Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 30. apríl 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHVGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritsflóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Erfiðleikamir kalla á skjót viðbrögð Það vakti athygli nú í vikunni að sjávarútvegsráðherra gerði atrennu að því að fá stjórnarflokkana til þess að samþykkja að leggja fram þrjú frumvörp um sjávarút- vegsmál. Þetta var frumvarp um stjórn fiskveiða, sem byggt var á tillögum „tvfhöfða" nefndarinnar, ásamt frumvarpi um þróunarsjóð sjávarútvegsins og verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins. Skemmst er frá því að segja að ekki tókst samkomulag um framlagningu þessara frum- varpa og það kom einnig fram í útvarps- og sjónvarp- sumræðu frá Alþingi um sjávarútvegsmál sfðastliðinn miðvikudag að djúpstæður ágreiningur er í stjórnar- flokkunum um þessi mál, svo mikill að sjávarútvegsráð- herra treystist ekki til að leggja þau fram. Þetta mál, ásamt fleiri stórmálum sem hrannast upp án niðurstöðu þessa dagana, er mjög alvarlegt fyrir stjórn- arflokkana. Mikill meirihluti í Alþingi, sem aðeins er samansettur af tveimur flokkum, nægir ekki til þess að taka með festu á stærstu málum þjóðarinnar. Slíkt hlýt- ur að valda miklum áhyggjum, ekki síst þar sem engin merki sjást um að ríkisstjórnin ætli að taka afleiðingum þessa sundurlyndis og fara frá. Óttinn við kosningar er öllu yfirsterkari. Kjarasamningar eru í uppnámi, jafnvel þótt það liggi á borðinu að meginhluti verkalýðshreyfingarinnar er til viðræðu um samninga til 18 mánaða án beinna launa- hækkana. Afkomumál sjávarútvegsfyrirtækja eru einnig í uppnámi, þar sem rekstrargrundvöll vantar undir at- vinnugreinina. Aðeins nokkrir dagar eru eftir af starfs- tíma Alþingis samkvæmt starfsáætlun þess, og líkurnar vaxa fyrir því að engar efnahagsráðstafanir eða kjara- samningar verði fyrr en í haust. Vandamálin hlaðast upp með hverjum mánuðinum sem líður. Þau verða ennþá óviðráðanlegri í haust, en í vor. Það er víst að afkoma sjávarútvegsins er þannig um þessar mundir að gengisskráningin heldur ekki, nema gripið sé til aðgerða til kostnaðarlækkunar og fjárhags- legrar endurskipulagningar í greininni. Með nýrri lög- gjöf um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins, sem sam- þykkt var í maí 1990, var lagður grunnur að hagræð- ingu í sjávarútvegi. Hagræðingarsjóðurinn var síðan la- maður með breytingu á lögum um hann í janúar 1992 og hefur ekki borið sitt barr síðan. Allt rekur því á reið- anum í málefnum sjávarútvegsins, sem stafar af sundur- lyndi stjórnarflokkanna og einnig af sundurlyndi í Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn ræður ráðu- neytum sjávarútvegs og efnahagsmála, sem og forsætis- ráðuneytinu. Því er ábyrgð flokksins mikil, ekki síst vegna þess að styrkustu stuðningsmenn flokksins í gegnum tíðina eru þeir sem reka útgerð í landinu og margir þeirra sem reka fiskvinnsluna. Hvernig skyldi þessum ágætu mönnum lítast á framgöngu flokksins í sjávarútvegsmálunum? Segja verður að miðað við að- stæður hefur furðu lítið heyrst í þeim opinberlega, en líklegt er að þeir ráðherrar, sem þeir hafa falið umboð, fái orð í eyra fyrir aðgerðaleysi sitt þessa dagana. Utanaðkomandi aðstæður eru mjög erfiðar í sjávarút- vegi, og ráðherrum eða ríkisstjórn verður ekki með sanngirni kennt um allt það, sem miður fer á þeim vett- vangi minnkandi afla og lækkandi verðlags. Sök þeirra liggur í því að láta dragast úr hömlu að bregðast við. Því meiri erfiðleikar, því meiri ástæða til skjótra viðbragða. Óeðli ekki dýravemd setn setur réttíndi skya* skepnur væru að hvfla sig á biyggj* raskaróþeirra! Ofbr en dnu smai komu þao rók . . ,;Vl>»HtlllllM eru settar á satna stafl og Hmirmihau áttað sig á því aö tfl væri fótk úti t heimi sem telili sjómenn annars htjóta það að vera vondir menn sem um umhverfismál, en hún er etíd síð- kcppa við þessi dýr tim fisbinn t sjón- ur þarft innicgg t aimenna siðferði- um. Enn og aftnr er ástæða til að sumræðu. Khtgan á Vesturiöndtim íhuga oró bandaríska fiskimannsins, ætti að taka {tessa niynd upp ðg nota Baggar og burðarjálkar Bankakerfið er einn stærsti at- vinnurekandi á Iandinu og er dragbítur á atvinnulífið. Bankam- ir verða að fara í innri skoðun, endurhæfingu og temja sér sjálfs- gagnrýni. Þeir verða að ná sér á strik, ef þeir eiga að taljast sam- keppnisfærir við erlenda banka. Þetta er dómur formanns banka- ráðs Seðlabankans yfir bankakerf- inu og byggir m.a. á skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskólans gerði um lánastofnanir. Forráðamenn bankanna þreytast seint á að segja okkur að þeir séu stoð og stytta atvinnulífsins og telji skyldu sína og hlutverk að halda því gangandi. Ágúst Einarsson bankaráðsmað- ur rökstyður ekki í stuttu frétta- viðtali með hvaða hætti bankamir em baggi á atvinnufyrirtækjun- um, en há þjónustugjöld og mikill vaxtamunur hljóta að vera þung á metunum í þeim harða dómi sem hann kveður upp yfir bankakerf- inu. Hins vegar er sleginn falskur tónn í gagnrýni formannsins, að Seðlabankinn skuli vera undan- skilinn þegar verið er að vega og meta þá níðþungu bagga sem at- vinnuvegir og þar með þjóðfélagið allt er að sligast undan. Sjálfsrýnin mætti að ósekju einn- ig ná til yfirbankans. Hneykslisbanki Bankakerfið er alltaf að draga sig saman og hagræða, með þeim frá- bæra árangri að reksturskostnað- urinn eykst með aukinni tækni- væðingu og uppsögnum starfs- fólks. Afskriftir vegna tapaðra út- lána sýna verksvit stjómendanna og þeirra sem þeim stjóma. Eitthvert húllumhæ er úti í heimi, þar sem stjórnendur Evr- ópubankans, sem á að styrkja at- vinnulífið austur í Evrópu, eyða meiru í sjálfa sig og rekstur glæsi- bankans en þeir lána til þeirra verkefna, sem bankinn er beinlínis starfræktur til að sinna. Kaup- greiðslur og fríðindi til handa yfir- mönnunum nær út yfir allan þjófabálk og flottræfilshátturinn í húsakynnum og mublímenti gerir svaka lukku í tímaritum arkítekta, en vekur fyrirlitningu og viðbjóð meðal allra þeirra sem ekki kunna að meta svona smekk. íslendingar eiga hlut í Evrópu- bankanum, en fé til hans kemur allt úr ríkissjóðum þeirra landa sem að honum standa. Vitlogbreitt Jón okkar bankamálaráðherra skrapp til London t vikunni að vera viðstaddur aðalfund hneykslis- bankans. Þar ávarpaði hann 3000 fundarmenn og sagði að bankinn ætti að spara til að raka af sér óorðið. Spamaðurinn af okkar hálfu kom fram í því að hafa aðeins þrjá full- trúa á ftindinum. Einn hefur þann starfa að sitja f stjórn bankans og ætti nú eitthvert glanstímaritið að heimsækja hann og sýna okkur myndir af honum í skrifstofunni í höfuðstöðvunum og skýra frá hvernig hann býr í heimsborginni. Frá íslandi fór ásamt Jóni ráðu- neytisstjórinn í bankaráðuneytinu og efast enginn um að hann hafi líka átt brýnt erindi á fundinn, þótt ekki væri nema til að hlusta á ráðherra sinn brýna fyrir 3000 fulltrúum að bankastjómin ætti að láta minna bera á ofboðseyðslu sinni. Og af því að maður er smámuna- samur, er ekki úr vegi að hnýsast í hvort bankaráðherrann okkar og ráðuneytisstjórinn hafi fengið af- not af einkaíbúð Seðlabankans í Lundúnaborg þann tíma sem þeir sinntu erindum í hneykslisbank- anum, eða hvort þeir hafi gist á hóteli. Fyrst maður er farinn að vera svona tíkarlega smámunasamur á annað borð, er líka fýsilegt að vita hvort Evrópubankinn borgaði ferðir og uppihald ráðherra og ráðuneytisstjóra, eða hvort ráðu- neyti þeirra gerði það. Einn er sá fasti punktur, sem ekki þarf að spyrja um. Að sjálfsögðu fengu embættis- mennimir ferðahvetjandi dagpen- inga beint úr íslenska ríkissjóðn- um. Spumingin endalausa Ekki er ástæða til að draga þá fullyrðingu bankaráðsformanns- ins í efa, að bankakerfið sé baggi á atvinnulífinu. En í framhaldi af því mætti spyrja hvort bankakerfið þarf ekki að burðast með yfirbygg- ingu sem er baggi á því. Matargjafir og veiðitúrar eru lík- ast til smámunir miðað við sitt- hvað annað, sem bankastarfsemin þarf að dröslast með og talið er til nauðsyniegra útgjalda. En þegar allt er komið í kring stendur sú spuming eftir hver sé bagginn og hver burðarjálkurinn, og er svara ekki óskað. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.