Tíminn - 01.05.1993, Síða 3

Tíminn - 01.05.1993, Síða 3
Laugardagur 1. maí 1993 Tíminn 3 Formaður nefndar heilbrigðisráðherra: Skoðanir skipt- ar um rekstrar- lega ábyrgð „Það hafa verið skiptar skoðanir um rekstrariega ábyrgð innan hellbrígðiskerfisins. Þaö hefur hins vegar aldrei komið til umræðu í þessari nefnd að setja aðra yflr hjúkrun en hjúkrunarfræöinga," segir Ingimar Sigurðsson, formaður nefndar sem vinnur aö endur- skoðun laga um heilbrígöisþjónustu. Hann segir að nefndinni hafl veríð fengið það hlutverk að kanna ákveðin mál. „Þar á ég Ld. við verkaskiptingu milli framkvæmdastjóra, yfiríækna og hjúkrunar- framkvæmdastjóra varðandi reksturinn," segir Inglmar. Eins og kunnugt er telja hjúkrun- arfræðingar tillögumar vera van- virðingu við stöðu sína. Fram hefur komið að í frumvarpsdrögum heil- brigðisráðherra sé gert ráð fyrir því að yfirlæknir hafi yfirumsjón með starfssemi deildar og eigi að stuðla að því að hún starfi á hagkvæman og markvissan hátt. Þá skal forstöðu- læknir vera yfirlæknir stofnunar- innar allrar. Ingimar segir nefndina hafa undir höndum ýmiss konar vinnuplögg og það sé greinilegt að eitthvað af því hafi lekið út „Það er eitthvað sem ekki er hægt að hrópa húrra fyrir," bætir hann við. „Það hefur ekki komið til tals að læknar fari að skipa fyrir um hvem- ig eigi að framkvæma hjúkmn. Abyrgð lækna og hjúkmnarfræð- inga er annars vegar bundin f læknalögum og hins vegar í hjúkr- unarlögum. Við emm ekki að leggja til neinar breytingar á þeim. Við er- um eingöngu að fjalla um fram- kvæmd heilbrigðisþjónustunnar sjálfrar," segir Ingimar. Um misjöfn völd heilbrigðisstétta segir Ingimar: „Það er spuming hvert sé vald læknis, framkvæmda- stjóra, og hjúkmnarffamkvæmda- stjóra. Þessir þættir mættu vera miklu skýrari; það gefur auga leið. Okkur er ætlað að taka á þessum hlutum í lögunum og höfum fengið fyrirmæli um að draga skýrar markalínur. Það er ekki þar með sagt að okkur sé ætlað, né heldur munum við gera tillögur um, að gera lækna eða einhverja aðra að yf- irmönnum hjúkmnarfræðinga," segir Ingimar. Því hefúr verið fleygt að það sé fyr- ir áhrif lækna að hugað sé að skýrari markalfnum milli heilbrigðisstétta. „Ég hef ekki minnstu ástæðu til að ætla það. Það var nauðsynlegt að lfta á heilbrigðisþjónustulögin bæði út af verkaskiptingunni og ýmiss konar starfssemi," segir Ingimar og vísar m.a. til flutnings á heilsugæslu frá sveitarfélögum til ríkisins árið 1990. Að lokum vill Ingimar ítreka að þama sé eingöngu um skoðanir nefndarinnar að ræða. „Það er mjög sjaldgæft að ráðherra fari algerlega f einu og öllu að tillögum nefnda," segir Ingimar. -HÞ Sigrún hvorki æpti né orgaði Allir vorlaukar með afslætti meðan birgðir endast Fíkus 90 cm kr. 1.090,- Fíkus 50 cm kr. 670,- Drekatré 3 í potti kr. 990,- Burknar kr. 398,- Þykkblöðungar kr. 198,- Tímanum hefúr borist eftirfarandi yfiriýsing frá fulltrúum þriggja starfsmannafélaga hjá Rfldsútvarpi og Sjónvarpi: „Kær og virtur starfsfélagi, Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður, hefur verið borinn sökum um ósæmilega framkomu á áhorfendapöllum Al- þingis. Undirritaðir sem vorum þar í stór- um hópi vinnufélaga stóðum nærri Sigrúnu. Hún hvorki stappaði, æpti né orgaði. Hvorki í eitt skipti né annað. Meint lófatak hennar hefði ekki náð að rjúfa kyrrð í hljóðum sal.“ Undir yfirlýsingu þessa rita: Slgrún Stefánsdóttlr fróttamaður Hákon Már Oddson SFS, Baldur Þ. Jónasson SRÚ og Páll Sigurbjöms- son RSÍ. ÞÖRUNGAMJÖL BÆTIR GARÐINN • Umhverfisvænn áburður • Ríkur af bætiefnum sjávar %Bætir frjómagn jarðvegs • Flýtir vexti plantna QNotist með öðrum áburði TILVALIÐ Í GARÐINN ÞAR SEM GÆÐIN SITJA í FYRIRRÚMI ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN 380 Reykhólum Sími: 93-47740 SOLUADILAR Blómaval Gróðurvörur ESSO bensínstöðvar Olís bensínstöðvar BYKO Húsasmiðjan Jórn og skip Kaupfélag Arnesinga Kaupfélag Borgfirðinga KEA Kaupfélag Skagfirðinga og fleiri HEILDSALA Frjó hf. Heildverslun Sími: 677860

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.