Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 1. maí 1993 80. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Kaupfélögin bregðast við nýjum aðstæðum í innflutningsverslun: Kaupfélögin stofna innflutningsfynrtæki Kaupfélögin í landinu fyrírhuga aö stofna í dag hlutafélag um inn- flutníngsverslun. Fyrírtækiö mun taka yfir þau innflutníngssam- bönd sem Mikligarður hf. hefur haft. Aö sögn Þórís Páls Guö- jónssonar, kaupfélagsstjóra í Borgamesi, er stefnt aö því að reka fyrírtækið á kostnaöargrundvelli, þ.e. kostnaði við birgðahald og dreifingu, verður haldið í lágmarki. Gert er ráð fyrír að einstök kaupfélög geti flutt vörur beint inn í gegnum hið nýja innflutn- ingsfyrírtæki. Unnið hefur verið að stofnun fé- lagsins undanfamar vikur og eru horfur á að flestöll kaupfélögin í landinu gerist aðilar að félaginu. Gert er ráð fyrir að nýjá félagið hefji starfsemi strax eftir mánaðamótin og að kaupfélögin hætti þar með að flytja inn vörur fyrir milligöngu Miklagarðs hf. „Með stofnun þessa félags er verið að halda utanum innflutningssam- bönd sem Mikligarður hafði. Auk þess kemur til greina að félagið geri sameiginlega samninga við inn- lenda heildsala. Það er hugmyndin að þetta fyrirtæki verði rekið á kostnaðargmndvelli. Það hafi eins hagkvæma vörudreifingu og birgðahald og hægt sé að hafa. Yfir- bygging verði í algeru lágmarki. Ætlunin er að reka þetta þannig að um geti orðið að ræða beinan inn- flutning í gegnum fyrirtækið til kaupfélaganna," sagði Þórir Páll. Þórir Páll sagði að ekki væri hægt að komast hjá því að reka birgða- geymslu í Reykjavík. Hann tók fram að lögð yrði áhersla á að birgðahald væri í lágmarki. Hugmyndin væri að semja við Samskip hf. um birgðageymslu til að byrja með. Þórir Páll sagði að á morgun yrði tekin ákvörðun um hve mikið hlutafé hins nýja félags yrði og um skiptingu þess milli kaupfélaganna. Hann sagði að félagið myndi vænt- anlega yfirtaka dálítið af birgðum frá Miklagarði. Lánasýsla ríkisins greiðir 430 þúsund í leigu og gerir við leiguhúsnæði fyrir 20 milljónir: Eiga gott húsnæði en leigia þó Lánasýsla rudsins og Pram- kvæmdasjóður íslands hafa keypt innréttingar og gert endurbætur á húsnæði stofnanna að Hverfisgötu 4-6 fyrir 20 miUjónir króna. Stofn- anirnar greiða 430 þúsund í leigu á mánuði fyrir húsnæðið. Fram- kvæmdasjóður á hins vegar heila hæð í húsi Byggðastofhunar við Rauðarárstíg sem stendur auð. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspum frá Finni Ingólfssyni alþingismanni (Frfl.). Finnur segir gagnrýnisvert að þessar rikisstofnanir skuli leigja húsnæði dýru verði þegar þær eiga sjálfar gott húsnæði sem stendur autL f þessu sambandi sagðist hann vilja vekja athygli á því að leigan væri mjög há eða yfir 600 krónur fyrir fermetrann. Hann segir ákvörð- un um að leigja afar einkennilega þegar gera þurfi við leiguhúsnæðið fyrir tugi milljóna. Lánasýslan tók að sér rekstur Framkvæmdasjóðsins um síðustu áramóL Til álita kom að flytja Lána- sýsluna í húsnæði Framkvæmda- sjóðsins við Rauðarárstíg en að ýms- um ástæðum var horfið frá því eins Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi framtíð Holtagarða en húsnæðið er nú í eigu Hamla hf. sem er eignarhaldsfélag Lands- bankans. Fátt bendir til að hið nýja innflutningsfyrirtæki kaupfélag- anna kaupi Holtagarðana eða verði með starfsemi þar til lengri fram- tíðar. -EÓ og segir í svari fjármálaráðherra. Tekið er fram í svarinu að það hafi verið fjármálaráðherra sem tók ákvörðun um að leigja. Gera þurfti umtalsverðar breyting- ar á húsnæði Lánasýslunar að Hverf- isgötu 4-6 og kostuðu þær 19,7 milljónir. Þar af greiðir Fram- kvæmdasjóður 14,7 milljónir en Lánasýslan afganginn. Unnið var að endurbótunum á þessu og síðasta ári. Eigendur Hverfisgötu 4-6 eru Berg- ur G. Gíslason, Laufásvegi 64 Reykjavík og Margrét Garðarsdóttir, Ægisíðu 88 Reykjavík (ekkja Hall- dórs H. Jónssonar). Hjá Lánasýslu ríkisins, Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa og Fram- kvæmdasjóði vinna að sögn for- stöðumanns Lánasýslunar um 15 manns. Ekki eru mörg ár síðan meg- inhluti starfsemi þessara stofnana var unnin í fjármálaráðuneytinu. Rekstur Lánasýslunar kostaði á síð- asta ári tæplega 100 milljónir króna. Þar var launakostnaður og kostnað- ur vegna launatengdra gjalda 46,9 milljónir. -EÓ Launþegar um allt land hafa flestir veríð án kjarasamnlnga síð- ustu tvo mánuði og tilraunir til að knýja fram samninga hafa runnið út í sandinn. Þessi staða verður ör- ugglega til umfjöllun- ar í ræðum foringja launþega á baráttu- degi verkalýðsins 1. maí. Tíminn óskar launþegum til ham- ingju með daginn. Timamynd Aml Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.