Tíminn - 18.03.1993, Side 12

Tíminn - 18.03.1993, Side 12
LOTT# alltaf á nriövikudögum NYTTOG FERSKT DAGLEGA m reiðholtsbakarí VÖLVUFELU 13 -SÍMI73655 varahlutir Cvabriel HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum Haraarshöfða r-TT7-6744 ÞREFALDUR 1. vinningur Ríkissáttasemjari segir að formaður FFSÍ hefði getað komið strax að Herjólfsdeilunni, ef hann hefði viljað: Eyjamenn vilja höggva á hnútinn með lagasetningu Bæjarstjóm Vestmannaeyja hefur formlega samþykkt að óska eftir því við ríkisstjómina að höggvið verði á Heijólfsdeiluna með lagasetningu. í gær stóð til að bæjarstjórí Vest- mannaeyja og stjómarformaður Heijólfs hittu samgönguráðherra að máli, en það gat bmgðið til beggja vona sökum slæms veðurs í Eyjum. Um mánuður er síðan Árni Johnsen hvatti til lagasetningar á Alþingi til að leysa verkfall stýrimanna á Her- jólfi, en þvf hafhaði forsætisráð- herra. Sigurður Einarsson, forseti bæjar- stjómar í Eyjum, sagðist ekki geta áttað sig á því hver afstaða stjóm- valda væri til lagasetningar. Aftur á móti væri það mat deiluaðila að eng- in lausn væri í sjónmáli, verkfallið skapaði æ meiri óþægindi fyrir heimamenn, auk þess sem þrýsting- ur færi vaxandi á bæjaryfirvöld. Þá hefur einn af þingmönnum Suð- urlands, Margrét Frímannsdóttir, viðrað þá hugmynd að fengnir verði tveir sáttasemjarar til að reyna að finna lausn á deilunni. Yrði annar þeirra Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, og hinn heimamaður. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagðist ekki gera neinar at- hugasemdir við það og mundi bara vera feginn ef hægt væri að leysa deiluna. Hinsvegar sagðist ríkis- sáttasemjari ekki hafa frumkvæði að því að fá tvo aðila til að reyna sig og sagðist heldur ekki sjá í fljótu bragði hvaða heimamaður það gæti verið. „Deilan er aðallega á milli heima- manna innbyrðis. Hinsvegar væri Guðjón ágætur maður í þetta og þar sem stýrimennirnir eru aðilar að FFSÍ, hefði hann getað komið strax nálægt þessari deilu ef hann hefði viljað. Aftur á móti veit ég ekki hvern hægt er að setja í þetta hinum megin frá. Deilan er ekki eingöngu á milli VSÍ og stýrimanna, heldur inn- byrðis meðal áhafnarinnar á Her- jólfi." -grh Sjómannas amt iandíð: Beiðni um verki ral Is- i * heir ml Id svarað Boðaö hefur verið tíl formanna- lunuar auiiuurieiagit satnbands íslands á ojumíinna- morgun. Á fundinum lega llggja fýrir munu svör væntan- félaganna varðandi beiðni ar SSÍ tim hein boóunar. samn jild ti inganefnd- verkfalls- Alls eru hátt í 40 félög aðil- í„ íir Jiö oJOQiaii lands og ef in fær umboð til nasatr samn verkfa nantu w- inganeftid- llsheimild- ar puria ao lioa un verkfalls þar framkvæmda. 3 viki tilþai ir ira ooo- 1 kemur til isngar s< hafa faríð frat lfljtlll.il n á gavtoræour milli sjú- manna og útgerðarmanna að und- anfömu en eins og l rannugt er slitnaði uppúr samni ngaviðræð- um aðilanna ekki alls fyr- ir löngu og er deila u í hönd- um ríkissáttasemjara. -grh Stígamót: Engin kyn- lífskönnun Starfsmenn Stígamóta vilja að gefnu tilefni taka fram að engin könnun á kynhegðun íslendinga fer um þessar mundir fram á veg- um samtakanna. Undanfarið hefur af og til borið á því að hringt hefur verið í fólk undir yfirskini þess að slík könn- un eigi sér stað á vegum ýmissa aðila. Svo hefur hins vegar ekki verið og er heldur ekki nú. AFLI KRÓKALEYFIS- BÁTA JÓKSTí FYRRA Afli krókaleyfisbáta jókst um rúm 4.000 