Tíminn - 17.04.1993, Page 13

Tíminn - 17.04.1993, Page 13
Laugardagur 17. apríl 1993 Tíminn 13 m í Þýskalandi: lesturinn kur best“ markaðinn, því venjulegt fólk lendir oft í erfiðleikum með skeiðlullið. Það er léttara að finna töltið í hest- unum ef þeir eru ekki skeiðlaegnir, en bestu hestarnir eru náttúrulega þeir sem eru eðlislægir töltarar." Undir þetta tekur Gabi og bætir við að það geti verið erfitt að ná aftur upp töltinu í hestum sem búið er að ríða á lulli ef til vill mánuðum sam- an. Vegna þessara áherslna eru báð- ir graðhestarnir á búinu miklir tölt- arar, en án skeiðs. „Við erum síðan með nokkra unga fola, sem eru efni- legir fimmgangshestar með mikinn vilja og yfirferðarskeið, en við ölum þá meira fyrir okkur sjálf,“ segir Ga- bi. „Það er ekki sú tegund hesta, sem auðveldast er að selja, þó að okkur persónulega þykji þeir skemmtilegastir. Maður verður allt- af að hugsa líka um hvað er hag- kvæmast - við lifum jú af þessum hrossabúskap - en við höfum alltaf nokkra hesta fyrir okkur sjálf, sem eru viljugri og erfiðari en um leið skemmtilegri." Gott geð skiptir mestu máli Þau Ulli og Gabi eru sammála um að mikilvægasti eiginleiki íslenska hestsins sé gott lundarfar. „Karakterinn er mikilvægari en gangur og hreyfingar," segja þau. góðum aldri kostar í Þýskalandi 15- 16 þúsund mörk, eða rúmlega 600 þúsund krónur íslenskar. Eftir- spurnin eftir þessum litlu meðfæri- legu hestum er ennþá nógu mikil til þess að halda verðinu uppi, en þeir sem best til þessara mála þekkja spá því að verðið eigi eftir að lækka á næstu árum þegar framboðið verð- ur meira. Hversu sannspáir menn reynast verður að koma í Ijós, því þrátt fyrir að ræktun íslenska hests- ins hafi vaxið ár frá ári í Þýskalandi, þá hefur eftirspurnin vaxið meira. íslenski hesturinn missir hluta af sínum eiginleikum úti Ulli og Gabi giska á, án ábyrgðar, að nú séu um 30 þúsund íslenskir hestar í Þýskalandi öllu. Þjóðverjar mæta eftirspurninni í sífellt vaxandi mæli með eigin ræktun, sem bitnar beint á útflutningi frá íslandi. Reyndar hafa Danir flutt talsvert af íslenska hestinum út til Þjóðverja. Þau hjón eru sammála um að þótt Þjóðverjar hafi verið sjálfum sér nógir í ræktun fyrir Þýskalands- markað verði alltaf nokkurt magn af hrossum flutt inn beint frá Íslandi til þess að fá nýtt blóð inn í stofn- inn. Greinarhöfundur getur tekið undir þá skoðun margra hesta- Ulli og Gabi Kollmeyer meö stóöhestinn Atla, sem er heimaræktaö- ur klárhestur meö tölti. „Það er mikilvægt að þeir hestar sem við erum að selja séu góðir í umgengni og beri virðingu fyrir knapanum. Við lítum á það sem ákveðið vandamál að í mörgum til- fellum eru hestamir ekki nógu leið- itamir og bera of litla virðingu fyrir eigendum sínum.“ 600 þúsund fyrir þokkalegan hest Það kostar átta þúsund krónur á mánuði að hafa hest á húsi hjá Koli- meyerhjónunum og þá er fóður innifalið. Þessi kostnaður er í sjálfu sér ekki ósvipaður því sem gerist hér heima, en hestaverðið sjálft er ólfkt hærra. Þokkalegur hestur á manna að íslandshestar sem rækt- aðir eru erlendis missa í mörgum tilfellum hluta af sínum uppruna- legu eiginleikum. íslandshestar sem ræktaðir eru erlendis virðast til að mynda ekki nálægt því eins fótvissir og þeir alíslensku, taka í mörgum tilfellum ekki jafn mikið tillit til knapans og einnig fanst mér í mörg- um tilfellum þeir hestar sem ég prófaði viljalitlir. Frá þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og margir þýskræktaðir íslandshestar gefa íslenskum gæðingum ekkert eftir. Myndir og texti: Árni Gunnarsson: Kollmeyer-Suttorf búgaröurinn er eitt af tíu stórum Islandshestabúum I Þýskalandi. NY VARAHLUTAVERSLUN Höfum opnað varahlutaverslun fyrir japanska bíla Eigum álager: Tíomareimar Kúplingar bremsuhluta Bensíndælur Legusett Vatnsdælur Ýmsa rofa o.fl. o.fl. Þurrkur með réttum festingum VARAHLUTIR HF. FYRIR JAPANSKA BÍLA Smiöjuvegi 24c 200 Kópavogi sími 870240 fax 870250

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.