Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 1. maí 1993 Tímiim HÁLSVABI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason Skrifstofur. Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 1. maí Hátíðisdagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn í skugga vaxandi atvinnuleysis. Auk þess ber hann upp á tíma fullkominnar óvissu í kjaramálum. Lang- varandi samningaviðræður hafa ekki leitt til niður- stöðu. Það hlýtur að vera efst á baugi hjá verklýðshreyf- ingunni á hátíðisdegi hennar hvernig hún getur var- ið sitt fólk, kjör þess og ekki síður ýmis réttindi sem áunnist hafa með baráttu liðinna ára. Þótt samskipti verklýðshreyfíngar og atvinnurekenda hafí um margt breyst og sameiginlega sé unnið á vegum þessara aðila að ýmsum þáttum stefnumótunar þá lifír enn sá hugsunarháttur í landinu að slæma stöðu í atvinnumálum eigi að nota til að þoka sam- tökum launafólks afturábak. Fyrir ári síðan birtist grein um atvinnuleysi í tíma- riti um viðskipti og efnahagsmál sem hagfræðingar gefa út og heitir Vísbending. Greinin hefst með eft- irfarandi málsgrein: „Fréttir um mikið atvinnuleysi í janúar koma þeim vel sem vilja að gerðir verði kjarasamningar um litl- ar eða engar kjarabætur." Slíkur hugsunarháttur má ekki verða ráðandi í samfélaginu. Atvinnuleysið er böl sem á að vinna gegn með öllum ráðum en ekki nota það sem hag- stjórnartæki í samfélaginu. Slíkur hugsunarháttur á ekki að þrífast og það hlýtur að vera forgangsmál verklýðsbaráttu í landinu að líða hann ekki. Samtök launafólks eru um margt í erfiðri stöðu nú. Þegar allt leikur í lyndi hættir félagsmönnunum til að láta sig samtakamáttinn litlu skipta og trúa á mátt sinn og megin og óbreytt ástand. Þegar krepp- ir að og atvinnuöryggið brestur leitar launafólk skjóls hjá sínum samtökum. Þá reynir á hvort hægt er að veita slíkt skjól og hvers samtök launafólks eru megnug. Þau verða aldrei sterkari en baráttuhugur félagsmannanna leyfir. Launþegahreyfíngin í land- inu er sterk þegar félagsmennirnir vilja fylkja liði, hvort sem er í meðbyr eða mótlæti. Undanfarin ár hafa samtök launafólks farið þá leið að vinna í vaxandi mæli með stjómvöldum og vinnuveitendum á nótum þjóðarsáttar. Þessi leið skilaði miklum árangri í lækkun verðbólgu. Þessi leið hefur ekki gengið upp á síðustu mánuðum og því miður verður að ætla að ekki hafi verið gengið fram með nægilegri festu af hálfu stjórnvalda í mál- inu. Launafólk verður því nú, þann fyrsta maí, að efla baráttuandann og knýja stjómvöld til aðgerða í atvinnumálum sem eru undirstaða lífskjaranna í landinu. Það skiptir höfuðmáli fyrir framtíð lifandi laun- þegasamtaka að þau haldi fram af hörku málstað þeirra sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu, haldi fram réttlæti gegn ranglæti. Tíminn óskar launþegum þessa lands og samtök- um þeirra heilla á hátíðisdegi sínum 1. maí. Megi komandi tíð færa þeim sigra í baráttunni fyrir vel- ferð og bættum kjömm. Hvenær er nóg nægilegt? r Oddur Olafsson skrifar Hvenær er nóg nóg? spyrja þeir sem í einfeldni sinni halda að hófsemi sé dyggð. í neysluþjóðfélagi liggur svarið í augum uppi, því hugtakið nægjanlegt er ekki til og fyrirheitið er að alltaf skuii skaffeð meira og meira. Hagfræðin segir að hagvöxt- ur sé nauðsynlegur til að viðhalda ríkjandi ástandi og umfram allt að