Tíminn - 17.04.1993, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 17. apríl 1993
Steingrímur Hermannsson, formaður stjórnar Tímans hf.
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í utanhúss viðhald á Breiða-
geröisskóla. Verkið felst i utanhússviögeröum ásamt málun
þaka.
Helstu magntölur eru:
Endursteypa veggja 15 m2
Sprunguviðgerðir 310 m
Málun útveggja 670 m2
Málun þaka 1.780 m2
Verktími: 1. júní-27. ágúst 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 28. apríl 1993,
kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOB
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum I viðgeröir og viðhald á
steinsteypu, ásamt endursteiningu og viðgerðum á gluggum
Melaskóla.
Heistu magntölur eru:
Sprunguviðgerðir 250 m
Endursteining 640 m2
Fúaviðgerðir karma og pósta 45 m
Endurmálun glugga 1.300 m
Verktími: 25. maí-25. ágúst 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavik, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboð. í verða opnuö á sama stað miövikudaginn 21. apríl 1993,
kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Tíminn - mál-
svari félags-
hyggjufólks
í gærmorgun kom saman til
fundar nýkjörin stjórn útgáfufé-
lagsins Tímans hf., útgáfufélags
dagblaðsins Tímans. Hlutverk
stjórnarinnar verður einkum að
annast hlutafjárútboð í félaginu
sem ætlunin er að breyta í al-
menningshlutafélag. Þetta þýðir í
raun að dagblaðið Tíminn hættir
að vera beint málgagn eins stjórn-
málaflokks heldur verður mál-
svari, fréttamiðill og umræðuvett-
vangur íslensks félagshyggjufólks,
hvar í flokki sem það stendur.
„Aðalfundur Tímans hf. var hald-
inn sl. miðvikudag. Fundurinn
markar lok þess reynslutímabils
sem hófst um áramótin 1991-92.
Það er engin launung á því að þeg-
ar við á þeim tíma gerðum upp
blaðið var mikill halli á rekstri
þess,“ segir Steingrímur Her-
mannsson alþingismaður, formað-
ur blaðstjórnar Tímans.
Steingrímur Hermannsson er
formaður hinnar nýju stjórnar og
Tíminn ræddi við hann í gær um
framtíð blaðsins og þær breyting-
ar sem gerðar verða á því í fram-
haldi af nýafstöðnum aðalfundi
útgáfufélagsins og fundi nýkjör-
innar stjórnar þess.
Hrökkva eða stökkva
Um áramótin 1991-1992 var
staða Tímans mjög tæp og áhöld
um hvort hann yrði gefinn út
áfram. Þáverandi eigendur blaðs-
ins stóðu frammi fyrir því að ann-
að hvort hætta útgáfu blaðsins eða
freista þess að snúa hallanum við.
Síðari kosturinn var tekinn og
með ítrasta sparnaði, aðhaldi og
niðurskurði í rekstri, hefur tekist
að ná rekstri blaðsins á núllið.
„Tíminn var þá eign sameignar-
félags flokksins og Framsóknarfé-
laganna í Reykjavík. Það var
ákveðið þá að gera tilraun og
breyta blaðinu í hlutafélag og í
framhaldinu var stofnað hlutafé-
lagið Tíminn hf. af nokkrum ein-
staklingum innan Framsóknar-
flokksins. Niðurstaðan af uppgjöri
ársins 1992 sýnir óyggjandi að til-
raunin hefur tekist.
Segja má að afkoma blaðsins sé
nú á núllinu. Það er að vísu ríflega
milljónar kr. reikningslegur halli
á rekstrinum, en á móti kemur að
Tíminn hf. hefur orðið að greiða
nokkrar útistandandi skuldir
gamla Tímans og fjármagnskostn-
aður af þeim sökum er nánast sá
sami og niðurstöðutalan er, eða
ríflega ein milljón krónur, þannig
að rekstur blaðsins stendur í járn-
um.
Þetta teljum við ótrúlega góðan
árangur sem fyrst og fremst ber að
þakka góðu starfsliði blaðsins sem
lagt hefur sig mjög eindregið
fram, bæði með því að draga úr
kostnaði eftir föngum og vinna
blaðið og koma því út með lág-
marks starfsliði. Það hefur þannig
tekist að lækka rekstrarkostnað-
inn mjög verulega en hins vegar
má segja að dreifing blaðsins og
áskrifendafjöldi hafi staðið í stað.
Þessi árangur þýðir einfaldlega
að það er rekstrargrundvöllur fyr-
ir blaðið og því hafa núverandi