið úr hlut annarra bankastofnana í at- vinnulífinu, en þetta er þó staðreynd. Leið fjöldagjaldþrotanna felur í sér þvflíka keðjuverkun að fátt stendur uppi. Það ætti nú að vera lýðum Ijóst. Það hefur legið fyrir í marga mánuði að erfiðleikamir í at- vinnulífinu gerðu Landsbanka íslands erfitt fyrir. Þar við bætast nýjar reglur um eiginfjárstöðu bankans sem verður að uppfylla. Það er vel að stjómvöld skuli nú hafa tekið ákvörðun um að eigandi bankans, ríkissjóður, styrki eiginfjárstöðu hans. Hins vegar er ríkisstjómin svo lánlítil að jafnvel þegar á að koma jákvæðum áformum í framkvæmd er staðið að málinu á dæmalausan hátt. Engar stofrianir í þjóðfélaginu eru eins viðkvæmar fyr- ir áföllum og bankar. Viðskipti sparifjáreigenda byggjast á trausti á bankanum, ekki síst þeirra sem trúa honum fyrir sparifé sínu sem þeir hafa dregið saman jafhvel á langri ævi. Álit stærsta banka þjóðarinnar út á við getur haft bein áhrif á lánstraust þjóðarinnar. Sem betur fer er Landsbankinn víðs fjarri því að vera gjaldþrota. Því er óskiljanleg sú ákvörðun ríkisstjómar- innar að ákveða á sérstökum neyðarfundi að styrkja eig- infjárstöðu bankans, og mælast til þess að fundir Alþing- is yrðu felldir niður á meðan, sem varð til þess að magna áhrifin. Vonandi tekst að eyða þeim áhrifum sem þetta skapaði hjá almenningi, en spumingin er hver áhrif þetta sjónarspil, og umræður í stjómarflokkunum um tilsjónarmenn og brottvikningu bankastjómar stærsta banka þjóðarinnar hafa á lánstraustið út á við. Spuming- ar vakna líka um traust á þeim stjómvöldum sem svona halda á málum. Heppilegast er úr því sem komið er að afgreiða þá laga- setningu sem þarf vegna þessara aðgerða með skjótum hætti og reyna að koma kyrrð á varðandi þessa aðgerð. Rétt er fyrir stjómarandstöðuflokkana á Alþingi að stuðla að því að svo geti orðið. Málefni atvinnuveganna þurfa síðan að koma til sér- stakrar umfjöllunar og með hverjum hætti er hægt að renna stoðum undir atvinnulífið og verjast áföllum. Tíminn hefur gagnrýnt aðgerðaleysi stjómvalda í þess- um efnum harðlega, og það er enn ástæða til þess að ít- reka það að ekki hafa neinar tillögur séð dagsins ljós, hvorki í aðsteðjandi vanda í greininni né um skipulag hennar til frambúðar. Þetta aðgerðaleysi og ósamkomu- lag stjórnarflokkanna í málinu hleður upp vanda, sem endar að lokum með álíka upphlaupum og almenningur hefur nýlega orðið vitni að. Það býður hættunni heim. TVaust er það sem þarf í bankaviðskiptum, hérlendis sem annars staðar. Ríkisstión Davíðs Oddsonar var að viðbragða við tillögum aðila vinnumarkaðarins í atvinnumái- um væri að vænta fyrri partinn í þessari viku. Samhliða var búist við að rfldsstjómin myndi gefa þjóðinni einhveija vísbending um það hvemig teldð yrði í þær viðbótarkröfur sem ASÍ og vinnuveitendur settu sameigin- lega fram, m.a. um hækkun skattieysismarka og lægri sirðis- aukaskatt á matvæii. Þjóðin beið spennt eftir því hvemig rflás- stjómin brygðist víð enda um stórmál að ræða fyrir þrautpínt alþýðufóiksem eklá hefur fengið yfir sig fiandsamlegri ríkisstjóm f áratugi. Fjölmiðlamir voru ifka t startholunum enda þeirra hlut- verk að upplýsa fólk um þau mál sem heitast brenna á þjóðinni. Það var því óvenju gott hijóð sem ríkisstjórnin hafði hjá þjóðinni þessa fyrstu daga vikunnar; það biðu afiir eftlr að heyra hvort komið yrðltO móts við atvinnulíf og launþcga f iandinu eða hvort sama gamia stefnan yrði áfram ríkjandi. Blásið lífí í Fær- isstjómar Davíös Oddssonar hafi komið öUum í opna skjöldu og er það ekki f fyrsta sinn sem stjómvaldsaðgeröir núverandi valdhafa koma á