bæta það. Ef hagvísitalan stendur aftur á móti á núlli, þýðir það aftur- för, versnandi lífskjör og ömurlega framtíðarsýn og dvínandi lífsham- ingju. Neysluþjóðfélag hagvaxtarins leggur að sjálfsögðu sína mæli- kvarða á hver sé hamingja fólks og þrár einstaklinganna. Velkist einhver í vafa um við hvað er átt, þarf ekki annað en líta á aug- lýsingafarganið, sem kann öll svör við því hver sé lífsnautnin mesta og hvemig eigi að höndla hana - og vera hress. Meðalhóf Fyrir kemur að náttúruöflin grípa í taumana, þegar nóg er orðið of mik- ið. Ef nefha skal dæmi, er nærtækt að benda á oftæknivædda sókn í fiskistofna. En fleiri kraftar eru að verki að taka fram fyrir hendumar á þeim, sem ekkert hóf kunna sér f einu eða öðm og þekkja aldrei mælikvarða hins mátulega, þótt hann blasi við öllum þeim sem hafa óbrengluð skilning- arviL Sjálf markaðsöflin grípa iðu- lega inn í, þegar lögmál þeirra em freklega brotin og nægilegt er ekki látið duga og enginn skilningur er á hvað er of mikið. Offramboð á vöm eða þjónustu ætti að skýra hvað við er átt og flestir hljóta að vita til hvers leiðir. Þeir, sem svamla um bjargarlitlir í offjárfestingarsúpunni, þylja úrelta afsökun yfir sjálfum sér og öðmm. Hún er sú að auðvelt sé að vera vitur eftir á og kenna öllum öðmm en eig- in óforsjálni um hvemig komið er. Á þettajafntvið um eigendur kostnað- arsamra en verðlítilla eigna og lán- ardrottna þeirra. Óhóf Fréttir berast nú um að enn séu að verða eigendaskipti á glæsihöllinni Borgarkringlunni. Þeir, sem byrjuðu á framkvæmdum, misstu eignina í hendur steypusalanna og verktaka byggingarinnar, sem ekki fengu framlag sitt greitt með öðru móti. Og nú em lánastofnanir að innleysa alla steinsteypuna og það, sem henni tilheyrir, til sín. Eitthvað af húsnæðinu hefur aldrei verið tekið í notkun og fyrirtæki í öðmm hlutum þess standa ekki undir leigunni og er nú verið að semja um vemlega lækkun húsa- leigu til þess að einhver vonarglæta sé fyrir því að hægt sé að reka þar verslun eða aðra atvinnustarfsemi. Á sama tíma fréttist af lækkun * * uQ húsaleigu í sjálfri Kringlunni, enda stendur verslunarrekstur margra fyrirtækja þar ekki undir þeim kostnaði, sem leiðir af miklu og fjár- freku húsnæði. Fjöldi verslana, stórra og smárra, hafa farið á hausinn aftur og aftur í höndunum á mörgum eigendum. Stórar verslanasamstæður hafa þannig skipt um eigendur með stuttu millibili og lánastofnanir vita ekkert hvað á við þær að gera. Rangfærslur Þegar Kringlan var byggð, ásamt öðmm miklum verslanabyggingum á Innnesjum og víðar, vom uppi raddir um að engin þörf væri fyrir meira verslanahúsnæði en fyrir var. Sýnt var fram á t.d. að í Reykjavík væri til meira verslanahúsnæði en þekkt dæmi væm um annars staðar, svo sem í stóm verslanaborgunum í nálægum löndum. Var þá miðað við fermetra á hvem íbúa. Á þær hjáróma raddir var ekki hlustað, en sýnt fram á með venju- legum yfirburðum frekjudalla, sem stundum em kallaðir hagsmunaað- ilar, að kröfur tímans heimtuðu fyr- irferðarmiklar og rándýrar glæsi- byggingar fyrir verslun. Viðskipta- vinum væri ekki upp á annað bjóð- andi. Var mjög vísað til stóm landanna í þessu sambandi, þar sem allt er til fyrirmyndar og þjóðakríli ættu að draga lærdóm af. Þá vom að vísu uppi mikil gjaldþrot vegna ótímabærra framkvæmda og ónauð- synlegra bygginga