Tíminn - 17.04.1993, Page 12

Tíminn - 17.04.1993, Page 12
12 Tíminn Laugardagur 17. apríl 1993 Heimsókn á íslandshestabúgarð í Westfale n Islenski h hentaði ok Skammt utan viö borgina Bielefeld í Austur-Westfalen í Þýska- landi er Kollmeyer-Suttorf búgaröurinn, sem er einn af tíu stór- um íslandshestabúgörðum í þessu 80 milljón manna landi. Þar búa hjónin Ulli og Gabi Kollmeyer ásamt tveimur dætrum. Þau lifa af ræktun og sölu íslenska hestsins, en auk þess að taka hesta i „hagagöngu" fyrir þéttbýlinga temja þau og selja ís- landshesta, bjóða upp á reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna og sumardvöl fyrir börn. Og þrátt fyrir að þau hafi ekki mikið beint samband við íslendinga auglýsa þau sína starfsemi þann- ig: „fsland innan seilingar", eða „ísland zum Greifen nah“. Hún heitir Héta þessi, tæplega tuttugu ára gömui og þó aö hún sé hreinræktaður íslendingur er hún fædd og uppalin í Danmörku. Leigupenni Tímans í Þýskalandi tók hús á þeim hjónum á dögunum, spjallaði og tók myndir. Eigendur íslenskra hesta í Þýskalandi eru dá- lítið sérstakur þjóðflokkur. Þeir hafa mikið samband sín á milli, gefa út sér tímarit um íslenska hestinn og hafa flestir óhemju áhuga á öllu því sem tengist íslandi. íslensku hestamir eru líka skírðir íslenskum nöfnum jafnvel þó að þeir séu fædd- ir og uppaldir á meginlandi Evrópu og það hljómar óneitanlega skringi- lega að heyra íslensk nöfn eins og „Héla“, „Gyllingur“, „Vargur" og „Mósi“, borin fram með sterkum þýskum hreim. Eftir að hafa dukkið hefðbundinn kaffibolla, að góðum og gegnum bændasið lá beinast við að spyrja hversu lengi þau hafi lifað af sölu og ræktun íslenska hestsins og hvernig það kom til? „Það er löng saga að segja frá því...,“ byrjar Gabi, en Ulli grípur framí. „í stuttu máli sagt. Við byrj- uðum með íslenska hesta árið 1984. Þá höfðum við ákveðið að snúa okk- ur algerlega að hrossarækt og eftir nokkrar vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að íslenski hesturinn hentaði okkur langbest af þeim horssakynum sem í boði eru. -Höfðuö þið einhvetja reynslu af íslenska hestinum? „Nei“, segir Gabi, „við þekktum ekki þetta hestakyn og vissum ekki einu sinni að það væri til. „Áður vorum við með þýska hesta á bú- garðinum, en ég hef umgengist þá og riðið þeim frá því að ég var barn. Þegar við ákváðum að snúa okkur alfarið að hrossabúskap byrjuðum við að leita eftir kyni með þá eigin- leika sem hentuðu okkur best. Það má segja að við höfum verið að leita eftir „fjölskylduhesti". Geðgóðum, þýðum og ekki of stórum. Hestakyni sem krakkar og fullorðnir gætu ráð- ið við og haft gaman af. Eftir að okk- ur var bent á íslenska hestinn kom ekkert annað til greina. Þetta gekk allt mjög fljótt fyrir sig. Við keyptum tvo hesta til að byrja með. Mánuði seinna keyptum við þann þriðja, eftir aðrar fjórar vikur keyptum við síðan tvo til viðbótar. Þannig þróaðist þetta, við keyptum merar og héldum þeim til að byrja með undir graðhesta af öðrum bú- um og í dag, rúmum átta árum seinna, eru um 80 íslenskir hestar héma á búgarðinum. Þar af eigum við um 50 sjálf, en 30 erum við með á húsi fyrir fólk frá Bielefeld og ná- grenni, sem kemur hingað og ríður út.“ Skeiðið er ekki æskilegt „Fallega pissar Brúnka", kvaö einhver einhverju sinni og gæti svosum átt viö Iþessu tilfelli ef þetta væri ekki rauöblesóttur klár. Hluti af hrossastóöinu meö búgaröinn I baksýn. -Nú vinnið þið sjálfaö rcektun ís- lenska hestsins. Hefur það starf skilað árangri? „Já“, segir Ulli. „Maður getur nátt- úrlega ekki sagt mikið til um hversu miklum árangri okkar ræktunar- starf hefur skilað, vegna þess hve stuttur tími er liðinn síðan við byrj- uðum. Það eina sem hægt er að segja um það er að folöldin og ung- hrossin, sem við erum að fá núna undan okkar eigin merum og grað- hestum, lofa góðu. Þetta eru falleg- ar skeppnur og með góðan „karakt- er“, en það er mjög mikilvægt. Markmið okkar í ræktuninni fyrir þýska markaðinn eru að sumu leyti frábrugðin því sem þið leggið mesta áherslu á á íslandi. Það eru nokkur atriði sem við leggum ríka áherslu á: í fyrsta lagi viljum við hafa hest- ana fallega byggða, auðvelda í tamn- ingu og þeir mega ekki vera of smá- vaxnir. Það eru takmörk fyrir því hversu erfiðir þeir mega vera og þeir mega ekki vera of skeiðgengir heldur. Það er ekki mikið af hesta- fólki hér í Þýskalandi, sem ræður al- mennilega við að ríða fimmgangs- hestum. Flestir fimmgangshestar, sem seldir eru eftir tamningu í Þýskalandi, tapa oft á tíðum niður töltinu og fara að blanda því saman við skeiðið, þannig að útkoman verður lull eða skeiðborið tölt. Að okkar áliti er skeiðið þannig ekki svo eftirsóknarvert fyrir Þýskalands-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.