óvart. I stað þess að svara strax efnislega til- iögum og kröfum aðila vinnu- markaðarins kaus ríkisstjórain sl. þriðjudag að selja á svið um- fangsmikinn ieikþátt þar sem Landsbankinn var f aðalhiut- verki. Tilgangur Íeikritsins var sá einn að blása lífl í Færeyja- málflutning ráðhemnna, sem hvað eftir annað hafa geflð í skyn að verði ekki farið í einu og öllu að duttlungum ríkisstjóm- arinnar muni ísland fara sömu leið Og Færeyjar í efnahagslegu tilliti. Með því að fá þingfundi frestað af þeirri ástæðu að á rík- isstjómarfundi þyrftl að bjarga Landsbankanum og flnna tii þess fióra mlUjaröa tryggói rík- isstjóroin sér athygli fjölmiðla. Augsýnilega var hér á ferðinm nýtt mál sem eldá þoidi bið. For- sætisráðherra sá um að halda fjölmiðlum volgum og gaf annað slagið út tvíræöar upplýsingar um að máiið værí mjög alvaricgt og að fortíðarvaudinn væri mik- 01. Þctta var vandlega tíundað á útvarpsstöðvum mifii þess sem menn töiuðu um öríög Sjóvinnubankans í Færeyjum sem líka hefði þurft að bjarga. Eftir að þjóðin var svo orðin nokkuð sannfærð um að Lands- bankinu værí að fara á hausinn komu ráðherrar síðan fram — rétt í tæka tíð fyrir bcinar út- sendingar og sviðsljós kvöld- fréttanna — og tilkynntu að bankakcrflð værí nú orðið traustara en það hefði verið um árabU. Ríkisstjóður hefói hins vcgar þurft að leggja fram milda peninga og horfur væru á að haili rílássjóðs yrði eitthvað á annan tug milljarða! Hinn mikli fiöiái alþýðufólks sem búinn var að bíða eftir svörum ríldsstjóm- arinnar við hugmyndum um lækkun virðisaukaskatts á mat- væli og hærri skattleysismörk fylltist á ný vonleysi við þessar fréílir. Enn eitt klúðrið En þótt ieikritíð hefði haft talsverð áhrif framan af fór þó með það eins og svo margt hjá þessarí ríkisstjóm; það klúðrað- ist. Fiestir sáu að þinghiéö sem gert var vegna aukafundar ríkis- stjómarinnar var brella til aö ná athygli fjöimiðla. Síðan upplýst- ist að bankastjórar og bankaráð Landsbankans voru búnir að vera að vinna í málinu iengi með réttum stjómvöldum og ekkert iá á að rjúka í það meö þessum hætti. Vitað hcfði veríð í marga mánuði að til þessa þyrfti að koma en lausaíjárstaða bankans væri með því besta sem verið hefði lengi. Þá tóku menn að átta sig á því að hér var um mikla leiksýningu að ræða hjá stjóravöldum. Ríkísstjórnin mun sjálfsagt bera við þessu „nýjasta áfalli“ þegar kröfum aðila vinnumark- aðaríns á ríkisvaldið er svarað. Iiins vegar er staða Landsbank- ans spegill þeirrar kreppu sem íslenskt atvinnulff er komið i undir fomstu ríkisstjóraarinnar. Sú efnahagskreppa sem hér rík- ir á sér margar orsakir en stærsta orsölán er rflássfiórnin. Kröfur um jöfnun ltfsloara hverfa ekki þótt Davíð Oddsson setji á svið einhvem sjónleik og töfrabrögð í kringum Lands- bankann. Það eitt að ríkisstjóm- in skuli halda að hægt sé að taka á málum með stkum hætti sýnlr hversu alvarlegt ástandið í land- sljórainni er. Þaö eina varanlega við þessar æfingar stjóravalda er aö Landsbankinn þarf Íangan tíma til að ná upp því trausti sem hann veróskuldar. Þótt sparifjáreigendur þyrpist ekki í bankann tíl aö taka út af reikn- ingum sínum má fastíega búast við að innlánaaukning í bankan- um verði mlklu, miklu hægari en hún hefði annars orðið. Landsbankaleikritíð á m.