verslana- og skrif- stofuhúsnæðis, austan hafs og vest- an. Hafa gífurlegir fjármunir farið í súginn vegna þessa og standa miklar byggingasamstæður ónotaðar, svo sem í Bandaríkjunum þar sem talið er að byggt hafi verið 25% fram yfir þörf. Fréttir af þessu bámst greiðlega hingað til lands, en einhvem veginn fóm þær framhjá framkvæmdaaðil- um og lánastofnunum. Það vom margir vitrir fyrirfram og er óttalegur holhljómur í afsökun- inni að enginn vandi sé að vera vitur eftir á. Enda er vitað mál að heimsk- an eldist ekki af mönnum og fyrir- fram og eftir á skiptir engu í þessu samhengi. Sönnun Nú er enginn kominn til að segja að Kringlu eða Borgarkringlu sé ofauk- ið, en hitt er eigi að síður staðreynd að verslunarhúsnæði er alltof mikið og lækkun á húsaleigu í þessum byggingum em nægileg rök til að sýna að ofgnóttinni er ofaukið. Byggingarástríða framkvæmda- manna ríður ekki við einteyming og aldrei skulu þeir skilja hvenær nóg er nóg. í Hafharfirði er að hefjast smíði mikillar byggingasamstæðu. Þar á m.a. að vera mikil verslana- miðstöð. Á það er bent að í bænum séu margar ágætar verslanir, sér- verslanir og stórmarkaðir, sem vel em samkeppnisfærar við öll önnur slík fyrirtæki á Innnesjum og þar með landinu öllu. Verslanimar í Hafnarfirði þjóna bæjarbúum og reyndar mörgum fleiri og hefur ekki orðið vart við að þær anni ekki hlut- verkinu. Ný verslanamiðstöð gerir því ekkert annað en að draga úr starfsemi þeirra sem fyrir em og rýra afkomumöguleika þeirra. Fráleitt mun það lækka vöruverð til viðskiptavina fremur en önnur of- íjárfesting. í byggingunni á einnig að vera hót- el, enda hafa enn ekki borist fréttir af offjárfestingum og gjaldþrotum hót- ela inni í Reykjavík og víðar, fremur en hve nýting þeirra er afleit og fer síst batnandi. Lögmálin Seint mun mannskepnan koma sér saman um hvað er mátulegL hvers er ekki hægt að vera án og hverju er ofaukið. Það, sem er hófsemi í huga eins, er eyðsla í augum annars og einhver meiningarmunur er á hvað telst bmðl og hvað nauðsynleg út- gjöld. Þó em viss mörk, sem til að mynda náttúran eða markaðslögmálið setja og vel er hægt að nota sem viðmið- anir um hvað er mátulegt og hvað óhóf. Ekki dugir að ofveiða fiskinn, því þá þverr auðlindin. Offjárfesting í sjáv- arútvegi gerir illt verra og dregur úr eiginlegri verðmætasköpun útgerð- ar. Óskynsamleg fjárfesing í verslun og öðmm greinum atvinnulífs gerir hið sama. Eftir því sem byggt er meira og flottara verslunarhúsnæði, hækk- ar vöruverðið og arðsemin minnkar. Samdráttur og kreppa em kvein- stafir sem hver æpir upp í annan um þessar mundir, og er framtíðin mál- uð svörtum litum. Skuldir og ónýtar fjárfestingar blasa við í öllum áttum og ráðið við vandanum er að efna til meiri skulda og meiri fjárfestinga, segja þeir bjartsýnu, sem trúa á hag- vöxtinn og mikið af honum. Færri leita þeirra leiða sem hófsam- ur lífsstfll getur leitt til, þar sem lífs- nautnin frjóa gæti vísað veginn. Það getur reynst erfitt að hrista af sér klafa neysluþjóðfélagsins og þann þankagang að nóg sé aldrei nóg, og kannski læmm við aldrei neitt fyrr en náttúmöflin eða markaðsöflin, nema hvomtveggja sé, taka af okkur ráðin og minna á sæluboðun hóf- seminnar, sem flutt var í frægri ræðu á helgu fjalli fyrir rúmum tveim öldum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.