tonn á síðasta ári, borið saman við árið á undan. Aflinn varð 28.211 tonn í fyrra. Mest varð aflaaukningin á Vestijörðum, yfir 1.600 tonn, og á Reykjanesi, um 1.200 tonn. Þessar upplýsingar koma fram á Alþingi í svari sjávarútvegsráðherra við fyrir- spum frá Einari K. Guðfinnssyni al- þingismanni. Af þeim 28.000 tonna afla, sem krókaleyfisbátar veiddu á síðasta ári, var þorskur 22.000 tonn. Þorskafli krókaleyfisbáta jókst um 5.000 tonn. Ýsuafli stóð í stað, varð um 1.800 tonn. Ufsaafli bátanna dróst hins veg- ar saman um 1.000 tonn og varð rúm- lega 2.200 tonn. Þá dróst steinbítsafli bátanna eilítið saman. Krókaleyfisbátar á Reykjanesi veiddu mest allra í fyrra, eða tæplega 6.300 tonn. Næstir koma bátar á Vestfjörð- um með rúm 5.600 tonn og bátar á Vesturlandi með 4.000 tonn. -EÓ ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO Neyðarhjálpin enn- þá kyrrsett Flutningalest S.Þ. var I gær ennþá kyrr- sett við landamæri Bosnlu, þrátt fyrir að hún heföi fengið leyfi á æðstu stöðum til að halda áfram til umsetna múslima- bæjarins Srebrenica með birgöir sem sveltandi fólkið hefur brýna þörf fyrir. Lestin, sem hefur verið stöðvuð undan- fama sjö daga, var tafin enn, þrátt fyrir loforð leiötoga Bosnlu-Serba um að henni yröi leyft aö halda áfram. MOSKVA Jeltsín skorar á samveldisríkin Boris Jeltsin Rússlandsforseti ætlar aö leggja fram áskorun til leiðtoga Sam- veldis sjálfstæöra rfkja, en innan þeina er að finna flest fynum Sovétlýöveldi, aö sögn talsmanns utanrikisráöuneytis- ins. Jeltsín á i strangri baráttu fyrir pólit- Isku lifl slnu við æðstu löggjafarsam- kundu landsins, þing fulltrúa þjóðarinrt- ar. KALKÚTTA Sprengja drap 50 Sprengja I Kalkútta, i austurhluta Ind- lands, varð a.m.k. 50 manns að bana og særði allt aö 200, fjórum dögum eftir að hver sprengjan af annarri sprakk I Bombay, að sögn lögreglu. SEÚL Norður-Kóreumenn ætla að ræða við Bandaríkjamenn Norður-Kóreumenn, sem grunur leikur á að séu að koma sér upp kjamorku- vopnabirgðum, hafa samþykkt aö eiga fund með fulltrúum yflrvalda I Washing- ton eftir aö yfirstandandi heræflngum Bandarikjamanna og Suður- Kóreu- manna lýkur, að sögn háttsetts heim- ildamanns innan riklsstjómarinnar i Se- úl. PEKING Kína undirbýr 1997 á eigin spýtur Kinverjar segjast ætla að hefja elgin undirbúning að stjómarfari I Hong Kong eftir 1997, ef Chris Patten landstjóri heldur til streitu áætlunum slnum um meira lýðræði. BANGKOK Hægri hönd Pols Pot með krabba- mein leng Sary, hægri hönd Pols Pot á drápsárunum miklu I Kambódlu þegar bylting Rauðu kmeranna krafðist milljón mannslífa, er sjúkur, að þvi er virðist af krabbameini, segja skæruliðar og fleiri heimildir. KAlRÓ Lögreglumenn drepnir Tveir egypskir lögreglumenn voru felldir og nlu særðir, þegar öryggissveitir I borginni Assiut I suðurhluta Egypta- lands gerðu áhlaup á felustaði her- skárra múslima, sem berjast fyrir því að koma stjóminni frá. ADDIS ABABA Sveitir Morgans tóku Kismayu Hermenn, sem tryggir em sómalska striösherranum Mohamed Said Hersi, sem þekktur er undir nafninu Morgan hershöföingi, náöu hafnarborginni Kismayu I suðurhluta Sómalíu á sitt vald, aö sögn embættismanna Banda- rikjanna og Sameinuöu þjóðanna. PARlS Frakkar vilja ekki Mobutu Frakkar hafa synjað beiðni Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, um að koma til Frakklands, segja embættismenn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.