ö.o. eft- ir að verða afskaplega dýrt. Garri Rambó í gervi Davíðs Ofurmennið Rambó fór Iétt með að útrýma herskörum þrautþjálf- aðra Víetkong-komma einn síns liðs. Honum tókst, það sem hálf milljón hermanna með fullkominn vopnabúnað réði ekki við í tíu ára hemaði í Víetnam, að hafa í fullu tré við skæruliða og hermenn Ho Chi Ming. Með gríðarlega vélbyssu að vopni fór Rambó um gamla vígaslóð og hefndi greipilega allra ófaranna og niðurlægingarinnar sem bandaríski herinn varð að láta sér lynda í Víetnam. Rambó var búinn til í drauma- smiðjunni Hollywood eins og flest- ar fyrirmyndir hugmyndaheims nútímans. Hann er einstaklings- hyggjan holdi klædd, örlagavaldur og hefndarengill. Af því að Rambó er amerískur er sjálfgefið að hann sé fulltrúi réttlætisins hvar sem hann fer með vopn sín og tortím- ingarhvöt. Rambó er Akkiles okkar tíma, á hann bíta ekki vopn. Hann á sigur vísan í sérhverri orrustu og hlýtur aðdáun og undirgefni að sigur- launum. Átök og rembingur Að vonum vilja margir taka sér Rambó til fyrirmyndar og aðferðir hans til að ná árangri. Höfð eru við ofboðsleg átök til að bjarga hinu og þessu eða tortíma því sem ekki á skilið að lifa. Þegar vel tekst til geta margs kon- ar átök verið í gangi í einu og þá er nú fjör í mannskapnum, það er að segja fjölmiðlamannskapnum, því átök án áhrifaríkrar fjölmiðlunar eru dæmd til að mistakast. Lestrar-Rambó fer hamförum þessa dagana og færist ekki lítið í fang. Eins og alkunna er læra krakkar ekki að lesa í skólunum og hefur ólæsi verið að magnast um margra ára skeið, rétt eins og stríð- ið í Víetnam forðum. Rambóinn sem vann það þrekvirki að vekja þjóðarsálina og dælir spuminga- keppnum á færibandi yfir það sama sálartötur, gerði sér lítið fyrir og hugðist útrýma ólæsi á vikutíma. Eins og aðrir Rambóar lagði Lestrar-Ramóinn okkar alla lítil- þægustu fjölmiðla landsins að fót- um sér og eru nú allir á skóla- skyldualdri búnir að fá bók í hönd og eru orðnir fluglæsir. Vil -J Rambóarnir eru nefnilega almátt- ugir og gera kraftaverk. Bjargvætturin Nú er æðsta stjóm lýðveldisins orðin heltekin af Rambóisma og bera stjómarathafnir þess gögg merki. Hallarekstur bankakerfisins hefur verið að magnast um skeið og þurfa einn eða tveir bankar fyrir- greiðslu til að halda tryggri stöðu á peningamarkaði. Var undirbúning- ur að því langt kominn í Seðla- bankanum í fyrradag. Þá stökk alskapaður Rambó inn á sviðið öllum að óvömm og tók að sér hlutverk bjargvættarinnar með öllum þeim fyrirgangi sem sann- kölluðum Rambó sæmir. Forsætisráðherra stöðvaði þing- fund og kallaði ríkisstjómina sam- an á neyðarfund, rétt eins og stríðs- ógn vofði yfir, og bjargaði Lands- bankanum og þar með efnahag landsins frá hruni í bráð og lengd. Gusugangurinn og tiltektimar voru allar í stfl og tókust svo vel að áður en nokkur opinber tilkynning var gefin út um aðgerðimar flykkt- ust sparifjáreigendur í bankann og tóku innistæður sínar út. Svona gekk vel að skapa ótta og ringul- reið. Fjölmiðlar hjálpuðu til að æsa leikinn og gerðu þjóðina ofboðs- lega spennta fyrir hvað væri á seyði og voru allir vissir um að þjóð- bankinn væri orðinn gjaldþrota og landsmanna biði ekki annað en sultur og seyra. Þegar spennan stóð hvað hæst birtist Rambó í gervi Davíðs Odds- sonar og tilkynnti að hann væri bú- inn að fixa þetta allt saman. Mikil hætta hefði vofað yfir þegar hann greip í taumana á síðustu stundu og lofaði víkjandi lánum og aukn- um ríkissjóðshalla og væri hann þar með búinn að bjarga bankan- um og efnahagslífi landsins með hetjulegu inngripi. Að vísu hafa ekki aðrir séð að Landsbankinn hafi verið í bráðri hættu og síst af öllu að svona Ram- bó-aðgerða væri þörf. En Rambóar spyrja ekki að því hvort nokkur kæri sig um fífldjarf- ar og ótrúlegar aðgerðir þeirra. þeir böðlast helst þar sem þeirra er ekki þörf og enginn biður um fyrir- ferðarmiklar aðgerðir þeirra. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.